Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 36
Ingvar Helgason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Húnavatnssýsla: Ók inn í hrossahóp Bíl var ekið inn í hrossahóp á þjóðveginum í Langadal í Húna- Mt vatnssýslu í gærmorgun. Engin slys urðu á ökumanni og farþega í biln- um. Aflífa þurfti einn hest vegna meiðsla og bíllinn skemmdist tals- vert. Ökumaður sá ekki hrossin fyrr en um seinan vegna myrkurs. Hann þarf að bera kostnað af tjóni á bílnum og bæta hrossið að auki. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er alltof mikið um að hross séu að þvælast á þjóðveginum á þessum slóðum. í raun sé þetta vandræða- ástand því ekki sé hægt að taka á málum af þessu tagi þar sem lausa- ganga búfénaðar sé ekki bönnuð í hreppunum. -JSS Hafnarfjörður: % Þrettándabrenna í blindhríð Hafnflrðingar brenndu út jólin með veglegri þrettándabrennu. Kveikt var í bálkestinum milli sex og sjö á laugardagskvöld. í þann mund skall á hvassviðri og blindhríð á köfl- um. Það kom þó ekki í veg fyrir að álfakóngur kæmi ríðandi á svæðið ásamt liði sínu. Þá sást til nokkurra síðbúinna jólasveina. Að sögn lögreglunnar var ótrúlega ...» fjölmennt við brennuna þrátt fyrir óveðrið og fór allt hið besta fram. Talið var óhætt að kveikja í brenn- unni þar sem vindur stóð af byggð- inni. -JSS Víkingur AK. Víkingur dreginn DV Eskifiröi: (:V^ Nótaveiðiskipið Óli 1 Sandgerði kom með Víking Ak-100 í togi til Eskiíjarðar kl. 19.30 í gærkvöld. Bil- un i aðalvél Víkings varð þess vald- andi að draga þurfti skipið til hafn- ar á Eskifirði þar sem gert verður við skipið. Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Óla í Sandgerði, sagði í samtali við DV í gærkvöld að vel hefði gengið í alla staði að draga skipið til hafnar og tók það um 12 klukkustundir. Skipin voru á loðnuveiðum út af Reyðarfirði og var hvort um sig komið með um 500 tonn sem landað var til bræðslu á Eskifirði. Vonast er tO að viðgerð á aðalvél Víkings gangi sem fljótast fyrir sig. -Regína Mikill erill var hjá slökkvili&inu síödegis í gær og fram á kvöld. Margir hringdu og báðu um aðstoö vegna vatnsleka af þökum eða stíflaðra niðurfalla. Vatnsagi var mikill og lak sums staðar inn í hús. Engar verulegar skemmdir urðu þó af þeim sökum. DV-mynd HH lyiargrét Frímannsdóttir: Eg hef áhyggjur „Auðvitað hlýt ég að hafa áhyggjur af yfirlýsingu eins og þessari sem barst frá Fjarðalistanum, þar sem margir mætir fé- lagar innan Sam- fylkingarinnar starfa," sagði Margrét Frí- mannsdóttir, tals- maður Samfylk- ingarinnar, I gær- kvöld. Fjarðalistinn hefur í raun sagt Margrét Frí- sig frá Samfylk- mannsdóttir - ingunni vegna skoðanir skarast. skoðanaágreinings um virkjanamál á Austurlandi. „Sumir þeirra sem standa að Fjarðalistanum hafa að vísu ekki endilega verið fylgismenn Samfylk- ingarinnar. En það er áhyggjuefni þegar skil verða milli þingflokksins, einu formlegu stofnunar Samfylking- arinnar, og Fjarðalistans - skoðanir stangast á og þessi tvö sjónarmið skarast verulega. Við höfum rætt við okkar félaga fyrir austan og reynum að byggja upp trúnaðartraustið að nýju,“ sagði Margrét. -JBP Kvótabaninn sagði kerfinu stríð á hendur og kvaðst hættur viðskiptum á Kvótaþingi: Vatneyrin BA áfram í kvótaviðskiptum - ekkert óeðlilegt við það, segir Svavar Guðnason útgerðarmaður Vatneyri BA 238, sem fræg er orð- in vegna baráttu Svavars Rúnars Guðnasonar við kvótakerfið, hefur verið bundin við bryggju allt frá því skipið var kyrrsett í fyrra. Eigi að síður hefur útgerðin átt töluverð viðskipti við Kvótaþing og virðist því hafa tekið fullan þátt i kerfinu sem verið er að berjast gegn. „Það er ekkert óeðlilegt við það,“ sagði Svavar Rúnar Guðnason skip- stjóri í samtali við DV. „Skipið er með um 35 tonn af þorskveiðheim- ildum. Ég hef þó ekkert gert út i ell- efu mánuði. Þetta hafa bara verið tilfærslur á tegundum. Af þvi að ég hef ekki verið að gera út þá útvég- aði ég t.d. einum kunningja mínum kola og hann lét mig hafa þorsk í staðinn. Ég leigði síðan aftur frá mér þorskinn og fékk þá kola í stað- inn. Þetta er bara eins og Kvóta- þingið „fúnkerar". Ef einn vantar eitthvað þá reddar annar því.“ Ég gaf þá yfirlýsingu í fyrra að ég myndi ekki gera út upp á þetta og ég hef ekki gert það. Ég átti annan bát sem er með veiðileyfi og var ekki sviptur þvi. Hann gat því róið allan tímann. Ég lagði honum hins vegar líka,“ sagði Svavar og segist því hafa verið fullkomlega sam- kvæmur sjálfum sér í þessu máli. Hætti viðskiptum, en... Þann tíunda febrúar á síð- asta ári sendi Svavar frá sér yfirlýsingu fyrir hönd Hyrnó ehf., sem er útgerðarfélag skipsins, og lýsti því yfir að skip í eigu félagsins hygðist stunda veiðar áfram þrátt fyrir að enginn kvóti væri til staðar. Þetta gerði hann og var síðan kærður fyrir og sýknaður á dögunum. í yfir- lýsingunni segir síðan orð- rétt: „Þar sem Kvótaþing get- ur ekki þjónað sínum til- gangi virðist það þjóna litl- um tilgangi að eyða púðri í þá stofnun og er ég hættur viðskiptum þar.“ - Daginn Svavar Guðnason segist fullkomlega samkvæmur sjálfum sér í kvótaviðskiptum. eftir er hins vegar skráð ein færsla um kvótavið- skipti Vatneyrar hjá Kvótaþingi og síðan 10 færslur frá 15. september sl. til áramóta, síðast tvær færslur þann 7. des- ember. Síðar í sömu yfirlýs- ingu Svavars segir: „Og niðurlægingin er algjör ef hugsað er til þess að þeir sem leigja frá sér kvótann eiga hann í raun og veru alls ekki frekar en hver annar og þætti mörgum skrýtið ef ég færi að bjóða til leigu íbúð sem einhver annar ætti og ég þekkti kannski ekki neitt, hirða síðan tekjurnar, fela þær síðan í einhverjum rekstri og sleppa meira að segja við að borga skatt af því sem einhvern tímann hefði verið talið illa feng- ið.“ -HKr. Veðrið á þriðjudag: Vægl frost og éljagangur Norðaustan 8-13 m/s og él á Vestfjörðum en annars sunnan og suðvestan 8-13 m/s. É1 sunnan- og norðvestanlands en annars úrkomulítið. Frostlaust með suðurströndinni en frost annars 0-4 stig. Veöriö í dag er á bls. 45. MERKILEGA MERKIVÉLIN brother PT-igoa íslenskir statir 5 leturstærðir 8 leturgeröir 6, 9 og 12 mm prentboröar Prentar í tvær línur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.