Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2000
Fréttir
Aðgangur að heilbrigðisþjónustu víða skertur:
Kostnaður læknisþjón-
ustu skiptir máli
- 13% unga fólksins hafa ekki ráð á læknishjálp
Háskóli íslands og Landlæknis-
embættið framkvæmdu viðamikla
rannsókn haustið 1988 um hvort
mat á heilbrigðisþjónustu sam-
ræmdist þjónustuþörf einstak-
linga. Úrtak könnunarinnar var af
öllu landinu og voru 1924 einstak-
lingar á aldrinum 18-75 ára spurð-
ir álits. Stuðst var við erlendar við-
miðanir sérfræðinga við mat á
hvort notkun heilbrigðisþjónustu
samræmdist þjónustuþörf einstak-
linga og hópa. Rannsóknin var
undir stjórn Rúnars Vilhjálmsson-
ar prófessors.
Á blaðamannafundi sem haldinn
var á vegum Landlæknisembættis-
ins voru helstu niðurstöðurnar
kynntar.
Kostnaður skiptir máli
Fram kom verulegur munur á að-
gangi að heilsugæslu milli hópa og
hefur yngra fólkið sjaldnar heimilis-
lækni sem það þekkir. Auk þess
frestar sá hópur frekar eða sleppir
ferð til læknis ef hægt er. Þá kom
fram að kostnaður víð læknisþjón-
ustu á sinn þátt í forfóllum en 13%
fólks á aldrinum 18-24 ára fresta
eða afboða komu tU læknis vegna
þess að það telur þjónustuna of
dýra. Fólk á miðjum aldri fer hins
vegar sjaldnar tU læknis vegna þess
Þarftu spark í...
Okkar þriggja ára reynsla
tryggir þér frábæran árangur
Átta vikna aðhaldsnámskeið Gauja litla
hefjast í World Class 10. janúar
Námskeið þar sem feitir kenna feitum í allan vetur!
Innifalið f námskeiöinu er eftirfarandi:
Yogaspuni 3 til 5 sinnum í viku • Vigtun • Fitumæling • Ýtarleg kennslugögn
Matardagbækur • Mataruppskriftir • Æfingabolur • Vatnsbrúsi
Fræösludagur • Hvetjandi verölaun • Viötal viö næringarráögjafa
Vaxtamótun meö íþróttarkennara • Einkaviðtal viö Gauja litla
Ótakmarkaöur aögangur aö World Class
Skráning stendur yfir núna í síma 8961298
að það er bundnara við vinnu sína.
Einhleypir og fráskildir leita
síður læknis
Fleiri konur en karlar þekkja
nafn heimilislækna sinna. Þá kom
fram að einhleypir og fráskildir
leita síður til þeirra en þeir sem eru
í sambúð eða giftir. Auk þess fer sá
hópur síður í blóðþrýstingseftirlit
og leghálsskoðun. Ekkjur fara
sjaldnar en aðrar konur í brjósta-
skoðun.
Þeir sem starfa utan heimilis og
eiga börn hafa lakari aðgang að
heilbrigðisþjónustu og nota hana
síður í veikindum eða í fyrirbyggj-
andi skyni en þeir sem starfa
heima. Aðgangur að læknisþjónustu
er misjafn eftir landshlutum og er
hann lakastur á Vesturlandi, Norð-
urlandi vestra, Austurlandi og Suð-
urlandi.
Menntun hefur ekki áhrif
Menntun hefur ekki mikil áhrif á
það hvort farið er til læknis en þó
kom fram að þeir sem meiri mennt-
un hafa fylgjast frekar með blóð-
þrýstingi en aðrir. Auk þess eru
tengsl milli menntunar kvenna og
þess að fara í leghálsskoðun en þær
sem meiri menntun hafa fara oftar.
Lágtekjufólk hefur lakari aðgang
að heilbrigðisþjónustu en hægt er
að rekja það til fjarlægðar frá lækn-
isþjónustu.
Viðhorf og möguleikar
Ástæðurnar fyrir þeim mun
sem hér er rakinn á aðgangi al-
mennings að heilbrigðisþjónust-
unni geta verið fjölmargar. Við-
horf einstaklinga og fjölskylduað-
stæður, möguleikar útivinnandi
fólks og staða heilbrigðisþjónust-
unnar eru þær ástæður sem
nefndar eru í þessu sambandi.
Besta leiðin til að tryggja að all-
ir hafi heimilislækni og góð
tengsl við heilbrigðisstarfsmenn
er að bæta sjúkratryggingar og
styrkja heilbrigðiskerfið. Þannig
er hægt að draga úr mun á að-
ganginum milli þjóðfélagshópa.
-hól
Ný saltfiskverkun á Höfn:
15 tonn af góðgæti á dag
Hafin er vinnsla í nýrri saltfisk-
verkun á Höfn. Þetta nýja fyrirtæki
heitir Bestflskur ehf. og er eign út-
gerðarmannanna Friðþórs Harðar-
sonar og Ómars Franssonar ásamt
Sívari Áma Scheving sem er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Best-
fiskur er í nýju rúmlega 800 fer-
metra húsi við Óslandsveg og er
búið fullkomnum búnaði fyrir salt-
fiskverkim og er aðstaða öll hin
glæsilegasta.
Byggingarverktaki hússins er
Sveinn Sighvatsson og sá hann um
uppsetningu og allan frágang á hús-
inu sem er frá Límtré hf. Verkfræði-
stofan Hönnun Ráðgjöf hannaði
húsið.
Sívar Árni sagði að þeir væru
með þrjá báta sem legðu upp fisk
hjá þeim og vonandi kæmu fleiri
seinna og þegar vantar fisk er farið
á fiskmarkaðinn og tilboð gerð.
Vinnsluafköst eru um 15 tonn á dag
og starfsmenn 6 til 10. Fiskurinn er
fullverkaður til útflutnings og 5. .....
janúar var verið aö pakka fiski í E|gendur Bestfisks, ungir og dugmiklir menn, Friðþor Haröarson, Omar
fyrstu sendinguna. -JI Fransson og Sívar Árni Scheving.
Framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs:
Aldrei fleiri kærur
Aldrei hafa Jafnréttisráði borist
jafnmörg mál eins og á árinu sem var
að líða en samtals barst því 22 kæru-
mál. I samtali við Elsu Þorkelsdóttur,
framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs og
starfsmanns kærunefndar, berast að
meðaltali 12-14 mál á ári. Helstu
kærumálin eru vegna ráðninga í störf
en launamál koma þar á eftir.
Karlar sækja í sig veðrið
Af þeim 22 sem bárust voru fimm
mál sem var ólokið frá árinu 1998 og
fluttust yfir á árið 1999. Nefhdin af-
greiddi þau fimm og voru 4 þeirra tal-
in brot. Af málum sem bárust árið
1999 voru fimm ekki talin brot. Tvö
þeirra voru afturkölluð, þar af eitt þar
sem samkomulag náðist og fimm voru
talin brot. Eftir standa 10 mál sem
flytjast yfir á þetta ár. Kærendur í
mákmum 22 sem bárust á árinu 1999
voru 4 karlar og 18 konur. Þau fimm
mál sem færðust frá 1998 voru konur
kærendur í öllum.
Árið 1998 bárust nefndinni 11 mál
og lauk hún afgreiðslu á 7 málum en
fjögur þeirra voru frá árinu á undan.
Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, segir flestar kærurnar
vera vegna ráðninga í störf.
Af þeim sjö málum sem nefndin lauk
voru fimm þeirra sem réttur kæranda
hafði verið brotinn að öllu leyti eða að
einhverju leyti. Kvenmenn kærðu í 10
tilfellum á móti einni kæru sem lögð
var fram að karlmanni.
Nefndina skipa 3 lögfræðingar;
tveir eru tilnefndir af Hæstarétti og
einn af félagsmálaráðherra. Hægt er
að skoða afgreidd mál á heimasíðu
Jafnréttisráðs en hún er jafnretti.is.
-hól