Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2000 Fréttir Lykilmenn Búnaðarbankans sakaðir um innherjaviðskipti: Islandsbanki uppsprettan - segir Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, og ver sina menn „Þetta er hreinlega rangt hjá fréttastofu Stöðvar 2, fréttin er til- komin vegna þess að íslandsbanki læddi þessari frétt inn á föstudag- inn. í þessum skrifum í Morgun- komi íslandsbanka á netinu segir að einkennilegt sé að koma með „aðvörun" 17 dögum eftir að úthoði lauk,“ sagði Stefán Pálsson, aðal- bankastjóri Búnaðarbankans, í viö- tali viö DV í gærkvöldi. Hann telur að hér sé kunni hluti af samkeppni bankanna tveggja að birtast al- menningi en Búnaðarbankinn er nú talinn vera verðmætari en íslands- banki. Bankastjórinn segir það skyldu bankans að „aðvara“ þegar afkoma hans batnar um- fram allar spár á örstuttum tíma. Stefán segir það út í hött að tala um innherjavið- skipti í bankanum. „Starfs- menn okkar voru auðvitað í fullum rétti að bjóða i þessi bréf, öllum stóð þetta til boða, þeir tóku þátt í lög- legu útboði og fóru að öllum reglum. Ekkert óeðlilegt er við það að starfsmenn vilji eignast hlut í bankanum," sagði Stefán Pálsson um fjórmenningana, sem eru lykil- starfsmenn Búnaðarbankans og keyptu hlutabréf í vinnustað sínum fyrir um 75 mibjónir króna. Þeir hafa hagnast vel á stuttum tíma. “Náttúrlega gefur það augaleið að lykilstarfsmenn hljóta að búa yfir upplýs- ingum um fyrirtækið, menn sem vinna við að gera út- boðslýsinguna. En allir höfðu aðgang að þeirri lýs- ingu,“ sagði Stefán. „Viö vitum að bankinn er verðmætur og við eins og margir aðrir höfum trú á Búnaðarbankanum. Sem forsvarsmaður bankans taldi ég að við yrðum að tilkynna Verð- bréfaþingi um að útkoman virtist ætla að verða mun betri en spáð hafði verið í óendurskoðuðu 9 mán- aða uppgjöri sem salan byggðist á. Bankinn á mikið safn af skráðum og óskráðum hlutabréfum. Gengi hlutabréfa í desember sveiflaðist upp um 10% - það þýddi bætta af- komu um 270 milljónir. Þessa er get- ið i útboðslýsingu sem dæmi um fyrirvara. Þetta eru stórar tölur og við töldum skylt að greina frá því með þessari „aðvörun" eða ábend- ingu,“ sagði Stefán Pálsson. Ekki náðist í Val Valsson, banka- stjóra Islandsbanka, vegna þessa máls í gærkvöldi. -JBP Stefán Pálsson. Hörð lífsbarátta einstæðs föður og 75% öryrkja: Berst fyrir ungum börnum sínum - fjársöfnun til styrktar Qölskyldunni hafin í Borgarfirði „Markmiðið hjá mér er ekki nema eitt, það er að koma mér á réttan kjöl og halda áfram með bömin mln hjá mér,“ sagði Þórður Njálsson, rúm- lega fertugur einstæður faðir og 75 prósent öryrki sem búsettur er í Breiðholti. Saga Þórðar er saga langrar og strangrar baráttu. Sú bar- átta stendur enn. Hann berst við að ná heilsunni, halda bömunum sín- um, sem em tveggja, fjögurra og sex ára, og láta enda ná saman. Það var árið 1973 sem Þórður slasaðist um borð í varðskipi. Það slys leiddi til þess að taka þurfti af honum fótinn 12 árum síðar. Hann fór mjög illa út úr þeim veikindum. Það var svo í október á síðasta ári sem eiginkona hans, Helga Fossberg Helgadóttir, veiktist af krabba- meini. Hún fór í aðgerð og síðan hefðbundna meðhöndlun sem stóð fram á mitt sumar. Þá vöknuðu von- ir um að hún myndi ná sér. En sið- an tók krabbameinið sig upp aftur og hún lést 20. desember sl. Helga var fædd að Þórgautsstöðum í Hvít- ársíðu og hefur kvenfélagið þar nú hafið fjársöfnun til styrktar Þórði og fjölskyldu hans. Auk litlu barnanna þriggja þeirra Helgu búa hjá Þórði 19 ára sonur, Guðmundur Njáll, sem hann átti áður, svo og unnusta Guðmundar, einnig 17 ára sonur, Sigurður, og 19 ára dóttir, Ástríður Edda, sem Helga átti áður. Sigurður er í skóla uppi á Akranesi en kemur heim í fríum. Ástrlður Edda er við nám í Reykjavík. Datt niöur á nýársmorgun „Tveggja ára dóttir okkar Helgu fór til vinkonu okkar í vetur meðan veikindin voru sem mest,“ sagði Þórður. „Ég tók hana heim á Þor- láksmessu og hafði hana hjá mér um jólin. Svo datt ég niður á nýársmorgun. Læknar segja mér að líklega hafi þetta verið spennufall eða bólgur í höfðinu. Ég missti allt jafnvægi og röddina. Þetta lýsti sér svipað og blóðtappi við heilann. Ég var á spítalanum þar til í fyrradag, þá komst ég heim. Yngsta dóttirin fór aftur til vinkonu okkar en hin bömin tvö fóru til foreldra minna meðan ég þurfti að vera fjarverandi. Ég er að klóra mig upp úr spennu- fallinu núna en á eftir að fara í ein- hverjar rannsóknir." Þau Þórður og Helga voru með sjálfstæðan atvinnurekstur en veik- indin gerðu það að verkum að hann gekk ekki sem skyldi. Þegar Helga veiktist var Þórður eins mikið hjá henni og hann gat. Hann hafði ekki tök á að sinna starfi sínu á meðan. Síðan rak hvert áfallið annað. „Staðan hjá mér nú er sú að ég er með talsvert af skuldum sem ég er að reyna að klóra mig út úr. Svo er ég að berjast við að komast út úr því sem ég kalla 2000-vandann sem kom upp á nýársmorgun. Ég ætla að hafa öll börnin mín hjá mér, ég er alveg klár á því. Það verður þó að segjast eins og er að þó að þetta hafí verið rosalegt stríð þá hef ég fengið mikinn og dýr- mætan stuðning,“ sagði Þórður. „Foreldrar mínir hafa staðið eins og klettar við bakið á mér. Sama máli gegnir um foreldra Helgu, vini og ættingja okkar beggja, fyrrum vinnufélaga, fólkið í Borgarflrði og Sigurð Amarsson, prest í Grafar- vogi. Starfsfólkið á krabbameins- deildinni og líknardeildinni er engu líkt, þetta eru englar. Eins og áður sagði hefur Kvenfé- lag Hvítársíðu hleypt af stokkunum fjársöfnun til stuðnings Þórði og fjölskyldu hans. Tekið er á móti framlögum í Sparisjóði Mýrasýslu, Borgamesi, reikningi nr. 3648. -JSS Pórður Njálsson meö börnin sín, Ásgeir Helga, 4 ára, og Guðrúnu Júlíu, 6 ára, Guömund Njál og unnustu hans, Guörúnu Evu Jónsdóttur. Á myndina vantar Póru Björg, 2 ára, Sigurö Geirsson og Ástríði Eddu Geirsdóttur. Verður mönnum refsað fyrir að róa í trássi við lög? Bjórauglýsendurnir sluppu - ekkert hægt að fullyrða um sjómenn, segir Hilmar Baldursson Fjölmargir kvótalitlir útgerðar- menn stefna nú að því að hefja veið- ar í kjölfar svokallaðs Vatneyrar- dóms Héraðsdóms Vestfjarða. Þeir ætla ekki að bíða eftir niðurstöðu hæstaréttar i málinu. Forsætisráðherra, sjávarútvegs- ráðherra og forsvarsmenn LÍÚ hafa sagt að ekkert hafi breyst við úr- skurð héraðsdóms sem gefi kvóta- lausum útgerðum tilefni til að hefja veiðar. Lög séu enn í fullu gildi sem banni slíkt og brot á þeim varði refsingu. Hilmar Baldursson, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka kvótalítilla útgerða, segir að form- lega séu enn lög í gildi sem banni slíkar veiðar. Hins vegar hafi áður komið upp mál af svipuðum toga þar sem tekist var á um stjómarskrárá- kvæði um prentfrelsi. Það varðaði bann við áfengisauglýsingum og voru bjórframleiðendur sýknaðir í héraðsdómi fyrir að hafa brotið bannið. í kjölfar hérðaðsdóms auglýstu bjór- framleiðendur af kappi en ekkert var gert til að stöðva þær auglýsingar. Hæstirétt- ur sneri dómi héraðsdóms við en engum refsingum var beitt vegna meintra brota bjórframleiðenda á lögun- um í miUitíðinni. Hilmar segir þó ekkert hægt að fuU- Hilmar Baldursson. yrða um hvort svipuð niður- staða yrði gagnvart hugsan- legum brotum sjómanna. „Menn taka auðvitað áhættu með þvi að róa og við hvetjum enga tU þess. Ég reikna þó með því að ef hæstiréttur snýr við niður- stöðu héraðsdóms þá reyni menn að fá niðurstöðu hjá mannréttindadómstóli Evr- ópu.“ -HKr. Stuttar fréttir i>v Flugleiðir neita Flugleiðir hafa neitað að end- urnýja samn- ing við stéttar- félög landsins um ódýrar ut- anlandsferðir. Stéttarfélögin leita nú ann- arra leiða svo félagsmenn geti ferðast ódýrt næsta sumar og njóta til þess aðstoðar Samvinnu- ferða-Landsýnar. Stöö 2 greindi frá. Barist um Smáralind Þrjár verktakasamstæður berj- ast um miUjarðs króna samning um framkvæmdir við Smáralind í Kópavogi. Stöð 2 greindi frá þessu. Snjóflóðarannsóknir Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða hefur lagt tU að á Vest- fjörðum verði miöstöð snjóflóða- rannsókna og rannsókna á veið- arfærum. Þá hefur einnig verið lagt til að símenntun og endur- menntun í byggðarlaginu verði efld sem og þekking á markaðs- málmn. Samgöngur þarf einnig að bæta, að mati Atvinnuþróun- arfélagsins. Ríkissjónvarpið greindi frá. Kínverjar mótmæla Kínverska sendiráðið í Reykja- vík mótmælir heimsókn Tómasar Inga Olrichs, for- manns utanrík- ismálanefndar Alþingis, tU Taívans. Tómas Ingi mun dvelja í Taivan fram að næstu helgi. Upp- lýsingafuUtrúi kínverska sendi- ráðsins, Yang Jiazhong, lýsti yfir óánægju sinni með ferðalag for- mannsins í viðtali við Rikissjón- varpið. Hann telur það óviðeig- andi. Tveir létust Fimm tilfeUi af heUahimnu- bólgu höfðu greinst hér á landi í lok síðasta árs. Tveir létust af völdum sjúkdómsins síðla árs. Tilfellin voru af ólíkum stofni og því ekki talin ástæða tU að gera sérstakar varúðarráðstafnir. Stöð 2 sagði frá. Fjarðalistinn afneitar Fjarðalistinn í Fjarðabyggð á Austurlandi lýsti því yflr á aðal- fundi sínum í Neskaupstað í dag að hann hefði engin tengsl við Samfylkinguna. Fjarðalistinn er í andstöðu við stefnu Samfylking- arinnar í virkjunarmálum, enda bygging stóriðju eitt af helstu baráttumálum hans. Ögmundur vili rannsókn Ogmundur Jónasson telur ástæðu tU frek- ari aðgerða til að kanna hvort farið hafi verið eftir verklags- reglum um inn- herjaviðskipti við einkavæð- ingu Búnaðar- banka íslands. Stöð 2 greindi frá. Fleiri þurfa líffæri íslendingum sem þurfa á líf- færaígræðslu að halda hefur fjölgað mjög mikið á undanfóm- um árum vegna þess að langvinn- ir sjúkdómar, sem leiða tU líf- færabUunar, eru orðnir tíðari. Gunnar Guðmundsson lungna- sérfræðingur, einn af stofnend- um íslenska líffæraflutninga- hópsins, segir ástæðuna vera bætta meðferð og þekkingu sem geri það að verkum að fólk lifi lengur en áður með ákveðna sjúkdóma. Líffæraflutningar verða eini kosturinn til að fólkið geti haldið áfram að lifa. RÚV greindi frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.