Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 Fréttir___________________________________dv Lögreglan í Reykjavtk lýsir eftir 4 bilum sem stolið hefur verið undanfarið: Bílar hverfa frá Brimborg og Heklu - uppítökubílar - einum stolið við Sundhöllina og öðrum við Hamrahlíð Þórður Jónsson sölustjóri hjá Brimborg við bíl eins og þeim sem var nýlega stolið frá bílaumboðinu. DV-myndir Hilmar Þór Komið hefur í ljós að tveir bílar frá Heklu og Brimborg hurfu af sölu- svæði umboðanna á seinni hluta síð- asta árs og er lýst eftir þeim af hálfu lögreglunnar. Hér er um að ræða svo- kallaða uppítökubila og er annar Niss- an-jeppi en hinn Toyota Corolla. “Við höfum kært þetta mál sem þjófnaðarmál," sagði Jón Dahlmann, talsmaður Brimborgar, þaðan sem Nissan Terrano-jeppi (nr. TE 034), ljósbrúnn, árgerð 1990, hvarf. „Það var annað svona svipað mál á ferðinni hjá okkur í haust. Þá fundum við horfinn bíl, Lancer árgerð 1998, fyrir tilviljun hjá Umferðarmiðstöðinni. Þar hafði hann verið skilinn eftir. Ekki er vitað hvort þeim bíl var stolið eða hann lánaður," sagði Jón. Hjá Heklu var verið að fara yfir lag- erinn þegar uppgötvaðist að bíll sem skráður var sem uppítökubíil á sölu- lista var horfinn. „Hann var tekinn upp í annan bíl í sumar og hefur ekki sést síðan. Það kannast enginn við þennan bíi,“ sagði Rögnvaldur Guðni Jóhannsson hjá Heklu. Þama er um að ræða hvíta Toyota Corolla, árgerð 1988, femra dyra, með skrásetningar- númerið R 77786. „Þessi bíll var keypt- ur inn hjá okkur. Það er öruggt," sagði Rögnvaldur Guðni. 17. desember hvarf bíll frá bUa- stæðinu við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Eigandi bilsins, sundlaugargestur, telur að um klukkan 19 að kvöldi hafi einhver farið í fataskáp sinn í sundlauginni, náð bíllyklunum og síðan farið á bílnum. Hér var um að ræöa hvítan Mitsubishi Galant, árgerð 1993, með númerið LN-192. Auk þessara þriggja framan- greindra bíla lýsir lögreglan eftir ljósbláum BMW 316 sem tekinn var frá Hamrahlíð á nýársdag. Skrá- setningarnúmer hans er R 28734. -Ótt sandkorn Kynlíf og söngur Svo sem Sandkorn hefur ítrek- að greint frá hefur Geir Haarde fjármálaráðherra gjaman farið á kostum á ýmsum mannamótum og sungið sem lævirki væri. Á skemmtun stuðn- \in8sfélaSs Vöku, félags lýðræðis- 1 sinnaðra stúd- m — ..r®| enta nýlega steig I- f S raðherrann a 1L 1 stokk og lýsti því jjl að frásagnir af Hk y 'íjH sönghæfileikum sínum væru orðum auknar. „En það er með sönginn eins og kynlífið. Maður þarf ekki að vera neitt sérstaklega góður til að hafa gaman af,“ sagöi Geir við ómældan fögnuð áheyrenda... Forseti Laganeminn Guðnin Berg- steinsdóttir gegndi embætti for- seta ELSA, samtaka evrópskra laganema, á liðnu ári. Guörúnu skorti ekki starfsheitin þegar hún kynnti sig á málþingi sem haldið var í síð- ustu viku á veg- um Mannrétt- indafélags ís- lands og ELSA um kynskipt- inga. Hún hóf kynninguna á eftirfarandi hátt: „Gegndi ég embætti forseta ís- lands á liðnu ári ..." Þama voru greinilega mikil tíðindi á ferð því ekki var vitað til þess að Ólafur Ragnar Grímsson hefði komið sér upp afleysingaþjónustu. Kollegi Guðrúnar hnippti í hana og benti á hugsanlegt mismæli. Hún leiðrétti þau með bros á vör en sagðist greinilega setja stefn- una hátt í framtíðinni... Rögnvaldur Guðni Jóhannsson hjá Heklu viö bíl sams konar þeim sem stolið var frá því umboöi. Leikritið Fjárþröng í Borgarleikhúsinu: Ásta málari sett í salt Borgarleikhúsið hefur frestað frumsýningu á nýju íslensku leik- riti vegna fjárskorts. Leikritið er eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og fjallar um Ástu málara sem uppi var á fyrri hluta síðustu aldar og lést í Bandaríkjunum 1954. „Við erum að reka fyrirtæki hér og vantar einfaldlega fleiri sali ef við eigum að koma öllu fyrir,“ sagði Ámi Möller, framkvæmda- stjóri Borgarleikhússins. „Það væri óðs manns æði að fara að slá af sýningar sem enn ganga fyrir fullu húsi tfi að koma nýjum verk- um að. Sex í sveit gengur enn ljómandi vel eftir 120 sýningar og það sama má segja um Litlu hryU- ingsbúðina sem er komin í 60 sýn- ingar,“ sagði Árni MöUer. „Það átti að frumsýna leikritið í mars en skýringin sem ég hef feng- ið er sú að því verði frestað vegna fjárskorts. Leikritið var fullfrágengið af minni hendi þannig að ekki stóð á mér,“ sagði Ingibjörg Ingibjörg Hjartar- dóttir. Hjartardóttir, höfundur verksins um Ástu málara. „Ég hugga mig við það að haustið er miklu betri frumsýningartími en vorið,“ sagði Ingibjörg sem lýsir leikriti sínu sem dramatísku verki um konu sem lifði spennandi og óvenjulegu lífi. -EIR Kampavínsbörnin í Mosó ......... J J Uuu/u/j Bömin í MosfeUsbæ eru komin upp úr sand- kössunum og rólurnar dingla tómar. Nú hafa alvöruleikir tekið við og krakkarnir smalast upp í limmósínur og skreppa í borgina ef svo ber undir. Það er auðvitað eðlUegt að bömin geri eins og fuUorðna fóUúð sem eru fyrir- myndin. Ástæðulaust uppnám hefur orðið vegna þess aö fyrirtæki, sem kennt er við eðla- vagna, hefur tekið við hlutverki strætó og ferj- ar börn tU og frá Reykjavík. „Hann átti að taka rútuna heim ef hann yrði búinn snemma," sagði móðir ungs drengs við DV vegna þess að hann sýndi þann þroska að ferö- ast um í limmósínu á Þorláksmessu. Drengur- inn ungi bauð svo sem einum bófaflokki með í bUtúr og eðli málsins samkvæmt pantaði hann kampavín aftur í eðlavagninn. Strákur- inn vissi sem svo að ferðalögum í limmó fylgja aUs kyns skemmtUegheit, svo sem vindlar, fagrar meyjar og kampavín. Þar sem hvorki var til að dreifá vindlum eöa fógrum meyjum var auðvitað lágmarkiö að fá kampavín. Það er dagljóst að fólk drekkur ekki eplasvala í eð- alvagni. MosfeUingurinn ungi veit að slíkt fel- ur í sér stílbrot og hann hefði aUt eins getað tekið með sér Andrés blað. AUir sjá hversu fiflalegt það væri að sitja með Andrésblað í annarri hendi og Svala í hinni í limmósínu af bestu gerð. Það fór því svo aö þar sem limm- inn rann eftir Vesturlandsveginum pantaði sveinninn ungi kampavín. „En þessir sömu krakkar hafa reyndar tek- í I k nVmá’ * 4 % f K ^ 1 . »f#» ; « £■ * / / ,< • ■ - V V i / ið bUinn hjá mér áður og þá haft áfengi um hönd sem þau fengu frá foreldrum sinum," sagði eigandi limmans við DV. EinkabUstjóri eðalvagns hefur aðeins þá skyldu að uppfyUa óskir farþeganna og því afgreiddi hann um- svifalaust umbeðna flösku. Blessuð börnin reyndust því miður vera fleiri en tUtæk glös og því var sett aldurstakmark á kampavínið. Yngri en 11 ára fengu ekki glös og þar með var sjálfur gestgjafinn einn utanveltu og þurr- brjósta. Nú er komið á daginn að hann missti ekki af miklu þar sem svindlað var á honum. Kampavínið reyndist freyðivín þó börnin gerðu sér ekki grein fyrir þvi í gleöUátunum á leið tU borgarinnar. „Það verður enginn drukkinn af einni freyðivínsflösku," sagði eig- andi Glæsivagna við DV og bætti við að for- eldrar bamanna kampakátu væru að gera úlf- alda úr mýflugu. Þetta heitir að kasta steini úr glerhúsi því sjálfur hafði hann viðurkennt að hafa gert freyðivín úr kampavíni. Nú er staðan sú að ráðuneyti samgöngumála heldur ekki vatni vegna freyðivínsbarnanna í Mosó. BUstjórinn sem stjómaði þessu stærsta þroskaleikfangi aUra tíma hefur verið rekinn „að eigin ósk“. Bömin í MosfeUsbæ sitja uppi með það að ferðast í strætó eða til þrautavara i aftursæti hjá foreldrum sínum þar sem veitingar eru takmarkaðar og mælast ekki í prómiUum. „Þetta fuUorðna fólk er svo skrýtið", eins og segir í bamagælunni. Dagfari Haukur í horn Haukur Ingibergsson eða Haukur 2000, eins og hann er kaUaður, eftir að hann barðist við Vandann stóra, er nú um það bU að setjast í nýjan for- stjórastól. Sam- kvæmt öruggustu heimildum tekur hann við for- stjórastarfi í Fast- eignamati ríkis- ins á næstunni. Þar sat áður Magnús Ólafs- son en hann mun ætla að minnka við sig. Aðdragandinn að þessari veg- tyllu Hauks er sá að nú er í und- irbúningi löggjöf um samræmda skráningu fasteigna í landinu. Haukur hefur unnið að þeim mál- um og m.a. leitt starfshóp sem unnið hefur við undirbúninginn. Svo er Haukur sjálfsagt að upp- skera laun erfiðis síns við að koma í veg fyrir 2000-vandann... Clinton endurkjörinn! Um áramót er reynt að auka sölu ýmissa blaða og tímarita með því að birta í þeim spádóm fyrir komandi ár. Kennir margra grasa í spádómunum og meðfylgj- andi er listi yfir það hvað rættist af spádómum fyrra árs. Þær spákerlingar sem hafa látið uppi vísbendingar um næsta ár hafa verið mis- vísar á ókomna tíð. Og spádómai dýrir. Það verður þó athyglisvert að vita hvort spádómur Viku- völvu um aö Bill Clinton eigi eftir að ná endurkjöri rætist. Sér- staklega í því ljósi að forsetar Bandaríkjanna mega aðeins sitja í tvö kjörtímabil... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.