Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Side 9
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 9 i>v Stuttar fréttir Utlönd Snjóflóð í Norður-Noregi: Fimm fórust þeg- ar rúta fór í sjóinn Arkans minnst Serbneska stríðsherrans og stríðsglæpamannsins Arkans var minnst í gær sem hugrakks vemdara serbnesku þjóðarinnar. Arkan var myrtur í Belgrad á laugardag og eru margar sögu- sagnir á kreiki um hver stóð fyr- ir verknaðinum, stjómvöld, eða glæpahópar. Tarja eykur forskotiö Tarja Halonen, utanríkisráð- hema Finnlands, sem fékk flest atkvæði í fyrri umferð forseta- kosninganna um daginn, hefur nú aukið forskot sitt á Esko Aho, leið- toga stjórnarand- stöðunnar. Sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun nýtur Halonen stuðnings 55 pró- senta kjósenda en Aho 45 pró- senta. Kosið verður 6. febrúar. Cllnton vongóöur Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær vera nokkuð von- góður um friðarviðræður ísraela og Sýrlendinga þótt þeim hefði verið frestað í vikunni. Hann sagði að bilið milli deilenda væri ekki mjög breitt. Meira ofbeldi Tugir heimila kristinna íbúa indónesísku eyjarinnar Lombok voru brenndir og rændir síðast- liðna nótt þrátt fýrir hótanir lög- reglu um að skjóta óeirðaseggi. Erlendir ferðamenn hafa forðað sér frá eyjunni. Craxi látinn Bettino Craxi, fyrrum forsætis- ráðherra Ítalíu, lést í sjálfskip- aðri útlegð í Túnis í gær, 65 ára að aldri. Craxi flúði land 1994 þeg- ar hann var ásakaður um spill- ingu. Fara að ráöum Cherie Bresk verkalýðsfélög tilkynntu í gær að þau ætluðu að fara að ráðum Cherie Blair, eigin- konu Tonys Blairs forsætis- ráðherra, og myndu fara í mál við stjóm- völd. Cherie tel- ur stjómina brjóta lög um fæðingarorlof. Vilja fá Karadzic Carla del Ponte, saksóknari við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna, hvatti sveitir NATO til að leggja harðar að sér í leitinni að Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, sem ákærður hefur verið fyrir stríðsglæpi. Að minnsta kosti flmm manns týndu lífi þegar snjóflóð hreif lang- ferðabíl með sér og bar út í sjó í Norður-Noregi í gær, að sögn lög- reglunnar. Rútan féll niður brekku og ofan í ískaldan sjóinn þar sem hún sökk á um tuttugu metra dýpi. Talið var að átta til tíu manns hefðu verið í rút- unni. „Fimm eru látnir og tveir hafa fundist á lífi en við erum ekki viss- ir um hversu margir voru í rút- unni,“ sagði Truls Fyhn lögreglu- stjóri í viðtali við norska ríkissjón- varpið. Snjóflóðið féll í bænum Lyngen, ekki langt frá Tromsö. Mikill snjór, hvassviðri og kolniðamyrkur gerðu köfurum erfitt fyrir í leit að einhverjum sem kynnu að hafa komist lifandi úr slysinu. „Við eigum í miklum erflðleikum með að komast inn á flóðasvæðið," sagði Fyhn lögreglustjóri. Lögeglan sagði að langferðabíll- inn hefði numið staðar þegar fyrsta snjóðflóðið féll. Ruðningstæki kom til að hreinsa veginn og varð það fyrir öðru flóði sem hreif bæði far- artækin með sér í sjóinn. Ökumaður ruðningstækisins var meðal þeirra sem sluppu lifandi. Lögreglan sagði að ekki væri ljóst hversu margir til viðbótar kynnu að hafa slasast eða farist. „Einhverjir kynnu að hafa komist út úr rútunni og sloppið við annað snjóflóðið," sagði Fyhn. Tveir bílar til viðbótar fóru á hvolf á veginum en ekki urðu nein meiðsl á fólki. Lögreglan hefur ekki útilokað að frekari snjóflóð geti fall- ið. Flóðin i gær voru 300 til 400 metra breið. Ekki var ljóst undir kvöld i gær hversu margir bílar voru grafnir undir þeim. Frændi Ethel Kennedy ákærð- ur fyrir morð Bróðursonur Ethel Kennedy, ekkju Roberts Kennedy, gaf sig fram við lögreglu í gær vegna morðs á nágrannastúlku sinni fyrir 25 árum. Var bróðursonur- inn, Michael Skakel, sem nú er 39 ára, handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann var síðar látinn laus gegn tryggingu. Skakel var ákærður fyrir að hafa myrti Mörthu Moxley, æsku- vinkonu sína. Hún fannst látin undir tré í garði fjölskyldu sinnar 31. október 1975. Bæði Skakel og Martha voru þá 15 ára. Áður en Martha fannst látin hafði hún verið heima hjá Skakel- fjölskyldunni ásamt fleiri táning- um. Morguninn eftir fannst hún látin. Hún hafði veriö barin til bana með golfkylfu. Clinton andvígur því að Elian verði bandarísk- ur ríkisborgari Bill Clinton Bandarikjaforseti sagði í viðtali í gær að það væri skoðun sín að Bandarikjaþing ætti ekki að veita kúbska drengn- um Elian Gonzalez bandarískan ríkisborgararétt. Sagði Banda- ríkjaforseti að ekki ætti að gera deiluna um drenginn að pólítísku máli. Nú virðist sem Kúba ætli að þrýsta á Danmörku um að veita stuðning í máli Elians. Utanríkis- ráðherra Kúbu, Felipe Perez Roque, ætlar í heimsókn sinni til Danmerkur í byrjun næstu viku að reyna að fá dönsk yflrvöld til að styðja kröfuna um að Elian verði sendur heim til Kúbu. Ráð- herrann mun heimsækja fleiri Evrópulönd og ætlar einnig að reyna að ná fundi páfa. Borgarstjórinn í Rio de Janeiro í Brasilíu lýsti því yfir f gær aö konum væri heimilt aö láta sólina skína á ber brjóst- in á baöströndum borgarinnar. Hingað tii haföi konum veriö bannaö aö sýna á sér brjóstin á almannafæri og lögregl- an hélt uppi ströngu eftirliti. Konur létu þaö þó ekki á sig fá og borgarstjórinn gafst loks upp. Herflugyél bíður eftir Pinochet Flugmenn herflugvélarinnar sem yfirvöld í Chile sendu eftir Augusto Pinochet biðu í gær á Bermuda eftir tilkynningu um að bresk yflrvöld hefðu ákveðið að láta hann lausan. Yflrvöld i Chile búast við slíkri tilkynningu á hverri stundu en breska innan- ríkisráðuneytið segir að ekki sé ljóst hvenær búast megi við að ákvörðun verði tekin í máli Pin- ochets. Spænski dómarinn Baltasar Garzon, sá sem í upphafi stóð að baki handtöku Pinochet, bað í gær spænsk yfirvöld um að koma á framfæri beiðni til breskra áfrýjunaryfirvalda um að allra leiða yrði leitað til að koma I veg fyrir að Pinochet yrði sleppt. Yfirvöld á Spáni eru efins um að þau verði við beiðni Baltasars. Belgískur dómari ráðgerir að senda hóp sérfræðinga, þar á meðal lækna, til Bretlands til að reyna að koma í veg fyrir að Pin- Spænski dómarinn Baltasar Garzon. ochet verði sendur heim til Chile. Símamynd Reuter 4x4, ssk., 5-6 manna, 8 feta pallur Verð kr. 2.300.000 Dodge Ram 2500 SLT Laramle, árg. 1998, 4 dyra,ssk., ek. 78 þús. km, rafdr. rúður. Verð kr. 3.150.000 Dodge Ram 2500 SLT Laramie Plus.árg. 2000, 4x4, dísil, rafdr. sæti, 4 dyra, cd, ssk., leðurklæddur. Einn með öllu. Verð kr. 4.150.000 4x4, vél 3,8, ek. 77 þús km, ssk., grænn. Verð kr. 1.650.000 Dodge Caravan, árg. 1994, Dodge Ram 2500 dísil, árg. 1996 Egill Vilhjálmsson ehf. Smiðjuvegi 1 sími 564-5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.