Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Side 11
30* V FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 Það er enginn leikur aö meta leiklistina í landinu eins og sjá má á svip leiklistarnefndar. ÞÖK tók myndina af Gerði Kristnýju, Andrési Sigurvinssyni og Auði Eydal í Eldhúsinu í Kringlunni. Rosalegir tindar Menningarverðlaun DV verða af- hent 24. febrúar næstkomandi og flestar dómnefndir tóku til starfa um áramót. Dómnefnd um listhönn- un starfaði þó allt árið að venju, og dómnefnd í byggingarlist fékk sína hefðbundnu tvo mánuði til starfans því hús vilja dreifast svo víða um landið. Formaður dómnefndar um byggingarlist, dr. Maggi Jónsson, hafði raunar orð á því strax þá að árið 1999 væri umtalsvert drýgra en hið næsta á undan. Mörg glæsileg hús hefðu verið tekin í notkun sem erfitt yrði að gera upp á milli. Gróskan er víðar. Til dæmis voru óvenjumargar stórmyndir á íslensk- an mælikvarða frumsýndar á árinu, meira að segja nær hin geysivin- sæla Englar alheimsins inn á árið 1999. Þótt hún væri frumsýnd form- lega á nýársdag 2000 var selt inn á forsýningar mOIi jóla og nýárs. I tónlistinni var líka mikið um að vera, að sögn Jónasar Sen, „en minnisstæðust verður eflaust Jóns Leifs-orgían sem átti sína einka- tinda“. Við spurðum Auði Eydal, for- mann leiklistarnefndar, hvort þetta væri kannski auðvelt ár. Úr nógu að velja? „Ja, satt að segja finnst mér árið svolítið flatt í leiklistmni," segir hún, „en upp úr flatneskjunni risa rosalegir tindar. í fyrra vorum við mest að tala um staka leikara og leikstjóra en núna er meira um að heilu sýningarnar séu athyglisverð- ar. í Krítarhringnum í Kákasus er til dæmis allur leikhópurinn svo samstilltur að það sem hann gerir jafnast á við það sem maður upplif- ir á bestu sinfóníutónleikum þegar aUt hljómar óaðfmnanlega saman. í fleiri sýningum á árinu var líka úr miklu að moða, ég nefni bara Sjálf- stætt fólk, Fegurðardrottninguna frá Línakri sem er einstaklega magnað verk, Stjömur á morgun- himni og sýningu íslenska dans- flokksins f haust. Einnig voru fínar sýningar í minni húsum; það skemmtilegasta er hve margir eru orðnir hæfir og frjóir í íslensku leikhúsi." Bókmenntanefndin byrjaði á að skipta á milli sín nokkrum tugum bóka til að lesa og hefur nú komið sér saman um 25 bækur sem allir í nefndinni eiga að lesa. Úr þeim hópi verða tilnefningamar fimm væntan- lega valdar. Við spurðum formann dómnefnd- ar, Ármann Jakobsson, hvemig honum litist á árið. „Þetta er ekki slæmt ár þó að fáir úr hópi þekktustu höfundanna hafi sent frá sér skáldsögu,“ segir Ár- mann. „Til dæmis var ég að lesa bók i gær sem kom mér þægilega á óvart þó ég vilji ekki nefna hana að sinni. En þetta er ekki ár mikilla til- rauna.“ Myndlistarnefnd þótti þetta líka „nokkuð gott ár“, eins og Áslaug Thorlacius orðaði það. „En þetta var líka ár hinna miklu stefnumóta- sýninga þar sem innlendir og er- lendir listamenn hittust og settu svo saman sýningu sem stundum hafði fátt að segja öðru fólki. Við vonum eiginlega að þetta fyrirbæri hafi lið- ið undir lok með tölunni 19 í ártal- inu!“ Hér á síðunni má sjá þau sem nú sitja sveitt við að velja tindana í is- lensku menningarlífi árið 1999. Til- nefningar til Menningarverðlauna DV fara að birtast í blaðinu fljótlega upp úr næstu mánaðamótum. Listhönnun Torfi Jónsson letur- Eyjólfur Pálsson inn- Baldur J. Baldursson hönnuður. anhússarkitekt. innanhússarkitekt. Aldarför Péturs Ekki þarf að kynna Pétur Gunn- arsson sérstaklega fyrir lesendum DV, svo hefur hann dillað þeim í kjallaragreinum sínum undanfarin ár. I lok síðasta árs smaug út eftir hann bókin Aldarför þar sem hann hefur safnað saman útvarpserind- um sínum, greinum og ávörpum við ýmis tækifæri og er mikill feng- ur að fá þau á prent. Bókin hefst á erindum Péturs um daginn og veginn sem hann flutti á rás 1 í mars 1998, einstak- lega vekjandi pistlum um lifið og stjómmálin sem ætti að 'endur- prenta reglulega í dagblöðum landsins. Næst koma þrjú erindi undir samheitinu „Málið“ þar sem hann fjallar um að orða hlutina og gefur óvænta sýn á stöðu lítilla Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir málsamfélaga í nútímanum. Undir yfirskriftinni „Samhengið" er með- al annars sú kunna grein hans, „Samhengisleysið í islenskum bók- menntum" sem upphaflega var er- indi á Rannsóknaræfingu Félags ís- lenskra fræða og síðan birt í Tíma- riti Máls og menningar. Hún hefur haft býsna mikil áhrif á íslenska bókaútgáfu eins og kemur í ljós í stuttri athugasemd höfundar í greinarlok. Loks er kaflinn „Bók- menntir" þar sem Pétur skrifar um bókmenntarisana Þórberg Þórðar- son, Halldór Laxness og Marcel Proust - en stórvirki hins síðast- talda er Pétur að þýða þessi árin. Pétur er glöggur sjáandi á ís- lenskt samfélag en það sem gerir bók hans líka yndislestur er ein- stök málsnilld hans og stílgáfa. Bókin er gefin út hjá Neon- klúbbi Bjarts svo að auðveldara sé að finna hana í skammdeginu. ★ Leiklist Auður Eydal, gagnrýn- andi DV. Bókmenntir Ármann Jakobsson, gagnrýnandi DV. Byggingarlist Dr. Maggi Jónsson arkitekt. Myndlist Aðalsteinn ingólfsson listfræöingur. Tónlist Jónas Sen, gagnrýn- andi DV. Gerður Kristný, rithöf- undur og ritstjóri. Kristín Ómarsdóttir rit- höfundur. Guðmundur Jónsson arkitekt. Ásiaug Thorlacius, gagnrýnandi DV. Bergljót Haraldsdóttir tónlistarfræðingur. Kvikmyndir Hilmar Karlsson, gagnrýnandi DV. Baldur Hjaltason for- stjóri. ennmg u Andrés Sigurvinsson leikstjóri. Geir Svansson, bók- menntafræðingur og gagnrýnandi. Júlíana Gottskálks- dóttir listfræöingur. Georg Guðni Hauks- son myndlistarmaöur. Hávarður Tryggvason tónlistarmaður. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmað- ur og gagnrýnandi DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.