Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 * ■ * ' Margir verktakar á gráu svæði þegar reikningar eru tíndir til upp í kostnað: Kostnaður verður að tengjast öflun tekna - áríðandi að standa skil á staðgreiðslu og lífeyrissjóðsiðgjöldum Skattskýrslurnar eru á næsta leiti og margir sjá fram á langar setur yfir reikningum, bók- haldi og skilum til endurskoöanda. Verktakar eöa sjálfstæöir atvinnurekendur tína stundum til kostnaö á móti tekjum sem er á gráu svæöi eöa í versta falli út í hött. DV-mynd E.ÓI. „Grunnhugsunin er aö allur kostnaður sem fer sannanlega til að afla teknanna er frádráttarbær,“ sagði endurskoðandi sem DV ræddi við vegna árlegra uppgjöra þeirra sem fengið hafa laun sem verktakar á síðasta ári, þ.e. einyrkja eða sjálf- stæðra atvinnurekenda. Skatt- skýrslumar eru á næsta leiti og margir sjá fram á langar setur yfir reikningiun, bókhaldi og skilum til endurskoðanda. Sé verktakan með smærra móti ættu flestir þó að geta gert rekstrarreikning sjálfir þar sem útgjöldum er stillt upp á móti tekjum. Mismunurinn verður ann- aðhvort hagnaður eða tap. Yfirleitt liggur beint við hvað telja má sem kostnað við öflun tekn- anna en oftar en ekki eru menn i vafa. Ákafi manna í að lækka hagn- að getur villt þeim sýn og þá vill það gerast að tíndur er til kostnað- ur sem er á gráu svæði eða í versta falli út í hött. Þá kallar fólk yfir sig vandræði sem geta endað með því aö fulltrúar skattstjóra fara yfir bókhaldið með stækkunargleri. En misjafnt er hvaða kostnaður er gildur, jafn misjafnt og aðstæður eru ólíkar hjá fólki. Maður sem er í verktöku heima í bilskúrnum getur t.d. tekið saman kostnað við hita og rafmagn í skúmum. Hafi dýr tæki verið keypt má ekki gjaldfæra nema um 120 þúsund af kaupverðinu á ár- inu. Síðan koma til afskriftir sem eru fast hlutfall, t.d. 15% af höfuð- stólnum á ári. Risna varasöm Risna er alltaf til umræðu og þar hættir mönnum mjög til að fara yfir á grá svæði. Sé risnukostnaður sannarlega til kominn vegna öflun- ar teknanna er hann góður og gild- ur. í þessu sambandi benda sumir endurskoðendur á „sænsku aðferð- ina“. Hún felst í því að láta þann sem boðið er í mat eða kaffi kvitta á reikninginn eða þá aö skrifað er aft- an á reikninginn hverjum var boðið og af hverju. Þannig getur sölumað- ur þurft að bjóða í kaffi eða mat til aö liðka fyrir samningum þegar slíkt er sjaldgæfara hjá öðrum starfsstéttum. Með þessu móti verð- ur kostnaðurinn rekjanlegur og sýnt er fram á að hann tengist tekj- um sem verið er að afla. Muna lífeyrisiðgjöld En það er ekki bara kostnaður sem veldur verktökum höfuðverk. Margir sem eru í raun launþegar eru í verktöku. Þeir missa við það ýmis réttindi og hafa af því kostn- að. Þessir verktakar hafa stundum ekki sinnt því að standa skil á staðgreiðslu skatta og tryggingar- gjaldi sem þýðir að þeir þurfa að greiða álag, 1% á dag, og innheimtukostnað. Endurskoðendur þekkja mýmörg dæmi um að fólk hunsi staðgreiðsl- una. Það getur orðið dýrt spaug. Eins verður að muna eftir lífeyrissjóðsið- gjöldum. Öllum er skylt að greiða í líf- eyrissjóð. Verktakar eða sjálfstæðir at- vinnurekendur greiða 10% (6% fram- lag atvinnurekanda +4% framlag laun- þega) af launum eða reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð. Geta þeir bætt 2,2% viðbótarlífeyrisspamaði við. Iðgjöld í lífeyrissjóð eru frádráttarbær en lífeyrisgreiðslumar eru skattlagðar við útborgun. Skattayfirvöld munu fylgjast með greiðslum í lífeyris- sjóði, bera saman laun og iðgjöld eftir að unnið hefur verið úr skatt- skýrslum og gera athugasemdir ef misræmi er þar á milli. -hlh Rafmagnspróf RARIK Pottur er víða brotinn í rafmagnsmálum með til- heyrandi bruna- og lífshættu. Á þetta oftar við um rafkerfi eldri húsa. Meðfylgjandi spuminga- listi auðveldar fólki aö átta sig á ástandi raf- magnsmála heima hjá sér en hann er fenginn frá RARIK. Svarið spurningunum samviskusamlega og dragið hring um það svar sem þið teljið eiga við hjá ykkur. Rafmagnstaflan Er rafmagnstaflan gömul trétafla? já / nei Sést i bera víra eða tengingar í töflunni? já/nei Er búnaður töflunnar skemmdur eða brotinn? já / nei Springa öryggin oft eða slá þau oft út? já / nei Eru lélegar eða engar merkingar í töflunni? já / nei Er rafmagnstaflan án lekastraumsrofa? já / nei Lekastraumsrofinn Slær rofinn stundum út án sýnilegrar ástæðu? já / nei Er áfram rafmagn á íbúðinni eftir að þú hefur ýtt á prófhnappinn á lekastraumsrofanum? já / nei Hefur orðið bilun i rafkerfi eða raftæki en lekastraumsrofinn ekki slegið út? já / nei Innstungur (tenglar) Eru sumar innstungur á heimilinu ójarðtengdar? já / nei Era brotin lok á innstungum? já / nei Eru mörg raftæki tengd í eina innstungu? já / nei Eru klær „lausar" í einhverjum innstungum? já / nei Eru innstungur illa festar á vegg eða í veggdósir? já / nei Þaö getur endaö meö ósköpum ef ástand rafmagns í hýbýlum fólks er ekki eins og best veröur á kos- iö. Myndin sýnir hvaö gerst getur. Ljósarofar Eru brotin lok eða brotnir takkar á rofum? já / nei Ber á sambandsleysi í ljósarofum? já / nei Era einhverjir rofar illa festir? já / nei Era einhverjir rofar heitir? já / nei Leiðslur (lausataugar) Eru leiðslur í gangvegi eða undir gólfteppum? já / nei Liggja leiðslur þar sem þær geta klemmst, t.d. milli stafs og hurðar? já / nei Er gat eða sjáanlegt slit á leiðslum? já / nei Er þannig gengið frá klóm að sést í litaða einangrun viranna í leiðslunni? já / nei Eru tæki sem eiga að vera jarðtengd í ójarðtengdum innstungum? já / nei Liggja leiðslur í haug eða upprúllaðar þegar þær eru í notkun? já / nei Ljós og önnur raftæki Eru sterkari perur í ljósum en uppgefinn hámarksstyrkur segir til um? já / nei Eru sterk ljós (t.d. kastarar) nálægt brennanleg- um efnum? já / nei Springa perur oftar í einu ljósastæði en öðru? já / nei Eru loftljós illa uppsett og hanga á tengingum? já/nei Ónýtir eöa bilaöir tenglar geta veriö varasamir og full ástæöa til aö skipta þeim út. Ofhleðsla tengla eða gamalt rafkerfi íbúi í fjölbýlishúsi hafði sam- band við DV og Húsráð og var að velta fyrir sér ástandi rafmagns í íbúðinni hjá sér: Ég lendi oft í því að ljósin í íbúðinni hjá mér dofha eða blikka þegar ég set orkufrek tæki eins og ryksuguna eða mat- vinnsluvélina í gang. Er þetta vandamál tengt ibúðinni minni eða er eitthvað að rafmagninu í húsinu? Hvað kostar að endumýja rafmagn- ið í 90 fm íbúð? Er það mjög mikið umstang? Haukur S. Bessason rafvirkja- meistari svarar: „Raftækjaeign heimOa er mun meiri en áður og það getur verið mikið álag á rafkerf- inu þegar mörg rafmagnstæki eru í gangi, eins og t.d. um jól. Afleiðing- in er að svona truflanir, að ljós dofni, verða áberandi. Ástæðan er oft of mikið álag á einu öryggi og því er nauðsynlegt að dreifa álaginu á fleiri innstungur eða tengla. Það getur auðvitað verið hægara sagt en gert þegar mjög lítið er um tengla eins og algengt er í eldri húsum. Stundum er fólk jafhvel búið að setja fjöltengi í samband við annað fjöltengi og hleður þannig allt of miklu á eina grein. Ef fólk er með rafkerfi af eldri gerðum getur einnig verið að öryggin séu orðin gömul eða illa hert og því einfald- lega þörf á að skipta um þau eða -ESENPUM SVARAÐ RÁDGJAFAÞJÓNUSTA HÚSFÉLAGA Losundur gotn sent spttrnlngar tll serfrittöinga Húsráön meö tolvupósti. Netfangiö er dvrltst@ff.ls og merkja skal tölvupóstinn Húsráö. herða. Þegar öryggin eru gömul slær rafmagninu jafhvel út þegar ryksugan er sett í samband. Oftast er kominn timi á að endumýja búji- að í svona gömlum töflum.“ Þegar farið er að bera á raf- magnstruflunum af þvi tagi sem þessi íbúi er að lýsa segir Haukur vera fulla ástæðu til að láta fag- mann fara yfir rafkerfið og gera út- tekt á því hvaða umbætur eru nauð- synlegar. 70-250 þúsund „Það er mjög misjafht hvað það kostar að endurnýja rafinagnið. Fer það eftir því hvort nóg er að draga í nýtt rafinagn eða hvort einnig þarf að setja nýja rofa, tengla og endur- nýja töflu. Kosmaður við endumýj- un i 90 fm íbúð með efhi og vinnu gæti því verið frá 70 þúsundum upp í 250 þúsund. Umstang viö slíka end- umýjun fer alveg eftir umfangi verksins. Ef aðeins þarf að draga í er það minni háttar umstang en ef setja þarf mikið af nýjum tenglum og rofum er það meiri röskun.“ Haukur vúl annars benda fólki á að fara ávallt varlega með rafmagn, ekki síst á álagstímum eins og fyrir hátíðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.