Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Page 17
FEVTMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
Himinháir kortareikningar afgreiddir með greiðsiudreifingu:
Létta leiðin dýra
Brátt líður að skuldadögum eftir
hátíðahöld yfir jól og áramót. Him-
inháir kortareikningar munu detta
inn um lúgur landsmanna. En ekki
er ástæða til að örvænta því dreifa
má greiðslunum. Greiðslukortafyr-
irtækin bjóða viðskiptavinum upp
á greiðsludreiflngu þar sem greitt
er inn á reikninginn samkvæmt
samkomulagi en eftirstöðvunum
dreift á allt að 12 mánuði. Þetta er
afar auðveld leið sem þarf ekki að
kosta nema eitt símtal. En heildar-
kostnaðurinn getur verið töluverð-
ur. Yfírdráttarlán koma einnig til
greina en vextir þeirra eru lægri,
um 15%. Skuldabréf með sjálfskuld-
arábyrgð koma ekki til greina
vegna lántökukostnaðar og fasta-
kostnaðar sem leggst ofan á vaxta-
og innheimtukostnað.
Greiðsludreifing
Hér er tekið dæmi þar sem mið-
að er viðl8,35% vexti vegna fjöl-
greiðslna hjá Visa. Við gefum okk-
ur að eftirstöðvar kortareiknings
eftir innágreiðslu séu 60.000 krón-
ur, 90.000 krónur og 150.000 krónur.
Þessar upphæðir eru síðan greidd-
ar upp á þremur, sex eða tólf mán-
uðum. Miðað er viðl50 króna
færslugjald fyrir hverja greiðslu.
Þeir sem skilja eftir 60.000 krónur
og dreifa greiðslu þeirra á 3 mánuði
greiða 3.635 krónur í kostnað en
5.011 krónur ef þessari upphæð er
dreift á 6 mánuöi. Sé upphæðinni
dreift á 12 mánuði fer kostnaðurinn
hins vegar í 7.764 krónur.
Kostnaðurinn er fljótur að rjúka
upp þegar eftirstöðvar kortareikn-
ingsins eru hærri. Þannig þarf að
greiða 4.552 krónur, 6.617 krónur og
10.746 krónur fyrir að dreifa
greiðslu 90.000 króna á 3, 6 og 12
mánuði. Ef eftirstöðvarnar eru
150.000 krónur getur kostnaðurinn
hins vegar orðið allt að 16.709 krón-
ur.
Yfirdráttur
Yfirdráttarlán eru ekki mikið
hagstæðari en samningur um
greiðsludreifmgu og er þá miðað við
17,75% vexti. En sé um „vildar-
kúnna“ bankans að ræða getur ver-
ið að vextir á yfirdráttarlánum séu
töluvert lægri og því hærri upphæð-
ir sem sparast viö að greiða
greiðslukortareikninginn upp með
þeim hætti. Það er að segja ef yfir-
dráttarheimild er ekki þegar nýtt að
fullu. Ef miðað er við 17,75% vexti
og að eigandi tékkareiknings sjái
sjálfur um að greiða yfirdráttinn,
60.000, 90.000 eða 150.000 krónur,
niður eins og um lán væri að ræða
má spara allt 500 krónur. Hættan er
hins vegar sú að yfirdrátturinn
verði fullnýttur lengur en sem nem-
ur greiðsludreifingartímanum með
tilheyrandi vaxtakostnaði.
Fúl skuldasúpa
Á marga kortareikni'nga er þegar
búið að hlaða kostnaði vegna rað-
greiðslna. Auk þess að sjá á eftir
staðgreiðsluafslætti við vörukaup
og taka á sig raðgreiðslukostnað
bætist enn við kostnaður vegna
greiðsludreifingarinnar. Varan er
því orðin mun dýrari en verðmið-
inn í búðinni gaf til kynna.
Sá möguleiki hefur verið fyrir
hendi að fá aðra greiðsludreifingu
áður en sú fyrri er að baki. En þeg-
ar svo er komið er ljóst að í óefni
stefnir. Undir slíkum kringumstæð-
lun biður fulltrúinn í bankanum yf-
irleitt um að fá kortið til geymslu.
Að öðrum kosti getur korthafi lent í
fúlli skuldasúpu sem stefnt getur
íjárhag hans í voða.
-hlh
Skattframtölin nálgast
- hægt að telja fram og sækja um frest á Netinu
17
Samkomulag
Fjárhæð útborgunar við greiðslu-
dreifingu og fjöldi gjalddaga eftir-
stöðva er háð samkomulagi kort-
hafa viö banka eða sparisjóð. Dreifa
má greiðslunni á allt að 12 mánuði.
T.d. greiðir korthafi 1/6 hluta mán-
aðarreikningsins og eftirstöðvamar
dreifast á næstu fimm mánuði. Upp-
hæðir sem frestast með greiðslu-
dreifingu bera vexti í samræmi við
auglýst kjör banka eða sparisjóðs á
útgáfúdegi auk færslugjalds.
Fyrír eindaga
Beiðni um greiðsludreifingu, sem
má vera símleiðis, þarf að berast til
viðkomandi afgreiðslustaðar banka
eða sparisjóðs tímanlega fyrir
eindaga greiðslu, þ.e. 3. febrúar.
Skerða heimild
Áætlaðar afborganir af Fjöl-
greiðslum skerða úttektarheimild
kortsins
á meðan íjölgreiðslusamningur
er í gildi. Það þýðir að ef fjöl-
greiðsla nær yfir 3 mánuði og er
um 20 þúsund krónur í hvert skipti
hefur korthafinn þegar farið 20 þús-
und krónur inn á heimildina sína
þessi þrjú tímabil. Hann verður því
að fara að með gát ef reikningurinn
á ekki að fara upp úr þakinu.
Veltukort
Svokölluð veltukort eru frábrugð-
in öðrum kreditkortum að því leyti
að notandinn ræður hversu mikið
hann borgar af kortareikningnum
um hver mánaðamót, þó að lág-
marki 5.000 krónur eða 5% af úttekt
mánaðarins. Úttektartímabil er frá
18. hvers mánaðar til 17. næsta
mánaðar. Veltukort henta vel þegar
dýrari hlutir eru keyptir og getur
komið fólki með óreglulegar tekjur
að góðum notum. Eftirstöðvamar
hveiju sinni bera svipaða vexti og
þegar eftirstöðvum kortareikninga
er skipt með fjölgreiðslum.
Nú nálgast tími skattframtal-
anna. Þó enn sé ríflega mánuður
til stefnu er gott að byrja fljótlega
að huga að sínum málum, tryggja
að allir pappírar séu til taks og svo
framvegis.
Á heimasíðu ríkisskattstjóra eru
upplýsingar um framtalsfrest ein-
staklinga og fyrirtækja. Einstak-
lingar sem skila framtali sínu á
pappír þurfa að skila í síðasta lagi
28. febrÚEU en einstaklingar sem
skila í gegnum Netið skila í síðasta
lagi 31. mars. Þeir sem skila skrif-
lega geta hins vegar sótt um skila-
frest. Á heima-
síðu ríkisskatt-
stjóra er meðal
annars að finna
leiðbeiningar
um hvernig
hægt er að
sækja um við-
bótarfrest á skil-
um, bæði i gegn-
um Netið og
eins skriflega.
Eftirfarandi
upplýsingar eru
af vef ríkisskatt-
stjóra.
Framtalsfrestur einstaklinga, sem
ekki hafa með höndum eigin at-
vinnurekstur, er til 28. febrúar.
Hægt er að sækja um viðbótar-
framtalsfrest til skattstjóra og þarf
sú umsökn að hafa borist í síðasta
lagi 28. febrúar, hvort sem sótt er
um skriflega eða með tölvupósti.
Frestur þeirrar sem fá viðbótar-
frest er til 10. mars.
Framtalsfrestur einstaklinga sem
skila á Netinu er til 31. mars. Ekki
er hægt að sækja um viðbótarfram-
talsfrest vegna framtais á Netinu.
Einstaklingar með
eigin atvinnurekstur
Framtalsfrestur einstaklinga sem
hafa með höndum eigin atvinnu-
rekstur er til 15. mars.
Hægt er að sækja um'viðbótar-
framtalsfrest til
skattstjóra og
þarf sú umsókn
að hafa borist í
síðasta lagi 15.
mars, hvort sem
sótt er um skrif-
lega eða með
tölvupósti. Þeir
sem fá viðbótar-
frest eiga að
skila í síðasta
lagi 15. apríl.
Löggiltir endur-
skoðendur, bók-
arar og aðrir
sem atvinnu
hafa af framtals-
gerð og sækja
um viðbótar-
framtalsfrest
fyrir umbjóð-
endur sína geta
ekki sótt um
það á Netinu. Þeir sækja um með
sama hætti og verið hefur undanfar-
in ár og skila inn frestlistum til
skattstjóra. Ekki er veittur sérfrest-
ur vegna framtala sem skilað er á
Netinu, nema um það hafi verið
samið sérstaklega fyrir fram.
Framtals-
frestur
einstak-
linga
Indriöi H. Þorláksson
ríkisskattstjóri.
Framtalsfrestur
lögaðila
Almennur framtalsfrestur lögað-
ila er til 31. maí.
Upplýsingar um aukinn framtals-
frest fyrir þá sem hafa atvinnu af
framtalsgerð verða birtar á heima-
síðu rikisskattstjóra um leið og þær
liggja fyrir.
Sótt um frest
Hægt er að sækja um viðbótar-
framtalsfrest á Netinu með tölvu-
pósti. Einstaklingar fylla út form
sem kemur upp á skjáinn þegar
smellt er á þar til gerðan hnapp
(sem aðeins sést á meðan tölvupóst-
ur vegna umsókna er opinn) en þeir
sem sækja um fyrir lögaðila fylla út
Excelskrá sem sótt er á Netið.
Tölvupóstur vegna umsókna um
viðbótarframtalsfrest er opinn sem
hér segir:
Einstaklingar
Fyrir einstaklinga sem skila á
pappír 15. til 28. febrúar en fyrir
einstaklinga með eigin atvinnu-
rekstur 2. til 15. mars. Fyrir lögaðila
auglýst síðar.
Umsókn um viðbótarframtals-
frest skal senda skattstjóranum í
því umdæmi þar sem framteljandi
átti lögheimili 1. desember á tekju-
ári.
Hjón og annað sambúðarfólk
Nóg er að annað sæki um frest ef
fólk nýtur samsköttunar. Gildir það
hvort sem um er að ræða hjón, karl
og konu í óvígðri sambúð eða par í
staðfestri samvist.
Börn
Ekki er hægt að sækja um viðbót-.
arframtalsfrest fyrir böm sérstak-
lega. Ef umsækjandi hefur börn
yngri en 16 ára á framfæri sínu gild-
ir frestur hans sjálfkrafa um skatt-
framtöl barnanna líka.
Ljós í myrkrínu
Kortareikningunum fylgja ekki
einungis yfirlit hreinaog klára
eyðslu heldur má þar finna hug-
hreystandi línur þar sem korthafi
er að eyða í spamað, hvort sem það
eru ríkisskuldabréf, áskrifl að verð-
bréfúm eða greiðslur í lífeyrissjóði.
Einyrkjar sem vilja uppfylla
skilyðri lífeyrislaga ættu að hafa
samband við lífeyrissjóð hið fyrsta
og setja mánaðarlegar greiðslur á
kortið. Þá detta greiðslur ekki úr og
hali ógreiddra iðgjalda hleðst ekki
upp.
GÍNUR
Mátunarspeglar,
sokkastandar. 1
Fataslár,
margar gerðir.
Pinnar f. panel,
einfaldir og tvöfaldir.
Rekki ehf.
Helluhrauni 10, 220 Hafnarfirði
Sími 5650980 , GSM 895-9088