Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Side 18
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 18 - borgar sig Áskrifendum ÞV býöst nú ítarleg bók um naringarfraöi almennings- 1 tilefni átaksins Leiö til betra lifsi sem nú stendur sem hasti býöur DV áskrifendum sinum bókina Lifsþrotti naringarfraöi almenningsi eftir Olaf Gunnar Símundssoni naringarfraöing og heilsusálfraöing• í bókinni er aö finna itarlegar upplýsingar um flestallt er viökemur naringarfraöi almennings. Ertu i stööugri baráttu viö umframkilóinr Hér er fjallaö itarlega um offituvandanni ástaöur hans og aðferðir sem virka- Fjöldi megrunaraöferöa er einnig brotinn til mergjar- Striöir þú viö lystarstol eöa lotugraögi eöa ertu einfaldlega of magurf Hér segir meöal annars frá ástaöum átröskunarsjúkdómai afleiðingum þeirra og meöferö. Lifsþróttur er bók sem hjálpar þér aö byggja upp nýtt og betra 1if- Tilboðsverö til áskrifenda DV er 4.TÖ0 kr• en almennt verö er 't.TfiD kr • Tilboöiö gildir til 53-1. nk- Hægt er aö greiöa meö Visa/Euro í síma 535-1045. Fréttir Fótbrotnaði í fótbolta með Old Boys: Tekjulaus í marga mánuði og engar tryggingar að fá - VÍS og KSÍ vísa hvert á annað „Ég hélt ég væri sæmilega tryggð- ur en ég er með F+ fjölskyldutrygg- ingu hjá VÍS. Þegar ég leitaði á náð- ir tryggingafélagsins míns var mér tjáð að þar sem ég hefði fótbrotnað á skipulagðri keppni hjá KSÍ ættu þeir að sjá um tryggingarnar. KSÍ sagðist aftur á móti ekki tryggja neinn nema sá hinn sami væri á samningi hjá Landssímadeildinni," segir ísak Öm Sigurðsson sem starf- að hefur sjálfstætt undanfarin ár. Hann var rúmliggjandi í marga mánuði eftir slysið og þ.a.l. tekju- laus á meðan. Málavextir voru þeir að ísak brotnaði illa í fótboltakeppni með Old Boys þann 18. ágúst síðastliðinn og er enn draghaltur eftir slysið. Hann hefur verið í sjúkraþjálfun síðan en Tryggingastofnun hefur borgað honum kostnaðinn við sjúkraþjálfunina. Hver vísar á annan „Þetta var mér töluvert áfall. Heföi ég fótbrotnað úti í garði heima hjá mér hefðu tryggingam- ar náð yfir. það en tryggingarnar ná ekki yflr fótboltann með Old Boys. Mér láðist greinilega að lesa smáa letrið í tryggingaskilmálun- um. Ég hef leitað aftur til VÍS en þeir geta ekki gert neitt. Þeir segja að samkvæmt ákvæðum samnings- ins séu þeir ekki bótaskyldir og þannig vísar hver á annan í þessu máli. Ef ég hefði verið á æflngu hefði ég fengið bætur en þar sem ég var að spila leik er tryggingafé- lagið ekki bótaskylt. Starfsmenn VÍS segja að þeir bæti ekki slys sem henda á skipulögðum mótum hjá KSÍ,“ segir ísak Öm og bætti við að hann væri nýbúinn að lesa bækling frá VÍS þar sem þeir sögö- ust tryggja öll slys sem verða I frí- tíma tryggingaþega. Mál ísaks er ekki ósvipað máli handknattleikskonunnar Herdísar Sigurbergsdóttur en hún slasaðist illa í leik með íslenska landsliðinu. Herdís var óvinnufær eftir slysið og fékk engar bætur þar sem trygg- ingar handknattleikssambandsins ná ekki yfir slys af þessu tagi. ísak Örn Sigurösson. Hann fótbrotnaði illa í knattspyrnuleik. Hvorki trygg- ingafélag ísaks né Knattspyrnusamband íslands telja sig bótaskyld. Snýst allt um áhættuna „Ákvæöi í tryggingasamningun- um kveður á um að þegar tjónþoli slasast í keppni falli bótaskyldan niður. Fjölskyldutryggingu er ætlað að tryggja fjöldann og er eins konar meðaltalstrygging,“ segir Birgir Magnússon, lögfræðingur hjá VÍS. Birgir segir að íþróttamenn séu tryggðir í gegnum almannatrygg- ingalögin og því hafi ísak mögu- leika á að leita réttar síns hjá Trygg- ingastofnun rikisins vegna útlagðs kostnaðar vegna slyssins. Þá getur ísak keypt almenna sjúkra- og slysa- trygginu með íþróttaáhættu. Þar sem meiri hætta er á að menn slas- ist í keppni eru slíkar tryggingar dýrari en almennar fjölskyldutrygg- ingar. „Þetta snýst allt um áhætt- una,“ segir Birgir. -hól Moby Dick siglir með bein og fiskhausa DV Grundarfirði: Moby Dick, sem áður hét Fagranes- ið og var í ferðum með farþega og vör- ur á ísafjarðardjúpi, siglir nú með bein og hausa frá Patreksfirði til Grundarfjarðar. Ekki er nein bræðsla lengur á Suð- urfjörðunum og þar sem heiðar eru lokaðar mestan hluta vetrar verður Moby Dick í fórum með þennan hold- litla farm tvisvar i viku þar til snjóa leysir á heiðum vestra. Haraldur Haraldsson, eigandi Beinaverksmiðju Grundarfjarðar, sagðist reikna með að flutt yrðu hátt í 2000 tonn af beinum og hausum. Nokkur mengun hefur verið frá verk- smiðunni og sagði Haraldur að búið væri að ganga frá mengunarvamar- búnaði og yrði hann settur í gang í vikunni. -DVÓ/GK Moby Dick viö bryggju - farþegaskipiö gamla siglir nú meö fiskhausa. DV-mynd GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.