Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Síða 21
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 25 Bóndadagurinn nálgast óðfluga og vafalaust margir karlmenn farnir að hugsa sér gott til glóðarinnar. Tilveran spjallaði við þrjár konur sem eiga mislöng hjónabönd eða sambönd að baki og spurði þær hvort og hvernig þær stjönuðu helst við karlana sína í rómantískum tilgangi. Margrát Ólafsdóttir leikkona: Höfum aldrei beitt brögðum í rómantíkinni Ásta R. Jóhannesdóttir þingkona: Reyni að njóta líðandi stundar g er ein af þeim sem eru af ‘68 kynslóðinni. Hún er svolítið uppreisnargjöm og þess vegna þýðir lítið að ætla mér að hengja rómantík á einhvern einn dag eða tvo á ári,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingkona þegar hún var innt eftir því hvort hún gerði eitthvað sérstakt fyrir manninn sinn á bóndadaginn. „Ég ákveð frek- ar sjálf hvað ég geri og hvenær. Ég er ekki hrifin af því að binda róm- antík við bóndadag eða konudag og gera svo ekkert þess á milli. Við hjónin gerum ýmislegt skemmtilegt saman og höfum gaman af því að fara t.d. i ferðalög tvö ein með litl- um fyrirvara og hafa það notalegt, eða t.d.skreppa á kaffihús í hádeg- inu.“ Er eitthvað sérstakt sem mað- urinn þinn gerir þá fyrir þig á konudaginn? „Hann er á sömu bylgjulengd og ég í þessum málum. Við fáum mikla ánægju út úr litlum hlutum, svo sem að horfa á sólarlag- ið saman eða bara horfa á fallegt umhverfi. Oft eldum við góðan mat og borðum hann svo yfir kertaljós- um i rómantískri stemningu í skammdeginu. Lífsspeki mín í þessu sambandi er kannski sú að njóta sem flestra stunda í lífinu og gera lífíð sem skemmtilegast. Allt of margir lifa fyrir morgundaginn í stað þess að njóta líðandi stundar," segir Ásta Ragnheiður að lokum. -HG Ég færi Steindóri gjama morgnana og þá les hann í rólegheitum. Það finnst honum óskaplega gott,“ segir Margrét Ólafs- dóttir leikkona þeg- ar Tilveran spurði hana hvernig og hvort hún stjan- aði sérstaklega við eiginmann sinn í róman- tískum tilgangi. Margrét og Steindór Hjörleifs- son eiga langt hjónaband að baki og aðeins eitt ár þar til þau munu fagna gullbrúðkaupi. „Við höfum aldrei beitt neinum sérstök- um brögðum í rómantík inni. Höf- u m ekki kaffi á blöðin Asdís Sigmundsdóttir bókmenntafræðingur: Tölum endalaust um bókmenntir Mín rómantík gengur ekki út á kampavín, jarðarber og að svamla i heitum potti. í mínum huga er miklu meiri róman- tík í að skapa sér umhverfi heima við þar sem fólki líður vel saman,“ segir Ásdís Sigmundsdóttir bókmennta- fræðingur sem í vetur hefúr verið reglulegur gestur ásamt sambýlis- manni sínum, Stefáni Baldri Árna- syni, í menningarþættinum Mósaík. Sambúð Ásdísar og Stefáns hefur staðið í rúm tvö ár þótt sambandið nái töluvert lengra aftur. „Við höfúm komið okkur upp ágætum venjum og finnst til dæmis óskaplega gott að sitja undir góðri tónlist og lesa hvort í sinum enda sófans. Bækur eru okk- ar sameiginlega áhugamál og við get- um talað endalaust um bókmenntir. Stundum lesum við líka hvort fyrir annað," segir Ásdís. Ásdís segir að þau Stefán séu bæði afar heimakær. „Við höld- um stundum veislu okk- ur sjálfum til heiðurs. Þá eldum við góðan mat og drekkum gjarna rauðvín með. Það getur verið miklu skemmtilegra en að fara á veit- ingahús. Ég hef reyndar þá trú að það sé hollt og gott fyrir pör að fara ^stöku sinnum á ■ kojufyllirí og B skemmta sér tvö ein i kotinu. Hvað bóndadaginn^ varðar þá er ég: fyrst að frétta af honum núna. Hann er ekki sérstakur hátíð- isdagur hjá okkur,“ segir Ásdis Sig- . mundsdóttir | bókmennta^ | fræðingur. -aþ þurft þess enda elsk- um við og virðum hvort annað. Við höfum alla tíð verið mikið saman, lengst af unnið á sama vinnustað, og jafnan haft til siðs að skemmta okkur saman en ekki hvort í sínu lagi. Enn í dag get- um við talað saman þótt við séum auðvitað ekki alltaf sammála um alla skapaða hluti og trúlega vegum við hvort annað býsna vel upp,“ segir Margrét. Margrét segist hafa gaman að því að gleðja mann sinn en i raun þyki þeim báðum hversdagleikinn svo skemmtilegur að ekki þurfi mikið meira til. „Stein- dór hefur til að mynda ekki oft gefið mér blóm enda veit hann að ég er ekki mikið fyrir þetta afskoma. En hann færir mér stund- um súkkulaði og það i þykir mér afskaplega i vænt um.“ I Undanfarið hefur ft Steindór þó mátt ann- ■ ast konu sína því y B Margrét varð fyrir því óláni að fót- brotna á Þorláks- \ messu. „Ég nýt þess að láta hann snúast í kringum mig þessa dagana en ég er líka farin að hlakka til að komast aftur á fætur,“ segir Mar- grét Ólafsdóttir. -aþ r „Við höldum stund- um veislu sjálfum okkur til heiöurs," segir Ásdís. DV-mynd Hiimar Þór Margrét Ólafsdóttir hefur verið gift Steindóri Hjör- leifssyni í 49 ár. Hún segir hversdagsleikann svo skemmtilegan að ekki þurfi meira til. Ástin m blómstrar á hverjum degi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.