Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 7 Viðskipti____________________________________________________________________________________________pv Þetta helst: ViðskiptiáVÞÍ1.196m.kr. ... Mest með húsbréf, 376 m.kr. ... Hlutabréf 303 m.kr. ... Mest viðskipti með bréf Samherja, 66 m.kr., og hækkuðu þau um 0,5% ... Opin kerfi hækkuðu um 10% ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,5% og er nú 1.732 stig ... FBA hækkaði um 4,4% ... Flugleiðir hækkuðu um 3,1% ... Olíufélagið hækkaði um 4,6% ... Búnaðarbankinn varar við skuld- settum hlutabréfakaupum - fjárfestar ættu að hafa hluta eigna sinna í hátækni Raunávöxtun Framsýnar 14,7% - má rekja til hækkun- ar á hLutabréfum Raunávöxtun Lífeyrissjóðsins Framsýnar var 14,7% á síðasta ári en það samsvarar 21,2% nafnávöxt- un sem er hin hæsta í fjögurra ára sögu sjóðsins. Meðalraunávöxtun frá stofnun er 9,7%. í frétt frá Lífeyris- sjóðnum Framsýn segir að uppruna ávöxtimarinnar megi rekja til mikilla hækkana á hlutabréf- um sjóðsins, innlend- um sem erlendum. Lífeyrissjóðurinn Framsýn er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins. Iðgjöld sjóðsins á árinu námu 2.097 milljónum króna og útgreiddur líf- eyrir var 1.299 milljónir króna sem skiptist þannig: 61% ellilifeyrir, 28% örorkuliieyrir, 9% makalífeyrir og 2% barnalífeyrir. Alls greiddu 30.438 sjóðfélagar ið- gjöld til sjóðsins á árinu og fjöldi lif- eyrisþega var 8.008. Hrein eign sjóðs- ins er 45.579 milljónir króna og hækkun á hreinni eign á árinu 1999 nam 8.690 milljónum króna. Nafná- vöxtun erlendra hlutabréfa var 55% en innlendra hlutabréfa 44%. Á stjómarfúndi sjóðsins á flmmtu- dag var ákveðið að leggja til á næsta ársfundi sjóðsins, sem haldinn verð- ur 26. apríl nk„ að auka réttindi sjóð- félaga í Lífeyrissjóðnum Framsýn um 7% frá og með 1. júlí árið 2000. Hækkun þessi gildir fyrir núver- andi lífeyrisþega sjóðsins, að undan- skildum bamalifeyrisþegum, og hún leiðir einnig til hækkunar á stigum annarra sjóðfélaga. Jafhframt var samþykkt að leggja til að réttinda- stuðull lífeyris verði hækkaður úr 1,4 í 1,5 frá og með sama tíma. Búnaðarbankinn Verðbréf gerði skuldsett kaup á hlutabréfum að sérstöku umfjöllunarefni í fréttariti sínu, Hálffimmfréttum. Þar segir m.a. að starfsmenn Búnaðarbank- ans Verðbréfa hafl margsinnis var- að við skuldsettum kaupum á hluta- bréfum, einkum í hátæknifyrirtækj- um á borð við deCODE. „Hins vegar hefur Búnaðarbankinn Verðbréf hvatt bæði opinberlega og í samtöl- um við fjárfesta að hafa hluta af sínu eignasafni í hátæknifyrirtækj- um,“ segir í Hálffimfréttum. Bent er á að það kunni að vera meiri áhætta fyrir fjárfesta að standa alfarið utan við þær tækni- byltingar sem eru að eiga sér stað í heiminum en að taka þátt í þeim með hluta fjármuna sinna. „Miðað við mat innlendra og erlendra sér- fræðinga á verðmæti hátæknifyrir- tækja hafa þær ráðleggingar reynst réttar til þessa. Eðli málsins sam- kvæmt hefur umfjöllun um deCODE verið mest áberandi þar sem félagið hefur meginhluta starfsemi hér á landi og íslenskir fjárfestar eiga meirihluta hlutafjár," segir Búnað- arbankinn Verðbréf. Fram kemur að ljóst sé að fjöl- margir erlendir aðilar fylgist með framvindu deCODE miðað við þá miklu umræðu sem félagið hefur fengið í erlendum íjölmiðlum. Má þar nefna nýlega viðurkenning til félagsins á efnahagsráðstefnunni i Davos þar sem deCODE var valið eitt 50 framsækinna fyrirtækja fyrir að vera í fremstu röð þekkingar- sköpunar. „Áhættan af kaupum á hlutabréfum í félaginu er þó enn mikil og íjárfestar því hvattir til að hafa einungis hluta sinna eigna í bréfum félagsins og íhuga að hafa þann hluta sem þeir ætla sér í erfða- tækni í fleiri félögum en einu. Mikl- ar vonir eru bundnar við þessa líf- tækni og hefur Amex-liftæknivísi- talan hækkað um 57% síðustu 3 mánuði. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, útnefndi janúarmánuð sem mánuð líftækninnar að auki. Vonandi eru væntingar til líftækni- fyrirtækja byggðar á réttum for- sendum og íslendingar megi taka þátt í ævintýrinu á næstu árum, bæði sem fjárfestar og einstaklingar sem geti nýtt sér nýjungar á sviði líftækni til lækningar." Olís kaupir helming í Sandfelli á ísafirði Undirritaður hefur verið samningm; milli Oliuverzlunar íslands hf. (Olís) og eigenda Sandfells hf. á ísaflrði um kaup Olís á 50% hlutafjár í Sandfelli. Fram kemur í frétta- tilkynningu frá Olís að Sandfell er 35 ára fyrir- tæki sem frá stofnun hefur þjónustað íslensk fiskiskip með alls kyns veiðarfæri og veiðar- færabúnað. „Sandfell hefur söluumboð fyrir ýmis þekkt vörumerki á sviði veið- arfærabúnaðar sem notið hafa mik- illa vinsælda hérlendis sökum mik- illa gæða og samkeppnishæfs verðs,“ segir í tilkynningunni. Enn fremur segir að á síðasta ári hafi Sandfell aukið umsvif sín á þessu sviði með kaupum á veiðarfæra- deild Marco hf. Höfuðstöðvar Sandfells eru á ísa- firði en auk þess er félagið með úti- bú í Reykjavík. Ekki eru fyrirhug- aðar neinar breytingar á starfsemi Sandfells á Ísafírði. Síðastliðið sumar keypti Olís allt hlutafé í Ellingsen ehf. í Reykjavík en auk þess að reka verslun á Grandagarði er Ellingsen þekkt fyr- ir umsvifamikla þjónustu við fiski- skipaflotann. „Með kaupum Olís á helmings- hlut í Sandfelli verður tekið upp náið samstarf milli markaðssviða Olis, Ellingsen og Sandfells um sam- ræmda alhliða þjónustu við íslensk- an sjávarútveg, einkum á sviði veið- arfærabúnaðar, auk ýmissa ann- arra þjónustuvara fyrir fiskveiðar og fiskiðnað," segir í fréttatilkynn- ingu frá Olís. Hagnaður Össurar 139 milljónir Hagnaður Össurar hf. eftir skatta árið 1999 var 139 milljónir króna sem er 76% hækkun frá í fyira. Þetta er lakari niðurstaða en markaðsaðilar höfðu spáð. Rekstrartekjur voru 1.303 milljón- ir, jukust um 26% frá fyrra ári. í könnun Viðskiptablaðsins meðal fjármálafyrirtækja um afkomuspár fyr- irtækja var að meðaltali spáð 162 millj- óna króna hagnaði eftir skatta hjá Öss- uri hf. Spámar voru reyndar frá 135 milljónum upp í 250 milljónir króna. Af- koman er þó töluvert betri en spáð hafði verið í útboðslýsingu sl. haust. Rekstrartekjur ársins voru 1.303 milljónir og jukust um 26% frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 1.093 milljónum hækkkuðu um 24%. Kostnaður við rannsóknir og þróun nam 89 milljónum sem er 82% hækkun frá 1998. Eins og fyrri ár er nánast allur þróunarkostnað- ur á árinu gjaldfærður, að því er ffarn kemur i frétt frá Össuri hf. Launakostn- aður lækkar í hlutfalli af heildartekjum úr 30% í 26% og hlutfall afskrifta af heildartekjum lækkar úr 2,7% í 2,19%. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði er 209 milljónir, jókst um 38%, en fjár- munatekjur umfram fiármagnsgjöld námu 6,6 milljónum, samanborið við 23 m.kr. íjármagnsgjöld árið áður. Vaxta- tekjur af handbæru fé jukust að loknu hlutafjárútboði, námu 46 milljónum en vaxtagjöld og verðbreytingafærslur voru 39 m.kr. Fastafjármunir jukust um 1.153 milljónir, voru 1.289 milljónir í árslok. Veltufiármunir jukust um 96 m.kr., eða 25%, í kjölfar hlutafjárútboðs, og námu 475 milljónum í árslok. Nafnverð hlutaQár var aukið á árinu, með jöftnm í 160 milljónir og útgáfú nýs hlutaQár að na&virði 52 milljónir. Út- gefið og innborgað hlutafé var 211.937.460 krónur að nafnvirði og eigið fé nam 1.387 milljónum í árslok 1999. Niðurstaða efnahagsreiknings var 1.763 miiljónir kr., hækkaði um 1.248 milljónir á milli ára. Hlutafé SÍF hækkaö um 429 milljónir Hlutafé í SÍF hf. hefur verið hækkað úr 1.050 miiljónum króna í tæplega 1.479 milljónir vegna samruna SÍF við íslenskar sjávar- afurðir hf. Jafnframt hefur nafni SÍF hf. verið breytt í öllum yflrlitum Verðbréfaþings Islands i sam- ræmi við ákvarðanir hluthafa- fundar SÍF hf. en það var áður Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda hf. I tilkynningu Verð- bréfaþings kemur fram að skráð félög á Aðal- og Vaxtarlista Verð- bréfaþings íslands eru nú 73 tals- ins og hefur þeim fækkað um tvö á árinu vegna samruna SÍF hf. og íslenskra sjávarafurða hf. og Út- gerðarfélags Akureyringa hf. og Jökuls hf. Tap á Vaxtarsjóðnum Gengi hlutabréfa í Vaxtarsjóðn- um hf. hækkaði um 47% á nýliðnu ári. Óinnleystur geymsluhagnað- ur, að frádregnu tapi á árinu 1999, var 75 milljónir og var Vaxtarsjóð- urinn rekinn með þriggja milljóna króna tapi. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 513 milljónum og var hlutafé félagsins 364 milljónir króna. I árslok 1999 átti sjóðurinn hlutabréf í 13 innlendum hlutafé- lögum. Þeirra stærstir voru eign- arhlutar sjóðsins í Opnum kerfum hf., 59 miÚjónir, íslandsbanka hf., 58 milljónir, Tryggingamiðstöð- inni hf., 41 milljón, og Flugleiðum hf., 34 milljónir króna. Hluthafar Vaxtarsjóðsins hf. voru 1.534 í árslok 1999 en þeir voru 589 í árslok 1998. FBA kaupir rúm 10% í Olíufélaginu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hafa selt 10,37% eignarhlut sinn i Olíufélaginu og á Sjóvá nú engin hlutabréf í Olíufélaginu. Kaupand- inn er FBA sem flaggaði því fyrr í morgun að eignarhlutur sinn í 01- íufélaginu væri kominn yfir 10%. AOL í samstarf við Nokia og Ericsson Intemetfyrirtækið AOL Europe hefur gert samkomulag við far- símaframleiðenduma Nokia og Ericsson um þróun og tilraunir með þráðlausa Intemetþjónustu. AOL Europe er í eigu hins banda- ríska America Online og þýsku fjölmiðlasamsteypunnar Bertels- mann og hefur liðlega 3,8 milljón- ir áskrifenda í níu löndum Evr- ópu. Kaupþing eignast 5,1% í TM Kaupþing hefur sent Verðbréfa- þingi Islands flöggun þess efnis að eign og atkvæðisréttur Kaupþings í Tryggingamiðstöðinni sé kom- inn í 5,1% en fyrir var eignarhlut- ur Kaupþings 0,0%. Seljandi bréf- anna er Sjóvá-Almennar trygging- ar hf. Fjarvöktunarþjónusta Nýherja nótt! Nú býður Nýherji viðskiptavinum sínum ekki einungis aukin þægindi á vinnu- stað - heldur líka utan hans. Með fjarvöktunarþjónustu Nýherja er tölvuvinnsla og öryggi tækja vaktað með sjálfvirkum hætti allan sólarhringinn. Notuð er nýjasta tækni til að fylgjast með tækjum og hugbúnaði og er öllu kerfinu stjórnað frá vöktunarmiðstöð Nýherja. Þegar þörf krefur eru SMS skilaboð og tölvupóstur send á tækni- menn viðkomandi fyrirtækja. Fjarvöktunarþjónusta Nýherja tryggir þér og starfsmönnum þínum áhyggjulausar fristundir - og ánægjulegan vinnudag! Hafðu samband I síma 569 7827 eða sendu póstá fjarvoktun@nyherji.is. NÝHERJI Skaftahllö 24 • Slmi 569 7700 Slóö: www.nyhcrji.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.