Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þorsteinn og þjóðnýtingin Hagfræðikennari við háskólann hefur óbeint varpað fram þeirri spumingu í blaðagrein, hvort Þorsteinn Vil- helmsson í Samherja hafi tapað tveimur milljörðum króna á því að selja rúmlega fimmtung fyrirtækisins fyr- ir þrjá milljarða króna en ekki fimm milljarða. Samkvæmt sölunni verðleggja Þorsteinn og Kaupþing, kaupandi bréfanna, fyrirtækið og veiðiheimildir þess á fjórtán milljarða króna. Hagfræðikennarinn hefur hins vegar reiknað út, að verðmæti veiðiheimildanna einna sé tuttugu til tæplega þrjátiu milljarðar króna. Ef miðað væri við verð á markaði, væri verðgildi heimildanna tæplega fjörutíu milljarðar króna. Reikni- meistarinn telur slíkt jaðarverð hins vegar ekki raun- hæft og lækkar verðgildið um nærri helming, en fær samt út misræmi milli þess og sölu bréfa Þorsteins. Af þessu ályktar greinarhöfundurinn Þórólfur Matthí- asson, að kaupverðið endurspegli það álit hlutafjármark- aðarins, að senn verði farið að taka gjald fyrir not af auð- lindum sjávar. Þorsteinn og Kaupþing hafi verið sam- mála um, að miða verð hlutabréfanna við það. Markaðurinn hefur gnægð tækifæra til að átta sig á, að blómaskeið gjafakvótans í sjávarútvegi mun fyrr eða síðar hníga til viðar, þrátt fyrir harðskeyttan stuðning beggja flokka ríkisstjórnarinnar. Svo mörg vötn falla í farveg endurskoðunar, að viðnámið mun bila. í fyrsta lagi er meirihluti þjóðarinnar andvígur gjafa- kvótanum samkvæmt hverri könnuninni á fætur annarri. í öðru lagi eru héraðsdómar og dómar í Hæsta- rétti famir að falla á þann veg, að gjafakvótakerfi ríkis- stjórnarinnar standist ekki stjómarskrána. í þriðja lagi hafa tillögur um annars konar stjórn fisk- veiða orðið slípaðri og girnilegri. Pétur Blöndal alþingis- maður hefur lagt til, að öllum veiðiheimildum verði dreift til allra landsmanna og áhugaliópur þekktra borg- ara hefur lagt fram tillögur um uppboð heimilda. Tillögur hópsins eru nánast samhljóða tillögum, sem oft hafa verið viðraðar í leiðurum þessa blaðs. Þær gera ráð fyrir, að núverandi afláheimildir rýrni um 20% á ári og mismunurinn boðinn út á opnum markaði. Þannig verði uppboðskerfi til í áfóngum á fimm árum. Þessi tillaga kemur heim og saman við mat Þorsteins Vilhelmssonar og Kaupþings á raunverulegu verðgildi núverandi veiðiheimilda. Aðlögunartíminn gæti auðvit- að verið styttri eða lengri. í tillögu Péturs Blöndal er gert ráð fyrir 20 árum eða 5% aðlögun á hverju ári. Munurinn á tillögu Péturs og áhugahópsins felst aðal- lega í, að Pétur vill, að afgjald auðlindarinnar renni beint til almennings, en hópurinn vill, að það renni til ríkis- sjóðs, hugsanlega til að draga úr annarri skattlagningu hins opinbera eða til að lækka skuldir þess. Tillögumar fela ekki í sér neinar breytingar, sem draga úr núverandi kostum kvótakerfisins í varðveizlu og viðgangi fiskistofna og í leit sjávarútvegsins að eins mikilli hagkvæmni í rekstri og kostur er á. Allt tal ban- anakónga um heimsendatillögur er hreint bull. Nánast má líta á það sem kaldhæðni óumflýjanlegra örlaga, að nánast samtímis leggur hópur þekktra borgara fram tillögu um þjóðnýtingu auðlindarinnar á fimm ár- um og einn helzti kvótakóngur landsins semur við hluta- bréfafyrirtæki um verð, sem endurspeglar þetta. Hvort þetta gerist hratt eða hægt fer eftir því, hvort Hæstiréttur staðfestir Vatneyrardóminn í ár eins og hann staðfesti Valdimarsdóminn í fyrra. Jónas Kristjánsson Meö því aö brjóta grundvallarlögmál lífsins, brjótum viö okkur sjálf, segir meö texta meöf. myndar sem greinar- höfundur taldi hæfa greininni nokkuö vel. Dauðinn kemur á mánudögum á inngangi um þaö hvemig Guð bjargaði ísraelsþjóðinni. „Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Eg- yptalandi, út úr þræla- húsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“ (2. Mós 20.2). Boðorðin eru í þessu samhengi og því ættu menn ekki að hafa aðra guði. „Þú skalt“ er of hörð þýðing og betra væri e.t.v. að segja „þú ætt- ir“. Guð er í raun að segja: Vegna þess að ég bjargaði þér, ættir þú ekki að hafa aðra guði. Það kemur i ljós að þessi mörg þúsund ára _ ----------------------------- „ Við flyjum ekki dauðann en við getum án efa flúið ótímabæra heimsókn hans á mánudögum og reyndar hvaða dag sem er með því að fara eftir hollráðum þeim sem mannkyn hefur varðveitt í þúsundir ára - með þvi að halda hvíldardaginn heilagan. “ Kjallarinn Örn Bárður Jónsson prestur Ég heyrði fjallað um það í fréttum að dauðsföll karla í Skotlandi á miðjum aldri væra algeng- ust á mánudögum. Vitnað var í rann- sókn sem gerð var þar í landi og líkleg- ar skýringar taldar vera áfallið og álag- ið sem fylgir því að koma til vinnu á mánudögum, oft eft- ir skemmtanalíf helgarinnar. Áhuga- vert væri að gera sambærilega rann- sókn á íslandi. Vandlifað í henni veröld Hvíldin vill snú- ast upp í andhverfu sína. Þetta leiðir hugann að lífsklukk- unni og margbreyti- legum hliðum lífs- ins. Manninum er eðlislægt að vinna og skemmta sér, að hvíla sig og leita kyrrðar. Allt hefur sinn tíma segir í bók Prédikarans í Gamla testamentinu. Það er at- hyglisvert að Gyðingdómur og kristni hafa fært okkur hvíldar- daginn. Boðorðin 10 sem kölluð hafa verið umferðareglur lífsins minna á helgi hvíldardagsins. Okkur kann að finnast boðorðin leiðinleg og hörð og trufla okkur í lífsbaráttunni. En þau eru í raun full mýktar, umhyggju og elsku. Prófessor Þórir Kr. Þórðarson heitinn fór oft á kostum í kennslu sinni við guðfræðideildina og sýndi fram á það með hvernig boð- orðin eru sett fram af umhyggju en ekki í skipunartón. Þau hefjast gömlu sannindi eru uppskrift að heilbrigðu lífi. Helgistund er heilsubót Nýlegar rannsóknir vestan hafs sem gerðar voru bæði meðal krist- inna manna og Gyðinga hafa leitt í ljós að aldrað fólk sem sækir guðsþjónustur og lifir bænalífi er hraustara en annað fólk, á auð- veldara með að vinna úr áföllum og lifir lengur. Hvíldardagur Gyð- inga er laugardagurinn en flestir kristnir menn halda sunnudaginn, upprisudaginn, Drottinsdaginn heilagan. Það er okkur mikilvægt að breyta til frá önn og amstri dagsins og hvílast. Það er viss hvíld fólgin í tilbeytingunni einni. Margir nota sunnudaginn til útiveru, fara í sund, í gönguferð, á skíði eða taka þátt í öðrum iþrótt- um. Gott er að þjálfa líkamann og víst er það staðreynd að hófleg þjálfun eykur vellíðan og gleður sálina. Besta leiðin til að efla hina andlegu hlið tilverunnar er að til- biðja Guð með því að hlusta á orð hans og eiga samfélag við hann í kirkjunni. Kirkjan er trúræktar- stöð sem skiptir ekki síöur máli en líkamsræktarstöðvarnar. Líkami, sál og andi Páll postuli talar um manneskj- una í þremur víddum. Hún er á vissan hátt þríein eins og Guð. Manneskjan er líkami, sál og andi. Við vitum hvað til líkamans heyr- ir. Hann þarf hollan mat og góða hreyflngu. Sálina má skilgreina sem vitsmunalífið og það þarf næringu sem fæst með menntun og menningu, með því að iðka hið góða og fagra, lesa góðar bækur, fara í leikhús, á sýningar o.þ.h. Andinn er það svið manneskjunn- ar sem kalla má innsta kjarna hennar. Þar lifir andi Guðs svo fremi að fólk úthýsi honum ekki með röngu líferni. Andinn eflist við bænaiðkun og trúarlíf sem teigar til sín kraft frá uppsprettu allra hluta - Guði. Það á fyrir öllum mönnum eitt sinn að deyja segir í heilagri ritningu. Viö flýjum ekki dauðann en við getum án efa flúið ótímabæra heimsókn hans á mánudögum og reyndar hvaða dag sem er með því að fara eftir hollráðum þeim sem mann- kyn hefur varðveitt í þúsundir ára - með því að halda hvíldardaginn heilagan. Lifið eflist á sunnudög- um. Ef vel nýtist sunnudagur - vænkast þinn hagur. Örn Bárður Jónsson Skoðanir annarra Heimsborgarhlutverk höfuöborgar „Heimsborgarhlutverk Reykjavíkur er næsta sér- kennilegt, þótt ekki skuli lítið gert úr því. Heims- borgardagskráin hófst með því að afhjúpa ítalskan vita á Sandskeiði, þar sem margur Sunnlendingur mætti norðanhríðum á suðurgöngu á tímum fiski- þorps á hinu gamla Seltjamarnesi. Einnig var hátíð- in hafm með því að rusla í dótakassa Erlendar heit- ins í Unuhúsi, þar sem m.a. voru geymd bréf frá Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni og Stefáni frá Hvítadal. Innihald dótakassans hefur síðan verið til sýnis almenningi. Maður bíður þess dags að hvolft verði úr öskutunnu við hús vestast á Vesturgötunni í menningarskyni á þessum tímum post modernism- ans.“ Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur í rabbi sínu „Sjón- varp á laugardegi" í Mbl. 5. febrúar. Milljarðana inn á erlenda banka „Ég myndi setja þessa peninga inná banka erlend- is. Að minnsta kosti tel ég alveg ljóst að ekki eigi aö fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði því þar eru ýmsar blikur á lofti. Það er til dæmis ljóst að ef Vatneyrardómurinn verður staðfestur í Hæstarétti mun það þýða miklar breytingar i islensku þjóöfé- lagi, hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og raunar öllum fyrirtækjum á íslandi.“ Grétar Mar Jónsson, form. Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, aðspurður um hvernig hann myndi verja sínum þremur milljörðum. í Degi 5. febrúar. Kjarnorkan í kollinum „Klofningur er auðsjáanlega eitt af helstu ein- kennum íslenskrar þjóðarsálar og kristallast í þeirri athyglisverðu staðreynd að i fyrsta sinn í langan tíma sem þjóðin er sammála og fylkir liði á einn stað, þá er það í bíóhús að horfa á kvikmynd um geð- klofa mann. Það hlýtur að vera vegna þess að í skáldsagnapersónunni Páli (í Englum alheimsins; innsk. blm. DV) finnur þjóðin vissan samhljóm; hún er heilbrigð og lasin, skálduð og sönn, ung og göm- ul, háfleyg og hnípin. Þjóð sem geymir kjarnorkuna í kollinum." Sigurbjörg Þrastardóttir í pistli sínum í Mbl. 5. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.