Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 Útlönd Stuttar fréttir i>v McCain segir sigur á morgun þýðingarmikinn John McCain sagöi í gær að sig- ur hans í forkosningunum í Suð- ur-Karólínu á morgun gæti reynst vendipunkturinn i baráttunni um aö verða forsetaefni repúblikana í haust. Nýjustu skoðanakannanir benda til að jafnræði sé með McCain og George W. Bush, ríkis- stjóra í Texas. „Við getum tapað hér og haldið samt áfram. Baráttan heldur áfram til 7. mars þegar kosið verður í Kaliforníu og öðrum ríkj- um en ef við sigrum hér fæ ég ekki séð hvemig hægt verður að stöðva okkur,“ sagði McCain á fundi með stuðningsmönnum sín- um í bænum Spartanburg. Sigur McCains yrði mikið áfall fyrir Bush sem hefur eytt meira fé í kosningabaráttunni til þessa en nokkur annar í baráttunni um forsetaembættið frá upphafi. IRA hvetur til að heimastjórn verði endurreist Skæraliðar írska lýðveldishers- ins (IRA) hvöttu Breta í gær til að endurreisa heimastjórnina á Norður-írlandi til að blása nýju lífi í friðarferlið. í viðtali við vikurit Sinn Fein, pólitísks arms IRA, sagði talsmað- ur skæruliða að eina leiðin til aö kippa ástandinu í liðinn væri að bresk stjómvöld afturkölluðu ákvörðun sína. Heimastjómin var leyst upp fyrir viku þar sem IRA hafði ekki gefið skýr svör um hvemig sam- tökin ætluðu að láta vopn sín af hendi. IRA svaraöi með því að draga sig út úr viðræðum við al- þjóðlega afvopnunarnefnd. Frá Hvíta húsinu bárust þær fréttir í gær að fulltrúar allra deilenda á Norður-írlandi væm væntanlegir til Washington á næstu dögum tU að ræða stöðuna. Milosevic Júgóslavíuforseti í essinu sínu á flokksþingi: Stjorn SÞ fari burt frá Kosovo Slobodan MUosevic Júgóslavíu- forseti veittist harkalega að stjóm Sameinuðu þjóðanna í Kosovo-hér- aði í gær og sagði að henni hefði mistekist að koma á friði. Því væri ekki annað fyrir hana að gera en að hafa sig á brott. MUosevic notaði tækifærið í ræðu sem hann hélt á þingi sósí- alistaflokks síns í Belgrad, þar sem hann var endurkjörinn formaður, og vandaði sameinuðum stjórnar- andstæðingum í Serbíu ekki kveðj- umar. Hann sakaði þá um að hafa svikið landið og eyðilagt þá bæi sem þeir sitja við stjómvölinn. „Við búum í raun ekki við neina stjómarandstöðu í Serbíu. Við bú- um við hóp af mútuþægum vesal- mennum, fjárkúguðum spákaup- mönnum og þjófum,“ sagði Slobod- an Milosevic. Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seti veittist bæöi aö andstæöingum sínum heima fyrir og vesturveldun- um á flokksþingi í gær. Forsetinn sneri sér þá að ástand- inu í Kosovo og sagði að vera er- lendra fulltrúa þar væri til skamm- ar. Hann sagði að júgóslavnesk yfir- völd ættu að taka við stjórninni í héraðinu. „Gagnstætt þeim getum við tryggt frið og öryggi íbúa Kosovo, frelsi og jafnrétti," sagði Milosevic. Hann lét þess þó ekki getið hvernig stjóm- völd í Belgrad myndu endurheimta stjóm Kosovo. Weseley Clark, yfirhershöfðingi NATO, sagði í Washington í gær að hersveitir bandalagsins yrðu að öll- um líkindum í Kosovo á meðan Milosevic væri við völd. George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, lagði áherslu á það í gær að vel gengi að koma á friði í Kosovo, þrátt fyrir átök í borgum eins og Mitrovica. Iranir kjósa um umbótastefnu Þetta furöulega fley mátti sjá í höfninni í Auckland á Nýja-Sjálandi í morgun. Um borö eru stuöningsmenn nýsjá- lensku siglingakappanna sem taka þátt f úrslitakeppninni um hinn eftirsótta Ameríkubikar. Keppendur sem eiga svona áhugasama stuöningsmenn geta varla annaö en unniö. Keppinautar Nýsjálendinga eru ítalskir. Jörg Haider vísað frá helfararsafni í Kanada íranir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýtt þing. Valið stendur milli umbótastefnu Mo- hammads Khatamis forseta og hugmynda hans um íslamskt lýð- ræöi annars vegar og stefnu íhaldsmanna hins vegar. Ríkisfjölmiðlarnir áminntu kjósendur um að kjósa sem allra fyrst og svo virtist sem íbúar höfuð- borgarinnar Teheran ætluöu að svara kall- inu. Annars eru þeir þekktir fyr- ir að mæta seint á kjörstað. „Við ætlum að kjósa umbóta- sinnana," sagði táningur sem var með vinum sinum við eina kjör- deildina. „Við teljum þá geta orð- iö við kröfum unga fólksins og þjóðfélagsins." Tæplega 39 milljónir manna, frá 16 ára aldri, hafa atkvæöisrétt. Frambjóðendur eru vel á sjötta þúsundið, þar af aðeins íjögur hundruð konur. Fyrstu úrslit eru væntanleg á morgun. Jörg Haider, leiðtoga Frelsisflokksins í Austurríki, var meinaður aðgangur að helfararsafni gyðinga í Montreal í Kanada á miðvikudaginn. David Birnbaum, leiðtogi gyðinga í Quebec, greindi frá þessu í gær. í gær söfnuðust mótmælendur framan við hótelið sem Haider dvaldi á og hrópuðu slagorð gegn honum. Haider hafði fengið boð um að koma til Kanada og heimsækja háskóla og taka þátt í brúðkaupi. Boðið kom frá samtökum heittrúaðra gyðinga, Tash- samtökunum, sem eiga rætur í keisaradæminu Austurríki- Ungverjaland. Samtökin eru sögð hafa sent Haider hamingjuóskir þegar hann hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í janúar síðastliðnum. Samtökin hafa einnig Haider fékk boö frá samtökum gyöinga um aö koma til Kanada. Samtökin segja bréfiö falsaö. lýst yfir andúð sinni á viðbrögðum þeim sem Haider hefur fengið víða um heim. En þegar Haider kom til Kanada neituðu samtökin að hitta hann. í viðtali við Reuterfréttastofuna í gær sagði talsmaður samtakanna, Hesy Weinberger, að bréfið sem Haider fékk hefði verið falsað. í viðtali við blaðið The Gazette í Montreal sagði Haider í gær að hann sjálfur og flokkur hans væri óréttilega stimplaðir sem ný-fasistar af vinstri sinnuðum andstæðingum sínum. Haider hélt til Toronto í gær til fundar við austurrisk-kanadískan kaupsýslumann. Utanríkisráðherra Kanada, Lloyd Axworthy, lagði áherslu á að kanadísk stjórnvöld tengdust ekki heimsókn Haiders til landsins. Vísa gagnrýni á bug Bandarísk yfirvöld vísa á bug gagnrýni Rússa vegna móttöku sendimanns Tsjetsjena í þessari viku. Hvöttu Bandaríkin Rússa til að rannsaka meint voðaverk rúss- neskra hermanna í Tsjetsjeníu. Sprenging í lest Að minnsta kosti sextán særð- ust þegar sprengja sprakk í far- þegavagni í lest á lestarstöð í Utt- ar Pradesh á Indlandi í gær. Skoða læknaskýrslu Spænski dómarinn Baltasar Garzon hefur skipað hóp lækna til að rannsaka skýrslu breskra lækna um heilsufar Augu- stos Pinochets, fyrrverandi ein- ræðisherra Chile. Tvö spænsk dagblöð greindu frá því að bresku lækn- arnir hefðu úrskurðað að Pin- ochet væri með heilaskaða. Barnaníðingar fundnir Bresk yfirvöld hafa fundið þá 28 starfsmenn fósturheimila sem leitað var að eftir skýrslu um mis- notkun á yfir 600 bömum í Wales á um 20 ára tímabili. Börn særast í skotárás Fimm palestínsk skólabörn særöust i gær þegar vopnaður maður skaut á skólabil þeirra við flóttamannabúðir i Líbanon. Þörf á vaxtahækkun Alan Greenspan, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, sagði í gær að nauðsynlegt kynni að vera að hækka vexti hóflega til að koma í veg fyrir ofþenslu. Má ekki bjóða sig fram Þjóðernissinninn Vladimir Zhírínovskí fær ekki að bjóða sig fram í rúss- nesku forseta- kosningunum. Þetta tilkynnti kjörnefnd í gær eftir að hafa rannsakað fjár- hag Zhírínov- skís. Hann ætl- ar að áfrýja úrskurðinum. Nefnd- in gerði athugasemd við íbúð í eigu sonar Zhírínovskís sem ekki var gerð grein fyrir. Gera þarf grein fyrir eignum allra fjöl- skyldumeðlima. Risasafír á Sri Lanka Sérfræðingar rannsaka nú eðal- stein upp á 1,5 kíló sem fannst í námu á Sri Lanka. Talið er að um safír sé að ræða. Foringja leitað Kristilegir demókratar sögðu í gær að þeir hefðu frestað tilnefn- ingu nýs formanns þar til í apríl. Ekki þykir ástæða til að taka ákvörðun í skyndi. Skilaboð frá Clínton Bill Clinton Bandaríkjaforseti sendi í gær Yasser Arafat Palest- ínuleiðtoga boð um að Bandarík- in væru reiðubúin að blása nýju lífi í friðarferlið. Bondevik ógnað Norska stjórnin er aftur í hættu. Ástæðan er sú að Stórþing- ið vill neyða stjórnina til að reisa tvö gasorkuver. Segi ríkisstjóm- in nei eru dagar hennar taldir. Það eru einkum Verkamanna- flokkurinn og Hægriflokkurinn sem leggja áherslu á gasorkuver- in verði reist nú. Mikil spenna ríkir nú innan norsku stjórnar- innar vegna málsins. Lögregla beitti táragasi Lögregla í Beirút beitti í gær táragasi gegn þúsundum náms- manna sem mótmæltu stuðningi Bandaríkjanna við ísrael.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.