Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 Fréttir Áætlun lögreglunnar í Reykjavík - e-töflur seljast „grimmt“: 10 þúsund e-töflur seldar í einum mánuði - spurning um þjóöarvilja að leysa vandann, segir landlæknir Siguröur Guðmundsson landlæknir. Lögreglan í Reykjavík áætlar að um 10 þúsund e-töflur hafl verið seld- ar á íslenskum flkniefnamarkaði í desember einum. í mánuði hverjum eigi sér stað tugmilljónaviðskipti ein- ungis með e-töflur. Landlæknir segir að hér sé um meiri háttar vandamál að ræða. Upplýsingar hafa komið fram um að e-töflur hafi verið boðnar til sölu í 16 ára afmæli - ungmenni á framhaldsskólaaldri séu markaðs- vænsti hópurinn en einnig fólk á aldr- inum 20-30 ára. Lögreglan segist ekki hafa vitneskju um aö e-töflur meö striknín heföu borist enn þá til íslands. Lögreglan segir að e-taflan, sem er talin eitt hættulegasta flkniefni mark- aðarins, sé orðin mjög vel markaðs- sett af mörgum sölumönnum. Hún seljist einfaldlega „grimmt". Neytendur byggi síðan upp þol þannig að þeir „þurfi meira og meira“ til að komast í góða vímu. Fíkniefna- lögreglan segir að dæmi séu um að einn neytandi hafl tekið inn 15 e-töfl- ur á einum sólarhring. Hver tafla hef- ur á götunni gengið á 2000-3.500 krón- ur. Tengjast sjálfsvígum „Við höfum miklar áhyggjur af e- töflunotkun. Hluti af sjálfsvígum teng- ist klárlega fíkniefnum. Þegar fólk tekur inn e-töflur verða miklar sveifl- ur í geðhvörfum og fólk verður þung- lynt,“ sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir. Talsmaður fíkniefnadeildar lög- reglu segir að því lengur sem fólk neytir e-taflna, t.a.m. 1-4 sinnum í mánuði, aukist „þolið“ og fólk „sökkvi dýpra og dýpra“ niður í þunglyndi - Jafnvel þangað til fólk sér enga leið út og fyrirfer sér“. „Við viljum gera allt til að stemma stigu við þessari þróun,“ sagði Sigurð- ur Guðmundsson landlæknir við DV. „Þegar e-taflan er markaðssett er gjaman sagt að þetta sé gleðitafla sem veldur ekki fikn. Fyrir 4 árum var áróður gegn þessu sem virkaði en nú er e-taflan á mikilli uppleið. Hér held ég að sé spurning um almennan þjóð- arvilja. Ég veit líka að lögregla og dómsmálaráðuneyti eru tilbúin að gera allt til að stöðva þessa þróun,“ sagði Sigurður. Hvers vegna striknín? Samkvæmt upplýsingum DV koma flestar e-töflur hingað til lands frá Hollandi enda eru mjög margar e- töfluverksmiðjur þar í landi. Hol- lensk lögregla hefur nú séð ástæðu til að vara yfirvöld hér á landi, sem annars staðar í álfunni, við því að farið er að setja eiturefnið striknín í töflumar. Fíkniefnalögreglan hér heima kveðst með engu móti skilja hvers vegna þetta efni er sett í e-töflur - eina skýringin geti hreinlega verið hryðjuverk. „Þetta strádrepur fólk,“ sagði talsmaður lögreglu. Landlækn- ir sagði að hugsanlega væri tilgang- urinn sá að gefa aukaverkun því striknín verkaði örvandi - hins veg- ar væri þama klárlega farið „langt, langt" yfir það strik sem kalla mætti í lagi og varar við drápsmörkum. Lögreglan segist ekki hafa vitneskju um að e-töflur með striknin hefðu borist enn þá til Islands. Hins vegar yrðu fréttir væntanlega fljótar að berast ef og þegar slíkt ætti sér stað - þá væntanlega frá gjörgæsludeild- um sjúkrahúsa þar sem neytendur yrðu lagðir inn. -Ótt Hundruð milljónir í snjómokstur „Ég vil nú ekki standa í neinum illindum út af þessu en það er ágætt að benda starfsmönnum snjómokst- urstækja að hafa varúð á. Fæstir kæra sig um að snjó sé rutt inn í garðinn eða að farið sé of nærri eignum," sagði íbúi við Keilufell í samtali við DV. Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri sagði að vissulega ætti ekki að ryðja snjó inn í garða fólks en upp kæmu tilfelli þar sem það væri óhjákvæmilegt. Aðspurður sagði hann að eitthvað hafl verið um eignatjón af völdum snjómokst- urs.en mundi þó ekki eftir háum bótakröfum eða miklum látum af þeim sökum. Kostnaður við snjómokstur var áætlaður um 150 milljónir fyrir þetta ár í samanburði við fyrri ár. „Það er ljóst að við fórum 50-55 milljónir fram úr kostnaðaráætlun fyrir þetta ár,“ sagði Sigurður, en allt að 70 leigutæki hafa verið í um- ferð þegar mest lætur við snjó- mokstur. Tugir ára eru síðan menn muna eftir eins miklum snjó á göt- um úti. -hól Snjómokstur hefur ekki veriö eins mikill í tugi ára en hvaö verður um allan þennan snjó? íbúi í Keilufelli bendir Ijós- myndara DV á snjóinn sem mokaö hefur veriö í garöinn hans. Eins og sjá má hefur snjómoksturstækiö fariö nærri giröingunni. DV-mynd E.ÓI. Samtökin Réttlát gjaldtaka: Taka 9 prósent af því sem hugsanlega fæst fyrir skrárnar - lögmenn vinna samkvæmt sinni tímaskrá „Hvað mig varðar er það bara samkvæmt minni tímaskrá. Það er ekkert meira og ég tók þetta að mér á þeim forsendum," sagði Jón Magnússon lögmaður er DV innti hann eftir því hver hlutur hans væri af fyrirhugaðri sölu samtakanna, Réttlát gjaldtaka, á persónuupplýsingum einstak- linga til íslenskrar erfðagreining- ar í gagnagrunninn. „Þetta kemur allt mjög vel fram í bréfinu og á eyðublaðinu. Á eyðublaðinu kem- ur fram að það eru 9% sem yrði okkar hlutur af því sem hugsan- lega myndi fást. Það er ekkert verið að leyna því og það þykir ekki há prósenta," segir Valdimar Jóhannesson hjá Réttlátri gjald- töku. „Hitt má einnig benda á að það er ekki verið að gefa opið umboð til lögmannsstofu Jóns Magnús- sonar heldur gefst fólki kostur á að vega og meta hvað í boði er. í fyrsta lagi gefur fólk umboð, við segjum það úr gagnagrunninum og síðan þegar kominn er nægi- legur fjöldi til að setjast niður og semja við ÍE, þá krefjumst við auðvitað að fá að vita til hvers á að nota upplýsingarnar. Þegar fólk fær að vita það getur það metið hvort það telur að það sé áhættunnar virði að þiggja ein- hverja greiðslu fyrir slíkt en það mun enginn ganga að einu eða neinu fyrr en hann er búinn að fá að vita allt,“ segir Valdimar. -hdm Stuttar fréttir i>v Breytingum flýtt Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra segir að tillögum og breytingum á stjórnkerfi Þjóð- minjasafnsins verði flýtt í ljósi þess sem gerst hefur að undan- förnu og sér fyr- ir sér nýtt og betra safn verða til innan nokkurra missera hvað aðstöðu og stjórnkerfi þess snert- ir. Stöð 2 greindi frá. Sama þjónusta Á Alþingi í gær þvertók Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra fyrir að til stæði að skerða þjónustu við geðsjúka og sagði að sjúklingun- um myndi standa sama þjónusta til boða og verið hefur hingað til. 2 milljónir á mann Starfsmenn Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, fá 190 millj- ónir króna í kaupauka vegna auk- ins hagnaðar bankans á síðasta ári. Það þýðir að meira en 2 millj- ónir króna koma í hlut hvers starfsmanns. Bylgjan greindi frá. 2 milljörðum hærri Runólfúr Amason, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, FÍB, segir að skattar og gjöld landsmanna af bílum og rekstri þeirra sé um 2 milljörðum meiri en fram kemur í áætlun flármálaráðu- neytis; RÚV greindi frá. Neyðaraöstoð Rauði kross íslands hefur lagt fram eina milljón króna til neyðar- aðstoðar við fórnarlömb flóða i Mó- sambík, þar sem óttast er að enn einn fellibylurinn muni gera ástandið enn verra á næstu dögum. Hittir Árna Landbúnaðar-, sjávarútvegs- og matvælaráðherra Spánar, Jesus Posada Moreno, kom í gær í opin- bera heimsókn til Islands í boði Áma Mathiesen sjávarútvegsráð- herra. Mun hann eiga fund með ráðherra í dag, kynna sér íslenskan sjávarútveg og skoða Hafrann- sóknastofnun meðal annars. Loka Sellafield Umhverfisráðherrar Norðurland- anna hittust í Kaupmannahöfn í gær og kom fram vilji til að þrýsta á Breta að lag- færa mál er varða kjarnorku- verið í Sellafield. Umhverfisráð- herra segir hins vegar erfitt að fylgja orðunum eftir með aðgerðum af hálfu Norðurlandanna. Krafa ís- lendinga er að stöðinni verði lokað. RÚV greindi frá. Mikill hagnaður Þeir sem keyptu hámarkshlut í átta hlutaflárútboðum ríkisins á fyrirtækjum hafa hagnast um tæpar tvær milljónir króna á kaupunum. Mestur er hagnaður kaupenda af bréfum Skýrr og FBA. RÚV greindi frá. Bíða svara Með nýjum búvörusamningi er leitast við að færa sauðfiárbúskap á þau svæði sem hafa besta beitiland- ið. Bændur bíða nú svars frá stjóm- völdum hvort rikisstyrkir til grein- arinnar verði hækkaðir um 400 milljónir króna á ári. Bylgjan greindi frá. Áminntur Áfrýjunarnefnd Þjóðkirkjunnar hefur fallist á kröfu ýmissa aðila um að sr. Gunn- ari Bjömssyni, sóknarpresti að Holti, verði veitt áminning og að séra Gunnar verði fluttur úr embætti sóknar- prests í Holti í annað starf á vegum Þjóðkirkjunn- ar frá og með 3. mars næstkomandi. RÚV greindi frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.