Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 Fréttir DV Flækingskettir láta í minni pokann fyrir rottum: Tvær kvartanir á dag vegna rottugangs - koma upp á yfirboröiö í leit aö fæöi Kettir hafa veriö lofaöir fyrir aö útrýma músum í kring- um hesthúsahverfin. Nú hefur flækingskattaátak Reykjavíkurborgar skilað 49 köttum til Kattholts. Af þeim eru 39 þeirra komnir til síns heima en eftir sitja tíu Sundanesti: Rottuungar í heimsókn Starfsfólki Sundanestis brá heldur í brún um helgina þegar óvænta gesti bar að garði. Þar voru á ferð- inni allmargir rottuungar sem voru við bakdyr húsnæðisins þar sem starfsfólkið gengur inn. Meindýra- eyðar voru boðaðir á staðinn og veiddu þeir ungana í gildrur. Gekk það fljótt og vel. Ekki er vitað hvaðan gestimir óboðnu komu eða hvemig þeir komust inn í húsnæðið. Það mál er í athugun núna. -JSS í Kattholti. Að sögn Sigríðar Heið- berg, formanns Kattavinafélagsins, em þetta allt heimiliskettir sem eng- inn hefur vitjað. Þessa vikuna stend- ur átakið yfir í Fossvoginum og hefúr einn köttur verið fangaður. Aðspurð- ur sagði Guðmundur Björnsson, meindýraeyðir Reykjavíkurborgar, að minna væri um kvartanir í þeim hverfum þar sem átakið hefur staðið yfir. En ætli átakið hafi fjölgað kvörtun- um um rottugang í borginni þar sem kettir hafa löngum verið kunnir fyrir veiðisnilld sína? „Nei, rottugangur er meira bundinn við bilanir í skolplögnum. Kettir stökkva ekki tO handa og fóta og drepa rottumar. Þær era það grimmar að kettimir láta iðu- lega í minni pokann fyrir þeim, sér- staklega ef um er að ræða fullvaxnar rottur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði rotturnar halda sig í holræsakerfinu en þegar þær gerðu vart við sig væri það iðulega tengt bilunum. Þær væra sjaldséðar í fjöranum en þær kæmu upp á yfir- borðið í leit að fæðu. Síðastliðið ár hefðu kvartanir vegna rottugangs verið um sex hundrað talsins en þær væru að meðaltali tvær á dag. Kettir era þó ekki dauðir úr öllum æðum þar sem þeir hafa ver- ið lofaðir fyrir að út- rýma músum í kring- um hesthúsahverfin. Þeir hafa þá einhverju öðru hlutverki að gegna en að mala við fætur húsbænda sinna og gera stykkin sín í sandkassa bamanna. Gert er ráð fyri að heildarkostnaður vegna kattaveiðanna verði 3-4 milljónir króna. Aðspurður um hvort átakið hefði skilað tilætluðum árangri svar- aði Sigurður Skarphéðinsson gatna- málstjóri því til að ef átakið hefði haft áhrif á hugarfar kattaeigenda væri hann ánægður. -hól Leitað að nafni á nýtt sjúkrahús: Spítali allra landsmanna - eða Hús andanna „Þetta er erfítt mál. Við erum komnir með 70-80 nöfn og við verð- um að vera búnir að velja nýtt nafn áður en reglugerð um sameiningu stóru sjúkrahúsanna verður sam- þykkt innan skamrns," sagði Jón Baldvin Halldórsson, upplýsinga- fulltrúi Ríkisspitalanna, um leitina að nýju nafni á Landspitalann og Sjúkrahús Reykjavíkur sem eru að renna saman í eina stofnun. „Starfs- fólk sjúkrahúsanna hefur tekið þátt í þessu, svo og 15 manna nefnd stjómenda á sjúkrahúsunum og nú verðum við að fara að velja,“ sagði Jón Baldvin. Meðal nafna sem fram hafa kom- ið má nefna: Áning, Ból, Báknið, Björg, Búðir, Eirberg, Gimli, Há- skólasjúkrahús íslands, Háskóla- sjúkrahúsið Eir, Háspítali íslands, Heiðmörk, Hús andanna, ísafold - háskólasjúkrahús, Ísafoldarspítali, Íslandsspítali, Landsborg, Spítali allra landsmanna, Landssjúkrahús- ið, Laufás, Lundur, Samspítalar, Sjúkrahús íslands, Þjóðarsjúkra- húsið, Ægisíða og Vísindasjúkra- húsið, svo aðeins sé gripið niður í þann hugmyndabunka sem nú ligg- ur fyrir um nafn á nýtt sjúkrahús. Að sögn Jóhannesar Pálmasonar, framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur, eru flestar hugmynd- imar sem borist hafa byggðar á við- teknum heitum, svo sem Háskóla- sjúkrahús, Íslandsspítali eða Ríkis- spítalinn: „En við viljum gjarnan víkka út þennan hugmyndaramma og erum ekki síður að leita að sér- nafni eins og Esjan eða Gimli, svo ég taki dæmi af handahófi," sagði Jóhannes Pálmason. -EIR Heilbrigöistarfsmenn hafa veriö hvattir til aö koma meö hugmyndir aö nafni á nýtt sjúkrahús eins og sjá má á þessu veggspjaldi. Sænskir orkureikningar SB DuHfiL Ástandið er eigin- lega rafmagnað hjá Orkuveitu Reykjavík- ur, hinu sameinaða fyrirtæki Rafveitu og Hitaveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið stóð frammi fyrir svokölluð- um 2000-vanda í tölvu- búnaði eins og mörg önnur fyrirtæki. Það varð því að skipta út innheimtukerfi sínu. Vandamálin sem til- heyrðu liðinni öld voru þó hreinir smámunir í samanburði við þau ósköp sem við tóku með nýju kerfi. Mestu orkuboltar Orkuveitu Reykjavíkur eru hrein- lega orðnir gráhærðir eftir þann baming og forstjórinn rétt að tapa sér enda innheimtir nýja kerflð nöturlega fáar krónur. Það hefur þvi reynt á yficdráttinn í viðskiptabanka þessa stór- fyrirtækis borgarinnar. Nýja tölvukerflð er sænskt og virðist einkum sérhæft í því að senda út vitlausa reikninga. Við- skiptavinir, sem eru góðu vanir frá Orkuveitunni og forverum hennar, eru að vonum lítt kátir vegna dellunnar. Það eru orkuveitumenn heldur ekki enda mega þeir hafa sig alla við í afsökunar- beiðnunum. Þó er stór hópur viðskiptavina sem alls ekki getur kvartað. Það eru þeir sem enga reikninga hafa fengið, hvorki vegna rafmagns- notkunar né hitaveituvatns. Þeir lifa í þeirri blekkingu að allt sé þetta frítt orðið í valdatíð Ingibjargar Sólrúnar. Hætt er þó við að þeir eigi eftir að vakna upp við vondan draum þegar þeir fá alla súpuna í hausinn. Enn er ótalinn sá hópur viðskiptavina Orku- veitu Reykjavíkur sem hvorki skilur upp né nið- ur. Það eru þeir sem hafa fengið sína reikninga á sænsku. Hið sænska innheimtukerfi er þjóðremb- an uppmáluð og neitar að læra íslensku. Það er því von að forstjórinn lýsi ástandinu sem hreinni hörmungarsögu. íslendingar kunna nefnilega lít- ið í sænsku og margir alls ekki neitt. Sú kynslóð sem komin er á efri ár lærði talsvert í dönsku og gæti hugsanlega borgað sænskan rafmagnsreikn- ing en yngra fólk stendur algerlega á gati. Það kann hrafl í islensku en er prýðilega að sér í enskri tungu. Það er því fráleitt að fólk undir fer- tugu borgi sænska reikninga frá Orkuveitunni. Orkuforstjórinn á því aðeins einn kost í stöð- unni. Hann er sá að henda nýja sænska inn- heimtukerfinu á haugana. Þar má það tala sænsku að vild. Það er betra að handskrifa reikn- ingana frá Orkuveitunni en búa við núverandi ástand. Þannig má þó rukka þótt ekki væri nema hluta orkukaupendanna. Sænska kerfið reyndist ekki vera með 2000- vandann en það er víst eini ljósi punkturinn við kerflð. Allt annað var í steik. Næst á því að prófa íslenskt innheimtukerfl. Ekkert skal fullyrt um hvemig til tekst með það annað en líklegt er að það brúki íslenska tungu í samskiptum við neytendur. Dagfari ipt um hlutverk Kvikmyndaheimurinn á Islandi er lítill og sá sem er héma megin við borðið í dag er hinum megin við það á morgun. Þegar kvikmynd Ágústs Guðmimdssonar, Land og synir, var framsýnd fyrir 20 árum var Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagagn- rýnandl Dagblaðsins og skrifaði dóm um þessa fyrstu kvik- mynd íslenska kvik- myndavorsins. Friðrik lét þau orð falla i dómnum að myndin minnti sig á íranska kvik- myndagerð. Þetta fannst ekki öllum jafn fyndið og töldu að Frikki væri að skopast að Ágústi og íslensku sveita- lifi. Þá mun Friðrik hafa verið eini ís- lendingurinn sem hafði séð iranska kvikmynd. í dag er fátt eins menning- arlegt eins og íranskar kvikmyndir og Friðrik hefúr unnið sig upp, hætt- ur að skrifa um kvikmyndir en far- inn að gera þær... Fylkingar- flækja Á vefsíðu Björns Bjamasonar fjallar hann um þá frétt sem sögð var á dög- unum um að Mar- grét Frímanns- dóttir ætlaði að sækjast eftir vara- formennsku í nýjum flokki vinstrisinna en ekki formennsku. Segir Bjöm að sér hafi brugðið nokk- uð við að heyra fréttina og: „Var út- spil Margrétar túlkað á þann hátt, að hún væri að styðja Össur Skarphéð- insson til formennsku og einhvers staðar sagði hún, að þeir Össur og Guðmundur Ámi væra ný nöfn í sínum huga, því að hvorugur hefði áður gegnt formennsku í stjómmála- flokki, en hið sama væri ekki unnt að segja um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi Þjóðvakaformann“... Enginn tekur mark Ágúst Einarsson skammast út í Davíð Oddsson forsætisráðherra á vefsíðu sinni og það ekki i fyrsta skipti. Nú vegna þess að Davíð Odds- son hafi haldið því fram að utanríkis- ráðherrar Þýskalands og Bretlands væru andsnúnir stjómarþátttöku Frelsisflokks hins austurríska Haiders, ekki vegna kynþátta- stefru hans heldur vegna þess að sá flokkur styður ekki stækkun ESB. Þetta segir Ágúst fráleit ummæli og rang- færslu sem hefðu kallað á viðbrögð sendiráða og erlendra stjómmálamanna annars staðar en enginn taki hins vegar mark á íslenskum stjórnmálamönn- um erlendis... Drykkjulæti Alþingismenn tókust á um þings- ályktunartillögu nokkurra Samfylk- ingarþingmanna um endurskoðun reglna um sölu áfeng- is. Málið er þverpóli- tískt sem lýsir sér í því aö Hjálmar Jónsson, Sjálfstæð- isflokki, og Stein- grímur J. Sigfús- son, Vinstrigræn- um, snéru bökum saman gegn tillög- unni. Hjálmar tók fram bjórinn gæti stundum verið ágætur, enda væri hann ekki bindindismað- ur, frekar en Steingrimur. Frummæl- andinn, Lúðvík Bergvinsson, sagð- ist ekki undrast það að Hjálmar tæki undir með Steingrími, sem áður hafði mótmælt tillögunni harkalega, enda hefði Hjálmar engu bætt við málfluttning Steingríms. Hjálmar steig þá aftur í stól og sagðist treysta Steingrími fúllkomlega til að beija á Samfylkingarþingmönnum í þessu máli og óskaði honum góðs gengis í þeirri baráttu... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.