Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
Viðskipti
DV
Þetta helst: viðskipti á VÞÍ 731 m.kr. þar af 540 m.kr. með hlutabréf mest með Baug, 90 m.kr. ... Lækkanir
einkenndu daginn og féll Úrvalsvísitalan um 1,7% í gær, er nú 1.799 ... Frumherji hf. lækkaði um 8,% ... Hamp-
iðjan 6,34% ... Skeljungur um 3,85% ... Hlutabréfasjóðurinn hf. hækkaði mest, eða um 4,14% ...
Hagnaður hjá Bakkavör
Group 183 milljónir króna
- hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta áttfaldaðist
Hagnaður hjá Bakkavör Group á
síðasta ári nam 183 milljónum króna
af reglulegri starfsemi fyrir skatta en
157 milljónir að þeim frádregnum
samanborið við 20 milljónir króna
árið áður. Rekstartekjur samstæð-
Hagnaður
Þróunarfé-
lagsins 629
milljónir
- tillaga um 20% arð-
greiðslu til hluthafa
Þróunarfélag íslands hf. skil-
aði 942 milljóna króna hagnaði
fyrir skatta á árinu 1999 en eftir
skatta nemur hagnaður ársins
629 milljónir samanborið við 492
milljónir. árið áður og hækkaði
því um 28% milli ára sem er
besta afkoma félagsins frá upp-
hafl. Stjóm félagsins leggur til
að hluthöfum verði greiddur
20% arður af hlutabréfaeign
sinni í félaginu og mun arð-
greiðslan nema 220 milljónum i
ár en var 110 milljónir árið áður.
Raunávöxtim hlutabréfasafns
félagsins var 37% á árinu. Nafn-
ávöxtun þeirra hlutabréfa Þró-
unarfélagsins sem skráð eru á
Aðallista Verðbréfaþingsins var
53,8%. Til samanburðar má geta
þess að heildarvísitala aðallist-
ans hækkaði um 46,9% á árinu.
Gengishagnaður hlutabréfa
nam alls 1,06 milljörðum þar af
er innleystur hagnaður vegna
sölu hlutabréfa 468 milljónir og
óinnleystur gengishagnaður 593
milljónir.
í árslok nemur eigið fé félags-
ins 3 milljörðum eða um 62,3%
af heildareignum. Arðsemi eigin
fjár var 27% árinu. Á árinu
hækkuðu hlutabréf í Þróunarfé-
lagi íslands um 59% að teknu til-
liti til 10% arögreiðslu.
unnar námu 2.104 milljónum króna
samanborið við 719 múljónir króna
árið 1998 sem er 192% aukning. Veltu-
fé frá rekstri nam 151 milljón króna
en var 78 milljónir króna allt árið
1998. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnskostnað var 292 milljónir
króna samanborið við 109 milljónir
króna árið 1998.
Síðasta ár var viðburðarikt hjá
Bakkavör Group. Á tímabilinu keypti
Bakkavör sænska fyrirtækið Lysekils
Havsdelikatesser AB og kemur rekst-
ur þess inn í samstæðu Bakkavarar
þann 1. júní. Þá keypti Bakkavör 80%
hlutaijár í franska fyrirtækinu
Comptoir Du Caviar en fyrir átti
Bakkavör 20% í félaginu og var rekst-
ur þess sameinaður rekstri Bakkavör
France. Umsvif samstæðunnar jukust
því verulega seinni hluta ársins þeg-
ar rekstur Lysekils Havsdelikatesser
og Comptoir Du Caviar komu að fullu
fram í samstæðuuppgjöri Bakkavar-
ar.
Markmið stjórnenda og starfsfólks
um vöxt og afkomu félagsins stóðust
en undanfarin ár hefur farið fram
mikil þróunar- og stefnumótunar-
vinna með það að markmiði að undir-
búa starfsemina fyrir frekari vöxt og
alþjóðavæðingu. Fjárfestingar félags-
ins erlendis og endurskipulagning
samstæðunnar byrjuðu strax að skila
sér í bættri afkomu þrátt fyrir ýmsar
kostnaðarsamar aðgerðir sem farið
var í í tengslum við endurskipulagn-
ingu samstæðunnar.
Bakkavör hf. efndi til hlutafjárút-
boðs á árinu þar sem boðið var út
nýtt hlutafé sem skilaði félaginu um
520 milljónir króna. Hlutaféð seldist
allt til forkaupsréttarhafa. Hluthafar
Bakkavör Group hf. eru nú þessir:
Eigið fé Bakkavarar er nú 800
milljónir króna og hefur það aukist
um 656 milljónir króna frá ársbyrjun
1999. Eiginfjárhlutfall er 28,5% en var
20% í ársbyrjun 1999. Veltufjárhlut-
fell er 1,4.
Stærstu eigendur
Bakkavör Group hf
Bakkabræður 35%
Grandi hf. 32%
Kaupþing hf. 24%
Mills D.A. 8%
EAB hf. 1%
Hagnaður Kaupþings 838
milljónir fyrir skatta
Kaupþing hf. var rekið með 838
milljóna króna hagnaði fyrir skatta
á síðasta ári. í frétt frá Kaupþingi
kemur fram að árið hafi einkennst
af velgengni á öllum sviðum. Hagn-
aður eftir skatta nam 589 milljónum
króna, samanborið við 312 milljóna
króna hagnað árið á undan. Það
samsvarar 89% aukningu hagnaðar
milli ára.
Arðsemi eigin fjár Kaupþings
nam tæplega 59% samanborið við
46% árið 1998 og eigið fé í lok árs
nam 1,9 milljarði króna en var 1
milljarður í árslok 1998. „Framtíð-
arhorfur í rekstri bankans eru
ágætar og gert er ráð fyrir áfram-
haldandi vexti í starfsemi fyrirtæk-
isins og þá ekki síst á alþjóðavett-
vangi,“ segir i frétt Kaupþings.
Hreinar rekstrartekjur samstæð-
unnar námu 2,1 milljarði króna
samanborið við 1,4 milljarða króna
árið 1998 sem er 53% aukning.
Rekstrargjöld jukust um 37% milli
JJBL-
lllil
fJARFÍSTlN&ARBA
ATVINNULÍFSINS
m
KAUPÞING HF
ára í 1,3 milljarða króna, m.a. vegna
verulegrar fjölgunar starfsmanna
þar sem 50 nýir starfsmenn hófu
störf á árinu og í árslok voru starfs-
menn orðnir 179 hjá samstæðunni.
Á árinu fékk Kaupþing leyfi til
bankareksturs í Lúxemborg i kjöl-
far góðs árangurs dótturfyrirtækis-
ins Kaupthing Luxembourg S.A.
sem stofnað var á árinu 1998 en
starfar nú eftir breytinguna sem
Kaupthing Bank Luxembourg.
Tveir tugir starfsmanna af sjö þjóð-
emum vinna nú hjá bankanum í
Lúxemborg. Heildarumfang verð-
bréfaviðskipta hjá Kaupþingi jókst
úr 300 milljörðum árið 1998 í 410
mUljarða króna 1999.
Efnahagsreikningur Kaupþings
stækkaði um ríflega 4 milljarða
króna árið 1999 og var tæplega 23,7
milljarðar króna i árslok. Fjármun-
ir i stýringu og vörslu Kaupþings
jukust úr 75 milljörðum króna 1998
í 138 milljarða króna í árslok 1999.
Eigintjárhlutfall (CAD) Kaupþings í
árslok 1999 var 11,62%. „Á undan-
fömum árum hefur Kaupþing lagt
mikla áherslu á fjárfestingu í upp-
lýsingatækni, þjálfun og menntun
starfsfólks í nýtingu á nýrri tækni
og endumýjun á tölvukerfi fyrir-
tækisins. Þessar tjárfestingar eru
nú teknar að skila árangri í rekstri
og auknum möguleikum til þess að
auka umsvif, m.a. í fjarvinnslu og
tengslum við dótturfyrirtæki," segir
í frétt frá Kaupþingi.
Kvótakerfið hefur aukið framleiðni í fiskveiðum
um og útdrátt úr
þeim er að fmna í
fréttabréfmu Út-
veginum sem
LÍU gefur út. Þar
kemur fram að á
tveimur áratug-
um varð gífurleg
aukning í fram-
leiðni íslenskra
fiskveiða. Jókst
framleiðnin mun
meira en í öðrum
atvinnugreinum á
sama tíma og er
þetta einkum rak-
ið til upptöku
kvótakerfisins.
Hins vegar er
ekki öllum ljóst
Hagnaður Hugbúnaðarsjóðsins 41 mil|jón króna
Samkvæmt niðurstöðum hóps hag-
fræðinga hefur framleiðni fiskveiða
aukist verulega með kvótakerfmu.
Hópurinn, sem skipaður var af sjávar-
útvegsráðherra árið 1998, er skipaður
þeim Ragnari Ámasyni, prófessor í
fiskihagfræði, Ásgeiri Daníelssyni,
hagfræðingi hjá Þjóðhagsstofnun, og
Benedikt Valssyni hagfræðingi. Ný-
lega skilaði hópurinn niðurstöðum sín-
Hagnaður íslenska hugbúnaðar-
sjóðsins hf. á síðasta ári nam 41,5
milljónum króna en afkoman var
neikvæð um sjö milljónir árið á
undan. Hagnaður félagsins fyrir
skatta á nýliðnu ári var 57,0 milljón-
ir króna. íslenski hugbúnaðar-
sjóðurinn á hlutabréf í fjölmörgum
óskráðum íslenskum hugbúnaðar-
og hátæknifyrirtækj um og í sumum
tilvikum meðal stærstu hluthafa
þeirra.
Eigið fé íslenska hugbúnaðar-
sjóðsins í lok árs var 810 milljónir
lö'óna en var 124 milljónir í lok árs-
ins 1998. Heildareignir námu í lok
síðasta árs 975 milljónum króna,
samanborið við 260 milljónir á sama
tíma árið áður. Eiginfjárhlutfall ís-
lenska hugbúnaöarsjóðsins var í lok
árs 83% en var 48% í lok ársins á
undan.
Fram kemur í frétt frá íslenska
hugbúnaðarsjóðnum að það sem
einkennir ársreikning félagsins um-
fram allt annað er sá vöxtur sem
orðið hefúr á umsvifum félagsins á
árinu. Félagið innleysti um 81 m.kr.
i gengishagnað við sölu hlutafjár í
Hugi hf. Þá lauk félagið umtals-
verðri hlutafjáraukningu í septem-
ber en eigið fé félagsins hækkaði
um 686 m.kr. og nam i árslok kr. 810
m. Sömu reikningsskilaaðferðum
var beitt og við gerð ársreiknings
fyrir árið 1998. í reikninginn • er
einnig færð tekjuskattsskuldbind-
ing vegna afkomu ársins og er það í
fyrsta skipti sem það er gert. Tekju-
skattsskuldbindingin hefur lækkar
afkomu ársins og hækkar skulda-
hlið efnahagsreikningsins.
Islenski hugbúnaðarsjóðurinn
hefur lokið fjárfestingum í þremur
félögum frá áramótum, eMR hug-
búnaði, HSC og Mönnum & músum.
Fyrirhugað er að bjóða út nýtt
hlutafé í félaginu á fyrsta ársfjórð-
ungi. Fjárfestingamar munu áfram
beinast að hugbúnaðarfyrirtækjum
með mikla útrásarmöguleika.
hvað framleiðni er.
Hugtakið framleiðni gefur til kynna
afköst í framleiðslu og er það magn af-
urða sem fæst með notkun tiltekinna
framleiðsluþátta, t.d. vinnuafls, fjár-
muna, framleiðslu og stofhstærð nytja-
stofna. Ef afköst aukast með notkun
sömu framleiðsluþátta er sagt að fram-
leiðni sé að aukast. Markmið með
þessari könnun var að mæla með sem
bestum hætti, framleiðni í fiskveiðum
við íslands og þróun hennar yfir tíma.
Mest aukning eftir 1984
Timabilið sem notast er við er ára-
bilið 1974-1995. Niðurstöður hópsins
gefa til kynna að framleiðni hafi auk-
ist um 91,5% á tímabilinu í heild sinni,
eða um 3% að meðaltali á ári. Hins
vegar kemur mest aukning fram eftir
árið 1984 þegar kvótakerfið var sett á
laggimar. Skýrsluhöfundar benda á að
með því að staðvirða vergar þáttatekj-
ur í fiskveiðum, eins og þeir gera í
skýrslunni, sé útilokað að þessi fram-
leiðniaukning stafi af bættum gæðum
afurða, verðhækkunum erlendis
o.s.frv. Niðurstöðumar em því skýrar,
að kvótakerfið hafi aukið á framleiðni
í fiskveiðum.
Afkomuviövörun frá Vaka-
DNG
Samkvæmt bráðabirgðaupp-
gjöri Vaka-DNG hf. fyrir árið 1999
verður hagnaður á fyrirtækinu
um 5 milljónir kr. en tap verður á
reglulegri starfsemi. Áætlað er að
tapið á reglulegri starfsemi verði
um 10 milljónir kr. af rúmlega 400
milljóna kr. veltu, sem er um 13%
aukning, og 15 milljóna kr. hagn-
aöur myndist vegna sölu á hluta-
bréfum. I afkomuviðvörun frá
Vaka-DNG kemur fram að áætlan-
ir ársins höföu gert ráð fyrir 13
milljóna kr. hagnaði en ástæður
verri afkomu em einkum að mik-
il vinna sem fór í sameiningu
Vaka fiskeldiskerfa hf. og DNG
Sjóvéla hf. hafði m.a. í fór með sér
seinkun á lokaþróun og markaðs-
setningu á tveimur nýjum vöru-
tegundum sem nú eru komnar á
markað. Þetta olli því að tekju-
aukning Vakahlutans og afkoma
varð ekki eins og áætlað hafði ver-
ið, þó gert sé ráð fyrir að Vaka-
hlutinn verði gerður upp með
hagnaði.
Evran styrkist gagnvart
dollar
Evran hefur verið að styrkjast
undanfama daga gagnvart dollar
vegna ótta um að verð á hlutabréf-
um í Bandaríkjunum fari lækk-
andi. Ástæðan fyrir lækkandi
hlutabréfaverði em vaxtahækkan-
ir þar í landi. Þetta gerir það að
verkum að eftirspurn eftir dollur-
um til kaupa á hlutabréfum hefur
minnkað og þar með verð á dollar.
Evran hækkaði líka vegna vænt-
inga um aukin hagvöxt í evm-
landi.
Umframeftirspurn eftir
bréfum í Línu.Net
Lokið er
hlutafjárút-
boði hjá
Línu.Net ehf.
meðal starfs-
manna Orku-
veitu Reykja-
víkur. Til sölu vom 10 milljónir
króna að nafhvirði. Tilboð bárust
frá 281 starfsmanni að upphæð um
40 milljónir króna. Áætlaður með-
alhlutur hvers kaupanda er um
35.587 kr. að nafnvirði. í frétt frá
Orkuveitunni er því sérstaklega
fagnað hversu mikinn áhuga
starfsmenn hafa sýnt á útboðinu.
Orkuveitan vill þakka það traust
sem starfsmenn sýna hinu unga
fyrirtæki á fjarskiptamarkaönum
Endureisn í Japan gengur
hægt
Yutaka Yamaguchi, einn af
bankastjórum Japansbanka, sagði
í gær að efnahagsútlit í Japan
væri enn ótryggt þrátt fyrir að
hætta á verðhjöðnun hefði minnk-
að. „Helsti möguleikinn til að ná
japanska hagkerfinu á flot væri að
örva einkaneyslu sem hefur
minnkað mikið undanfarið í kjöl-
far sameiningar fyrirtækja og
aukins atvinnuleysis í kjölfar end-
urskipulagningar hjá fyrirtækj-
um,“ sagði Yamaguchi.
Irska hagkerfiö að ofhitna
Pedro Solbes, yfirmaður efna-
hagssviðs hjá European economic
affairs, sagði í gær að það væri
greinilegt að írska hagkerfið væri
að ofhitna og að ástandið gæti
versnað ef skattar yrðu lækkaðir
eins og verið er að ihuga. „Verð-
bólga er greinilega að aukast og
verð á húsnæði hækkar stöðugt,"
sagði Solbe. Charlie McCreevy,
fjármálaráðherra írlands, sagði
um helgina að þó svo að verðbólga
ykist lítillega ætti hún að minnka
þegar til lengdar léti og að stjóm-
völd hefðu fulla stjórn á efhahags-
málum. Hann sagði að búist væri
við að verðbólgan yrði 4%, m.a.
vegna þess hversu evran er veik.