Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
Utlönd
McCain sigraði bæði í Michigan og Arizona:
Skorar á repúblik
ana að slást í för
Forseti Mósam-
bík biður um
flóðaaðstoð
Joaquim Chissano, forseti Mó-
sambík, hvatti í morgun þjóöir
heims til að koma til aðstoðar
rúmlega átta hundruö þúsund
manns sem eiga um sárt að binda
eftir gífurleg flóð og fellibyl síð-
ustu daga.
Starfsmenn hjálparstofnana
vöruðu við því að kólera, mýrar-
kalda og heilahimnubólga vofðu
yfir hundruðum þúsunda manna
sem hefðu flúið láglendið undan
flóðunum.
„Við stöndum frammi fyrir
hræðilegu ástandi í landinu
vegna gífurlegs úrfellis og vegna
mikilla flóða í nágrannalöndun-
um af völdum rigninga," sagði
Chissano í samtali við fréttamann
Reuters.
Fellibylurinn Elín fór yfir Mó-
sambík í gær. Varla var á hörm-
ungarnar bætandi eftir gifurleg
flóð undanfarnar tvær vikur.
Kínverjar hóta
Taívanbúum
Helsta dagblað hersins í Kína
lýsti í morgun yfir ánægju sinni
með hótanir kinverskra stjóm-
valda í garð stjómarinnar á Taív-
an um að hefja sameiningarvið-
ræður, ella eiga yfir höfði sér inn-
rás i landið.
Kínverska blaðið sagði að þar
með hefðu sjálfstæðissinnar á
Taívan fengið harða viðvörun.
Stjómvöld í Peking sendu frá
sér stefnumótandi skjal á mánu-
dag, tæpum mánuði fyrir forseta-
kosningar á Taívan, þar sem
stríði er hótað og taldir upp þrír
möguleikar. I fyrsta lagi ef Taívan
lýsti yfir sjálfstæði, ef útlendingar
gerðu innrás eða ef Taívanar
drægju úr hófi fram að hefja sam-
einingarviðræður. Kínverjar
höfðu áðiir hótað innrás vegna
tveggja fyrstnefndu atriðanna.
Skipst á ásök-
unum í Kosovo
Kyrrt var í borginni Mitrovica
í Kosovo í gær þótt spenna sé þar
mikil og skiptust Serbar, Albanar
og friðargæsluliðar NATO á ásök-
unum um að eiga sök á ofbeldis-
verkum undanfarinna daga.
Gæsluliðamir hættu að fara
hús úr húsi í leit að vopnum í
borgarhlutum bæði Albana og
Serba.
Um eitt þúsund albanskir
námamenn efndu til friðsamlegra
mótmæla í gær nærri brú yfir
ána Ibar sem skilur þjóðarbrotin
tvö í sundur. Friðargæsluliðar
beittu táragasi og slógust með
bemm höndum við Albana sem
reyndu að komast yfir í
serbneska borgarhlutann.
öldungadeildarþingmaðurinn
John McCain fagnaði sigri sínum í
forskosningunum í Michigan í nótt
með því að hvetja til ráðandi afla í
repúblikanaflokkinum um að segja
skilið við George W. Bush, ríkis-
stjóra í Texas, og slást í fór með
honum í baráttunni um Hvíta hús-
ið.
„Hræðist ekki þessa kosningabar-
áttu kæru félagar, sláist í för með
okkur,“ sagði McCain skömmu áður
en hann lýsti yfír sigri og pappírs-
rilfrildi rigndi yflr hann og Cindy
eiginkonu hans á sigurfundi á hót-
eli i Phoenix í Arizona.
Þegar nær öll atkvæði höfðu ver-
ið talin í morgun hafði McCain
fengið 50 prósent atkvæða i Michig-
an en Bush 43 prósent. Þegar ríflega
áttatíu prósent höfðu verið talin i
Arizona, heimaríki McCains, hafði
hann fengið 60 prósent en Bush 36
prósent.
Sigur McCains í Michigan var
Svissneska lögreglan krafðist
þess í gær að bresk yfirvöld fram-
seldu Augusto Pinochet, fyrrver-
andi einræðisherra Chile. Samtimis
fullyrti hópur spænskra lækna, sem
að beiðni spænska dómarans
Baltasars Garzons hafa rannsakað
skýrslu breskra starfsfélaga sinna
um heilsufar Pinochet, að hann
John McCain fór með óvæntan sig-
ur af hólmi í forkosningum
repúblikanaflokksins í Michigan í
gærkvöld. Hann var kátur.
Spænskir læknar sem að beiðni
dómarans Garzons rannsökuðu
skýrslu breskra lækna segja
Pinochet nógu hraustan til að koma
fyrir rétt. Símamynd Reuter
óvæntur en hann hafðist vegna þess
að nægilega margir demókratar og
óháðir kjósendur greiddu öldunga-
deildarþingmanninum atkvæði.
Siguurinn þýðir einnig að
McCain heldur kosningabaráttu
sinni áfram af fullum þunga. Útlitið
var þó allt annað en gott eftir ósig-
ur hans fyrir Bush í forkosningun-
um í Suður-Karólínu á sunnudag.
„Vá,“ voru fyrstu viðbrögð
McCains þegar hann heyrði að
hann hefði sigrað í Michigan.
Næsti áfangastaður McCains og
rútunnar sem hann ferðast í er Was-
hingtonríki. Síðan verður haldið til
Kalifomíu þar sem McCain gerir
sér vonir um að umbótastefna hans
fari vel í kjósendur. Kalifornæia er
eitt þrettán ríkja þar sem forkosn-
ingar fara fram þriðjudaginn 7.
mars.
Bush líkti kosningabaráttunni
við maraþonhlaup og sagði að hann
ætlaði að vera með til loka þess.
hefði heilsu til þess að koma fyrir
rétt. Að sögn Garzons þarf ekki að
rannsaka Pinochet á ný.
Frönsk og belgísk yfirvöld, sem
einnig hafa krafist framsals einræð-
isherrans fyrrverandi, vilja þó láta
fara fram nýja læknisrannsókn.
Franski dómarinn Roger le Loire
hefur þegar nefnt þrjá lækna sem
hann vill að fái tækifæri til að rann-
saka Pinochet.
Búist er við að Jack Straw, innan-
ríkisráðherra Bretlands, tilkynni
ákvörðun sína í málinu í næstu
viku. Áður en hann tekur ákvörðun
veröur hann að láta neðri deild
þingsins fá í hendur sjónarmið
þeirra landa sem krafist hafa fram-
sals Pinochets. Straw tilkynnti í jan-
úar síðastliðnum að hann gæti
hugsað sér að senda Pinochet heim
vegna skýrslu bresku læknanna.
Stuttar fréttir i>v
Sakaðir um fjöldamorð
Mannréttindasamtökin Human
Rights Watch greindu frá því í
gær að Tsjetsjenar hefðu sakað
rússneska hermenn um að hafa
drepið að minnsta kosti 62
óbreytta borgara í Grosní í þess-
ari viku.
Hamasfélagar gripnir
ísraelski herinn kvaöst hafa
handtekið háskólanema á Vestur-
bakkanum sem háskólanemar, er
handteknir voru í síöasta mán-
uði, fullyrtu að væru í Ham-
assamtökunum.
Reglur Blairs strangari
Leiðtogi Frelsisflokksins I
Austurríki, Jörg Haider, bar sig
saman við Tony
Blair, forsætis-
ráðherra Bret-
lands, í grein í
breska blaðinu
Daily Telegraph
í gær. „Eru Bla-
ir og Verka-
mannaflokkur-
inn öfgamenn af
því að þeir eru andvígir Scheng-
ensamkomulaginu og vilja strang-
ari reglur um innflytjendur? Ef
Blair er ekki öfgamaður er Haider
það ekk.i heldur. Segja má um
þann síðarnefnda að hann sé
mildari gagnvart flóttamönnum
og innflytjendum en Blair,“ skrif-
aði Haider.
Rangur fáni við hún
Fjöldi fána blakti við hún á göt-
um Jerúsalem í gær vegna fyrir-
hugaðrar heimsóknar forsætis-
ráðherra Frakklands. Það var
hins vegar fáni Hollands en ekki
Frakklands sem skreytti göturn-
ar. Bjarga tókst málinu á síðustu
stundu.
Smit frá grísatungu
Sjö hafa látist og 23 smitast af
listeríubakteríu í Frakklandi und-
anfarna daga. Smitið reyndist
koma frá grísatungu í hlaupi.
Langt í breytjngar
Fyrrverandi forseti írans, Abol-
hassan Bani-Sadr, sagði í gær að
kosningasigur umbótasinna í ír-
an myndi ekki leiða til félagslegra
og pólitískra breytinga á einni
nóttu.
Lokar sjónvarpsstöð
Stjórn Yassers Arafats, leiðtoga
Palestínumanna, lét í gær loka lít-
illi sjónvarpsstöð
í Hebron á Vest-
urbakkanum. Var
sjónvarpsstöðinni
refsað fyrir að
birta viðtöl við
palestínska kenn-
ara í verkfalli
sem gagnrýndu
Arafat. Talsmaöur lögreglunnar
sagði sjónvarpsstöðina hafa sýnt
skort á þjóðernishyggju með því
að greina frá óánægju fólks á við-
kvæmum tíma þegar leiðtogamir
sæktust eftir alþjóðlegum stuðn-
ingi vegna friðarviðræðna.
Lögregla viðbúin
Wahid Indónesíuforseti sagði í
morgim að lögreglan í Jakarta
væri í viðbragðsstöðu vegna
mögulegra mótmæla. Forsetinn
sagði þó ekkert um hvers konar
mótmæla væri að vænta.
Nýr dómari
Nýr dómari var í gær tilnefndur
í máli kúbverska drengsins Elians
Gonzalez eftir að dómarinn sem
fjíilla átti um málið fékk hjartaáfall.
Yfirheyrsla fer fram 6. mars.
Húsleit á skrifstofum
Húsleit var í gær gerð á skrif-
stofum kristilegra demókrata I
Rheinland-Pfalz,
heimahéraði
Helmuts Kohls,
fyrrverandi
kanslara Þýska-
lands. Leitað var
að gögnum um
leynisjóði
flokksins. Hætt
var við leit i húsakynnum Kohls.
Héraveiöar fara fram árlega í Lancashire f Bretlandi og sæta ávalit gagnrýni dýraverndarsinna. Myndin er tekin af
viöureign hunds og héra í gær. Símamynd Reuter
Nógu hraustur til
að koma fyrir rétt