Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Qupperneq 12
12
MIÐVTKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLl BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Ofbeldi hótað
Enn einu sinni hafa kínversk stjómvöld gripið til hót-
ana. Enn einu sinni sýna stjórnvöld í Peking sitt rétta
andlit ofbeldis og kúgunar. Og að líkindum munu lýð-
ræðisþjóðir heims sitja þegjandi hjá með skottið á milli
lappanna í hræðslukasti lítilmennis sem er tilbúið til að
fóma öllu fyrir fáeinar krónur.
Ofbeldisstjórnin í Peking er vön því að ná sínu fram
með hótunum og ofbeldi, hvort heldur gagnvart sínum
eigin borgurum eða gagnvart öðrum ríkjum. Á mánudag
voru Pekingherrarnir við sama heygarðshomið og
venjulega: Ef stjórnvöld í Taívan neita samningum um
sameiningu við Kína verður hervaldi beitt. Ráðamenn í
Peking hafa áður hótað að beita hervaldi gegn litlu ey-
þjóðinni en þá aðeins til að koma í veg fyrir erlenda
íhlutun í það sem kallað er „innanríkismál Kína“ eða til
að koma í veg fyrir að Taívan lýsi yfir formlegu sjálf-
stæði.
Hótun Pekingstjórnarinnar nú er ekki síst alvarleg
þegar haft er í huga að forsetakosningar em á Taívan í
næsta mánuði. Með þessu er ofbeldisstjórnin á megin-
landinu að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna líkt
og reynt var án árangurs 1996 þegar núverandi forseti
Lee Teng-hui var kjörinn. Pekingklíkan hefur sérstaka
andúð á einum frambj óðandanum að þessu sinni, Chen
Shuibian.
Annar frambjóðandi er íslendingum að góðu kunnur.
Lien Chang varaforseti sækist eftir forsetaembættinu í
næsta mánuði, en í október 1997 sótti hann ísland heim
við lítinn fógnuð kínverskra stjórnvalda, sem mótmæltu
harðlega. Sendiherra Kína á íslandi krafðist þess að þeg-
ar í stað yrði bundinn endi á heimsóknina. Þannig ætl-
uðu stjórnarherrar, sem aldrei fara að almennum leik-
reglum lýðræðis og mannréttinda, að segja íslendingum
hverjir mættu sækja þá heim og hverjir ekki. Hótanir
um viðskiptaþvinganir gegn íslendingum svifu yfir vötn-
unum.
„Ríkisstjóm íslands hefur ítrekað virt að vettugi harð-
orðar yfirlýsingar Kínverja og ekki aðeins leyft Lien
Chan að heimsækja ísland, heldur einnig komið á fund-
um við embættismenn stjórnarinnar,“ sagði í yfirlýsingu
sem kínverski sendiherrann sendi frá sér. „Hún hefur
orðið ber að afskiptum af innanríkismálum Kína, sært
tilfinningar kínversku þjóðarinnar og þannig valdið
samskiptum Kína og íslands tjóni. Kínverjar hafa lagt
fram alvarlegar diplómatískar athugasemdir gegn þess-
ari heimsókn. íslendingar bera að öllu leyti ábyrgð á öll-
um afleiðingum af þessu.“
Þó íslendingar hafi staðið á sínum rétti 1997 létu aðr-
ar þjóðir undan þrýstingi og meinuðu varaforseta
Taívans um dvalarleyfi. Hvort þrýstingur og hótanir hafi
einhver áhrif á úrslit forsetakosninganna á Taívan á eft-
ir að koma í ljós, en fram til þessa hafa eyjarskeggjar ver-
ið reiðubúnir að standa upp í hárinu á kínverskum ráða-
mönnum. í baráttu sinni gegn ofbeldisstjórn hafa Taívan-
ar hins vegar aldrei getað treyst á stuðning Vesturlanda,
sem eru alltaf tilbúin til að horfa fram hjá mannréttinda-
brotum þegar viðskiptahagsmunir eru í húfi.
Fáeinar krónur í kassann eru mikilvægari en barátta
fyrir helgum rétti allra einstaklinga. Aðeins þegar hags-
munir eru litlir eða viðskiptahagsmunum er ógnað eru
Vesturlönd tilbúin til slíkrar baráttu.
Óli Bjöm Kárason
ijf 5»j
Séö yfir Hafnarfjaröarbæ, sem greinarhöfundur segir kominn á gjörgæslustigiö í fjármálum eftir aö Sjálfstæðis-
flokkurinn tók þar við stjórnarforystu.
Hafnarfjarðarbær
á gjörgæslustigið
ur. Afkoma bæjar-
sjóðs eða halli sam-
kvæmt bráðabirgða-
yfirlitinu er upp á
tæplega 1,1 milljarð
króna eða um þrjár
milljónir kr. hvem
einasta dag ársins.
Það er niðurstaðan
þrátt fyrir að aíborg-
anir lána urðu 90
milljónum kr. minni
en fjárhagsáætlun
gerði ráð fyrir og
tekjur rúmlega 200
milljón kr. meiri.
Á sama tíma hefur
veltufjárhlutfall bæj-
arsjóðs versnað um
meira en 200 milljón-
ir þrátt fyrir áætlan-
ir Sjálfstæðisflokks-
„Skuldaaukning er um 20% milli
ára, aukinn rekstrarkostnaöur
og þá sérstaklega við yfírstjórn
bæjarins er afar hörmuleg niður-
staða, samkvæmt bráðabirgða-
yfírliti um reikninga bæjarsjöðs
fyrir árið 1999. Nettóskuld, eða
peningaleg staða bæjarsjóðs, er
nú komin í um 260 þúsund krón-
ur á hvern íbúa bæjarins.“
Kjallarínn
Tryggvi
Haröarson
bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar
Fjármál Hafnar-
fjarðarbæjar eru nú
komin á gjörgæslustig-
ið eftir að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur hald-
ið þar um stjórnar-
taumana í tæp tvö ár.
Hallarekstur yfir
milljarð króna annað
árið í röð. Skulda-
aukning er um 20%
milli ára, aukinn
rekstrarkostnaður og
þá sérstaklega við yfir-
stjórn bæjarins er afar
hörmuleg niðurstaða,
samkvæmt bráða-
birgðayfirliti um
reikninga bæjarsjóðs
fyrir árið 1999.
Nettóskuld, eða pen-
ingaleg staða bæjar-
sjóðs, er nú komin í
um 260 þúsund krónur
á hvern ibúa bæjarins.
Það er mun hærri tala
en var hjá flestum
þeim sveitarfélögum
sem fengu sérstaka að-
vörun frá nefnd um
fjármál sveitarfélag-
anna nú fyrir
skömmu. - Hafnar-
fjarðarbær er því kom-
inn á gjörgæslustigið í
fjármálum eftir að
Sjálfstæðisflokkurinn
tók þar við stjómarfor-
ystu.
Halli yfir einn milljarö
Það er sama hvar borið er nið-
ins um að það ætti að batna um
100 milljónir. Þetta leiðir af sér
gríðarlega skuldaaukningu hjá
Hafnarfjarðarbæ eða yfir 830 millj-
ónir milli ára. Skuldir hafa hækk-
að um rétt tæp 20% og eru nú
komnar hátt í 5 milljarða og 200
milljónir króna.
Dapurlegast af öllu er þó að leið-
togar Sjálfstæðisflokksins, sem lof-
uðu fyrir síðustu kosningar að
stöðva skuldaaukninguna, virðast
ekki sjá neitt athugavert við þessa
þróun. Til samanburðar má geta
þess að skuldaaukningin sem for-
ysta Sjálfstæðisflokksins ætlaði að
stöðva hafði verið upp á um 90
milljónir króna á árunum 1995-97.
Flottræfilsháttur og óstjórn
Þrátt fyrir að tekjur bæjarsjóðs
hafi vaxið í hlutfalli við hærri
tekjur almennt hefur rekstrar-
kostnaður bæjarsjóðs hækkað enn
þá meira. Flottræfilsháttur á
ýmsum sviðum og óstjóm í dag-
legum rekstri bæjarsjóðs hefur
leitt til þess að rekstur sem
hlutfall af tekjum hækkar
stöðug þrátt fyrir góðærið
Á meðan sá hugsanagangur er
ríkjandi hjá meirihlutanum að
dýrasta leiðin sé ávallt sú besta
og þvi meiri sérfræðing- og
stjómunarkostnaður því betra,
er ekki von á góðu. Það þarf því
að stokka spilin alveg upp á
nýtt því bærinn hefur ekki efni
á að láta forystu Sjálfstæðis-
flokksins- keyra bæinn í enn
frekara óefhi á þeim tveimur
árum sem eftir lifa af kjörtíma-
bilinu.
Tryggvi Harðarson
Skoðanir annarra
Tölustafir - galdrastafir
„Tölustafir eru galdrastafir sem birtast ekki síst í
því að þeir virðast skipta milljónum en eru þó að-
eins niu talsins. Plús 0 auðvitaö. Þetta er skrýtið.
Við setjum traust okkar á tölur en finnst samt fátt
meira niðurlægjandi en að svara númeri í stað
nafns, hvort sem er í fangabúðum eða bankabiðröð-
um. Við dýrkum tölur í daglegu lífi en óttumst samt
ekkert frekar en að enda æyina sem talnarunur í
dulkóðuðum gagnagrunnum - óminnisstæð númer
sem enginn tengir lengur við persónuleika okkar,
hugarflug eða hjartalag.“
Sigurbjörg Þrastardóttir í pistli sínum í Mbl. 22. febrúar.
Þingmenn Reykjavíkur hafa sýnt
biðlund gagnvart dreifbýlinu
„Þaö má eflaust deila um hve harðir við höfum
verið að fá vegafé til höfuðborgarinnar. Ég tel okkur
ekkert óduglegri en landsbyggðarþingmennina en
það er orðið ljóst að skoða þarf forgangsröðun í
vegagerð betur en gert hefur verið. Hitt er líka stað-
reynd að á meðan allt snerist um að koma bundnu
slitlagi á sem flesta vegi landsins má segja að þing-
menn Reykjavíkur hafi sýnt biðlund gagnvart dreif-
býlinu. En það þýðir ekkert lengur með tilliti til
þessarar miklu og þungu umferðar sem orðin er í
höfuðborginni. Við megum ekki gleyma því að fólk
streymir þúsundum saman til vinnu úr nágranna-
bæjunum til Reykjavíkur.“
Guömundur Hallvarðsson alþm. í Degi 22. febrúar.
Hvaða ísland fyrir hvaða
íslendinga?
„Hvers virði er þessi varðveitta saga okkar og
tunga ef sjálfur kynstofn landsmanna á að breytast
verulega með svo skipulögðum hætti sem nú virðist
uppi? Það verður hvorki hægt að neyða aðflutta ís-
lendinga framtíðarinnar til að tala íslenzku né skipa
þeim að hafa Passíusálmana og Þjóðsögur Jóns
Árnasonar fremur en Kóraninn á náttborðum sín-
um... Náði ástin til íslands aðeins til auðlindanna?
Var þráin til þorsksins þá þýðingarmeiri en þjóðern-
ið? Var íslenzkt þjóðerni þá innantóm ímynd og út-
hlutunarfé? Þjóðareign því þversögn í þjóðmálabar-
áttu? Hvaða ísland fyrir hvaða Islendinga?"
Halldór Jónsson verkfr. í Mbl. 22. febrúar.