Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Qupperneq 11
DV MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 Tilnefningar til Menningarverðlauna DV fyrir listhönnun: Kjólar og skart 1999 var stórt ár í sögu list- hönmmar á íslandi því þá var sett á fót sérstök stofn- un til aö halda utan um hana og sögu hennar, Hönn- unarsafn tslands, sem Aðal- steinn Ingólfsson veitir for- stöðu. Fyrsta sýningin sem haldin var af því tilefni var opnuð um miðjan október, íslensk hönnun 1950-70, en á þeim árum festi hönnun- arhugtakið sig i sessi hér á landi. í tilefni af sýning- unni kom hingað þekktur hollenskur iðnhönnuður og listfræðingur, Reyer Kras, sem fullyrti í viðtali við DV að íslendingar hefðu sinn eiginn stíl í hönnun - kannski án þess að vita af því. Og það er ekk- ert einkennilegt, bætti hann við, „þetta tengist menningu ykkar, sögu, landslaginu, jafn- vel sagnaarfinum. Hann er mettaður af töfrum og göldrum og ég er viss um að fólk sem er orðheppið og hugmyndaríkt í máli það er líka hugmyndarikt þegar kemur að því að búa til hluti. Hönnun er sögukúnst. Gripir segja lika sögu.“ 1 janúar sl. lýsti FORM-ÍS- LAND eftir gripum á tvöfalda Elegant ullarflík frá ELM fatahönnun. DV-myndir PÖK sýningu sem haldin verður á Kjarvalsstöðum í haust í tengslum við menningarborgina, sögusýningu og sýningu á nýjum gripum. Og nú í þessari viku bárust fréttir af velgengni islenskra hönnuða á alþjóðlegri sýningu í Bretlandi; meðal þeirra sem þar gerðu garðinn frægan voru aðilar sem nú eru tilnefndir til Menning- arverðlauna DV fyrir listhönnun. Það er engin tilviljun að tilnefningar i list- hönnun skuli koma seinastar af öllum. Dóm- nefndin hefur heimsótt ótal verkstæði og vinnustofur til að ekkert færi fram hjá henni sem tíðindum sætir - og þetta tekur mikinn tíma þó að nefndin vinni jafnt og þétt allt árið. I dómnefndinni sitja Torfi Jónsson leturhönn- uður og innanhússarkitektarnir Eyjólfur Páls- son og Baldur J. Baldursson. Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Menningarverðlauna DV fyr- ir listhönnun í ár: þerapisti mynda hópinn ELM. Fötin eru aðal- lega úr alpacaull frá Perú sem blönduð er ýmsum efnum, svo sem bómull, silki og mohair. Framleiðslan fer einnig fram í Perú. Fatalínan er frjálsleg og hlýleg í senn, stílhrein, nútímaleg og skýr. Hún er á boðstólum í samnefndri verslun hópsins, Laugavegi 1, og erlendis. Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir - skartgripahönnuður Guðbjörg lærði gullsmíði hér heima en lauk framhaldsnámi í Danmörku þar sem hún rak síðan verslun og verk- stæði. Nú hefur hún útsölustaði í London og Kaupmannahöfn og rekur verslunina Aurum i bakhúsi að Lauga- vegi 27 með Bergþóru Guðnadóttur textílhönnuði. Guðbjörg vinnur mikið með silfur og alls konar steina, t.d. hráa demanta. Verk hennar eru fínleg, oft eru hugmyndimar sprottnar úr íslenskum lággróðri og áhrifa gætir einnig frá geometrískum mínimaiisma. Þó einkennast þau fyrst og fremst af ríkri til- fmningu fyrir formi, litum og góðu hand- verki. Hulda B. Ágústsdóttir - skartgripa- og textílhönnuður Hulda hefur að undanfömu hannað stór- gerða skartgripi úr plötum, stöngum og rör- um úr sandblásnu eða sléttu plexígleri í bland við gúmmíhringi og gimi. Þetta eru « óhefðbundin efni og árangurinn er oft frumlegt og fjölbreytt skart. Þó að verk sem þessi séu runnin frá poppmenningu 6. áratugar 20. aldar hefur Hulda skapað sinn persónulega stíl og framleiðir nýstárlegt skart sem vekur athygli. ELM fatahönnun ELM hefur starfað í eitt ár og skapað á þeim tíma heilsteypta ullarfatalinu, peysur, kjóla, kápur o.fl. Erna Steina Guðmundsdóttir textíl- hönnuður, Lisbet Sveinsdóttir myndiistar- kona og Matthildur Halldórsdóttir tjáningar- Armbönd Huldu eru ekkert að fela sig. Látlaus fatnaður Lindu minnir mann einhvern veginn á geimferðir. Hulda selur verk sín í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, og er ein þeirra ágætu lista- kvenna sem þar byggja upp sinn ævintýra- heim. Hugmyndir Guðbjargar koma iðulega frá lág- vöxnum íslenskum gróðri. Linda B. Árnadóttir - textílhönnuður Linda er leiðandi hönnuður fyrirtækisins CRYLAB en framleiðsla þess á tískufatnaði undir heitinu SVO hefur vakið mikla eftirtekt vegna þess hve framúrstefnulegur hann er i einfaldleika sínum. Stíllinn einkennist af lát- lausum, nánast mínimalískum formum með sérkennandi smáatriðum og minnir stundum á japönsk origami-áhrif. Efnin eru stundum óhefðbundin en alltaf þægileg og notadrjúg. Fatnaðurinn höfðar ekki aðeins til unglinga heldur einnig til kvenna að fertugu og hefur verið á boðstólum hjá versluninni 17 í Kringl- unni og einnig erlendis. Valgerður Melstað fatahönnuður hefur unn- iö með Lindu að hönnun fatnaðar. Verðlaunamynd Þorkels Þorkelssonar, „Einmana drengur í rústum kirkju í Súdan“. orgunblaðsmenn stóðu sig prýðilega þegar til uppgjörs kom fyrir ljósmyndir ársins 1999 í dagblöðunum um síðustu helgi. Mynd Þorkels Þorkelssonar af drengnum sem horfir á rústir kirkjunnar sinnar var valin mynd ársins, faileg og einlæg mynd og táknræn fyrir afleiðingar styrjalda í einfaldleik sínum. Þorkell fór líka með sigur af hólmi í opnum flokki með myndaröð frá Súdan. Fréttamynd ársins var mynd Sverris Vilhelmssonar frá Makedón- iu af albönskum flóttamönnum að leggja upp í langferð til íslands. Hann átti lika skoplegustu myndina af ráðherranum og blindrahund- inum. Portrett ársins, „Á Grænlandi", er eftir Ragnar Axelsson sem einnig fékk sérstaka viðurkenningu fyrir mynd sína af ábúendunum á Brautarholti, Borgarflrði eystra. Og enn fékk Ragnar verðlaun fyr- ir bestu landslagsmyndina. Þjóðlegustu myndina átti Brynjar Gauti Ljósmyndir ársins Sveinsson og bestu tískumyndina átti Ari Magnússon. DV-menn voru ekki eins áberandi og í fyrra við verðlaunaaf- hendingxma. Þó fékk Einar Ólason eftirsótt verðlaun fyrir íþrótta- mynd ársins og einnig viðurkenningu fyrir mynd af útför Agnars W. Agnarssonar. Hilm- ar Þór Guðmundsson fékk verðlaun í flokkn- um Daglegt líf og Gunnar V. Andrésson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir ógleymanlega mynd sína af for- seta sem fallið hefur af baki og kærleiksfull kona hlynnir að. Ailar þessar myndir og miklu miklu fleiri getur að líta i Gerðar- safni fram til 19. mars, en sýningin á Fréttamyndum ársins er ein vinsælasta myndlistarsýning hvers árs hér á landi. í dómnefnd sátu að þessu sinni Friörik Friðriksson kvikmyndatökumaður, Dóra Takefusa dagskrárgerðarmaður og Chris Helgren, ljósmyndari Reuters í London. *wiemung u Tryggvi Ólafsson heiðraður Um síðustu helgi var Tryggva Ólafssyni listmálara veittur heiðursstyrkur sem nem- ur einni milljón ísl.kr. úr sjóði Aage og Yelvu Nimb. Styrkurinn er veittur Tryggva í viðurkenningar- skyni fyrir listræn afrek hans á danskri grund, ekki síst fyrir „Matisse-legan“ stíl hans eins og formaður sjóð- stjórnar sagði í ávarpi sinu I af þessu tilefni. Sjóðurinn var stofnaður eftir lát Yelvu Nimb. Þá var eiginmaður hennar látinn fyr- ir nokkru en þau hjón höfðu ákveðiö að all- ar eigur þeirra skyldu renna í sjóð sem styrkti myndlistarmenn, einkum teiknara og málara. Pör í myndlist Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir hefur sýnt okk- * ur þrjú pör i myndlistinni undanfarin | sunnudagskvöld, Ráðhildi Ilngadóttm- og Tuma Magn- ússon, Jón Óskar og Hildi Hákon og Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Þetta voru verulega skemmtiiegir og upplýsandi þættir, sýndu listamennina frá hversdags- legum sjónarhóli, á heimili sínu og vinnustofu, og um- ræðan var afslöppuð og tilgerðarlaus. Skemmtilegasta einstaka atriðið í þáttunum íi var þegar myndavélin elti Gunnar inn á i heimili þar sem myndir eftir hann héngu ■ ómerktar á veggjum og fylgdist með þegar í' hann „signeraði" þær. Bæði var gaman að 2 sjá allar þessar myndir og líka var gaman að hitta í svip þann almenning sem kaupir lista- verk eftir lifandi nútímamenn og hengir þau upp á vegg hjá sér. Áslaug Dóra er gamalreyndur sjónvarps- maður þótt ung sé og ein af fáum íslending- um sem getur látið sér líða vel fyrir framan myndavélarnar. Hún hefur áður gert minnis- stæða þætti um myndlistarmenn og við hlökkum til næstu syrpu. Nína Björk les upp „Kveðskapur fyrir kvöld- mat“ verður að venju í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafns Kópavogs, á morgun fimmtudag milli kl. 17 og 18. Þá les Nína Björk Árnadóttir skáld úr verkum !| sínum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Ritmennt Ársrit Landsbókasafns íslands - Háskóla- bókasafns, Ritmennt, er komið út í fjórða sinn, stórt og myndarlegt. Meðal efnis er frá- sögn Veturliða Óskarssonar af íslensku handriti sem fannst fyrir nokkrum árum í bókasafni i Þýskalandi. Handritið er tæplega tveggja alda gamalt og geymir Hálfdanar sögu gamla og sona hans sem er „fornaldar- sögu-síðgotungur“ eins og greinarhöfundur orðar það, eða stæling frá því um 1800 effir sagnaritarann Jón Espólín. Með handritinu eru bundin í bók fjögur íslensk smárit sem komu út á árunum 1755-1815.1 greininni ger- ir Veturliði grein fyrir Hálfdanar sögu Jóns og höfundi hennar. Tvær greinar í ritinu fjalla um óvenjuleg efni á þessum vettvangi. Annars vegar skrif- ar Ámi Heimir Ingólfsson um áhrif tónlistar Beethovens á Jón Leifs í greininni „Beet- hoven í Tjamargötunni". Hins vegar er greinin „Leynimelm-13 snýst í harmleik" eft- ir Jón Viðar Jónsson sem segir frá því hvemig ein metnaðarfyllsta tilraun Islend- inga til að hefja innlenda kvikmyndagerð á fyrri hluta aldarinnar fór út um þúfur. Eru heimildir Jóns bréfa- skipti Haralds Á. Sigurðs- sonar leikara og Gunnars R. Hansen, leikstjóra og kvik- myndagerðarmanns í Kaup- mannahöfn, sem seinna varð vinsæll og virtur leik- stjóri hér á landi. Enn má nefna i ritinu myndskreytta grein um Þjóðarbókhlöðuna, húsið sjálft og hug- myndafræðina á bak við það eftir aðalarki- tekt hennar, Manfreö Vilhjálmsson. Ritstjóri Ritmenntar er Einar Sigurðsson landsbóka- vörður. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.