Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Síða 9
MIÐVTKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
9
DV
Utlönd
ETA sakaö um nýja árás:
Tveir Baskar létu lífið í
sprengjuárás á Spáni
Hillary er ekki
jafnoki Mandela
í stjórnmálunum
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagöi Nelson Mandela i gær aö
eiginkona hans, Hillary Rodham
Clinton, væri að sönnu snjall
stjórnmálamaður en jafnaðist þó
ekki á við við fyrrum forseta Suð-
ur-Afríku.
Mandela gantaðist við forset-
ann um eiginkonu hans, sem
keppir um sæti í öldungadeild
Bandaríkjaþings fyrir New York-
ríki, svo og um dóttur þeirra
Chelsea áður en Clinton ávarpaði
friðarráðstefnu um Búrúndí sem
fram fer í Tansaniu. Clinton
ávarpaði samkomuna frá Hvíta
húsinu fyrir tilstilli sjónvarps-
myndavéla.
„Skilaðu ástarkveðju til þeirra
frá mér og segðu Hiílary að við
óskum henni ails hins besta,“
sagði Mandela.
„Takk. Hún leggur hart aö sér.
Þú yrðir stoltur af henni,“ sagði
Clinton og bætti við hlæjandi:
„Hún er góð en ekki eins og þú.“
Búist er við öldu mótmæla gegn
ETA, aðskilnaðarhreyfmgu Baska,
á Spáni í dag í kjölfar sprengjutil-
ræðisins gegn einum af forystu-
mönnum sósíalista í höfuðborg
Baskalands, Vitoria, í gær. Hundr-
uð manna efndu til mótmæla í Ma-
dríd og víða í Baskalandi í gær
nokkrum klukkustundum eftir að
stjómmálamaðurinn Femando Bu-
esa og einn lífvarða hans biðu bana
er sprengja sprakk í bíl sem þeir
gengu fram hjá. Haft var eftir
spænskum embættismönnum að
tilræðið væri greinilegt verk ETA.
Flokkur Joses Maria Aznars for-
sætisráðherra aflýsti allri kosninga-
baráttu í dag vegna tilræðisins en
kosið verður á Spáni 12. mars næst-
komandi. Aðrir stjómmálaflokkar
fylgdu i kjölfarið.
í ræðu, sem sjónvarpað var i gær-
Stjornmálamaöurinn Fernando Buesa og lífvörður hans biðu bana er
sprengja sprakk í bíl sem þeir gengu fram hjá. Símamynd Reuter
kvöld, hét Aznar því að stjórn hans
myndi ekki beygja sig fyrir kúgun-
um hryðjuverkamanna.
Keppinautur Aznars, Joaquin Al-
munia, sem hefur gagnrýnt forsæt-
isráðherrann fyrir að hafa ekki
haldið tengslum við hófsama þjóð-
ernissinna Baska, sagði tilræðið
einungis styrkja ákvörðun yfírvalda
í baráttu þeirra gegn ETA.
Forseti Baska, Juan Jose
Ibarretxe, hvatti Baska í gær til að
efna til mótmæla í Vitoria á laugar-
daginn gegn hryðjuverkum ETA.
Sprengjuárásin í gær var önnur
árás ETA frá því að samtökin til-
kynntu í desember að vopnahlé
þeirra félli úr gildi. Liðsforingi lést
í sprenautilræði samtakanna í jan-
úar síðastliðnum. Þá tók um 1 millj-
ón manns þátt í mótmælum gegn
ETA í Madrid.
ESB eykur vin-
sældir í Noregi
Stuðningsmenn Evrópusam-
bandsins eru í meirihluta í Noregi.
Þetta kemur fram í skoðanakönnun
sem birtist í Dagbladet í gær. Fjöru-
tíu og tvö prósent aðspurðra lýstu
sig fylgjandi aðild að ESB en 40 pró-
sent vilja áfram standa utan við
sambandið. Þetta er i fyrsta sinn í
rúmt ár sem stuðningsmenn ESB
eru í meirihluta.
Þeir eru heldur vígalegir þessir tyrknesku hermenn, í snjóbúningum og meö gasgrímu fyrir vitunum, þar sem þeir
voru á æfingu í austurhluta Tyrklands, nærri bænum Sarikamis, í gær. Eins og nærri má geta af múnderingunni voru
dátarnir aö æfa viöbrögð viö eiturefnaárás og sjálfsagt ýmislegt fleira.
Erfðabreytt mat
væli á niðurleið
Búist er við að bandarískir bænd-
ur minnki framleiðslu sína á erfða-
breyttum fræjum um allt að fjórð-
ung á þessu ári. Næstu fjögur ár á
undan hafði hins vegar verið mikill
uppgangur í þessari grein landbún-
aðarframleiðslunnar, að því er fram
kemur í grein í blaðinu
Intemational Herald Tribune.
Ástæða samdráttarins er tregða al-
mennings til að kaupa matvæli með
erföabreyttu innihaldi.
Hlutabréf í líftæknifyrirtækjum
sem sérhæfa sig í landbúnaðarvör-
um hafa lækkað að undanfomu og
mjög hefur dregið úr útflutningi á
erfðabreyttum afurðum.
Sífellt fleiri framleiðendur og
verslanakeðjur í Evrópu hafa tekið
vörur með erfðabreyttu innihaldi úr
hillunum. Útflutningur Bandaríkja-
manna á sojabaunum til Evrópu-
sambandsins hrapaði niður í sex
milljónir tonna á síðasta ári, úr ell-
efu milljónum tonna. Þá varð vem-
legur samdráttur á útflutningi maís-
koms frá Bandaríkjunum til Evr-
ópu á síðasta ári.
Flest stærstu matvælafyrirtækin
hafa sagst ætla að forðast erfða-
breytt innihald fyrir vörur sem eiga
að fara á Evrópumarkað. Nokkrir
framleiðendur vestra ætla líka að
láta hiö sama gilda fyrir heima-
markaðinn.
Bændur hafa verið varaðir við
því að vegna ónógra prófana á
erfðabreyttum fræjum gætu þeir
verið gerðir bótaskyldir fyrir tjón.
Bandarískir sojabændur höfðuðu
mál í desember á hendur fyrirtæk-
inu Monsanto og sökuðu það um
slælegar prófanir á erfðabreyttum
framleiðsluvörum sinum áður en
þær vom settar á markað og til-
raunir til einokunar á fræjum.
Lennon styrkti
ekki írska lýð-
veldisherinn
Ekkja Bítilsins Johns Lennons,
Yoko Ono, hefur lýst því yfír að
eiginmaður hennar hafi ekki veitt
írska lýðveldishemum, IRA, fé á
áttunda áratugnum eins og gefið
er í skyn í skjölum bresku leyni-
þjónustunnar.
Það var bandaríska alríkislög-
reglan, FBI, sem létti leynd af
skjölunum er einnig benda til að
Lennon hafi gefið mörgum
vinstrisinnuðum samtökum, sem
meðal annars studdu írska lýð-
veldisherinn, fé.
Samkvæmt frétt breska blaðs-
ins Independent heldur Yoko Ono
því fram að í þeim mæli sem John
Lennon hafi gefið fé til írlands
hafi það einkum verið til fólks í
neyð.
„Við vorum ekki einu sinni
þeirrar skoðunar á sjöunda ára-
tugnum að ofbeldi leiddi til ein-
hvers góðs,“ lýsti Yoko Ono yfir á
fundi með fréttamönnum.
Suzuki Vitara JLX, skr.
07/95, ek. 58 þús. km, bsk.,
3 dyra. Verð 990 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr.
04/96, ek. 67 þús. km, ssk.,
3 dyra.
Verð 1160 þús.
Suzuki Baleno GLX, skr.
07/97, ek. 39 þús. km, bsk.,
4 dyra.
Verð 1040 þús.
VW Vento GL 07/94, ek. 87
þús. km, ssk., 4 dyra.
Verð 940 þús.
Nissan Primera, skr. 03/98,
ek. 41 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 1180 þús.
Suzuki Jimny, skr. 02/99, ek.
13 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 1290 þús.
Peugeot 406, skr. 06/97, ek.
54 þús. km, bsk., 4 dyra.
Verð 1050 þús.
Nissan Micra LX, skr. 01/97,
ek. 68 þús. km, ssk., 5 dyra.
Verð 820 þús.
Toyota Corolla XL, skr.
04/97, ek. 28 þús. km, ssk.,
4 dyra. Verð 1120 þús.
Nissan Almera, skr. 11/98,
ek. 10 þús. km, ssk., 4 dyra.
Verð 1370 þús.
MMC Lancer, skr. 06/97,
ek. 63 þús. km, ssk., 4 dyra.
Verð 1160 þús.
MMC Carisma, skr. 01/98,
ek. 42 þús. km, ssk. 4 dyra.
Verð 1560 þús.
Suzuki Swift GLS, skr.
09/98, ek. 28 þús. km, bsk.,
3 dyra. Verð 830 þús.
Daihatsu Applause, skr.
12/91, ek. 107 þús. km, bsk.,
4 dyra. Verð 470 þús.
Toyota Carina II, skr. 07/90,
ek. 145 þús. km, ssk., 4 dyra.
Verð 390 þús.
Nissan Almera, skr. 10/99,
ek. 2 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 1220 þús.
Opel Astra GL90, skr. 02/98,
ek. 32 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 970 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr.
06/92, ek. 95 þús. km,
5 dyra, ssk.
Verð 840 þús.
SUZUKIBILAR HR
Skeifunni 17 • Sími 568 5100
www.suzukibilar.is
$ SUZUKI
-////------