Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 Fréttir Lenti í tveimur bílslysum á tveimur klukkustundum: Jeppi valt á rútubílstjóra - sem slapp með brotin rif. Reiknaði ekki með honum lifandi, segir lögregla Hilmar Helgason rútubílstjóri lenti í kröppum dansi síðdegis á laugardag þegar Suzuki-jeppi fauk yfir hann 1 ofsaveðri við botn Kolgrafarfjarðar á Snæfellsnesi. Jeppinn skemmdist töluvert við veltuna en Hilmar stóð upp nánast heill á húfi, með þrjú rif brotin, og bíður nú eftir aö beinin grói. Tveim tímum áður hafði níðþung- ur 37 manna trukkur Hilmars fok- ið um koll og lagst á hliðina með átta manns innanborðs. Enginn slasaðist við veltuna. „Ég slapp ótrúlega vel, þrjú rif eru brotin og svo er ég talsvert slæmur í hnjánum. Jeppinn valt yfir mig á hliðina og síðan ofan af mér yfir á toppinn," sagði Hilmar í gærdag, feginn því að hafa lifað af eitthvert furðulegasta umferðar- slys sem um getur á íslandi. Hilm- ar var þá kominn suður á heimili sitt i Seljahverfi. Frá slysstaðnum var hann fluttur í heilsugæslustöð- ina í Grundarfirði og strax um kvöldið var hann sóttur af ættingja sem ók með hann suður. „Það var blautur krapi undir mér og jeppanum, ekkert hart auð- vitað, en þetta gerðist svo snöggt að ég hafði ekki hugmynd um eitt eða neitt. Ég var að labba að bíln- um til að segja bílstjóranum að koma sér burtu því hann mætti ekki snúa hliðinni upp í vindinn," segir Hilmar og stynur við, rifbrot eru afar sársaukafull fyrstu dag- ana. „Þetta er vont en það venst,“ segir hann og hlær. Hilmar hefur ekið um þessar slóðir í fjóra ára- tugi og þekkir hverja þúfu og veit hvernig rokið hagar sér. Hann seg- ir að hann hafi haft auga með sjón- um og hann hafi verið lítið gárað- ur. „Ég var að aka í logni, fékk þennan eina hnút, og rútan lagðist rólega á hliðina án þess að skemm- ast hið minnsta. Sem betur fer var þetta á sléttlendi og enginn slasað- ist hjá mér,“ segir Hilmar. Jeppaveltur Eftir að rúta Hilmars valt komu tveir jeppar - þeir ultu báðir og síðan enn einn í viðbót. Farþegar og fólk úr bílunum var flutt ómeitt til Grundarfjarðar en Hilmar varð eftir hjá rútunni. Helgi Gunnars- son, lögreglumaður í Grundarfirði, var kominn á staðinn þegar jepp- inn valt yfir Hilmar. Hann segist nánast hafa verið í stúkusæti þeg- DV-MYND HARI Jeppinn valt yfir hann Hilmar Helgason rútubílstjóri komst í hann krappan um helgina. Hér er hann á heimili sínu í Breiðholti í gærdag, hress og kátur, og gefur okkur sigurtákniö, enda sigraöi lífiö dauöann þegar óhugnanleg sena biasti viö fólki á slysstaö á Snæfellsnesi. ar þessi atburður varð. Hann sagði að veðurmælir hefði tvisvar sinn- um sýnt 45 metra á sekúndu í verstu hviðunum - ofsaveður. Hann sá hvernig billinn fór yfir rútubílstjórann, vó salt á brjóst- kassanum á honum og lenti síðan á toppnum. „Ég horfði á þetta í beinni út- sendingu," segir Helgi „Ég reikn- aði ekki með því að sjá rútubíl- stjórann rísa upp og það er guðs mildi að hann slasaðist ekki meira. Það sem bjargaði honum var að þessi létti Suzuki-bill þrýsti honum niður í snjóinn." Þess skal að lokum getið að stormurinn velti jeppanum aftur á hjólin og var hann lítt skemmd- ur. Helgi segir að enginn snjóflóða- hætta sé í Grundarfirði núna en aðfaranótt föstudags var brjálað veður. Þá þurfti að kalla út björg- unarsveitina til að koma á milli 30-40 manns heim af dansleik. -JBP/DVÓ Skipskaði: Birta Dís ófundin DV, ísafjarðarbæ: Trillan Birta Dís frá Vestmannaeyj- um, sem feðgum var bjargað af á fóstudagskvöld, er að öllum líkindum sokkin. Skipverjar á Hrönn ÍS komu mönn- unum til bjargar tæpar 20 sjómílur út af Rit og komu til hafnar á Suðureyri aðfaranótt laugardags. Ekki er Ijóst hvað varð til þess að Birta Dís sökk en jafnvel er talið að sjóslanga hafi gefið sig og leki komið að bátnum. Björgunarfélag ísafjarðar var kall- að út vegna sjóslyssins og fóru menn á staðinn og festu taug í Birtu Dís og hugðust draga bátinn til hafnar. Eftir hálftíma slitnaði taugin. Lítið var þá að sjá af bátnum og rétt grillti í botn hans þegar þeir yfirgáfu slysstaðinn. Varðskip var í gær á leið á staðinn en síðast þegar fréttist var báturinn ófundinn. -KS DV-MYND HARI Þær voru meöal hinna heppnu. Edda Jónsdóttir i Gallerí i8 og stelp- urnar i Gjörningaktúbbnum þegar menningarmáianefnd Reykjavíkur út- hlutaöi styrkjum á laugardaginn. Úthlutun stvrkja: Listasafn Sigur- jóns og Nýló hæst Menningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsti eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2000 sl. haust og var um- sóknarfrestur til 15. nóvember 1999. 167 umsóknir bárust og var samtals sótt um 218 milljónir, en tO ráðstöfun- ar voru rúmar 28 milljónir. Á laugar- daginn var styrkjum úthlutað til 64 aðila og nema þeir allt frá 50 þús. krónum til 2,7 milljóna. Stærstu styrkina hlutu Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kr. 2.700.000, Fé- lag Nýlistasafnsins kr. 2.500.000, Caput - tónlistarhópur kr. 2.000.000, Kammersveit Reykjavíkur kr. 1.300.000, Leikfélag Islands ehf. kr. 1.000.000, Möguleikhúsið kr. 1.000.000, Magnús Pálsson kr. 800.000, BAAL leikhúsin kr. 750.000, Collegium Musicum kr. 750.000, Myndhöggvara- félagið í Reykjavík kr. 700.000. -SA SoJargangur Kólnandi veður í dag verður norðvestan 13_18 m/s á norðausturhorninu en annars norðlæg átt, víða 5_8 m/s. Él við norðurströndina en víöa léttskýjaö annars staðar og frost 4 til 12 stig. Á höfuðborgarsvæðinu veröur norðaustan 5_8 m/s, léttskýjað og frost 4 til 8 stig. Erfið færð Hálka hefur skapast á götum Reykjavíkur eftir að hlýna tók í fyrradag og kom það ekki eingöngu niöur á bílum sem keyrðu um hálar göturnar heldur áttu gangandi vegfarendur erfitt með að fikra sig eftir hálum og illfærum göngustígum. Á þjóövegum var mikil hálka víðast hvar á landinu og eftir slæmt veður víöa í gær var þungfært, sérstaklega á Vestfjörðum. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóó Árdegisflóö á morgun 19.03 08.13 19.01 07.15 18.57 08.24 23.36 11.48 S'cý/inga/ á veSurtákmim 10%—WTI -10° NFROST —VINDÁTT aa 'N.VINDSTYRKUR I metrum á sekúndu o LETTSKÝJAÖ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAO 'Wí’' W RIGNING SKÚRIR SLYÐDA SNJÓKOiVIA B = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNiNGUR POKA Viða bjart veður Á morgun veröur austan- og noröaustanátt á landinu, dálítil él norðaustan- lands en annars staðar úrkomulaust og víða bjart veður. Allra syðst og vestast verður austanstrekkingur en hægara annars staðar. Vindur: O Vindun \ <r' 13-18 m/» ' ! 10—15 m/» (j y ''WrW Hiti O” til-12” Hiti 0“ til 5“ Austan 13-18 m/s og snjókoma allra syöst og Sunnan 10-15 m/s, slydda vestast en annars mun eöa rigning og hiti 0 til 5 hægari vlndur og létt- stig sunnan og vestan til skýjaö, frost 0 til 12 stig, en dálítil snjókoma og kaldast noröaustan tll. vægt frost á Norðurlandi. EOHgSlB Vindur: C 10-15 «V« \ Hiti 0° tii -6" Noröanátt um allt land, viöa él og svalt í veörl um allt land, frost 0 tll 6 stig. Snýst í suölægar áttir meö hækkandi hita meö kvöldinu. MÆ ii jjíj- ij . AKUREYRI Snjóél -2 BERGSSTAÐIR Snjóél -3 BOLUNGARVÍK Snjókoma -8 EGILSSTAÐIR -3 KIRKJUBÆJARKL. Skafrenningur 0 KEFLAVÍK Snjóél -2 RAUFARHÖFN Úrkoma í grennd 0 REYKJAVÍK Snjóél -2 STÓRHÖFÐI Snjóél 0 BERGEN Alskýjaö 0 HELSINKI Snjóél 5 KAUPMANNAHÖFN Léttskýjaö 3 ÓSLÓ Hálfskýjað 3 STOKKHÓLMUR -4 ÞÓRSHÖFN Rigning 7 ÞRÁNDHEIMUR Snjóél -5 ALGARVE Skýjaö 20 AMSTERDAM Skýjað 5 BARCELONA BERLÍN Skýjað 3 CHICAGO Heiðskírt 4 DUBUN Skýjað 8 HALIFAX Léttskýjað -2 FRANKFURT Skýjað 5 HAMBORG Snjóél 3 JAN MAYEN Snjóél -2 LONDON Skýjaö 9 LÚXEMBORG Skýjaö 4 MALLORCA Hálfskýjaö 17 MONTREAL Þokuruöningur 0 NARSSARSSUAQ Léttskýjað -8 NEWYORK Skýjað 7 ORLANDO Léttskýjaö 11 PARÍS Skýjað 8 VÍN Snjóél 3 WASHINGTON Skýjað -1 WINNIPEG Léttskýjaö 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.