Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 6. MARS 2000
Skoðun i>v
Er fátækt á íslandi?
Eggert Jóhannesson prentsmiöur:
Ekki mér vitanlega.
Styrmir Kristjánsson prentsmiður:
Já, þaö er fátækt á íslandi.
Haraldur Guömundsson verktaki:
Ekki mikil.
Guörún Birna Einarsdóttir nemi:
Já, hún er til innan um.
Geröur Arnadóttir og
Ragnheiöur Hulda:
Já, sums staöar. Þaö er alltaf aö
breikka biliö.
Svala Ólafsdóttir húsmóöir:
Nei, ég myndi ekki segja þaö.
Valdimar Jóhannesson, talsmaöur Réttlátrar gjaldtöku.
„Þegar Valdimar sendi landsmönnum bréf, þar sem póstburöargjaidiö eitt og sér er 7 stafa tala,
þá hlýtur hagnaöarvonin aö hafa veriö allnokkur, “ segir Helga Guðrún í bréfi sínu.
Ég heiti Helga Guörún
Valdimar Jó-
hannesson gjald-
tökumaður skrifaði
Kjallaragrein i DV
sl. mánudag (28.2)
undir fyrirsögninni
„Ég heiti Valdimar,
ég er ljón!“. Þar
fræðir hann lesend-
ur á nokkrum at-
hyglisverðum „stað-
reyndum". Mér er
svo sem nokk sama þótt hann kalli
mig ýmist „siðlega frú“ og „elskulega
frú“ eða óeðlilega konu, hrakyrðing
og mannorðsþjóf. En þegar maðurinn
fullyrðir að ég sé karlmaður þá sé ég
mig tOneydda til andsvara.
Ég hef staðið frammi fyrir ýmsum
vanda um ævina. Sjaldan þó jafnein-
kennilegum og þessum. Að sanna að
ég sé kona. Ég skrifaði bréfið undir
— ég er ljón!
„Nú skdl það upplýst að ég
þekki ekki Kára, hef aldrei
séð hann nema á myndum.
Ég hef aldrei búið í Norður-
mýrinni. “
fullu nafni. Varla hægt að ruglast á
því og karlmannsnafni. Valdimar
hringdi heim tD mín og talaði við
mig. (Ég lýsi eftir þeim sem þykir
röddin mín karlmannleg.) Og vegna
þess að Valdimar er enn í vafa þá læt
ég nú fylgja mynd með greininni.
Ég skrifaði bréfið mitt úr heimilis-
tölvunni minni, með mínum bréf-
haus, undir minu nafni. Aldrei
myndi ég lána, hvorki karlmanni né
konu, nafn mitt undir skoðanir sem
ég hefði ekki eða bréf sem ég hefði
ekki ritað eigin hendi. Gamalt mál-
tæki segir að kapp sé best með forsjá.
Þegar Valdimar sendi landsmönn-
um bréf, þar sem póstburðargjaldið
eitt og sér er 7 stafa tala, þá hlýtur
hagnaðarvonin að hafa verið allnokk-
ur. Valdimar hringdi heim til mín,
klökkur af bræði. Sagði að ég væri
„heimsk kona“ og hótaði mér „mála-
ferlum", svo endurtekin séu hans eig-
in orð.
Ég verð að viðurkenna að „í mér
bjó fól“ þegar ég hvatti hann eindreg-
ið til að leggja nú líka til atlögu við
tjáningarfrelsið í landinu.
Nú skal það upplýst að ég þekki
ekki Kára, hef aldrei séð hann nema
á myndum. Að lokum þetta: Hvað
sem „konungur dýranna" tekur sér
fyrir hendur í framtíðinni þá vona
ég, sem foreldri, að það verði ekki
stafsetningarkennsla.
Heiga Guörún
Eiríksdóttir
skrifar:
Fornbílar bíða uppgerðar
„Fjöldi einstaklinga hefur á
liðnum dögum haft sam-
band við Fornbílaklúbbinn
vegna þessa máls og lýst
yfir vanþóknun sinni á
þessari óvenjulegu ráðstöf-
un opinberra minja. “
Örn Slgurðsson,
form. Fornbílaklúbbs íslands, skrifar:
Frétt DV fyrir skömmu um fom-
bíla þá sem þjóðminjavörður lét
einkaaðilum i té á síðasta ári virðist
hafa verið tímabær ef marka má við-
brögðin við henni. Fjöldi einstak-
linga hefur á liðnum dögum haft
samband við Fombílaklúbbinn
vegna þessa máls og lýst yfir van-
þóknun sinni á þessari óvenjulegu
ráðstöfun opinberra minja. Persónu-
lega vil ég ítreka undrun mína og
stjórnar klúbbsins á þessum ráðahag
en vil þó að fram komi að rangt var
eftir mér haft að umræddur Hinrik
Thorarensen sé ekki þekktur fyrir
að koma hlutunum í verk og hvað þá
að gera upp fornbíla. Hið rétta er að
Hinrik hefur gert upp nokkra forn-
bíla og gert það vel.
Kristinn Snæland gerir þetta mál
að umtalsefni í grein sinni í DV sl.
miðvikudag. Það er rétt hjá honum
að ég hefði mátt vita um „norsku að-
ferðina" við uppgerð fornbíla. Alls
ekki slæm aðferð það en samt held ég
að hugmyndafræði hennar búi ekki
að baki þessu máli. í niðurlagi grein-
ar sinnar gerir Kristinn á ósmekkleg-
an hátt lítið úr sjálfboðaliðastarfi
mínu hjá Fornbílaklúbbnum.
Að öðru leyti sé ég enga ástæðu
til að tíunda opinberlega það sem ég
geri í mínum frítíma, hvorki innan
veggja mlns bílskúrs né meðal vina
minna í klúbbnum. Félagar klúbbs-
ins vita hins vegar betur og þeir
þekkja lika sögu Kristins Snælands á
þeim vettvangi.
Dagfari
Tekjuskatturinn
fari alveg burt
Egill Egilsson skrifar:
Er engin leið til þess að halda
þessu margnefnda góðæri? Ég sé
ekki betur en að nú ríði yfir hol-
skefla verðhækkana, gengisfelling,
og öngþveit af völdum vaxtahækk-
ana. Hvernig á að bregðast við
þessu? Ég sé aðeins eina leið sem
hægt er að semja um svo allir sætti
sig við. Afnám tekjuskattsins úr
kerfinu. Þjóðartekjurnar af tekju-
skattinum vega næsta lítið þegar lit-
ið er til annarra tekjuöflunarleiða
ríkisins. Um annað þarf ekki að
semja, laun gætu verið óbreytt ef
tekjuskatturinn er lagður af.
Jóhönnu til
formanns
Kjósandi Samb'lkingar hringdi:
Ég kaus Samfylkinguna í von um að
halda við jafnaðarstefnu þeirri sem
við íslendingar höfum þegið svo margt
gott frá, ekki síst tryggingakerfið, sem
alltaf verður okkur mikilvægara ár frá
ári. Ég fagnaði sameiningu hinna
þriggja flokka í Samfylkinguna. Ég ótt-
ast eftirköst verði ekki eining um
fyrsta formann þessara samtaka. Ég
vil að Jóhanna Sigurðardóttir fái víð-
tækan stuðning til formannskjörs.
Hún er eins konar ímynd okkar fyrir
jafnaðarstefnuna og hefur átt mikinn
þátt í að viðhalda henni hér.
Loönubræðsla fyrir útflutninginn.
Einfaldlega óþefur, ekki peningalykt.
Ýldufýlan í
höfuðborginni
Sveinbjörn hringdi:
Það er með eindæmum að við
Reykvíkingar, einkum hér í mið-
borginni og vestur úr, skulum þurfa
að sæta því að hafa þessa ýldufýlu í
vitunum þegar bræðsla loðnu hefst. I
síðustu viku og allt til þessa dags
hefur verið hér þvílík stybba frá
loðnubræðslu að ekki er verandi ut-
anhúss. Það er löngu liðin sú tíð að
hægt sé að gantast með þessa fýlu og
líkja við peningalykt. Þetta er ein-
faldlega óþefur sem stafar af úldnu
hráefni sem tekið er til vinnslu.
Hugguleg útflutningsvara það!
í íslenskri erfðagreiningu.
Sækjum viö okkar gen aö einhverju
leyti til Asíu og Austur-Evrópu?
Metrasekúnduveður
Talsmaður Veðurklúbbsins á Dalvík,
sem spáir í veðurhorfur með þeim skiln-
ingarvitum sem manninum eru ásköpuð
og beitir fyrir sig ýmsum fornyrðum um
veðurlag, segir að það sé nýjum aðferðum
við vindmælingu Veðurstofunnar að
kenna að fólk skilur ekki lengur veður-
lýsingar né veðurspár. í stað kjarngóðra
íslenskra hugtaka um vindhraða eins og
andvara, golu, kalda, roks og hvassviðris
noti veðurfræðingar nú metra á sekúndu.
Sú tölfræði minnki tilfinningu fólks fyrir
veðrinu. Nokkir alþingismenn taka undir
þessa gagnrýni glöggskyggnra veður-
manna á Dalvík og hafa flutt þingsálykt-
unartillögu um að Veðurstofan taki aftur
upp gömlu veðurorðin. Lengdareiningu á
tímaeiningu verði kastað fyrir róða.
íslendingar vita og hafa vitað að gola er gola
og stormur er stormur. Og hafa stundum hagað
sér samkvæmt því. En þeir tapa algjörlega átt-
um þegar stormurinn sem spáð var er ekki
stormur heldur 25 metrar á sekúndu. Og spyrja
sig hvort það sé hraði orrustuþotu eða snigils?
Veðurspár fara því fyrir ofan garð og neðan.
Enginn veit hvort hann á að vera heima eða
fara út í sveit, binda öskutunnurnar eða kaupa
„íslendingar vita og hafa vitað að gola
er gola og stormur er stormur. Og hafa
stundum hagað sér samkvœmt því. En
þeir tapa algjörlega áttum þegar
stormurinn sem spáð var er ekki
stormur heldur 25 metrar á sekúndu.“
rakettur. Málbandið og skeiðklukkan
þvælast hvort fyrir öðru meðan úti rík-
ir annaðhvort rjómablíða eða þá storm-
ur sem skekur allt og hristir. Veðurlýs-
ingar sem ganga úr á tölustafi en ekki
rótgróin hugtök eru dæmdar til að vill-
ast í heilabúi venjulegs fólks sem hlust-
ar á veðurspár til að vita hvort það eigi
að vera heima eða fara að skoða Heklu-
gos, setja trefil um hálsinn eða fara út á
skyrtunni. Því hefur verið haldið fram
að íslendingar taki ekki mark á óveð-
ursviðvörunum. En fálæti þeirra í garð
veðurspánna hefur sjaldan verið meira
en um þessar mundir. Eftir spár um
metra eftir metra á sekúndu halda þeir
í útsýnisferð, festa bílinn í Þrengslun-
um og halda björgunarsveitarmönnum
frá hlýju bólinu klukkustundum saman. Dagfari
hallast að því að veðurfræðingarnir séu heldur
ekki of fótvissir í þessum metrasekúndufræðum
enda gerist annað hvort, að þjóðin tekur ekki
mark á veðurspánni eða veðurspáin úr tölvunni,
sem skilur ekki logn, golu, storm og rok heldur
einungis metra á sekúndu, klikkar.
t>A ^AfL
Komin af írsk-
um og norskum
Álfheiður hringdi:
Rokufréttirnar um að um helming-
ur íslenskra kvenna sé kominn frá
Bretlandseyjum en hinn helmingur-
inn frá Noregi eru hlægilegar. Viss-
um við þetta ekki fyrir? Er þetta ein-
hver frétt? Ég hefði viljað sjá frétt
staðfesta frá Islenskri erfðagreiningu
eða öðrum um að mikill hiuti okkar
íslendinga væri upprunninn frá Mið-
Asíu, jafnvel Austur-Evrópu, sam-
kvæmt rannsóknum Barða heitins
Guðmundssonar. Við sækjum okkar
gen að mörgu leyti til þessara land-
svæða. Hitt vitum við svo, hvaðan
við komum svo til landsins.
DV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is.
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.