Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 6. MARS 2000
Fréttir
www.landsbanki.is
39
I>V
Dagþjónusta að Sandbakka. A myndinni eru Tryggvina Þorvaröardóttir, Albert
Eymundsson, veröandi bæjarstjóri á Höfn, og Asgeir Sigurösson. Ásgeir og
Tryggvína voru mjög ánægö meö nýju þjónustuna og Hornafjaröarmannaspilin
sem Albert afhenti þeim aö gjöf. DV-mynd Júiía
Dagþjónusta
fyrir fullorðið
fólk með fötlun
DV, Hornafirði:
Nýlega var opnuð dagþjónusta að
Sandbakka 26 á Höfn fyrir fullorðið
fólk með fótlun. Þar fer fram þjálfun
og afþreying og eins er vonast við
til að verkefni fáist frá almenna
vinnumarkaðinum, segir Maren
Ósk Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálfi,
sem, ásamt Þórhildi Kristjánsdóttur
þroskaþjálfa, sér um daglegan rekst-
ur og ber ábyrgð á starfi dagþjónust-
unnar.
Til að byrja með verða sex manns
í þessari endurhæfingu og verður
dagþjónustan opin alla daga vik-
unnar. Sveitarfélagið Hornafjörður
tók við allri umsjón á málefnum
fatlaðra í sýslunni af ríkinu árið
1996. Á þessum tima hefur öll þjón-
usta aukist og batnað og það hefur
gengið betur að sniða hana eftir
þörfum hvers og eins, segir Maren.
„Það hefur lengi verið draumur
okkar að byggja sérbýli fyrir fatlaða
hér í Homafirði og nú eru góðar lík-
ur á að sá draumur sé að rætast þar
sem bæjarráð er búið að veita sitt
samþykki," sagði Maren Ósk.
Öryrkjabandalagið á tvær íbúðir
á Höfn og bærinn er með tvær íbúð-
ir sem öryrkjar hafa á leigu. Mál-
efni fatlaðra hér heyra undir
fræðslu- og félagssvið bæjarfélags-
ins, og er Stefán Ólafsson yfirmaður
þess. Júlia Imsland
Rappararnir í Limp Bizkit. Verðlaun fyrir sviösframkomu. DV-mynd Njöröur H.
Selfoss:
Húsfyllir á söngvakeppni
Uppselt var á árlega
söngvakeppni Nemendafélags Fjöl-
brautaskóla Suðurlands síðastliðið
miðvikudagskvöld. Keppnin var
haldin í Selfossbíói, fokheldum sal
Hótel Selfoss sem í framtíðinni á að
hýsa leikhús og bíó. Fjölmargir
tóku þátt í keppninni sem var í alla
staði hin vandaðasta. Tónlistin og
umgjörðin var tO sóma og flytjend-
ur sýndu að þeir höfðu lagt mikinn
metnað í að gera sitt besta í keppn-
inni. Það var Helgi Valur Ásgeirs-
son sem þótti bera af og sigraði með
laginu Halelujah eftir Leonard
Cohen. Einnig voru veitt verðlaun
fyrir sviðsframkomu, þau fengu
Limp Bizkit-flokkurinn sem sýndi
góð tilþrif í rapplaginu N 2gether
Now. -NH
Samgöngur komist í
viðunandi horf
Sveitarstjórnir Djúpavogshrepps
og Hornafjarðar hafa skorað á rikis-
valdið að koma samgöngumálum
milli sveitarfélaganna í viðunandi
horf og úthluta innkomnu sérleyfi
aftur hið fyrsta. Eins og er eru engar
áætlunarferðir milli Hornafjarðar og
Djúpavogs og engar ferðir í sam-
bandi við flug og er það að sjálfsögðu
óviðunandi fyrir ibúa Djúpavogs og
nágrennis og ekki til að stuðla að bú-
setu á staðnum. í þessu sambandi er
mikilvægt að fyrirgreiðslur ríkis-
sjóðs og annarra hagsmúnaaðila
hingað til verði í samræmi við
rekstrarlegar aðstæður starfseminn-
ar og grundvöllur hennar þannig
treystur til framtíðar.
Sveitastjórnirnar minna á mikil-
vægi öflugra samgangna á Austur-
landi öllu og ítreka óskir um bættar
samgöngur milii suðursvæðis og
mið- og norðursvæðis. Síöasti sér-
leyfishafi á þessari leið er Hjörtur
Ásgeirsson en hann hefur nýlega
skilað inn leyfi sínu.
Aðalfundur
r
Landsbanka Islands hf.
Aðalfundur Landsbanka íslands hf. verður haldinn á Grand Hótel
Reykjavík, Sigtúni 38, föstudaginn 17. mars 2000 og hefst kl. 14:00.
Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13 gr. samþykkta félagsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum.
3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga.
4. Önnur mál sem eru löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist I hendur stjórnar með
skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu
liggja frammi á skrifstofu félagsins, á Laugavegi 77, Reykjavík, hluthöfum til sýnissjö dögum
fýrir aðalfund.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu Landsbankans, Laugavegi 77, Reykjavík, frá 13.-16. mars. Atkvæðaseðlar
og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins.
Bankaráð Landsbanka íslands hf.
r
Landsbanki Islands
Betri banki
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu
endurskoðanda lagðurfram.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar
á síðastliðnu reikningsári.
4. Tillögur til breytinga á samþykktum, ef borist hafa.
5. Kosning bankaráðs.
6. Kosning endurskoðanda.
7. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna.
8. Tillaga um framlag í menningar- og styrktarsjóð.
9. Önnur mál.
(§) BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF
Súlnasal Hótel Sögu 11. mars kl. 14:00