Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 6. MARS 2000
DV
13
www.visir.is
Fréttir
DV-MYND REYNIR NEILLE
Frá undirritun samnings VÍS
og Fjarðarbyggöar.
Fjarðarbyggð
í faðm VIS
Bæjarstjórn Fjaröarbyggðar sam-
þykkti á dögunum að ganga til
samninga við Vátryggingafélag ís-
lands um tryggingavernd fyrir
sveitarfélagið. Undirritaður var
samningur aðila á milli og er hann
til 5 ára. Samningurinn felur í sér
allar tryggingar sveitarfélagsins,
s.s. húseigenda-, ábyrgðar-, bruna-,
lausaíjár-, slysa- og bifreiðatrygg-
ingar. Með honum næst fram veru-
leg lækkun iðgjalda. -RN
Skipulagsstjóri:
Leyfir vikur-
nám við
Heklu
Skipulagsstjóri hefur fallist á vik-
urnám við Heklu með úrskurði sín-
um frá 1. mars. Mat hans er að fyr-
irhugað vikurnám muni ekki hafa
umtalsverð áhrif á umhverfi, nátt-
úruauðlindir eða samfélag í for með
sér.
Skipulagsstofnun lét fara fram
umhverfismat á fyrirhuguðu vikur-
námi í Hekluhafi við Búrfell í Gnúp-
verjahreppi. Þar er áformað að Vik-
urvörur ehf., sem hafa sérvinnslu-
leyfi frá iðnaðarráðuneytinu, taki
ailt að 2,8 milljónir rúmmetra af
vikri á næstu 20 árum eða 80-140
þúsund rúmmetra á ári.
Er fallist á vikurnámið með því
skilyrði að mörk vinnslusvæðisins
verði ákveðin í samráði við Nátt-
úruvernd ríkisins. -hlh
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyrl: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson,
Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. Isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95.
Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00.
Hálfrar aldar starf Halls Símonarsonar viö fréttamennsku:
Fékk góðar gjafir
frá sínu fólki
Einn elsti fréttamaður landsins,
Hallur Símonarson, lét af störfum
síðasta haust eftir meira en hálfrar
aldar störf við dagblöð i Reykjavík,
fyrst Tímann, síðan DB og loks DV,
þar sem hann stýrði fréttaritara-
deild og fréttaskotum blaðsins til 73
ára aldurs.
Hallur fékk óvænta en skemmti-
lega heimsókn á laugardag. Þrír
fulltrúar fréttaritara DV komu fær-
andi hendi, gáfu Halli Lazy boy-
hægindastól og fagra bók, Land
birtunnar, með listilega vel rituð-
um, skrautskráðum ávarpsorðum.
„Mér þótti afskaplega vænt um
þessa heimsókn, þetta var yndisleg
stund,“ sagði Hallur í gær. Hann
var ekki á þeim skónum að setjast
um kyrrt í þægilegum hæginda-
stólnum að sinni, hann fer seinni
partinn í dag ásamt Stefaníu konu
sinni til Flórida, sem vissulega er
land birtunnar meðan svartur vetur
grúfir yflr íslandi.
Eftir að heilladrjúgum störfum
Halls við fréttamennsku lauk hefur
hann gert endurkomu í bridge-
heiminn á eftirminnilegan hátt.
Þegar heim kemur mun hann taka
upp þráðinn og halda áfram keppn-
ismennsku á því sviði.
í ávarpi með gjöfum fréttaritara
DV segir: „Við fréttaritarar eigum
þér svo ótalmargt að þakka. Ekkert
okkar mun gleyma samstarfinu sem
sumir hverjir hafa átt við þig í
áraraðir. Það er gott að minnast
samskipta við slíkan mann. Megir
þú eiga mörg gleðirík ár.“ -JBP
DV-MYND S
Heiöraður af fréttariturum
Fréttaritararnir sem standa aö baki Halls Símonarsonar eru, taliö frá vinstri,
Ægir Már Kárason, Arnheiöur Guönadóttir og lengst til hægri er Stranda-
maöurinn Guöfinnur Finnbogason.
ULL
Veistu hverjir eru kostir þess
að jeppi sé byggður ó grind?
Vitara er eini 5 dyra grindarbyggði jeppinn
með hátt og lágt drif í sínum verðflokki.
Grindarbyggingin eykur styrk bílsins veru-
lega og einangrar hann jafnframt frá veg-
hljóði. Það er mikið lagt í hann, staðalbún-
aður er ríkulegur, bæði öryggis- og þæginda-
búnaður. Sumir láta hækka Vitara upp
um 4 cm fyrir 30 tommu dekk sem
kostar 120 þúsund krónur en þá ertu
kominn með bíl sem ræður við jafnvel
erfiðustu aðstæður. SUZUKI Vitara er
auk þess alveg fullkominn fjölskyldu-
bíll, rúmgóður og öruggur.
Vitara - Þægilegi jeppinn
TEGUND:
JLXSE 5d
Sjálfskipting
VERÐ:
1.840.000 KR.
150.000 KR.
$ SUZUKI
/A --
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
Rennismiðir - Plötusmiðir
Viljum ráða rennismið og menn vana vinnu
við ryðfrítt stál.
Á M Sigurðsson ehf.,
Hvaleyrarbraut 2, Hafnarfirði.
Sími 565 2546.