Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 x»v Nýja sjálfvirka tilkynningaskyldan: Sendir sjálfvirkt boð á 15 mínútna fresti - gul aðvörun ef skip hættir að senda iýja tHRynningaskyldukerfísins Skyggöa svæöiö næst landi merkir drægni nýja kerfisins sem á aö vera um 30-50 mílur. Nýja sjálfvirka tilkynninga- skyldukeifið, sem formlega verður tekið í gagnið i þessum mánuði, á að geta stytt viðbragðstíma á neyð- arstundu verulega. Ámi Sigurbjömsson hjá Tilkynn- ingaskyldunni segir að nýja kerfið sé þannig úr garði gert að búnaður um borð í bátunum sendi sjálfvirkt út upplýsingar um staðsetningu skips. Merkin fara um strandstöðv- ar og þaðan í stjómstöð Tilkynn- ingaskyldunnar í Reykjavík. Þetta kerfi er hugsað fyrir skip undir 24 metrum að lengd en stærri skip hafa búnað sem sendir boð í gegn- um gervihnetti tvisvar á sólarhring. „Kerfið getur sent upplýsingar með mínútu millibili en eins og það er stillt núna fáum við upplýsingar á 15 mínútna fresti. Ef boð hætta að berast fáum við aðvörunarmerki um það á skjáinn hjá okkur.“ Upplýsingarnar sem koma á skjái eftirlitsmanna Tilkynningaskyld- unnar sýna nákvæma staðsetningu og stefnu skipanna. Aflestur á kortersfresti er síöan bundinn í lög- um. Gul aðvörun Eiríkur Þorbjömsson er verkefn- isstjóri hjá Tilkynningaskyldunni við uppsetningu kerfisins. Hann segir að þar á bæ verði menn strax varir við ef skip hættir að senda til þeirra upplýsingar. „Þá birtast hjá okkur gul skilaboð um að skoða viðkomandi bát. Ýmis- legt getur þó valdið þvi að sending- ar bregöast. Við slík skilaboð er beðið í smátíma en ef skipið fer ekki að senda aftur er hringt í viökom- andi bát til að kanna hvort ekki sé allt í lagi. Ef ekki næst í bátinn í farsíma er hann kallaður upp i tal- stöð og beðinn um að láta vita af sér. Svari báturinn því ekki er haf- in leit. Bylting Ef þetta er borið saman við það sem áður þekktist er ljóst að þarna er í raun bylting á ferðinni. Áður liðu kannski sex til tólf tímar áður en skiplögð leit var sett í gang en nú er spurningin um nokkrar mínútur. Þá sendir kerfið öðrum skipum í grenndinni boð þar sem skip er talið vera í neyð,“ segir Eiríkur. Ekki veiðieftirlit Lögin um sjálfvirku tilkynninga- skylduna segja að stærri skip en 24 metrar að lengd eigi að tilkynna sig á tólf tíma fresti. Eiríkur segir að af þessum sökum geti orðið lítil hjálp í skipum sem hugsanlega eru stödd á svæði þar sem hjálpar er þörf. Þessi skip eru þó tengd um gervihnött og Tilkynningaskyldan hefur mögu- leika á að senda boð um það kerfi til að afla upplýsinga um staðsetningu skipa. „Þetta er fyrst og fremst öryggis- kerfi en ekki veiðieftirlit. Það er starfrækt af Slysavarnafélaginu. Við leggjum mikla áherslu á það og kerfið er alveg lokað fyrir Landhelg- isgæslunni, Fiskistofu og öðrum að- ilum. Kerfið lofar mjög góðu og ætti að verða okkur öllum til sóma,“ sagði Eiríkur Þorbjömsson. -HKr. Sjálfvirk tilkynningaskylda skipa: í gagnið á næstu vikum - fyrsta kerfi sinnar tegundar í heiminum DV-MYND Skipin vöktuö Eiríkur Þorbjörnsson, verkefnisstjóri nýja sjáifvirka tilkynningaskyldukerfisins og Árni Þorbjörnsson hjá Tilkynningaskyldunni í Reykjavík. Ráðgert er að á næstu vikum verði formlega tekið i notkun sjáif- virkt tilkynningaskyldukerfi við íslandsstrendur fyrir báta undir 24 metrum að lengd. Kerfið hefur ver- ið í þróun í tíu ár og er búnaöur þegar kominn í fjölmörg skip. Upphaflega var hugmyndin þró- uð út frá kerfi sem Háskóli íslands hannaði fyrir Flugmálastjórn. Við frekari þróun var stofnað um verkefnið fyrirtækið Stefja hf. sem séð hefur um hugbúnaðargerðina. Þá hefur Landssíminn annast upp- setningu og umsjón iandstöðva fyrir kerfið en DNG á Akureyri út- vegar tækin sem sett eru í skipin. Tilkynningaskyldan sér síðan um vöktun á nýja kerfinu eins og gamla kerfinu áður. 260 milljónir auk dreifikerfis Að sögn Eiríks Þorbjörnssonar verkefnisstjóra er kostnaöurinn við hugbúnaðargerðina orðinn í kringum 60 milljónir króna. Sendi- tækin í skipin kosta um 135 þús- und krónur. Með niðurgreiðslu ríkisins þurfa bátaeigendur þó ekki að leggja út nema um 95 þús- und krónur fyrir tækin. Þá er ótal- inn kostnaður Landssímans vegna dreifikerfis um allt land. Um 900 af 1500 skipum eru þegar komin með búnaðinn um borð en gert er ráð fyrir að um 1000 skip verði að jafn- aði virk í kerfinu. Þegar búið verð- ur að tækjavæða allan flotann verður kostnaöurinn samkvæmt þessu ríflega 260 milljónir króna, fyrir utan dreifikerfiö. Góð reynsla Nokkur reynsla er þegar komin á kerfið og mun það t.d. hafa virk- að eðlilega þegar vélbáturinn Gunni RE 51 fórst út af Skaga í febrúar. Þeir bátar sem sækja á grunnslóð samkvæmt haffærisskír- teini geta nýtt sér þetta kerfi en drægni þess er heldur meiri en NMT-farsímakerfisins. Þannig virkar það inni á öllum fjörðum og fióum og út í 30-50 sjómílur frá landstöðvum. Það er hugsað fyrir skip undir 24 metrum að lengd og er það í fyrsta sinn sem slíkt kerfi er sett upp í heiminum fyrir allan strandveiðiflota eins ríkis. Enn hef- ur þó ekki verið tekin afstaða til þess hvort litlir skemmtibátar verða settir inn í þetta kerfi. -HKr. Uin&ón: Syifi Kristjáns&on netfang: sandkom@ff.is Þokkalegur... Sigurjón Benedikts- son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Húsavik, sagði í Vík- urblaðinu þar í bæ að Kristján Ásgeirsson, bæjar- fulltrúi og oddviti Húsavíkurlistans og þar með meirihlut- ans í bæjarstjórn, hafi verið alveg þokkalegur bæjarfulltrúi - þegar hann sat í minnihluta bæjarstjóm- arinnar. Þarna var Sigurjón eflaust að svara Kristjáni sem hafði svar- að Sigurjóni vegna svars Kristjáns við svari Sigurjóns o.s.frv... Það er ekkert nýtt að þeir Sigurjón og Kristján eigi í opinberum deilum um eitt og annað en heldur er það að verða leiðigjamt að fylgjast með þessum framámönnum á Húsavík sendandi hvor öðrum tóninn ár eft- ir ár. Varla hugnast Húsvíkingum þessar sífelldu persónulegu deilur, enda gera þær eflaust lítið annað en að skaða ímynd Húsavíkur. Grátkórinn Hann er heldur bet- ur búinn að vera há-1 vær „grátkórinn" eft-1 ir hryllilegt tap ís- lenska landsliðsins í I körfubolta fyrir I miðlungsliði Portú- [ gals á dögunum. I Hefur hver „grátið“ í kapp við annan en enginn hærra eða lengur en þjálfari liðsins, Frið- rik Ingi Rúnarsson, enda málið einna grátlegast fyrir hann. Moggi tók 4 dálka undir „grát“ þjálfarans. Þar fór hann hamförum og úr varð hin merkilegasta lesning. En það er ekki nóg að vera borubrattur fyrir leiki og reyna að vera það eftir leiki- með endalausu málæði, það eru „grjótharðar" úrslitatölumar sem skipta öllu máli - og ekkert annað. Menn skulu svo sjá það fyrir næstu leiki íslands í keppninni í haust að það verður reynt að blaðra sig í gang með setningum eins og að „það sé möguleiki að stríða þeim“ og fleira í þeim dúrnum. Það mun ekki breytast en vonandi breytist leikur íslenska liðsins - og það bara talsvert... Færðarfræðasetur Jóhannes Sigur- jónsson, ritstjóri Vik- urblaðsins á Húsavík, telur sig hafa vit- neskju um að í kjöl- far „þrenginganna" í Þrengslunum á dög- unum íhugi Byggða- stofnun að koma á fót svokölluðu „færðarfræðasetri" þar sem boöið verði upp á nám- skeið í þrengsla- og ófærðarfræð- um. í framtíðinni gæti svq verið boðið upp á framhaldsnámskeið fyrir lengra komna þar sem áhersla yrði m.a. lögð á hlustun, skilning og túlkun á veðurfréttum og í stærðfræði ófærðar yrði unnið markvisst með formúluna: snjó- koma + 20 vindstig = skafrenning- ur. Það er loft í Þingeyingunum eins og fyrri daginn og þeir gera stólpagrín að suðvesturhomsbúum að venju og er það vel. Langbest Þeir voru ekki beint súrir á svip eftir frumsýningu, aðstandendur Shakespeare-sýn- ingarinnar sem stendur yfir í Iönó þessa dag- ana. Að venju var glasagángur baksviðs í leikslok og svo komu helstu aðstandendur sýningarinnar í sjónvarpið. „Þú er langbesta leikkonan á íslandi," sagði leikstjórinn, Benedikt Er- lingsson og faðmaði leikkonuna Halldóru Geirharðsdóttur. „Þú ert langbesti leikstjórinn á Is- landi,“ svaraði leikkonan og svo féllust þeir í faöma þessir miklu snillingar sem samkvæmt þessu eiga ekki jafningja sina hér á landi...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.