Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 16
16
Menning
MÁNUDAGUR 6. MARS 2000
PV
Öskudagsfyrirlestur
Á morgun kl. 17 verður fyrirlestur í tilefni
öskudags (sem er daginn þar á eftir!) í stofu
301, Árnagarði. Þar flytur danski þjóðfræðing-
urinn Carsten Bergenhoj erindið: „Masks in
Action - Nordic Christmas Mumming" um
bakgrunn, tilgang og skipulag dulbúningasiða
barna á Norðurlöndum.
Ritþing Þórarins
Aðdáendur Þórarins Eidjárn ættu að flýta
sér að taka frá laugardaginn kemur, 11. mars,
því þá verður haldið ritþing um hann og verk
hans í Gerðubergi. Spyrl-
ar verða tvær skáldkon-
ur, Adda Steina Björns-
dóttir og Steinunn Sig-
urðardóttir, en Steinunn
var ásamt Þórarni meðal
listaskáldanna vondu
sem lífguðu ljóðið með
munn-við-munn aðferð-
inni á áttunda áratugn-
um. Verður fróðlegt að
heyra hvað Steinunni hef-
ur alltaf langað til að
spyrja Þórarin um.
Stjómandi ritþingsins
verður Andri Snær Magnason, maður af nýrri
kynslóð en sem rímar skemmtilega við tíma-
bilið þegar Þórarinn og Steinunn komu fram.
Hann hóf feril sinn sem ljóðskáld, alveg eins
og þau, en sneri sér síðan að sagnagerð, alveg
eins og þau, og hann langar - eins og lista-
skáldin vondu - til að fólkið i landinu heyri og
nemi hvað hann hefur að segja.
Þetta gæti orðið mjög skemmtilegt! Ritþing-
ið hefst kl. 13.30.
Samtímamyndlist
í dag kl.12.30 heldur Guðmundur Oddur,
grafiskur hönnuður og kennari við Listahá-
skóla íslands, fyrirlestur i húsnæði skólans
Laugarnesvegi 91. Þar segir hann frá ferð
sinni til Slóveníu með viðkomu á bókamessu
í Frankfurt og á Tviæringnum í Feneyjum.
Spjalli hans er svo fylgt eftir á miðvikudag-
inn kl. 12.30 í stofu 113 í Skipholti 1 þegar Jón
Proppé, listfræðingur og gagnrýnandi, fjallar
um Tvíæringinn í Feneyjum og veltir fyrir sér
stefnum og straumum í samtímamyndlist.
Námskeið eru á döfmni við Opna listahá-
skólann í myndbandsvinnslu og klippingu í
tölvu (kennari Arnfinnur Einarsson myndlist-
'armaður) og efnisfræði, meðal annars ýmissa
plast- og gúmmíefna (kennari Helgi Skafta-
son).
Gyrðir fékk þrjú ár
Hinir fjölmörgu aðdáendur og velunnarar
Gyrðis Elíassonar skálds og
höfuðsnillings islenskrar
tungu geta glaðst yfir því að
honum hefur nú verið út-
hlutað starfslaunum í þrjú
ár frá og með þessum mán-
uði. Við getum strax farið að
hlakka til afrakstursins.
Um siðustu bók hans,
Hugarfjallið (1999), sagði Jón
Yngvi Jóhannsson meðal
annars hér í DV: „Mörg af
bestu ljóðum bókarinnar fjalla um samband
birtu og myrkurs, sumars og vetrar og ekki
síst náttúru og hugar sem renna algerlega
saman í samsettum orðum sem kveikja
ferskar en óræðar myndir. Hér eru orð eins og
„Hugarfjair, „augngrös", „skáldskaparvatn"
og „hugarskógur". Þetta er að mörgu leyti sér-
kennileg náttúruskynjun, eða kannski öllu
heldur náttúrusköpun, því fyrirbærin sem hér
er ort um eiga það sameiginlegt að verða fyrst
til í tungumálinu. Allt kemur þetta saman i
magnaðri nýgervingu í ljóðinu Sálarvor:
Skáldskaparvatnið
er ísi lagt, en þaó eru
komnar vakir i ísinn
og stöku Ijóð vœtlar
upp á skarirnar.
Síðasti vetrardagur er liðinn. “
„Upstairs - downstairs“
Eitt verka Ólafar Björnsdóttur í i8.
Ólöf fókuserar á þekkt smáatriði en með útúrsnúningum verður „hin
vísindalega rannsókn “ að algjörum þykjustuleik.
Skömmu fyrir jól var haldin sýning í Ný-
listasafninu undir yfirskriftinni Fjarskyn en á
meðal sýnenda voru þær Helga Óskarsdóttir
og Ólöf Björnsdóttir. Nú eru þær hvor með
sina einkasýninguna, þó að þessu sinni sé
vart hægt að hugsa sér ólíkari aðstæður.
Helga sýnir í mest „underground“ sýninga-
húsi bæjarins, á efri hæðinni í gula hústöku-
húsinu á homi Frakkastígs og Lindargötu
sem nokkrir ungir listamenn og myndlistar-
nemar tóku traustataki í byrjun febrúar. Ólöf
sýnir hins vegar í Gallerí 18 þar sem aðallinn
sýnir (ef hann er þá til).
Landslag í naglagötum
Efri hæð Gula hússins (sem ég held að sé
kallað svo) hentar ekki fyrir hvað sem er og
hefur heldur ekki verið snurfusað um of. Sýn-
ingarrýmiö er undir súð og veggirnir eru með
gamalli málningu, alsettir gömlum naglagöt-
um og sárum. Helga nýtir sér þessar aðstæð-
ur og hefur komið sjö litlum ljóskösturum fyr-
ir inni í rýminu sem að öðru leyti er
myrkvað. Undir hverjum kastara er litið
stækkunargler og í gegnum hvert og eitt get-
ur maður skoðað eina af holunum í veggjun-
um. Og það merkilega er að landslagið í
hverju gati er sérstakt, engin tvö eru eins.
Innan í gömlu málningalögunum leynast
allrahandanna göng, hvelfingar og skútar,
misjafnlega greiðfær eða stífluð með dularfull-
um skufsum og tæjum sem minna mann á af-
leiðingar náttúruhamfara.
Þessi litla sýning flytur kannski ekki neinn
óskaplegan boðskap en hún minnir okkur á
hve dagleg skynjun okkar er takmörkuð og
hve margt fer fram hjá okkur af því sem ger-
ist umhverfis okkur, ekki síst það smáa.
Helga virðist gagntekin af þessum undirmáls-
heimi en ef ég man rétt sýndi hún alls konar
smádrasl af strætum Lundúnaborgar á sýn-
ingunni í Nýló. Hér er hins vegar ekki um að
ræða neinar uppstillingar með allri þeirri til-
gerð sem þeim óhjákvæmilega fylgir heldur
beinir hún sjónum okkar að húsinu sjálfu og
einhverjum algengustu en jafnframt óáhuga-
verðustu mannvistarleifum sem flestir kapp-
kosta að útmá um leið og þær koma í ljós. Allt
er á sínum stað, það er bara dregið fram.
Nuddtæknibrigði
Yfirbragð sýningar Ólafar er öllu fágaðra
inni í hvítmáluðu og stílhreinu rýminu við
Ingólfsstrætið. Á veggjunum eru ljósmyndir af
listakonunni þar sem hún gefur herðanudd
við ýmis tæköæri í sérhönnuðum sloppi - á
bókasafni, í tölvuveri, við búðarglugga. Á opn-
un (og reyndar eitthvað lengur) var listakon-
an á staðnum, íklædd hvítum heilbrigðis-
stéttasloppnum sem er þeirrar gerðar að
ermarnar tengjast við axlarsaumana á sloppi
nuddþegans. Þannig
verður sjálft nuddið,
þungamiðja sýningarinn-
ar, ósýnilegt. Hins vegar
sýna fjórir kassalagaðir
vaxklumpar hvað „raun-
verulega" gerist innan
sloppanna en í þá eru
mótuð spor fjögurra al-
gengustu nuddtækni-
brigða.
Líkt og Helga fókuser-
ar Ólöf á þekkt smáatriði
en með útúrsnúningum
verður „hin visindalega
rannsókn" að algjörum
þykjustuleik í hennar til-
viki. „Sjónvarpshlíf með
betrunarkreistmerki" er
t.d. augljóslega út í hött
og í samhengi við það
mætti ætla að tölvuverið
sé fáránlegur vettvangur
fyrir herðanuddið. í
raunveruleikanum er
slíkt nudd hins vegar
(eða ætti að vera) viðhaft
á sem flestum vinnustöð-
um til að létta spennu af
streituþjökuðu starfs-
fólki.
Ætla mætti að lista-
kona með bakgrunn sem
nuddari vildi veg nudds-
ins sem mestan en í aðra
röndina er eins og Ólöf
sé að gera grín að þessu
gamla starfl sínu. Þessi
óljósu skilaboð gera
verkið hins vegar mun
meira spennandi en ef
um væri að ræða hreint
og klárt nuddaratrúboð.
Vafalaust hefði ég þó
sannfærst betur hefði ég
brugðið mér sjálf í nudd-
þegasloppinn.
Áslaug Thorlacius
Sýning Ólafar stendur til 2. apríl. Galleríi i8 er opið
fimmtud.-sunnud. kl. 14-18.
Þetta er síðasti myndlistarpistill Áslaugar að sinni.
Hún hefur fengiö starfslaun og ætlar aö snúa sér aö
myndlistinni beint. Viö starfi hennar á DV tekur Aðal-
steinn Ingólfsson.
Enn vex nefið á Gosa
Gosi.
Sjálf þrúðan Gosi er svo eðlileg að á köflum
var eins og hún eignaðist eigið líf.
Spýtustrákurinn Gosi með langa
nefið hefur enn einu sinni vaknað
til lífsins, að þessu sinni á fjölum
Leikfélags Akureyrar. Þetta er
fyrsta fullbúna leikbrúðusýningin
hjá leikfélaginu en sýningin er
samstarfsverkefni L.A og eins-
mannsbrúðuleikhússins 10 fingur
sem er ferðaleikhús Helgu Arn-
alds. Stykkið var frumsýnt á laug-
ardaginn og á Helga Amalds heið-
urinn að sýningunni. Hún er
hvorki meira né minna en höfund-
ur sýningarinnar, handritshöfund-
ur, aðalleikari, brúðuhöfundur,
brúðustjórnandi og hannar þar að
auki búninga og leikmynd.
Sagan um Gosa er eitt af þessum
sígildu ævintýrum sem börn hríf-
ast af aftur og aftur. Sagan hefur
reyndar tekið einhverjum breyt-
ingum í gegnum tíðina eins og
önnur klassísk ævintýri og Helga
Arnalds notar sína eigin útfærslu.
Sýningin tekur einungis rúman
hálftíma þannig að sagan er mjög
þjöppuð og það er er nóg að gerast
á sviðinu allan timann. Enda verð-
ur það lika að vera ætli maður að
halda athygli hinna ungu áhorf-
enda sem sýningin er stíluð inn á.
Gosi hittir refinn og álfadísina,
breytist í asna, fær langt nef og
hvalur gleypir hann, allt á þessum
rúma hálftíma.
Gosi er eina brúðan í sýningunni, fyrir
utan nokkra fiska, hinar persónurnar eru
leiknar af Helgu Arnalds, Þórarni Blöndal og
Herdísi Jónsdóttur en Herdís og Þórarinn
eru bæði starfsmenn L.A. Ljós í öllum regn-
bogans litum og skuggamyndir eiga stóran
þátt í sýningunni og koma vel út - eða eins
og eitt barnið á frumsýningunni orðaði það:
„Þetta er bara eins og í bíó.“ Tónlistin er
einnig Qölbreytt og spannar allt frá einföldu
klukkuspili og spiladósarómi til hip-hop og
neðansjávarhljóða. Sjálf brúðan Gosi er
ósköp sæt og hreyfingar hennar alveg frá-
bærar og á köflum fannst
manni sem hún eignaðist
eigið líf. Skemmtilegasta
atriði sýningarinnar er án
efa neðansjávaratriðið þeg-
ar Gosa er kastað út í sjó
þar sem hann flýtur milli
marglitra fiska og er loks
gleyptur af hval. Það er
lika sérlega skemmtileg
lausn að láta Gosa losna úr
maga hvalsins með þvi að
bora gat á hann með sínu
langa nefi.
Áhorfendur eru margoft
dregnir inn í sýninguna.
Bæði talar Helga sem álf-
konan beint til salarins og i
lok sýningarinnar eru
börnin í salnum beðin að
lita mynd af Gosa sem
dreift er til þeirra. Þau eru
beðin um að hengja mynd-
ina út í gluggann sinn svo
heillastjarna Gosa geti séð
myndina og gert Gosa að al-
vöru strák. Ef marka má
hálffulla nammipokana í
höndum barnanna í lok
sýningarinnar þá hélt sýn-
ingin athygli þeirra það
mikið að mörg þeirra
gleymdu að borða nammið
sitt. Það hljóta að vera
bestu meðmæli sem barnasýning getur fengið.
Snæfríður Ingadóttir
Leikfélag Akureyrar sýnir: Gosa. Handrit: Helga Arn-
alds. Lýsing: Ingvar Björnsson. Tónlist: Kristján Edel-
stein. Brúöugerö: Helga Arnalds, Tómas Ponzi og
Þórarinn Blöndal. Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson.