Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 I>V Fréttir Niöurstöður genarannsókna um uppruna íslendinga: íslenskar konur frá Bretlandseyjum - hvaðan eru karlarnir? spyr Sigríður Dúna í rúm tvö ár hefur íslensk erfða- greining unnið að rannsóknum á upp- runa íslendinga í samvinnu við Ox- fordháskóla og Þjóðminjasafn íslands. Þetta er stærsta og umfangsmesta erfðarannsókn sem gerð hefur verið þar sem rannsakaðar voru hvatbera- arfgeröir 401 íslendings og þær bom- ar saman við sýni úr 2500 öðrum Evr- ópubúum. Hvatberar eru orkustöðvar frumna og eini hluti frumunnar utan kjarna með eigið erfðaefni. Erfðaefn- ið þykir mjög heppilegt til rannsókna á þróunarsögu og skyldleika mann- hópa en DNA-hvatberar erfast ein- ungis í kvenlegg frá móður til barns. Nánast allar hvatberaarfgerðir í núlifandi íslendingum eru komnar beint frá landnámskonum en þær eiga rætur að rekja tO Norðurlanda og Bretlandseyja í nokkuð jöfnuð hlutfóllum, auk smávægilegs fram- lags frá öðrum svæðum í Evrópu. „Fólk vill alveg fallast á þá kenn- ingu að víkingarnir hafi komið við á Bretlandseyjum. Þessir menn bjuggu nokkrar kynslóðir á Bretlandi áður en þeir komu hingað til lands,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir hjá íslenskri erfðagreiningu. Sigrún var ein þeirra sem unnu skýrsluna Erfðaefni hvat- bera og uppruni íslendinga í sam- vinnu við Agnar Helgason, Jeff Gulcher, Ryk Ward og Kára Stefáns- son. íslendingar hafa hlutfallslega færri arfgerðir en næstum allar Evrópu- þjóðir en til að gefa fullnægjandi mynd af erfðamengjum þeirra þarf stærra úrtak en verið er að vinna að því og má búast við fleiri niðurstöð- um áður en langt um líður. Ekki líð- ur á löngu þar til íslendingar geta fengið skorið úr arfleifð sinni með einni blóðrann- sókn. Uppruninn staðfestur „Mér þykja þessar niðurstöð- ur mjög athyglis- verðar. Rann- sóknir i líffræði- Sigríður Dúna iegri mannfræði Kristmundsdóttir: hafa bent m þess Niöurstoöurnar nokkurt árabu eru mí°g athySlls- að skyldleiki veröar. okkar við fólk á Bretlandseyjum væri mun meiri en sögulegar heim- ildir gefa til kynna,“ segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræð- ingur og vísar þar í rannsóknir dr. Jens Ó. Pálssonar en niðurstöður Jens hafa verið þekktar í rúma tvo áratugi. Niðurstöður Jens hafa vísað í þessa átt en ekki verið vissa að hve miklu leyti þær segðu til um samsetn- ingu landnámshópsins út af stóru far- sóttunum sem geisuðu. Þess má geta að Agnar Helgason lauk mastersprófi í mannfræði við Háskóla íslands. Blóðflokkar eru misnæmir fyrir vissum sóttum en meirihluti þjóðar- innar er í O-blóðflokki, líkt og á Bret- landseyjum, en A-blóðflokkur er al- gengari á Norðurlöndum. Þau áföll sem þjóðin hefur orðið fyrir frá því á landnámstíð gætu hafa komið mis- jafnlega niður á blóðflokkum og hafa því eldri tilraunir til að rannsaka uppruna íslendinga, sem studdust við blóðflokka, byggst á líkindum en sam- kvæmt þeim hefur uppruninn bent til allt að 98% „keltnesks" uppruna til 86% norræns uppruna. „Samkvæmt þessum niðurstöðum er verið að stað- festa uppruna okkar með mun meira sannfærandi og óyggjandi hætti,“ seg- ir Sigriður. Sigríður Dúna sagði það hafa kom- ið sér á óvart hve faðernisskráning virðist hafa verið nákvæm hér á landi. „Við höfum löngum heyrt sög- ur af því að börn væru rangfeðruð og prestar og aðrir fyrirmenn létu vinnumenn gangast við börnum sín- um en hlutfallið er svo ótrúlega lágt að það gerir þessar sagnir að þjóðsög- um,“ sagði Sigríður og sagði að með þessu væri hægt að leggja meira traust á genarannsóknir þar sem karlleggurinn væri traustari en menn þorðu að vona. „Svo er spennandi að sjá hvaðan karlamir koma. Ég býst við að íslenskar konur vilji vita með hvaða mönnum þær hafa búið síðast- liðin 1100 ár!“ sagði Sigríður. -hól Byltlng í postulínshúðun fná Villeroy & Boch Þau voru tilnefnd: Hjördís Þóra fyrir hönd Jökuls, Kristín Jóhannesdóttir, Jóhann Morávek, Gísli Sverrir Árnason og Guöný Svavarsdóttir. Davorka og Haukur voru ekki viöstödd. Verðandi bæjarstjóri fékk menningarverðlaun fyrir Hornafjarðarmanna Menningarverðlaun Hornafjarðar fyrir árið 1999 voru tilkynnt og af- hent í síðustu viku. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Albert Ey- mundsson, skólastjóri Hafnarskóla og verðandi bæjarstjóri, fyrir kynn- ingu á spilinu Hornafjarðarmanna og skaftfellsku málfari, sérstöðu þess og framburði, sem kynnt var á fjölmennri ráðstefnu á Hornafirði á síðasta ári. Menningarmálanefnd tilnefndi sex aöila auk Alberts til verðlauna en það voru; Davorka Basrak og Guöný Svavarsdóttir fyrir íslensk- serbneska, serbnesk-íslenska orða- bók, Gísli Sverrir Árnason fyrir að rita sögu verkalýðshreyfingarinnar á Hornaflrði, Haukur Þorvaldsson fyrir menningarmál, Jóhann Morá- vek fyrir tónlistarstörf, Kristín Jó- hannesdóttir fyrir eflingu kórstarfs og Verkalýðsfélagiö Jökull fyrir bókaútgáfu og stuðning við menn- ingarstörf. Inga Jónsdóttir er formaður menningarmálanefndar og sagði hún þegar hún tUkynnti hverjir hefðu hlotið tilnefningu, að mark- miðið með þessum verölaunaveit- ingum væri að eUa og örva menn- ingarlíf í sveitarfélaginu og um leið þakka það sem gert hefur verið. Júlía Imsland Jólakortið komst loks til skila DV, Sauöárkróki: Það er svo sem ekki nýtt að misjafn- lega gangi að koma jólapósti tU skUa Dæmi um það kom upp á Sauðárkróki nú á dögunum og varð nokkurt aðhlát- ursefni á vinnustað í bænum. Þannig er málum háttað að ein af íbúðum Heilbrigðisstofunarinnar á Sauðárkróki hefur staðið auð frá því skömmu fyrir síðustu jól. Hún er í raðhúsalengju i Raftahliðinni og í næstu íbúð við hliðina býr Minny Leósdóttir hjúkrunarkona sem lengi hefur starfað við sjúkrastofhunina á Sauðárkróki. í síðustu viku var Sigmundur Páls- son, húsvörður á sjúkrahúsinu, send- ur til að athuga hvort allt væri ekki í stakasta lagi í tómu íbúðinni og í leið- inni taka póst ef hann hefði borist. Sigmundur kom til baka með nokkum póst og m.a. var í honum jólakort til Minnyar sem greinilega hafði farið inn um ranga bréfalúgu. Þegar Minny opnaði umslagið varð henni heldur betur skemmt því jóla- kortið reyndist vera frá starfssystur hennar til margra ára á deildinni og mun þeim stöllum hafa ratað á munn þau orð „að betra væri seint en aldrei" en það er óneitanlega mjög sérkenni- legt að jólakort sé tvo mánuði að ber- ast á milli fólks sem vinnur á sömu deild og sést nánast daglega. -ÞÁ Kynning á Hornafjarðarmanna. Inga Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar, Albert Eymundsson og Garöar Jónsson bæjarstjóri sem afhenti Albert verölaunin. i i METRO Skeifan 7 * Sími S2S 0800 Hrindir óhreinindum frá sér Opið öll kvöld til kl. 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.