Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 19
18 MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 31 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk„ Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Ósérhlífið björgunarfólk Á annað hundrað björgunarsveitarmanna leituðu í gær vélsleðamanns á Langjökli. Leitaraðstæður voru afar erf- iðar, skafrenningur og skyggni lítið sem ekkert. Fréttir sem þessi eru tíðar, einkum að vetrarlagi. Bjáti eitthvað á treysta menn á net björgunarsveitarmanna víðs vegar um landið. Skemmst er að minnast viðamikillar aðgerðar björgunarsveitarmanna fyrir viku þegar um fimmtán hundruð manns sátu fastir í bílum í Þrengslunum. Það síðdegi og nótt vann björgunarfólk sleitulaust og lagði fram vinnu sina, vel búin tæki og tól til björgunar- aðgerða. Með aðstoð þessa ágæta fólks tókst að koma fjölda fólks í næturgistingu í nálægum bæjarfélögum. Þótt strandaglópar í Þrengslunum hafi ekki verið i lífshættu í bílum sinum var aðgerðin umfangsmikil vegna fjölda þeirra sem koma þurfti í skjól. í öðrum tilfellum, líkt og í leitinni á Langjökli í gær, leita björgunarsveitarmenn þeirra sem óttast er um. Týn- ist fólk eða slasast í óbyggðum er þegar i stað leitað að- stoðar björgunarsveitanna. Hið sama gildir um önnur slys, hvort sem er á sjó eða landi. Sjálfboðaliðar sveitanna er ávallt reiðubúnir og leggja vinnu sína fram endur- gjaldslaust. Þeir hafa stundað þjálfun og eru í stakk bún- ir til þess að takast á við erfið verkefni. Björgunarsveit- irnar hafa yfir að ráða öflugum bílum, vélsleðum, snjóbíl- um og öðrum þeim búnaði sem nauðsynlegur er. Þá eru sérhæfðir menn til klifurs til taks. Sveitirnar ráða einnig yfir góðum fjarskipta- og staðsetningarbúnaði. í raun má segja að þessar sjálfboðaliðasveitir taki að sér björgunarþátt herja annarra landa. Allt starf sveit- anna hefur mjög slípast og stórt skref var stigið í fyrra er Slysavamafélag íslands og Landsbjörg vom sameinuð. Þar með er björgunarstarfið komið undir einn hatt og skipulagning öll auðveldari. Skráðir meðlimir í Slysa- varnafélaginu Landsbjörg era um 20 þúsund og félagar í rúmlega 100 björgunarsveitum eru nær fjögur þúsund. Fé- l^gið er því stærstu sjálfboðaliðasamtök landsins. Landsmenn kunna vel að meta starf björgunarfólksins og styðja því við bak sveitanna. Veigamesta fjáröflunin ár- lega er flugeldasala og í þeim efnum draga menn ekki af sér. Auk þess stunda sveitirnar aðra hefðbundna fjáröfl- un. Ríkið gefur eftir aðflutningsgjöld af tækjabúnaði sveit- anna og styður með öðrum hætti en eflaust mætti sá stuðningur vera meiri miðað við umfang og starfsemi björgunarsveita innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá taka vinnuveitendur björgunarsveitar- manna undantekningarlítið tillit til sjálfboðaliðastarfa þeirra, þurfi þeir snarlega að fara úr vinnu. Nýkjörinn formaður Slysavarnafélagins Landsbjargar, Jón Gunnarsson, hefur lagt á það áherslu að lokið verði samningu laga um réttindi og skyldur björgunarfólks. Formaðurinn bendir réttilega á að björgunarfólkið vinni ábyrgðarmikið starf í umboði lögreglunnar en réttindi og skyldur sé hvergi skilgreint í lögum eða samkomulagi milli þess og lögreglunnar. Þá leggja samtökin og áherslu á að fá fullgildan fulltrúa inn í Almannavarnaráð. Samtökin hafa átt áheyrnarfull- trúa þar í þrjú ár. Enginn efast um mikilvægi starfs björg- unarsveitarmanna og hlutverk Slysavarnafélagins Lands- bjargar á sviði almannavarna. Ósk samtakanna um full- gildan fulltrúa í Almannavamaráð er því bæði eðlileg og sjálfsögð. Jónas Haraldsson I>V Samgöngumál á Suðurlandi • — - - gengið frá breytingu á kjördæma- skipan. Brýnt að stokka upp Hræðileg umferðarslys undanfarið fá menn til að velta því fyrir sér í al- vöru hverjar séu gæfulegustu fram- tíðarlausnimar. Stórverkefni í vega- gerð mega þó ekki verða til þess að gleyma vegakerfinu sem tengir byggðirnar á Suðurlandi. Um 25 % af tengivegakerfi landsins er einmitt að finna á Suðurlandi. Því er orðið brýnt að stokka upp þær reglur sem gilt hafa um úthlutun vegafjár á Al- þingi. Greiðar samgönguæðar, hvort heldur eru hefðbundnir vegir eða samgönguæðar fjarskiptatækninnar, eru byggðavænlegustu verkefni sem hægt er að ráðast í um þessar mund- ir. Með þeim hætti er á auðveldan hátt hægt að tengja saman dreifbýli og þéttbýli og er í raun forsenda þess að hægt sé með góðu móti að sam- eina sveitarfélög og samnýta þjón- ustu byggðarlaganna. Samgöngumál í orðsins fyllstu merkingu eru þvi eitt stærsta hagsmunamál aúra byggðarlaga landsins. ísólfur Gylfi Pálmason Isólfur Gylfi Pálmason alþingismaöur INlatturuoilin minntu okkur Sunnlendinga heldur betur á sig um síðustu helgi. Fyrst drottning eldfjalla ís- lands hún Hekla gamla, sem enn einu sinni sýnir mátt sinn og megin. Hún hefur reyndar gert þetta með ótrúlega jöfnu milli- bili á undanfömum ára- tugum. í beinu fram- haldi af eldgosinu geist- ist óveður um landið þannig að á annað þús- und manns urðu að gefast upp við að komast leiðar sinnar yfir Hellisheiöi eða Þrengslin. Lítiö má út af bera Þetta er einmitt vísbending um þá gífurlegu umferð sem fer um Hellis- heiði og Þrengslin nær daglega og hve miklir farartálmar geta verið á þess- um fjölförnu leiðum. í umræðu um vegamál og jarðgangagerð er þessum leiðum allt of lítill gaumur gefinn. Við erum og sífellt minnt á mikil- vægi einstakrar þjónustu eigenda og starfsmanna Litlu kaffistofunnar, sem daglega lætur svo lítið yfir sér og þeirn goðu þjonustu sem Stefán Þormar og hans fólk veitir allan ársins hring. Hún gleymist gjaman á milli óveð- urskaflanna. Einnig minnir þetta okkur á óeigingjarnt starf lögreglu og björgunar- sveita á íslandi. Nauðsynlegt er að leggja framtíðarplön um hvemig umferðaræðar fram- tiðarinnar eiga að liggja um Hellisheiði. Framtíðarsamgönguæðin —Ég hef bent á mikilvægi þess að kanna til hlítar hvort framtíðar- samgönguæðin á Hellisheiði eigi að vera um göng í gengum heiðina. Hins vegar dregur skýrsian um jarð- göng á íslandi nokkuð úr þeim fram- tíðarvonum sem ég hef borið í brjósti, þó að mér til mikillar ánægju hafi ungir verkfræðinemar í Háskóla íslands fullan hug á að kanna hvort göng í gengum heiðina séu möguleg framtíðarlausn. En áður en horft er svo langt inn í framtíðina er nauð- synlegt að skoða einfaldari lausnir. Lýsing yfir heiðina er ein leiðin. Það er t.d. sáralítið mál að lýsa upp, þó ekki væri nema gatnamótin þar nema gatnamótin þar sem afleggjarinn í Þrengslin ligg- ur, því í dimmviðri og miklum byljum eiga vegfarendur oft í erfiðleikum með að greina þann afleggjara. “ sem afleggjarinn í Þrengslin liggur, því í dimmviðri og miklum byljum eiga vegfarendur oft í erfiðleikum með að greina þann afleggjara. Þetta er sáraeinfalt mál og ætti fyrir löngu að vera búið að framkvæma. Tvö- földun víðar en nú er á þessari leið er einnig til bóta. Suðurstrandarvegur hlýtur að verða eitt fyrsta alvöruverkefnið til þess að tengja saman Suðurland og Suðurnes eftir að formlega verður Lengi Furðulítil umræða hefur orðið um það reginhneyksli, að gáfnaljósin í meirihluta útvarpsráðs, sauðtryggir búhundar stjórnarflokkanna, gengu framhjá langhæfasta umsækjanda um starf yfirmanns innlendrar dagskrár hjá Ríkissjónvarpinu og mæltu með Rúnari Gunnarssyni. Gengið var framhjá Lárusi Ými Óskarssyni, lang- reyndum og alþjóðlega þekktum kvik- myndahöfundi og þáttagerðarmanni. Satt að segja vonaði maður að reynslan af frammistöðu fráfarandi getur yfirmanns, Sigurðar Valgeirssonar, fældi ráðandi öfl frá að láta flokks- skírteinin áfram ráða mannaráðning- um til ríkisfjölmiðlanna, en sú von varð sér til skammar. Rúnar Gunn- arsson hefur það einkum sér til ágæt- is að hafa verið ánetjaður sjónvarp- inu frá upphafi og teljast trölltryggur Flokksmaður. Af frumleik hans eða frumkvæði fer færri sögum. Áróöursmeistarar stjórnvalda Ein af rósunum í hnappagati fyrr- „Eftir mannaskiptin var fréttastofan gélt þegar Kast- Ijósþátturinn var settur inn alla daga eftir fréttir. Fréttastofan stundar ekki lengur neina sjálfstceða dag- skrárgerð. “ vont versnað um yfirmanns innlendrar dagskrár var dauflegur og stefnulaus Mósaíkþáttur- inn sem átti að fjalla um menningarmál, en hefur fjallað um ailt og ekki neitt, enda virðist stjórn- andinn vera illa að sér og áhugalítill um menningar- mál. Eftir mannaskiptin var fréttastofan gelt þegar Kastljósþátturinn var sett- ur inn alla daga eftir frétt- ir. Fréttastofan stundar ekki lengur neina sjálf- stæða dagskrárgerö. Kastljósi stjóma tveir kotrosknir og broshýr- ir krakkar og hafa tekið sér fyrir hendur að gerast áróðursmeistarar r íkisstj órnarinnar. Blygðunarlaust byrjuðu ung- mennin á að kveðja til leiks hvern ráðherrann af öðrum og láta þá vaða elginn án þess gerð væri veru- leg tilraim til að leggja fyrir þá nær- göngular spurningar, einsog háttur er alvörufréttamanna. I þættinum með Davíð Oddssyni gerði annar spyrillinn, Ragna Sara Jónsdóttir, að vísu tilhlaup til að kasta fram nokkrum alvöruspurningum, en ráðherrann brást reiður við og skildi ekki spurningarnar, að eigin sögn! Davíð hefur löngum átt bágt með að umbera lýðræði, þó hann fjasi um það í skálaræðum. Það er háttur ráðamanna í ný- frjálsum og hálffrjálsum ríkjum að beita sjónvarpi til að varpa dýrðar- ljóma á leiðtogana og húskarla þeirra. í Marokkó, Túnis, Alsír, Eg- yptalandi og Tyrklandi hef ég orðið vitni að slíku og veit fáa hluti fá- fengilegri en þessa hvim- leiðu foringjadýrkun, sem að sjálfsögðu er ófrávíkjan- leg regla í alræðisríkjum á borð við írak, Líbýu, Kúbu og Kína. I vestanverðri Evr- ópu er mér ekki kunnugt um þessa áráttu nema á ís- landi, en á Balkanskaga og um austanverða Evrópu er hún líka áberandi. Atgervisflóttinn Ráðning Rúnars Gunn- arssonar er liður í þeirri viðleitni Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks að viðhalda þjónkun öflugasta áróðursmiðilsins við ráð- andi öfl, og virðast þeir hvergi bangnir við áhrifm á lýðræðisþróun í landinu. Hitt er líka ísjárvert að Lárus Ýmir Óskarsson er einn þeirra atgervismanna, sem neyðst hafa til að flýja land vegna þess að þeir hafa ekki viljað semja sig að frumstæðu kerfi pólitísks eindæmis við opinberar stöðuveitingar. Atgervisflóttinn er efni sem stjórnmálamenn fárast stundum um grátklökkum rómi við hátíðleg tækifæri, en þegar kemur til úr- ræða og athafna er einsog þeim sé fyrirmunað að sjá annað en flokks- hagsmuni, enda hafa þeir sér til af- bötunar að verulegur hluti lands- manna sættir sig við gerræðið og spillinguna, ef marka má fylgi Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönnun- um. Þessir kjósendur láta sér í léttu rúmi liggja þó verðleikar séu huns- aðir og lýðræðisreglur virtar að vettugi. Sigurður A. Magnússon Þriggja ára áœtlun ReyJcjavíkurborgar 10 milljarða minnihluti Boðar engin ný tíðindi Þriggja ára fjár- JÉL. hagsáætlun | Reykjavíkurborgar HQBp speglar metnað í einsetningu grunn- skóla, hreinsun strandiengj- unnar og eflingu þjónustu við borgarbúa. Hún sýnir jafn- framt að Reykjavíkurlistinn hefur ekki aðeins stöðvað geigvænlega skuldasöfnun sjálfstæðismanna á fyrri árum heldur greiðir nú niður skuldir sem minnihlutinn skóp komandi kynslóð- um á tímabilinu 1990-1995. Umræðan nú afhjúpar stefnuleysi minnihlutans því hann hefur engar tiilögur fram að Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar. færa um ijármál Reykjavíkur- borgar á næstu þremur árum. Ef ábyrgðarlaus málflutningur hans í borgarstjórn er skoðað- ur kemur í ljós að hann vill lækka útsvar (1.100 m.kr.), fasteignagjöld (300 m.kr.), af- nema holræsagjald (650 m.kr.), stöðumælagjöld (200 m.kr.) og útboð á byggingarrétti (200 m.kr.). Samtals myndu þessar furðutOlögur minnihlutans hafa 2,5 milljarða árlega af borgarsjóði og kosta komandi kynslóðir 10 millj- arða í skuldasöfnun á einu kjörtíma- bili. Þessi þriggja ára áætlun boðar engin ný tíðindi. Gert er ráð fyrir að greiða niður skuldir borg- arsjóðs um einungis 330 millj- ónir á ári, þrátt fyrir stóraukn- ar tekjur hans. Fyrirtæki og stofnanir hafa borgað milljarða inn í hann, útsvar, fasteigna- skattar og gatnagerðargjöld hafa hækkað og aukinn hag- vöxtur hefur fært borgarsjóði mörg hundruð milljónir. Borgin hefur selt eignir þ. á m. Borgarspítalann, fyr- ir 1,6 milljarða. Þær 330 milljónir sem ætlaðar eru til niðurgeiðslu skulda á Viihjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæöisflokks ári eru aðeins lítið brot af því nýja fjármagni sem borgarsjóð- ur hefur verið að fá. Þessi þriggja ára áætlun endurspegl- ar í meginatriðum þær hefð- bundnu framkvæmdir sem borgin þarf að sinna á ári hverju, ss. byggingu skóla, leikskóla og íþróttamann- virkja. Ekki er gert ráð fyrir ráð fyrir þátttöku borgarinnar í byggingu tónlistarhúss. Þá er einungis gert ráð fyrir að verja 40 milljónum í framkvæmdir vegna stofnana í þágu aldraðra, þrátt fyrir langa biðlista fólks í .brýnni þörf fyrir hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur gagnrýnt harölega þriggja ára áætlun um fjármál, rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs sem borgarfulltrúar R-lista hafa lagt fram. Ummæli rangfeðrun „Mér fiimst mjög at- hyglivert að allt að helmingur landnáms- kvenna skuli hafa kom- ið frá Bretlandseyjum. Það leiðir hugann að þeim hugmyndum sem stundum hafa verið á kreiki hér að hér hafi verið keltnesk byggð fyrir landnám norrænna manna og hvort það gæti verið hluti af skýringunni. Hvað rangfeðrunina varðar kemur það mér á óvart að hún skuli vera svona lág því að hér hefur það verið hálfgerð þjóðsaga aö börn væru rang- feðruð í miklu meira mæli en þessar rannsóknir benda til.“ Sigriöur Dúna Kristmundsdóttir, dós- ent í mannfræði, i Degi 3. mars. Það sem er fyrst... „Allir vita að það sem er fyrst er númer eitt, þ.e. fyrsti janúar. Næst á eftir kemur númer tvö. Á hvaða aldursári eru börnin þá þegar þau eru nýorðin tólf mánaða gömul? Á öðru aldursári að sjálfsögðu, það er ár númer tvö. Þá eru börnin orðin eins árs ... í byrjun ársins 2001 á tvöþúsundasta og fyrsta aldursári Jésú er hann 2000 ára, þá fyrst eru aldamót og þá fyrst er Jesús orðinn 20 alda gamall." Carl J. Eiriksson verkfr. í Mbl. 3. mars. Skólinn í forgrunni „Kynning á starfi kennara og aukinn skilningur almennings á mikilvægi þess og ábyrgð er ein af grund- vallarforsendum þess að árangur náist í baráttu kennarastéttarinnar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til á þessu sviði á næstu misserum þannig að sátt skap- ist um að skólinn verði í forgrunni bæði í faglegu og kjaralegu tilliti." Eiríkur Jónsson form. K.í í Sérrit KÍ. ímynd kaupir mað- ur sér ekki „Ég og formaður Bændasamtakanna erum þó sammála um að ímynd bændastéttar- innar í bráð og lengd ráðist fyrst og fremst af því hvemig atvinnu- greinin stendur sig ... Það breytir ekki því að í nútímaþjóðfélagi þurfa menn að koma því á framfæri sem þeir telja sig gera vel. ímynd kaupir maður sér ekki, bak við ímyndina verður að vera einhver trúverðugleiki." Sigurgeir Þorgeirsson, framkvstj. Bændasamtaka íslands, í Degi 3.mars. Skoðun x Leigcw hefur hœkkað Hitinn hefur hoekkað Sjúkrakostnaður hefur hœkkað En við höfum allavega náð tökum á verðbólgunni Hver veðjar á Hjálmar Árnason? Mikil orkunotkun fylgir nútímalífi iðnvæddra þjóða. Góð lífskjör á vest- ræna vísu byggjast á orkunni; orkuverð hefur því afgerandi áhrif á allar hagvísitölur. En neikvæð- ar hliðar fylgja, koltvísýr- ingur, gróðurhúsaáhrif, geislun, umhverfismeng- un. Vatns- og jarðvarma- orka er takmörkuð en vindorka (3-5 kr/kWst) og sólarorka er ákaflega dýr. Það er að vonum að marg- ir hafi áhyggjur af framtiðarvelferö, en spámenn eru margir. Við „ höfum veðjað á vetni,“ sagði Hjálmar Árnason þingmaður í Sjón- varpi 15.2. sl. Þátturinn Deiglan fjall- aði þá um notkun vetnis sem elds- neytis fyrir farartæki. Þátttakendur voru iðnaðarráðherra, forstjóri SVR, fulltrúi frá Nýorku og efnafræðing- ur; auk þess var rætt við fólk utan þáttarins. Ráðherranum var bjarnar- greiði gerður með þátttökunni þar sem hver vísaði á annan, en enginn virtist vita um hvað væri að ræða nema efnafræðingurinn. Stundum var sem Gísli, Eiríkur og Helgi væru að kveðast á. Egill Helga- son grínisti kom strax auga á aðalat- riði málsins á Rás 2. Hann spurði hvort þetta væri ekki bara bull þar sem vetnið væri ekki orkugjafi þar sem orku þyrfti til að búa það til! Or. Jónas Bjarnason efnaverkfræOingur vetnisgeymum voru fyrir ofan höfuð gestanna í Þýska- landsferðinni og að sæti voru upphækkuð vegna mikils rúmmáls efnarafala? Upplýsingar koma að utan Öll fyrirtæki í orku- og bílabransanum verða að kanna allar leiðir í orkumál- um til þess að meta notkun- arsvið þeirra. Haft var eftir Þjóðverjunum að þeir teldu vetnið framtíðareldsneyti; mjög sterk röksemd fyrir fávísa, það er notað í dag á eldflaugar! Þjóðverjar framieiddu megnið af eldsneyti sínu fyrir hálfri öld; það var gert úr kolum og var mjög dýrt. Þeir þekkja bitra „orkuinnilokunarkennd". Auk þess hefur málið pólitíska þýðingu gagn- vart OPEC, ef í nauðir rekur má sleppa olíu. Þjórsárvirkj'anir aliar Haft var eftir forstjóra Landsvirkj- unar að eina Búrfellsvirkjun þyrfti td málsins; að vísu kom ekki fram hvort átt væri við farartæki á landi ein- göngu. Greinilegt er að einhver hefur platað forstjórann; nær er að ætla að adar Þjórsárvirkjanir þyrfti td. Þing- maðurinn telur orkuframtíð landsins bjarta þvi hægt sé að búa við sjálfs- þurftarbúskap; þetta er gömul lumma. íslendingar hafa samleið með öUum Vesturlöndum í orkumálum; ef olíu- verð hækkar margfalt er það vont fyr- ir alla, verð á aðdráttum hækkar sem og virkjunarkostnaður. - Vetnisdæm- ið verður áfram jafn óhagkvæmt. Ef taka á þátt í umræddu ævintýri verður að líta á málið á sama hátt og björgunarbáta í skipum. Þeir eru nauðsynlegir en ekki ætiaðir tU notk- unar nema í neyð. Best er að láta drengjabankann meta væntingar tU þingmannsins og fjármagna klabbið. Ef ísland tekur þátt í orkutUraunum er skynsamlegast að fara þá leið sem líklegust er tU að verða gjaldgeng næstu 50 ár, þ.e. notkun svokaUaðra tvíorkubíla. Því yrði örugglega vel tekið. Dr. Jónas Bjarnason Nokkrar staöreyndir Vissulega væri gott að losna við koltvísýringsmyndun og nota inn- lenda orku. Vetni má nota sem elds- neyti fyrir farartæki eins og hópi Is- lendinga var nýlega sýnt í Þýska- landi. Þetta hafa menn vitað i ára- tugi en kostnaður verður margfald- ur. Rafmagn er oftast dýrasta form orku og ef það er notað til að fram- leiða orkumiölara fyrir farartæki er verið að nota „smjör sem koppa- feiti“. Raforku er best að nota beint í sporvögnum eða rafbílum. Sú leið hefur verið reynd hér en verið of dýr þó orkunýting sé góð, ef ekið er skammar leiðir. Vetni hefur vonda eiginleika og kostnaður við geymslu þess er mjög hár. Orkunýt- ing við brennslu kolvatnsefna er nú mest 24-37% en nýting í vetnisdæm- inu er enn lægri þótt vetnisrafaUinn einn geti gefið 80-90% nýtingu. Vissi iðnaðarráðherrann að tvö tonn af „Rafmagn er oftast dýrasta form orku og ef það er not- að til að framleiða orkumiðlara fyrir farartœki er verið að nota „smjör sem koppafeiti“. Raforku er best að nota beint í sporvögnum eða rafbílum. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.