Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 13. MARS 2000 7 DV Fréttir Heyfengur í Skagafiröi í tæpara lagi: Ljóst að hrossa- fjöldi er of mikill - segir Bjarni Maronsson forðagæslumaður „í heildina má segja að þetta sé í járnum með heyfeng í héraðinu. Nokkuð margir eru í knappara lagi með hey og ljóst að þeir verða að grípa til þess fyrr en seinna að drýgja heyin, þá væntanlega með kjarnfóðurgjöf, því það verður trú- lega erfitt að útvega sér hey úr þessu. Ég hef svo sem ekki áhyggj- ur af að menn bjargi sér ekki en við munum fylgjast með áfram,“ segir Bjarni Maronsson, forða- gæslumaður hjá Búnaðasambandi Skagafjarðar, sem annast forða- gæslu fyrir sveitarfélagið eins og síðasta vetur. Bjarni segir að bændur hafi verið búnir með allar fyrningar eftir óhemju gjafafrekan vetur. Síðan hafi þeir fengið kalin tún ofan í kaupið í vor og heyfengur því verið í naumara lagi eftir síðasta sumar. „En bændur stóðu sig mjög vel síð- asta vetur og útveguðu sér hey og fóður í tíma og fóðrunin var í góðu lagi. Síðan hefur þessi góði vetur orðið til þess að menn hafa getað sparað heyfeng, en þeir gera það nú ekki eftir þetta,“ sagði Bjarni Mar- onsson. En ásetningur mun hafa verið í knappara lagi í haust hjá mörgum og trúlega hefur góð tíð framan af orðið til þess að menn fækkuðu ekki eins mikið og raunar hefði þurft. „Það er alveg ljóst að hrossafjöldi í héraðinu er of mikill og þetta er slæmt varðandi beitarþol og líka það að menn geta ekki gefið með þessu endalaust. Menn gætu haft miklu betur út úr hrossabúskapn- um með því að fækka i stóðinu og gera þá betur við úrvalið,“ segir Bjarni Maronsson. -ÞÁ Ekki litið eins illa út meö grásleppuna lengi: Veiðimenn lítið spenntir - ef verð lækkar enn „Þetta er mjög óljóst meðan menn vita ekkert hvað fæst fyrir tunnuna og ég held að það sé alveg víst að menn eru lítið spenntir fyr- ir veiðunum ef verðið lækkar enn frá því í fyrra. Mér sýnist aö útlitið með grásleppuvertíðina hafi ekki verið svona slæmt mörg síðustu árin,“ segir Steinn Rögnvaldsson, bóndi og grásleppuveiðimaður á Hrauni á Skaga, en nú styttist í að veiðar á grásleppu megi hefjast. Það hefur venjulega verið um 20. mars hér fyrir norðan. Steinn sagði að verksmiðjurnar héma vildu kaupa hrogn en ekki væri búið að fá fast verð fyrir eina einustu tunnu og menn vildu ógjarnan byrja veiðar fyrr en það væri komið á hreint. Annars munu birgðir vera miklar á markaðnum eftir gífurlega veiði Kanadamanna á síðustu vertíð. Þeir veiddu 17.700 tonn á þremur vikum þrátt fyrir að kvótinn hafi verið miðaður við 50 net á bát. Þá hafa Grænlendingar komið inn á markaðinn síðustu árin með um 3.000 tonna ársveiði en þeir segjast ætla að halda sér við það magn þrátt fyrir að geta veitt mun meira og hættu veiði í fyrra í bullandi fiskiríi. Verð á grásleppuhrognum lækk- aði mjög í fyrra. Þá fengust 41 þús- und krónur fyrir tunnuna framan af vertíð og fyrir útflutninginn. Eft- ir 20. apríl féll verðið hins vegar niður í 38 þúsund fyrir tunnuna hér innanlands. Grásleppuveiðimenn óttast að verðið lækki enn frekar nú í ár og heyrst hafa tölur niður í 22.500 kr. fyrir tunnuna en Steinn á Hrauni telur að þar miði menn við verð sem hrogn frá Kanada voru keypt á síðasta vor. -ÞÁ DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSON Aldargamalt höföingjahús Villa Nova, eöa Nýja húsiö, á Sauöárkróki hýsti margan góöan manninn og um áratugaskeiö var þar landsfrægt hótel. Nú hefur húsiö veriö friöaö. Hótel Villa Nova friðlýst DV, SAUDÁRKRÖKI: Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur gefið út tilkynningu þess efnis að húsið Villa Nova á Sauðárkróki sé friðlýst á ytra borði. Villa Nova er sögufrægt hús, norskt að uppruna, byggt árið 1903 í svokölluðum Kata- logstil. Það stendur yst í gamla bæn- um á Sauðárkróki og setur óneitan- lega sterkan svip á bæjarhlutann. Húsið var upphaflega reist sem íbúðarhús en um 30 ára skeið var þar rekið hótel. Árið 1972 keyptu Ragnar Arnalds og Haukur Hafstað húsið. Skömmu síðar var stofnað hlutafélagið Villa Nova hf. sem haföi það markmið að vinna að varöveislu hússins. Að sögn Jóhanns Svavarssonar, eins af stjómarmönnum Villa Nova hf., hefur talsvert verið unnið við endurbætur á húsinu undanfarin ár en mikil vinna er þó eftir. Hann seg- ir ákvörðun Húsafriðunamefndar ánægjulega enda sé þarna um hús að ræða sem tvímælalaust hefur verulegt byggingar- og menningar- sögulegt gildi. Með friðlýsingunni séu a.m.k. líkur á að meiri fjárfram- lög fáist úr opinberum sjóðum en hingað til sem muni létta á allri framkvæmdinni í heild. Jóhann seg- ir að þeir sem að þessu vinna stefni á að endurbótum utanhúss verði lokiö á hundrað ára afmæli þessa merka húss. -ÖÞ Hann Turni litli er voða góður hundur. Hann þekkir nafnið sitt, bítur ekki og getur staðið á afturlöppunum. En Tumi er enginn varðhundur. Hann myndi líklega flaðra upp um alla innbrotsþjófa. Og sleikja á þeim nefið. HAUKKA Haukka er fullkomið eftirlitskerfi sem þú stjórnar með GSM síma En þú þarft ekki á varðhundi að halda til að fylgjast með eignum þínum. Haukka sér um þá hlið mála. Með Haukka farstjórnunarbúnaði getur þú látið GSM símann þinn vara þig við ef eitthvað óvenjulegt er á seyði í sumarbústaðnum þínum, bátnum eða jafnvel heima. Haukka er hvort tveggja í senn, þjófavörn og eldvarnarkerfi. Það skynjar reyk, hreyfingu og breytingar á hita- og rakastigi. Ef eitthvað er ekki eins og það á að vera lætur kerfið þig vita með SMS skilabcðum. Haukka er auk þess stjórnstöð. Þú getur til dæmis stjórnað hitanum og kveikt og slökkt Ijósin með GSM símanum þínum. Það getur Tumi litli örugglega ekki. FÆST í VERSLUNUM SÍMANS SÍMINN-GSM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.