Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 16
16
Menning
MÁNUDAGUR 13. MARS 2000
x>v
Kvikmyndahátíð í
Rúðuborg
Ungfrúin góða og Húsið eftir Guðnýju Hall-
dórsdóttur verður fulltrúi íslands á norrænu
kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg 15.-26. mars,
segir í skeyti frá fréttaritara menningarsíðu í
París, Einari Má Jónssyni. Hún er ein þeirra
níu kvikmynda sem valdar hafa verið til að
taka þátt í sanikeppninni. Meðal annarra
mynda má nefna Fucking Ámál eftir Svíann
Lukas Moodysson sem hefur notið gífurlegra
vinsælda á Norðurlöndum. Sýndar verða
myndir frá öllum Norðurlöndunum og einnig
er þáttur Hollendinga stór, en minna ber á
kvikmyndum frá Eystrasaltslöndum þar sem
talsverð kreppa hefur verið í kvikmyndagerð
á þeim slóðum að undanfornu.
Að venju kennir margra grasa á hátíðinni.
Oft hefur einn rithöfundur verið tekinn fyrir
og sýndar kvikmyndir sem gerðar hafa verið
eftir verkum hans, m.a. var einu sinni dag-
skrá helguð Halldóri Laxness og í fyrra var Ib-
sen í þessum sessi. Nú er röðin komin að H.C.
Andersen sem hefur orðið uppsprettulind
kvikmyndahöfunda víða um heim alveg siðan
1908. Önnur dagskrá verður helguð sænsku
leikkonunni Harriet Andersson sem ekki varð
síst fræg fyrir leik sinn í kvikmyndum Ing-
mars Bergmans.
Margvíslegar aðrar uppákomur verða í
tengslum við hátíðina, myndlistarsýningar,
danssýningar og tónleikar. M.a. mun Fern
Nevjinsky leika islenska tónlist, verk eftir Pál
ísólfsson, Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson
og fleiri og Ólöf Ingólfsdóttir sýnir dans.
Cosmos Jóns
Á laugardaginn var opnuð í sal 2 í Lista-
safhi íslands sýning á verkinu Cosmos eftir
hinn snjalla og frumlega myndlistarmann Jón
Gunnar Árnason. Þetta er innsetning sem var
fyrst sýnd á Tvíæringnum í Feneyjum 1982 og
tilheyrir röð verka Jóns sem tengjast sólar-
orkunni og aðdráttaraflinu. í þeim leitaðist
Jón Gunnar við að fanga rýmið og orkuflæðið
í alheiminum inn i verk sín og notaði til þess
bæði spegla og steina. Cosmos er í eigu Lista-
safnsins.
Þekktasta verk Jóns Gunnars, Sólfar, sem
stendur við Skúlagötu, er frá svipuðum tíma
og unniö út frá skyldum hugmyndum og
Cosmos. Hinir fjölmörgu aðdáendur þess ættu
að nota tækifærið og upplifa Cosmos meðan
það (hann?) dvelur í sal 2 en þar verður verk-
ið til 9. apríl.
Djöflarnir á förum
Nú fer hver að verða síðastur að sjá Djöfl-
ana í Borgarleikhúsinu, hina mögnuðu upp-
færslu Rússanna Borodíns og Benediktovs og
Leikfélags Reykjavíkur á leikgerð samnefndr-
ar skáldsögu Dostojevskis. Er áhugamönnum
um leikhús eindregið ráðlagt að láta sýning-
una ekki fram hjá sér fara.
Leikhúsgestir hafa nokkuð kvartað undan
því að þeir átti sig ekki alveg á persónum
leiksins sem eru margar eins og gjaman er i
klassískum rússneskum skáldsögum - Rússar
eru svo ansi margir, við verðum að skilja það.
En nú er væntanleg - beinlínis í dag - þýðing
Ingibjargar Haraldsdóttur á skáldsögunni
sjálfri svo að enginn þarf lengur að fara í graf-
götur um hver er hver í Djöflunum.
Á myndinni eru Guðrún Ásmundsdóttir og
Friðrik Friðriksson í hlutverkum sínum.
Leiklíst
Leikið með mat
DV-MYND TEITUR
Jakob Þór Einarsson leikur viö Nönnu Kristínu Magnúsdóttur í Leikjum
„Óskandi er að Bjarni Bjarnason haldi áfram á þessari braut því einþáttungarnir eru lipurlega
skrifaöir og samtöl sérlega eölileg. “
Sú nýbreytni stjómenda Iðnó að bjóða upp
á stuttar leiksýningar i hádeginu hefur mælst
vel fyrir. Verkin sem þegar hafa verið sýnd,
Leitum að ungri stúlku eftir Kristján Þórð
Hrafnsson og Þúsundeyjasósa Hallgríms
Helgasonar, unnu fyrstu og önnur verðlaun í
samkeppni um hádegisleikrit í tilefni af end-
uropnun Iðnó. Þriðju verðlaun í þeirri sam-
keppni hlaut Bjarni Bjarnason og siðastliðinn
fostudag var verk hans frumsýnt.
Reyndar væri réttara að tala um verk í
fleirtölu því sýningin Leikir samanstendur af
þremur stuttum einþáttungum. Umfjöllunar-
efni allra eru samskipti kynjanna (eins og
flestra leikrita ef út í það er farið!) og „leikirn-
ir“ sem einkenna þessi samskipti. í fyrsta
þættinum fá áhorfendur að fylgjast með því
hvernig kvennabósi á miðjum aldri ber sig að
við að taka unga konu á löpp á kaffíhúsi. Þrátt
fyrir fremur hallærislega tilburði tekst hon-
um að mæla sér mót við konuna þetta sama
kvöld en áhorfendum er látið eftir að geta í
eyðurnar um útkomu stefnumótsins. Gagn-
kvæm hrifning parsins í miðþættinum er öll-
um augljós en þar sem hvorugt kann til verka
í þeim flókna leik sem samdráttur karls og
konu er fer púðrið í að ræða fræðilega um
kossa í stað þess að njóta þeirra. Hjónin í
lokaþættinum eru ekki öfundsverð því konan
leikur sér að þvi að æsa upp mann sinn en
hafnar honum um leiö. I þeirra tilviki er
„leikurinn" orðinn að sjálfskaparvíti sem
hvorugt virðist fært um að komast út úr.
Nanna Kristín Magnúsdóttir og Jakob Þór
Einarsson fara með öll hlutverkin í Leikjum og
komast ágætlega frá sínu. Jakob Þór átti reynd-
ar frekar erfltt með að samsama sig kvennabós-
anum í fyrsta þætti en efldist í hlutverki spek-
ingsins og var mjög góður sem ráðvillti eigin-
maðurinn í lokaþættinum. Leikur Nönnu Krist-
ínar var jafnari en einnig henni tókst best upp í
lokaþættinum og er það fyllilega í samræmi við
þá stígandi sem einkenndi sýninguna í heild.
Stefán Karl Stefánsson er að þreyta
frumraun sina sem leikstjóri í þessari upp-
færslu og velur að hafa sýninguna raunsæis-
lega, bæði í umgjörð og leik. Textinn býður
upp aðrar og fantasíukenndari leiöir en hér
var kosið að sigla lygnan sjó.
Skáldsögur Bjama Bjamasonar hafa vakið
verðskuldaða athygli en Leikir er fyrsta verk
hans fyrir svið. Óskandi er að hann haldi
áfram á þessari braut því einþáttungamir eru
lipurlega skrifaðir og samtöl sérlega eðlileg.
Það er alltaf gaman að sjá texta lifna á leik-
sviði en eftir að hafa horft á Leiki hafði ég á
tilfinningunni að ég hefði skemmt mér álíka
vel við lestur einþáttunganna. Ekki vegna
þess að þeir séu „bókmenntalegir" heldur
vegna þess hve litlu sviðsetningin bætti við.
P.S. Þeir sem koma í Iðnó í hádeginu gera
það vegna leiksýningarinnar en koma líka til
að næra sig. Súpan sem var boðið upp á með
Leikjum bragðaðist ágætlega og var vel heit.
Hins vegar kom brauðið á borðið löngu eftir
að súpan var borin fram og aldrei kom þjónn
til að athuga hvort við vildum drekka eitt-
hvað annað en vatn. Þetta ber ekki vott um
mikla fagmennsku!
Halldóra Friðjónsdóttir
Leikfélag íslands sýnlr í Iðnó: Leikir. Höfundur:
Bjarni Bjarnason. Leikmynd og búningar: Rannveig
Gylfadóttir. Lýsing: Kjartan Þórisson. Leikstjóri:
Stefán Karl Stefánsson.
Fyrstu tónleikarn-
ir í kammertónleika-
röð Garðabæjar árið
2000 fóru fram á
laugardag fyrir nær
fullu húsi áheyr-
enda. Þetta vom lika
fyrstu opinberu tón-
leikar Hljómkórsins
sem er skipaður 15
söngvurum að því er
stendur í efnisskrá
(ég taldi að vísu 17
en tveir hafa
kannski verið fengn-
ir að láni fyrir þetta
tækifæri). Hann var
stofnaður árið 1993
og hefur að mestu
sungið við kirkjuleg-
ar athafnir. Stjórn-
andi var Gerrit
Schuil og Richard
Simm sá um orgel- og
píanóleik.
Dagskráin fyrir
hlé fór fram í
Vídalínskirkju og hóf
kórinn raust sína í hinni þekktu mótettu Bachs,
Jesu meine Freude þar sem Bach tónsetur sálm
eftir Johann Franck og texta úr bréfi Páls post-
ula til Rómverja. Flutningur þessa verks var
ansi misjafn. Byrjunin og lokin voru falleg og
flutt af öryggi en það er hinn þekkti sálmur J.
Crúgers og hefur kórinn eflaust sungið hann oft-
ar en einu sinni. Það sem kom á milli var upp
og ofan en þó margt fallega gert. T.d. voru
altraddirnar finar í Denn das Gesetz og Weg mit
allen Schatzen var í góðu jafnvægi, sömuleiðis
Gute Nacht sem var hógvært og fallegt. Við-
kvæmar innkomur í Er ist nun nichts voru
stundum ekki alveg 100%, smá óöryggis gætti
þá sérstaklega í karlaröddunum og einhver los-
arabragur var einnig á So aber Christus...; Ihr
aber seid... og So nun der Geist... hefðu fyrir
minn smekk gjaman mátt vera dálítið hressari
með meiri léttleika. Mér fannst líka vanta svo-
DV'MtND pjetur
Hljómkórinn á æfingu undir stjórn Gerrits Schuil
„Kórinn geislaöi afkrafti, sönggleöi og öryggi og úr verkunum skein ást og hlýja sem fékk hjartaö til aö slá örar
af hoppandi hamingju. “
lítið upp á himneska tæra klingjandi í sópranin-
um en þar eru margar stórar raddir saman-
komnar, vel skólaðar en flestir ef ekki allir með-
limir kórsins em menntaðir í sönglistinni.
Ave verum corpus eftir Mozart kom þar á
eftir og var það sungið af djúpri einlægni
þannig að maður fékk kökk í hálsinn og tár í
augun enda eitt fallegasta tónverk í heimi.
Ave Maria úr Quatro Pezzi sacri eftir Verdi
var svo lokaverkið fyrir hlé, þar söng kórinn
án undirleiks í magnaðri raddsetningu þar
sem línurnar virðast endalausar og flæða
milli radda á áhrifamikinn hátt og var það
ágætlega flutt af kórnum þó það hefði þolað
smá finpússningu hér og þar.
Eftir hlé færðu áheyrendur sig yfir í safnað-
arheimilið Kirkjuhvol þar sem beið þeirra
mikil söngveisla. Fluttir voru Liebeslieder-
Walzer sem Brahms samdi sumarið 1869.
Hann var þá tíður gestur hjá Clöru og Júlíu
Schumann og er augljóst að Brahms hefur á
þessum tíma verið syngjandi sæll og glaður.
Lögin eru samin við pólsk, rússnesk og ung-
versk ljóð sem Georg Friedrich Daumer sneri
yfir á þýsku og eru hvert öðru fallegra með
ljúfri Vínarsveiflu. Með kórnum léku Gerrit
og Richard fjórhent á píanó og var útkoman
hreint afbragð. Allt small saman og hvergi bar
skugga á. Kórinn geislaði af krafti, sönggleði
og öryggi og úr verkunum skein ást og hlýja
sem fékk hjartað til að slá örar af hoppandi
hamingju. Gerrit og Richard voru vel sam-
stilltir í skemmtilegum píanópörtunum og
upplifunin var slik að maður vildi helst ekki
að þetta tæki enda. Sat brosið fast á gagnrýn-
anda langt fram eftir kvöldi.
Arndls Björk Ásgeirsdóttir
Tónlist
Syngjandi gleöi