Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 28
40 MANUDAGUR 13. MARS 2000 Ættfræði DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson «a 90 ára Birna Ingimarsdóttir, ■ Hrísalundi 16f, Akureyri. 85 ára Hannes Erasmusson, Hagatúni 9, Höfn. Oddbjörg Siguröardóttir, Gagnvegi hjúkrh. Eir, Reykjavík. 80 ára Guörún Kristín Hjartardóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Rósa Jóhannsdóttir, Hvassaleiti 153, Reykjavík. 75 ára Guöbjörg Arnadóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Gunnar Tryggvi Óskarsson, Ásvegi 30, Akureyri. Helga Ólafsdóttir, Flókagötu 16a, Reykjavlk. 60 ára Kristján Kristjánsson tannlæknir, Barmahlíð 19, Reykjavík. Edda Pálsdóttir, Sambyggð 6, Þorlákshöfn. Helga Lára Jónsdóttir, Grýtubakka 4, Reykjavík. Hulda Sigurvinsdóttir, Brekkugötu 6, Akureyri. Ingólfur Kristjánsson, fjarðarási 21, Reykjavík. Magnús Sigfússon, Kvíholti 10, Hafnarfirði. María M. Kristófersdóttir, Brekkugötu 3, Hrisey. Ólafur Gunnarsson, Brúnási 2, Mosfellsbæ. 50 ára Bjarni E. Magnússon, Hafnarbyggð 17, Vopnafiröi. 40 ára Asrún Helga Guömundsdóttir, Steig, Mýrdal. Eiginmaður hennar er Ólafur Stigsson bóndi. Þau taka á móti vinum og vandamönnum á Hótel Dyrhólaey laugard. 18.3. kl. 20.30. Auöur Ólafsdóttir, Hraunteigi 11, Reykjavík. Bergþóra Kristín Grétarsdóttir, Meistaravöilum 35, Reykjavík. Eyrún Hafdís Kjartansdóttir, Arnarflöt 7, Súðavík. Guömundur Rafn Guömundsson, Lækjarvöllum 9, Grenivík. Hanna Fríöa Jóhannsdóttir, Vallarbraut 12, Seltjarnarnesi. Magnús Jóhannesson, Hamragerði 27, Akureyri. Magnús Magnússon, Rauðási 12, Reykjavik. Ólafur Atli Ólafsson, Bæjargili 17, Garðabæ. Þorlákur B .Friöriksson, Ásabraut 13, Grindavík. IJrval — 960 síður á ári — fróðleikur og skemmtun sem lífir mánuðum og árum saman Eggert Laxdal, Frumskógum 6, Hvera- geröi, andaðist á Sjúkrahúsi Suöurlands fimmtudaginn 9.3. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sveinn Guömundsson iést fimmtudag- inn 9.3. Karl Kristján Júlíusson, verkamaður I Reykjavík, andaöist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur fimmtudaginn 2.3. Útförin hefur farið fram. f Jón Sigurösson frá Gvendareyjum, Gull- smára 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans miövikudaginn 8.3. Jón Árnason skólastjóri, Skeiöarvogi 125, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 8.3. Valgeröur Eyjólfsdóttir sjúkraliði, Kapla- skjólsvegi 61, Reykjavlk, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi t fimmtudaginn 9.3. Gunnar Felixson forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar Gunnar J. Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Hellulandi 6, Reykjavík, verður sex- tugur á morgun. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavik og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1960. Gunnar hóf störf hjá Trygginga- miðstöðinni hf. sumarið 1960, varð aðstoðarforstjóri fyrirtækisins 1976 og er forstjóri þess frá 1991. Gunnar situr í stjórn Sambands íslenskra tryggingafélaga frá 1991, er stjómarformaður islenskrar end- urtryggingar hf. og hefur setið í stjórn þess frá 1993, í stjórn Samein- aða líftryggingarfélagsins hf. frá 1995, í stjórn Heklu hf. frá 1995, í stjórn Glitnis hf., Frjálsrar fjölmiðl- unar hf., Alþjóðlegra bifreiðatrygg- inga á íslandi og er stjórnarformað- ur Björgunarfélagsins hf., sat í stjórn Verslunarráðs íslands 1996-2000. Hann sat í stjórn knatt- spyrnudeildar KR í rúm tuttugu ár og í aðalstjóm KR i nokkur ár. Gunnar hefur verið KR-ingur frá barnsaldri. Hann lék knattspyrnu með öllum aldursflokkum félagsins og meistaraflokki 1959-70. Hann er margfaldur íslands-, Reykjavíkur- og bikarmeistari með meistara- flokki KR og lék sjö landsleiki fyrir ísland. Gunnar og bræður hans, Bjarni og Hörður, léku allir samtím- is með íslenska landsliðinu. Fjölskylda Gunnar kvæntist 30.3. 1963 Hildu Guðmundsdóttur, f. 22.10. 1940, hús- móður. Hún er dóttir Guðmundar B. Péturssonar, f. 28.8. 1914, d. 13.4. 1980, stýrimanns og Lydiu Guð- mundsdóttur, f. 17.10. 1920, d. 23.5. 1993, húsmóður. Börn Gunnars og Hildu eru Guð- mundur Örn, f. 6.1. 1963, deildar- stjóri, búsettur i Garðabæ, kvæntur Dóru K. Sigurðardóttur og eiga þau saman Sigurð Orra, f. 3.8. 1989, og Hildu Hrönn, f. 16.10. 1991, en sonur Dóru er Friðrik Kristjánsson, f. 21.1. 1983; Ágúst Felix, f. 6.4. 1964, bak- arameistari í Boston í Bandarikjun- um, kvæntur Rosellu Mosty Gunn- arsdóttur og er dóttir hennar Ester Eva Gunnarsdóttir, f. 13.9. 1983; Harpa Lydia, f. 29.6. 1968, ferðafræð- ingur, búsett í Reykjavík. Bræður Gunnars eru Hörður Fel- ixson, f. 25.10.1931, fyrrv. skrifstofu- stjóri í Tryggingamiðstöðinni hf.; Bjarni Felixson, f. 27.12. 1936, íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins. Foreldrar Gunnars voru Felix Pétursson, f. 7.2. 1900, d. 3.9. 1987, bókari í Hamri hf„ og Ágústa Bjamadóttir, f. 2.8. 1900, d. 3.10. 1978. Felix og Ágústa bjuggu lengst af við Bræðraborgarstíginn. Ætt Felix var sonur Péturs, sjómanns á Vatnsleysuströnd, Jóakimssonar á Auðnum á Vatnsleysuströnd, Ámundasonar, b. á Stóra-Knarrar- nesi, Pálssonar, b. á Efri-Hömrum i Holtum Ólafssonar, b. Ölvesholti í Holtum, Jónssonar, pr. á Breiðaból- stað í Fljótshlíð, Torfasonar. Móðir Jóakims var Sigríður Guðmunds- dóttir. Móðir Felix var Agnes Felix- dóttir, Ásbjörnssonar. Ágústa var dóttir Bjarna, b. í Sandhólaferju, Filippussonar, b. þar, bróður Bjarna, langafa Grétars Kristins Zóphaníassonar á Stokks- eyri. Filippus var sonur Jóns, b. á Sandhólaferju, Gunnarssonar, hreppstjóra þar, bróður Rannveig- ar, konu Bjarna riddara Sívertsen og langömmu Magdalenu, Ingvar Gunnlaugsson sjómaður og iðnverkamaður Ingvar Gunnlaugsson, sjómaður og iðnverkamaður, Heimahaga 12, Selfossi, er sjötugur í dag. Starfsferill Ingvar fæddist á Gjábakka í Vest- mannaeyjum og ólst upp í Eyjum. Hann stundaði nám við Vélskólann í Vestmannaeyjum og siðan Sjó- mannaskólann í Reykjavík. Ingvar fór fimmtán ára til sjós, var fyrst háseti en síðan ýmist stýri- maður, vélstjóri eða skipstjóri tO 1975. Ingvar og fjölskylda hans íluttu á Selfoss í gosinu. Hann starfaði áfram í Eyjum fyrstu tvö árin, vann síðan árum saman hjá KÁ og nokk- ur ár við Sundhöll Selfoss. Siðustu árin hefur hann verið iðnverkamað- ur í fyrirtæki sonar síns og tengda- sonar. Fjölskylda Ingvar kvæntist 25.12. 1955 Ingi- björgu Helgu Guðmundsdóttur, f. 3.10. 1933, húsmóður og listakonu. Hún er dóttir Guðmundar Kristins Gíslasonar og Þuríðar Árnadóttur, bænda á Hurðarbaki í Flóa. Börn Ingvars og Helgu eru Elísa- bet f. 7.10. 1956, en mað- ur hennar er Guðmundur ______________________ Þórarinn Óskarsson og eiga þau tvö börn; Guðmundur Kristinn, f. 16.5. 1959, en kona hans er Elínborg Gunnarsdóttir og eiga þau fjóra syni og eitt barnabarn; Þröstur, f. 12.2. 1963, en kona hans er Guðbjörg Hrefna Bjarnadóttir og eiga þau þrjú börn; Svanur, f. 12.2. 1963, en kona hans er Maria Óladóttir og eiga þau tvö börn; Þuríður, f. 19.1. 1972, en maður hennar er Einar Guðmundsson og eiga þau tvö börn. Alsystkini Ingvars: Aðalsteinn, f. 14.7. 1910, látinn; Þórarinn, f. 24.6. 1913; Sigurbjörg, f. 28.9. 1914, látin; Arnoddur, f. 25.6. 1917, látinn; Guð- björg, f. 21.4 1919, látin; Jón, f. 21.11 1920; Elías, f. 22.2. 1922; Guðný, f. 6.3. 1928. Hálfbróðir Ingvars, samfeðra, var Gunnlaugur, f. 13.10.1906, látinn. Foreldrar Ingvars: Gunnlaugur Sigurðsson, f. 27.9. 1883, d. 1965, sjó- maður í Vestmannaeyjum, og k.h., Elisabet Arnoddsdóttir, f. 25.8. 1889, d. 1951, húsmóðir. Ingvar verður að heiman á afmælisdaginn. Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar og KR-ingur Gunnar varð íslandsmeistari með KR 1961, 1963, 1965 og 1968, sex sinnum bikarmeistari, og lék landsleik 1963, ásamt báðum bræðrum sínum. langömmu Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. Móðir Ágústu var Sigríður Sig- urðardóttir, b. í Ásmúla í Holtum, Sigurðssonar, b. í Kálfholtshjáleigu, bróður Helgu, langömmu Guðlaug- ar, ömmu Flosa Ólafssonar. Sigurð- ur var sonur Ólafs, hreppstjóra á Eystri-Loftsstöðum, Vernharðsson- ar og Sesselju Aradóttur, b. i Götu á Stokkseyri, bróður Ingimundar, langafa Magnúsar í Litlalandi, langafa Ellerts B. Schram. Ari var sonur Bergs, ættföður Bergsættar, Sturlaugssonar. Móðir Sigurðar í Ásmúla var Sigríður Brynjólfsdótt- ir, pr. í Kálfholti, Guðmundssonar, pr. í Kálfholti Bergssonar. Móðir Sigríðar Sigurðardóttur var Guðný, systir Guðmundar í Gröf, langafa Svövu, móður Sigurðar, fram- kvæmdastjóra ísfélags Vestmanna- eyja, og Ágústs, prófessors og fyrrv. alþm. Guðný var dóttir Guðmundar, b. í Efstadal í Laugardal, Guð- mundssonar, pr. í Reykjadal, Guð- mundssonar. Gunnar og Hilda taká á móti gest- um á Grand Hótel Reykjavík, við Sigtún, á morgun kl. 17.00 og 20.00. Guðlaug Þorbergsdóttir húsmóðir Guðlaug Þorbergsdótt- ir, húsmóðir í Vest- mannaeyjum, er látin. Út- för hennar fór fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum fóstudaginn 10.3. Starfsferill Guðlaug fæddist á Gvendarnesi á Fáskrúðs- firði 17.7. 1932 og ólst þar upp fram yfir fermingu. Hún fór ung í vinnu- mennsku og var m.a. vinnukona hjá Bergljótu Snorradóttur á Kjartans- stöðum í Árnessýslu um langt skeið. Guðlaug var vinnukona til 1962 er hún gifti sig og flutti með eigin- manni sinum til Vestmannaeyja. Þar bjuggu þau hjónin að Landa- götu 2, ásamt tengdaforeldrum Guð- laugar á meðan þau lifðu. Guðlaug vann um tíma í þvotta- húsinu Straumi í Eyjum fyrir gos. Þau hjónin fluttu síðan til Reykja- vikur í gosinu þar sem maður Guð- laugar starfaði hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar en Guðlaug vann við þrif í Reykjavík. Þau hjónin fluttu svo aftur til Eyja, að FífUsgötu 2, 1975 og áttu Jón Sigurðsson á Reynistað í Skagafirði, sem fæddist 13. mars 1888, er dæmigerð- ur fyrir þá héraðshöfðingja sem sátu á Al- þingi fram yfir miðbik aldarinnar. Jón fæddist og átti alla tíö heima á foðurarfleifð sinni - Reynistað - sögu- frægu höfuðbóli sem var jarlssetur á Sturlungaöld, nunnuklaustur fram yf- ir siðaskipti, kirkjustaður og löngum sýslumannssetur. Jón átti kost á að fara í Latínuskól- ann og læra til embættis en ákvað sjálf- ur annað nám og ævistarf. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, búfræðiprófi frá Hólum, stundaði nám í Askov og bú- fræðinám í Danmörku og Noregi 1907. Jón var bústjóri hjá foður sínum frá 1908 og Jón Sigurðsson á Reynistað bóndi á Reynistað frá 1919, en á móti Sigurði, syni sínum, frá 1947. Hann var eljusamur og framfarasinnaður búhöldur, gegndi flestum helstu trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, hérað og stétt og var alþing- ismaður á þrjátíu og þremur þingum, lengst af fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón stofnaði og starfrækti Sögufélag Skagafjarðar, var frumkvöðull að stofnun byggðasafnsins í Glaumbæ og vann ötuÚega að byggingu Bókhlöð- unnar á Sauðárkróki. Hann lést 1972. Af strákum sem voru i sveit hjá Jóni og urðu síðar þjóðkunnir menn má nefna frænda hans, Jónas Kristjánsson, ritstjóra DV, Ragnar Borg framkvæmdastjóra og Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra. síðan heima í Vestmanna- eyjum. Maður hennar vann þá m.a. við Bóka- safnsbygginguna hjá Vestmannaeyjabæ. Fjölskylda Guðlaug giftist 1962 Magnúsi Jóhannssyni, f. 28.12. 1921, d. 26.6. 1987, skáldi frá Hafnarnesi. Foreldrar hans voru Jóhann Magn- ússon og Guðríður Lúðvíksdóttir. Árið 1972 tóku Guðlaug og Magn- ús í fóstur stúlkubarnið Björt Hug- rúnu Magnúsdóttur, skírð Dagný Björt, f. 6.5. 1971. Eiginmaður henn- ar er Hjörleifur Sveinsson, f. 27.12. 1954, og starfa þau við eigin útgerð- arfyrirtæki. Guðlaug og Magnús ættleiddu Björt Hugrúnu 1977. Systkini Guðlaugar eru Þorbjörg Málfriður, Magnús, Sigríður, Guð- rún, Margrét, Svavar, Guðjón, Þór- dís og Oddný Þorbergsdóttir. Foreldrar hennar voru Þorbergur Þorvaldsson og Níelsína Sigurðar- dóttir. Jarðarfarir Þormóöur Karlsson veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14.3. kl. 13.30. Ragna Aradóttir , Hólmgarði 1, Reykjavlk, sem lést á Borgarspítalanum laugardaginn 4.3., verður jarösungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 13.3. kl. 13.30. Sigurbjartur Loftsson, Álfaskeiði 27, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni I Hafnarfiröi þriðjudaginn 14.3. kl. 15.00. Jón Örn Garöarsson, Gnoðarvogi 53, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14.3. kl. 15.00. Guðbjörg Arnórsdóttir, Stella, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 15.3. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.