Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Page 33
MÁNUDAGUR 13. MARS 2000 DV 45 "ilvera Jóladiskar bestir á vorin „Ég er kúreki, kátur og hress, þaö er kántrí í blóðinu á mér.“ Þannig hljómar texti Rúnars Kristjánsson- ar við hið þekkta lag Hallbjörns Hjartarsonar, Kátur kúreki, en það er að finna á nýjasta geisladiski Hallbjöms sem að sjálfsögðu ber tit- ilinn Kántrí 9. Nýi diskurinn er safnplata þar sem er að flnna 19 gömul lög úr safni Hallbjörns og undirtitillinn er Golden Memories, Country Love Songs, en yfirskriftin er að sjálfsögðu: „The King of the Country in Iceland". Aðspurður segist Hallbjöm hafa valið úr 112 lögum en það hafi ekki vafist fyrir honum. „Það er ekki erfitt að velja úr slíku úrvali. Fólk er svo ánægt með lögin mín og seg-, ir þetta notalega og góða tónlist. Ég verð auðvitað að trúa því. Kántrí 9 kom reyndar út skömmu fyrir jólin, en ég er ekki farinn að kynna hann ennþá. Ég ætla reyndar ekki gera mikið í því fyrr en það fer að vora. Mér hefur alltaf reynst best að gera hlutina þegar lifið tekur að vakna af vetrardvalanum,“ segir Hallbjörn. „Mér hefur alltaf reynst best að gera hlutina þegar lífið tekur að vakna af vetrar- dvalanum. “ Það er óhætt að taka undir orð aðdáenda Hallbjarnar að lögin hans eru notaleg, sum virka kannski svo- lítið stirð við fyrstu áheym, en þeg- ar maður hlustar á þau næst, þá renna þau strax betur í gegn og lík- lega er það rétt sem Hallbjörn segir, að þau lög séu lífseigust sem hægt og sígandi vinna sér vinsældir. Lögin á plötunni eru: Sannur vin- ur, Ég vitja þín, Söngfuglinn, Trukkurinn, Ef þú sérð hana, Þetta var kona, Söngurinn minn, Ég vil fylgja þér, Kátur kúreki, Litli dreng- urinn, Hundurinn Húgó, í einver- unni, Upp til fjalla, Kántrýbær, Litla þorpið, Elsku barn, Hljóða bæn, Ágúst nótt, Ljóshærða gyðjan og Kæri Jesú. -ÞÁ. Esther Canadas Þyngdar sinnar viröi í gulli. Esther vakti mesta athyglina Spænska ofurfyrirsætan Esther Canadas vakti mesta at- hygli allra stúlknanna sem tóku þátt tískusýningahátíðinni í Ma- dríd á Spáni í síðustu viku. Ekki * undarlegt þar sem Esther þykir með glæsilegri konum. Að öðrum fatnaði ólöstuðiun vöktu brúðarkjólar spænska hönnuðarins Jesúsar del Pozos mesta hrifningu viðstaddra. Esther Canadas er einhver eft- irsóttasta fyrirsæta heimsins um þessar mundir og hún er lika þyngdar sinnar virði í gulli. Heimildir herma að hún fái rúma milljón króna fyrir dag- inn. *_ Esther er líka lánsöm í einka- lífinu því hún hefur fundið draumaprinsinn í líki hollenska sýningarmannsins Marks Vond- erloos. DV-MYND ÞÖRHALLUR Hallbjörn, kúreki, kátur og hress: “Þaö er ekki erfítt aö velja úr slíku úrvali. Fólk er líka svo ánægt meö lögin mín. “ Hallbjörn Hjartarson gaf út Kántrí 9 fyrir jólin en hefur ekki enn mátt vera að því að kvnna hana. Titill plötunnar er „Golden Memories, Country Love Songs“ - en yfirskriftin er að sjálfsögðu: „The King of the Country in Iceland“. Stórmyndarleg fjölskylda Signýjar Pálsdóttur Afmælisbarnið meö hluta af sinni nánustu fjölskyldu. Frá vinstri: Kristján Þóröur Hrafnsson, sonur Hrafns Gunnlaugssonar og eiginmaður Melkorku Teklu, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, dóttir Signýjar og Ólafs Torfasonar kvikmyndagagnrýnanda, Guðrún Stephensen, móöir Signýjar, Árni Möller, svínabóndi og eiginmaöur Signýjar, Signý sjálf og Melkorka Tekla, dóttir hennar og Ólafs. Signý fimmtug Fjölmargir gestir heiðruðu Signýju Pálsdóttur, menningarmálastjóra Reykja- víkurborgar, á fimmtugsafmæli hennar sem haldið-var á Kjarvalsstöðum á laug- ardaginn. Glæsimenni tvó Egill Ólafsson, leikari, Stuðmaöur og Þurs, og Siguröur Pálsson skáld eru á þeim aldri aö þeir þræöa fimmtugsafmælin. Menningarleg ræðuhöld Þórunn Siguröardóttir, framkvæmdastjóri Menningarborgarinnar, hélt tölu um Signýju, samstarfskonu sína í menningunni. Aö baki Þórunnar má sjá skáld- mæringana Sigurö Pálsson og Kristján Þórö Hrafnsson býöa í ofvæni eftir aö rööin komi aö þeim. Miðvikudaginn 29. mars fylgir DV hið vinsæia fermingarblað. Fermingar Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550-5720, netfang: srm@ff.is hið fyrsta svo unnt verði að veita öllum sem besta þjónustu. Umsjón með efni hefur Arndís Þorgeirsdóttir, sími 550 5823. Netfang auglýsingad. auglysingar@ff.is Bréfsími: 550 5727 ATH.: Skilafrestur auglýsinga er til föstudagsins 24. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.