Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 11 I>V Útlönd Samtök bandarískra skotvopnaeigenda í stríösham: Saka Clinton um lyg- ar og hræðsluáróður Bill Clinton Bandaríkjaforseti for- dæmdi samtök bandarískra skot- vopnaeigenda (NRA) í gær og sak- aði þau um ófrægingaráróður. Varaforseti NRA hélt því fram í sjónvarpsviðtali um helgina að Clinton væri reiðubúinn að umbera ofbeldisverk upp að ákveðnu marki til að geta svo nýtt sér þau i póli- tískum tilgangi. „Ég á erfitt með að taka því þegjandi að sagt sé um mig að ég vilji í raun ákveðinn fjölda morða í Bandaríkjunum svo ég geti ráðist að NRA,“ sagði Clinton. Á fundum í Chicago og Cleveland hamraði Clinton á orðum Waynes LaPierres, varaforseta NRA, til að leggja áherslu á þann mikla mun sem er á stefnu demókrata og repúþlikana í takmörkun byssu- eignar almennings. Bill Clinton Bandaríkjaforseti Samtök bysssueigenda eru enn einu sinni farin að skamma Ciinton. Andstæðingar forsetans hafa sak- að hann um að fara með lygimál og hræða konur í úthverfum banda- rískra borga til að kjósa A1 Gore í forsetakosningunum í haust en ekki George W. Bush, væntanlegan fram- bjóðanda repúblikana. LaPierre hélt því fram í sjón- varpsviðtali á sunnudag að stjórn Clintons, þar á meðal A1 Gore vara- forseti sem sækist eftir að verða for- setaefni demókrata, framfylgdi ekki lögum um takmörkun byssueignar sem þegar væru í gildi. Á sama tíma leitaðist stjórnin við að setja frekari lög þar um. Clinton sagði í gær að það væri auðvelt fyrir LaPierre að segja í sjónvarpsviðtali að hann, það er Clinton, væri hlynntur ofbeldi að ákveðnu marki. „Ég vildi þó sjá hann horfa í augu móður Kaylu litlu Rolland og segja þetta eða segja það við foreldrana í Columbine, eða Springfield í Or- egon, eða í Jonesboro í Arkansas, eða við fjölskyldur þeirra sem voru skotnir í Memphis," sagði Clinton. Kayla Rolland er sex ára stúlkan í Michigan sem jafnaldri hennar og bekkjarhróðir skaut til bana í skól- anum fyrir stuttu. A1 Gore, sem var á kosningaferða- lagi í Miami í gær, hvatti Wayne LaPierre til að biðjast afsökunar á orðum sínum. Gore sagði að orð LaPierres af- hjúpuðu það sjúka hugarfar sem ríkti innan NRA. George W. Bush sagði aðeins að koma þyrfti í veg fyrir að skotvopn lentu í röngum höndum. Anfinn Kallsberg lögmaður Færeyski lögmaðurinn fer fyrir fríð- um flokki til Kaupmannahafnar í vikulokin til viöræðna við Dani. Færeysk sendi- nefnd til Nyrups Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, fær vel mannaða sendinefnd frá Færeyj- um á sinn fund á fóstudag til að ræða fullveldismál eyjanna. Fimm færeyskir landstjórnar- menn, með Anfinn Kallsberg lög- mann i broddi fylkingar, taka þátt í fundinum með Nyrup, svo og all- stór hópur embættismanna. Færeyska þingið samþykkti í vikunni endanlega tillögu Færey- inga um sjálfstæðismálin eftir margra daga umræður. Högni Hoydal, sem fer með sjálfstæðis- mál í færeysku landstjórninni, segir að Færeyingar vilji að samningaviðræðunum við Dani verði lokið fyrir sumarlok. „Á fyrsta fundinum í forsætis- ráðuneytinu á föstudag munum við kynna Poul Nyrup forsætis- ráðherra tillögu að nýjum samn- ingi um tengslin milli Danmerkur og Færeyja. Landstjómin væntir þess að hægt verði að bera samn- inginn undir þjóðaratkvæða- greiðslu í haust,“ segir Hoydal í viðtali við Ritzau-fréttastofuna. Kepplnautar Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, og Rudolph Giuliani, borgarstjóri New York, hittust um helgina í fyrsta sinn frá þvi að barátta þeirra um öldungadeildarþingsæti fyrir New York hófst. Fundur þeirra var á árlegri sýningu fréttamanna þar sem gert vargrín að stjórnmálamönnum. Slobodan Milosevic Milosevic Júgóslavíuforseti ætlar að gera 40 þúsund Kínverja aö Júgóslövum. Kínverjar eiga að tryggja Milosevic kosningasigur 40 þúsund Kínverjar eiga að fá júgóslavneskan ríkisborgararétt til þess að tryggja Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta sigur í næstu kosningum, að því er stjórnarand- staðan í Serbíu fullyrðir. Margir stjórnarandstöðuflokkar krefjast op- inberrar rannsóknar á því hver hafi átt upptökin að því að gera Kínverja að Júgóslövum. íbúar Serbíu hafa lengi furðað sig á þeim fjölda Kínverja sem hafa sést í bæjum landsins. Kínverjarnir eru orðnir nær allsráðandi í viðskiptum með vefnaðarvöru og annan ódýran innflutningsvarning. Hefur komið til ágreinings milli þeirra og serbneskra kaupsýslumanna. Full- bókað er hjá júgóslavneska flugfé- laginu í ferðir milli Belgrad og Pek- ing margar vikur fram í tímann. Kína er eitt þeirra fáu landa sem styðja stjórn Milosevics, meðal ann- ars með lánum. Lögreglumorðingi í Svíþjóð flýði frá fangelsispresti Einn þekktasta glæpamaður Sví- þjóðar, Jussi Ondin, flýði í gær þeg- ar hann var í heimsókn hjá fang- elsispresti í Kumlafangelsinu. Hann hefur verið dæmdur fyrir fjölda rána. Ondin myrti belgískan lögreglumann en tókst að flýja úr belgísku fangelsi til Svíþjóðar. Þar var hann svo loks handtekinn. Lögreglan telur hann hættulegan. í gerð einangrunaiglers fyrir íslenskar aðstæður. Glerborgargler er framleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofriunar byggingíinðnaðarins. ígLlFilÖfiGí Dalshrauni 5 220 Hafnarfirði Sími 565 0000 þarf ekki að kosta meira BRÆÐURNIR ®+354 5302800 • www.ormsson.is Þú kemst að því þegar þú heimsækir okkur. Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Glæsilegur sýningarsalur í Lágmúla 8, 3. hæð - líttu við ELDHUSINNRETTINGAR BAÐINNRETTINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.