Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Side 24
36
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000
Tilvera
DV
Hvad er________
postmodernismi?
Margrét Jónsdóttir, bók-
menntafræðingur og lektor í
spænsku við Háskóla íslands, tal-
ar um póstmódemismann í
tungumálakennslu á hádegis-
fundaröð Sagnfræðifélags íslands
í Norræna húsinu. Fundurinn
byrjar kl. 12.05 og stendur til kl.
13 og fer fram í stóra sal Nor-
ræna hússins. Hann er öllum op-
inn og aðgangur er ókeypis.
Klassík_____________________________
■ CQNTRASTl í SALNUM í kvöld kl. 20.30
veröa haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogl þar
sem fram kemur nýstofnaður tónlistarhópur
sem nefnir sig Contrasti. Hann er skipaður
Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur sópransöng-
konu, Camillu Söderberg blokkflautuleikara,
Hildigunni Halldórsdöttur, sem leikur á fiðlu og
tenórgömbu, Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur,
sem leikur á selló og bassagömbu, Snorra Erni
Snorrasyni, lútu- og gftarleikara, og Steef van
Oosterhout slagverksleikara. Markmið hópsins
er að tefla saman eldri tónlist og nútímatónlist
á einum og sömu tónleikunum og gefa hlust-
endum innsýn í gjörólfkt tónmái þessara tfma.
Á efnisskrá tónleikanna verður flutt endurreisn-
artónlist frá Spáni, Þýskalandi, Ítalíu og
Englandi en einnig þjóölagaútsetningar eftir
Benjamin Britten og verk eftir kfnverska tón-
skáldið Isang Yun og svissneska flautuleikar-
ann og tónskáldið Hans Martin Linde. Sfðast
en ekki síst verða frumflutt tvö ný tónverk eftir
Svein Lúðvík Björnsson og Atla Heimi Sveins-
son sem þeir sömdu sérstaklega fyrir þessa
tónleika.
Leikhús_____________________________
■ BAT CHJT OF HELL Loftkastalinn kynnir gam-
anleikrit sem er þyggt á lögum E. Jlm Steinman
og Meatloaf. Sýningin kallast BAT OUT OF
HELL og hefst klukkan 20. Sími í miðasölu er
552 3000.
Fundir______________________________
i EUNPUR UM ÞRÓUN EVROpusamBANDS-
INS Félag stjórnmálafræðinga og Reykjavikur-
akademían standa fyrir fundi um þröun Evrópu-
sambandsins. John Maddison sendiherra sem
leiðir fastanefnd framkvæmdastjórnar ES
heldur erindi og mun hann þar ræða um rfkja-
ráðstefnu ES, þreytingar á grunnsáttmála sam-
þandsins til að undirbúa inngöngu nýrra aðild-
arríkja og helstu áskoranir sem felast f stækk-
un sambandsins f austur. Fundurinn verður
haldinn f húsnæði Reykjavíkurakademíunnar,
Hringbraut 121, 4. hæð og hefst hann kl.
17.00.
Popp_________________________________
■ PIAST Á GAUKi Á STÖNG Plasttónleikar
númertvö eru á Gauki á Stöng. Að þessu sinni
eru það hljómsveitirnar Kanada og ILO sem
rjúfa súrefnissameindir með gæðatónlist. Ef
eitthvað er aö marka fyrstu tónleikana þá ætti
fðlk ekki láta sig vanta á þessa. Nú, ef að þið
komist ekkl þá er hægt að láta sér líða vel á
veraldarvefnum og vafra um meö einn glugga
opinn á www.xhet.is,
Krar ____________
í IJTTÍB TÓNAW Á NAMSTINU Naustlð býður
matargestum sfnum upp á Ijúfa kvöldstund í
konfakstofunni við Vesturgötu. Söngkonan og
pfanóleikarinn Liz Gammon leikur og syngur fyr-
ir metta maga.
■ PÍANQTÓNAR Á CAFÉ ROMANCE Breski
pfanósnillingurinn Frankie Rame slær engar
feilnótur á pianóinu á Café Romance f Lækja-
götunni. Baliööurnar renna upp úr honum og
þetta er allt svaka rómó.
Sport_______________________________
■ MEISTARAKEPPNI EVRÓPU ísafold Sport-
kaffi veröur meö leiki frá Meistarkeppni Evr-
ópu í beinni á breiötjaldinu. Allir sannir fót-
boltaáhugamenn hvattir til.aö kíkja og fá sér
einn kaldah á könnu. Fjöriö hefst kl. 19.35.
Sjá nánar: Líflð eftlr vinnu á Vísi.is
MM
L/VIYI , I.L/ L.wl.
Sigrún Andersen framkvæmdastjóri
„Viö veröum meö fullkomið hljóökerfi sem gerir okkur kleift aö bjóöa upp á skemmtitegar uppákomur og þaö ætlum viö aö gera sem oftast.'
T--
Sigrún Andersen framkvæmdastjóri Top Shop á íslandi:
Snýst ekki bara um föt heldur
Þeir sem hafa ferðast um Bret-
land þekkja sjálfsagt margir tísku-
verslunina Top Shop en hún er sú
stærsta sinnar tegundar þar í landi.
Top Shop er komin til íslands og
verður formlega opnuð á miðviku-
daginn.
„Það hefur verið afar spennandi
og skemmtilegt verkefni að byggja
upp þessa verslun. Við byrjuðum
frá grunni í bókstaflegri merkingu
því húsið var hannað og byggt utan
um Top Shop. Nú er aðeins loka-
spretturinn eftir hjá okkur og við
verðum klár í slaginn á miðviku-
daginn," sagði Sigrún Andersen
líka lífsstíl
framkvæmdastjóri í samtali við DV.
Top Shop verður til húsa við
Lækjargötu þar sem Nýja bíó stóö
áöur. Guðni Pálsson teiknaði húsið
en arkitekt verslunarkeðjunnar,
Mark Mason, hefur að mestu annast
innréttingar. Sigrún segir staðsetn-
inguna skipta miklu máli enda sé
ætlunin að koma með nýjan og
ferskan anda í miðbæinn. „Hug-
myndafræðin að baki Top Shop fel-
ur í sér miklu meira en að selja
tískufatnað. Það er ákveðinn lífsstíll
í kringum þetta og aetlunin að versl-
unin verði viðkomustaður ungs
fólks í framtiöinni."
Mestur hluti tískufatnaðarins er
undir merkjum Top Shop og er ætl-
aöur dömum og herrum á aldrinum
15 til 30 ára. Auk þess verður að
finna í búðinni fatnað eftir aðra
hönnuði. Þá verða fylgihlutir, und-
irfot, snyrtivörur og skór fyrir karl-
menn á boöstólnum. „Svo verðum
við með Intemet-kaffihús þar sem
gestir okkar munu njóta stórkost-
legs útsýnis yfir miðbæinn. Við
verðum líka með aðstöðu til tísku-
sýninga og fullkomið hljóðkerfl sem
gerir okkur kleift að bjóða upp á
skemmtilegar uppákomur og það
ætlum við að gera sem oftast," segir
Sigrún.
Yfirmenn Top Shop á Bretlandi
eru væntanlegir á opnunina og auk
þess munu útsendarar tískublaðsins
breska Elle fylgjast með öllu saman.
-aþ
Valt er veraldargengi
Það veit sjálfsagt enginn, nema
sem það reynir, hvemig það er að
vera dæmdur saklaus í lífstíðarfang-
elsi og þurfa að dvelja þar i átján ár
áður en sakaruppgjöf er veitt. Þessa
reynslu hefur hnefaleikakappinn
Rubin „Hurricane“ Carter, en hann
ásamt félaga sínum, John Artis, var
ekki dæmdur einu sinni heldur
tvisvar og ástæðan var að Carter
skrifaði ævisögu sína, The Sixteenth
Round, og fékk úgefna. í kjölfarið reis
mikil bylgja mótmæla, en ailt kom
fyrir ekki, önnur réttarhöld dugðu
ekki og dómurinn var látinn standa.
Það er saga þessa manns sem hinn
ágæti leikstjóri Norman Jewison hef-
ur kvikmyndað á eftirminnilegan
hátt. Bob Dylan samdi eitt þekktasta
lag sitt, The Hurricane, um Carter og
við fáum bæði að sjá og heyra Dylan
flytja þetta ágæta lag sem fær nýja
merkingu í návígi við viðfangsefnið.
í fyrstu atriðunum er farið nokkuð
ruglingslega fram og aftur í tima og
rúmi, en fljótt fær sagan á sig skýra
mynd. Heimsmeistaratitill blasir viö
Rubin Carter (Denzel Washington)
þegar hann er svo óheppinn að vera
á röngum stað á röngum tíma. Þrír
hvítir einstaklingar eru myrtir og
þrátt fyrir vafasama vitnisburði og
engin sönnunargögn þá eru Rubin og
Artis dæmdir fyrir morðin. Hefst nú
Sambíóin - The Hurricane: 'k'k'k
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
barátta Carters fyrir frelsi sínu inn-
an fangelsismúranna, barátta sem
felur í sér meðal annars útgáfu bók-
arinnar. Þegar svo dómurinn er lát-
inn standa snýr Carter blaðinu við,
slítur öll tengsl við umheiminn, und-
anskilur ekki eiginkonu og ham, og
dregur sig inn i eigin veröld, „vaki
þegar aðrir sofa og sofna þegar aðrir
vakna“. Það er ekki fyrr en ungur
maður, Lesra (Vicellious Reon
Shannon) sem á að baki líka æsku og
Carter, sendir honum bréf að tengsl-
in við veröldina utan við múrana
eru endurnýjuð á ný.
Við gerð kvikmynda sem byggðar
eru á söiinum atburöum verður
alltaf að ákveða leiðir, það er aldrei
hægt að segja allt og Jewison hefur
að mestu sneitt hjá réttarhöldunum
Rubin „Hurricane" Carter
Hnefaleikaferillinn aö baki og viö
tekur tími í fangelsi.
og einbeitt sér meira að manninum
Carter, reynir að komast að honum
með því að taka til dæmi úr æsku
hans, sem mótar skapgerð hans. Við
þetta fæst áhrifamikil lýsing á ein-
staklingi sem i raun þekkir ekkert
annað en óréttlæti, einstaklingi sem
spyr sjálfan sig margra spurninga,
meðal annars hvort það borgi sig að
hata hvíta manninn lengur, einstak-
lingi sem byrgir inni þann ofsa sem
í honum býr, stundum erum við að
sjá tvær ólíkar persónur í saman
manninum halda uppi samræðum.
Allt þetta túlkar Denzel Washington
af miklum trúverðugleika og næmni
og kæmi það ekki á óvart að hann
myndi hampa óskarsstyttunni i lok
mánaðarins. Það er óskarsstimpill á
frammistöðu hans.
Fram hafa komið nokkrar athuga-
semdir við sumt af því sem haldið er
fram í myndinni og sjáifsagt eiga
þær athugasemdir einhvem rétt á
sér. Hér er fyrst og fremst verið að
gera kvikmynd sem byggir að veru-
legu leyti á sannleikanum og Jewi-
son er það margreyndur í bransan-
um að hann gerir sér grein fyrir því
að það þarf aðeins að snúa hlutunum
til að fá fram réttu áhrifin, hið illa
verður að koma fram eins og hið
góða. Þessi smáhliðarspor eru meðal
annars það sem gerir The Hurricane
að áhrifamikilli kvikmynd. Hægt er
að standa upp í lok myndarinnar og
segja að réttlætið hafi sigrað að lok-
um, en um leið er ofarlega í huga
manns hvernig það getur gerst að
óréttlætið grasséri svona lengi.
Hilmar Karlsson
Leikstjóri: Norman Jewison. Handrlt:
Armyan Bernstein og Dan Gordon. Kvik-
myndataka: Roger Deakins. Tónlist:
Clíristopher Young. Aöalhlutverk: Denzel
Washington, Vicellous Reon Shannon,
John Hannah, Deborah Kara Unger og
Liev Schreiber.