Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Síða 7
FÚSTUDAGUR 17. MARS 2000 DV 7 Fréttir Stöðfirskir íþróttaálfar ánægðir með nýtt íþróttahús: Hafa losað sig við hálft tonn af spiki DV. STODVARFIRÐI:_____________________ Nú er allt komið í fullan gang í nýju íþróttahúsi Stöðfírðinga og hafa böm og fullorðnir verið dug- legir að sækja húsið síðan það var opnað. Er þetta mikil breyting til hins betra íyrir alla þá sem stunda hvers konar íþróttir þar sem nú er i fyrsta sinn hægt að stunda þær innanhúss að vetrinum. Áður var kennd leikfimi í gömlu samkomu- húsi staðarins og þar var einnig Eróbikk íjólu Þorsteins til húsa. Segir Fjóla mikinn mun vera að stunda líkamsrækt í íþróttahúsinu sem er ágætlega búið tækjum til íþróttaiðkana og einnig með full- komnu hljóðkerfi. Að sögn Bæjarslúðursins, sem er bæjarblað Stöðfirðinga, munu Stöð- firðingar hafa losað sig við á fimmta hundrað kíló frá því íþróttahúsið var opnað fyrir rúm- um mánuði. -GH DV-MYND GARÐAR HARÐARSON Fitan er á förum Þetta stæöilega íþróttahús skiþtir sköþum fyrir Stööfíröinga. Nú þegar hafa þeir svitnaö meira en nokkru sinni - og 500 kiló af sþiki sögö horfm. Ódýrara heitt vatn og Skagamenn kynda betur DV, AKRANESI: Sala á heitu vatni fer vaxandi á Akranesi, hefur aukist úr 1.394 þús- und tonnum árið 1996 í 1.580 þúsund tonn árið 1999 og er gert ráð fyrir að salan fari i 1.592 þúsund tonn á þessu ári. Lækkun á verði vatnsins er farin að skila sér í meiri notkun, aðallega vegna þess að Akumesing- ar kynda hús sín betur og njóta þeirra þæginda sem góðri upphitun fylgja. Aukin sala eykur möguleika á áframhaldandi lækkun á verði heita vatnsins því rekstrarkostnað- ur og greiðslur af lánum eru óháð notkuninni. í fjárhagsáætlun veit- unnar er miðað við að söluverð á heitu vatni lækki um 7,5% þann 1. nóvember næstkomandi. -DVÓ HB eykur framleiðnina: Framleiða minna í neytenda- pakkningar DV, AKRANESI:____________ Um síðustu áramót var vinnslu- ferlið í frystihúsi HB h/f á Akranesi endurskipulagt. Fest voru káup á nýrri vinnslulínu sem var hönnuð af Marel hf. og Skaganum hf. Ákvörðun var tekin um aö færa framleiðsluferlið að mestu niður á jarðhæð frystihússins og eru vonir bundnar við að þetta muni auka framleiðni til muna. Vinnsla á nýrri snyrtilínu hófst um miöjan janúar og er óhætt að segja að byrjunin lofi góðu. Samfara þessum breytingum hef- ur orðið áherslubreyting á afurða- vali og hefur framleiðsla á ferskum ílökum og lausfrystum flakabitum verið stóraukin, en dregið hefur verið úr framleiðslu í svokallaðar neytendapakkningar. Höfrungur in kom til hafnar á dögunum með afla- verðmæti upp á 65 milljónir króna. Þetta er blandaður afli, aðallega karfi, þorskur og grálúða. -DVÓ Nýbúafræðsla á Stöðvarfirði: Nemendur frá Kína, Póllandi og Taílandi Að undanfómu hefur staðið yfir íslenskunámskeið fyrir útlendinga í Grunnskólanum á Stöðvarfirði. Kennt hefur verið á þriðjudags- kvöldum og laugardögum og er námskeiðið samtals fjörutíu og átta kennslustundir. Þar mætast fulltrú- ar þriggja þjóða til að nema íslensk- una en nemendur eru 16 talsins og eru frá Kína, Póllandi og Taílandi og búsettir á Fáskrúðsfirði og Stöðv- arfirði. Þykir þeim námið skemmti- legt og eru mjög áhugasamir um það. Kennari er Erla Rán Kjartans- dóttir. -GH Gerðu góð kaup á gólfefnadögum Húsasmiðjunnar. Komdu og fáðu faglega ráðgjöf. Skráðu þig #> í vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is 10-5 /O afsláttur af öllnm gólfefnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.