Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Page 7
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 7 I>V Fréttir Sonur bóndans í Reykjahverfi að koma af dansleik þegar örlagaríkir atburðir gerðust: Þriðja manndrápsmálið á rúmum 8 mánuðum - lögreglan aflar frekari gagna og bíður eftir niðurstöðum úr réttarkrufningu Lögreglan á Húsavík rannsakar lát bóndans sem lést á heimili sínu í Reykjahverfi aðfaranótt laugar- dagsins 18. mars sem manndráps- mál. Atburðarás og málið sjálft er talið fremur sérstakt. Engu að síður liggur ljóst fyrir að sonur bóndans, sem handtekinn var á þriðjudag í síðustu viku, hafði verið á dansleik í félagsheimilinu Ýdölum áður en hann kom heim á bóndabæinn að- faranótt umrædds laugardags. Þegar lögreglan kom á vettvang um morguninn hafði sonurinn til- kynnt að faðir hans væri látinn. Rifflll fannst í húsinu og var ljóst að hleypt hafði verið af vopninu enda var bóndinn með skotsár. í fyrstu var talið að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Eftir það kom í ljós að fleiri en eitt skot voru i hinum látna. Var þá sonurinn yfirheyrður og hann síðan handtekinn á þriðju- dag, með réttarstöðu grunaðs manns þar sem talið var að um manndráp hefði verið að ræða. Lögreglan á Húsavík vill ekki tjá sig um hve mörgum skotum var hleypt af né heldur um tildrög máls- ins. Hún vill engu að síður orða það þannig að sonurinn „hafi átt hlut að máli“. Það sem nú er til rannsóknar er markviss gagnaöflun lögreglunnar og réttarkrufning, auk þess sem reynt er að varpa skýrara ljósi á óljós atriði, s.s. þá atburðarás sem átti sér stað á heimili feðganna hina örlagaríku nótt. Hér er um þriðja manndrápsmál- ið að ræða sem rannsakað er hér á landi á aðeins rúmum átta mánuð- um. Er það langt yfir meðaltali þar sem manndráp höfðu síðustu ára- tugi að meðaltaldi aðeins komið upp annað hvert ár á íslandi. Þau tvö manndráp sem framin voru hér á landi á seinni hluta síðasta árs voru Vorblíöunni fagnað Börnin fagna því aö þau geta hlaupiö um í góðu veöri án þess aö vera dúöuö í þykkar peysur, úlpur og regngalla. Þau hrópa margfalt húrra fyrir sólskininu eystra. Húrra fyrir vorblíðunni DV, NESKAUPSTAÐ:______________ Það var vor í lofti í Neskaupstað i gær og fyrradag, glaðasólskin og yfir 20 stiga hiti þar sem sólar naut. En veturinn minnir á sig, allt um kring er snjórinn og víða háir ruðningar og skaflar. Vegir eru auðir og erfiðleika- laust að komast á milli. Fjölmargir yngri bæjarbúar voru i skíðamiðstöðinni í Oddsskarði og sneru heim brúnir og sællegir eftir sólina og snjóinn þar. Þeir allra yngstu undu sér vel í leikskólanum í notalegu veðri. „Krakkarnir eru nú alltaf ljúfir, en alveg sérstaklega í dag,“ sagði Pálína Sigurðardóttir, leiðbeinandi í leik- skólanum. -RN Vetrar/sumarástand. Þessi ungi maöur var að pjakka í snjóinn og sandinn í Neskaupstaö, glaðuryfir veörabrigðunum. Myndatökumanni vísað frá keppni: Krefur sýslumann um bætur DV, AKUREYRI:________________________ „Lögmaður minn hefur sent bréf til sýslumannsins á Akureyri með kröfú um bætur vegna ólögmætrar handtöku," segir Birgir Þór Braga- son, en hann var látinn yfirgefa vélsleðakeppni á Akureyri um síð- ustu helgi í fylgd lögreglu sem fór með hann fyrir varðstjóra. Birgir Þór sagði eftir þann atburð að varð- stjóri hefði tjáð sér að um mistök hefði verið að ræða og væri hann frjáls ferða sinna. Ástæða þess að lögreglan hafði af- skipti af Birgi Þór var að forsvars- menn keppninnar á Akureyri fóru fram á það og sögðu Birgi Þór vera að mynda þar i óleyfi, en þar grein- ir menn á eins og í nær öllum öðr- um málum er varða akstursíþróttir hérlendis. Birgir Þór segir það ekki rétt, sem fram hefur komið, að hann og bróðir hans eigi helming hlutafjár í fyrirækinu Mororis sem hefur séð um alla myndatöku af aksturs- íþróttum fyrir Landssamband akst- ursíþrótta (LÍA). Hið rétta sé að þeir bræður hafi aldrei ætlað sér að eiga hlut í þvi fyrirtæki, en hafi neyðst til þess snemma á þessu ári að kaupa 9% hvor í kjölfar mikils tapreksturs undanfarin ár, tap- reksturs sem er 35 milljónir á sl. þremur árum eða milljón á mán- uði. Um síðustu áramót átti fjöl- miðladeild LÍA (FLIA) 51% í Motoris, Aflvirki og Nýsköpunar- sjóður 47% en þessir aðilar hafa átt svo til allt hlutafé í Mororis frá upphafi. -gk svokallað Leifsgötumál, þar sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Agnari W. Agnarssyni aðfara- nótt 14. júlí síðastliðinn, og Espi- gerðismálið þar sem Elís Ævarsson er ákærður fyrir að hafa banað átt- ræðri konu á heimili hennar í fjöl- býlishúsi þann 3. desember. Réttar- höld i því máli hefjast í næstu viku. Ungi maðurinn sem nú er grun- aður um að hafa banað föður sínum í Reykjahverfi situr í gæsluvarð- haldi á Akureyri. -Ótt Minidiskurinn er hið nýja stafræna upptökuform, þaegilegt og færanlegt Upptökugæðin eru með því besta sem þekkist. Með minidisk getur þú tekið upp stafraent í 80 mínútur. Minidiskinn er hægt að endurskrifa aftur og aftur og skrifa inn texta á diskana, td. heiti laga, flytjendur osfrv. Hægt er að færa til lög i disknum, bæta við, sameina osfrv. Minjdiskspilara bjóðum við i samstæðum, ferðatækjum, vasatækjum og bíltækjum, með og án upptöku. F/ott hönnun - Alvöru gæði. DHC-MDXI0 MiniDlsc Samstæða • Magnari 2 x 80W RMS * Útvarp með FM/AM RDS klukku * MiniDisc upptökuspilari I bita geistaspilarí fyrir 3 diska • Tvöfalt seguiband auto-reverse • Tónjafnari með minnum • 3 Way hátalarar • Karaoke • Fjarstýring MZ-R70 MiniDisc upptöku- og afspilari • 40 sek. hrístivörn • Rafhlöðuending er allt að 17 klst. • Hleðslubattcrí fylgir. • Fjarstýring f heyrnatólunum • Tóngæði eru sambærileg á við geisladisk \ \ • Mjög lítill og léttur (lófastærð, 115 g.) 1 \ * Hægt að tengja við allar græjur WMmm MZ-E60 MiniDisc afspilari • 40 sek. hrístivörn • Fjarstýríng í heyrnatólunum Tóngæði eru sambærileg á við geisladisk • Mjög lítill og léttur (lófastærð) • Hægt að tengja við allar græjur BRAUTARHOLTI 2 • LAUGAVEGI 13 • KRINGLUNNI SÍMI 5800 800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.