Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Qupperneq 8
8
FTMMTUDAGUR 30. MARS 2000
Viðskipti
Umsjón: Vidskiptablaðiö
Sæplast hagræðir í
starfsemi sinni í Noregi
- verksmiðjunni í Skodje lokað
Sæplast hf. hefur ákveöið aö ráö-
ast í endurskipulagningu á starf-
semi sinni í Noregi. í henni felst að
höfuðstöövar Sæplasts í Noregi
veröa í Álasundi hjá Sæplast
Álesund. Framleiðsla Nordic Supply
Container (NSC) verður flutt til
Sæplast Norge í Salangen og verk-
smiðju NSC lokað, enda fram-
leiðsluvörur verksmiðjanna tveggja
sambærilegar.
Eins og fram hefur komið var á
dögunum undirritað samkomulag
um kaup Sæplasts hf. á öllum hluta-
bréfum í Nordic Supply Container
AS (NSC), í Skodje rétt utan við
Álasund. Verksmiðjan hefur starfað
á sama markaði og Sæplast, nýtt
sömu tækni og framleitt sambæri-
legar vörur. Nú hefur verið gengið
frá kaupunum og í kjölfarið mun
Sæplast ráðast í endurskipulagn-
ingu á rekstri sínum í Noregi með
það að markmiði að ná fram auk-
inni hagræöingu. Áöur en kaupin á
NSC komu til rak Sæplast tvö dótt-
urfélög í Noregi. Stunda þau ólika
framleiðslu. Sæplast Álesund í
Álasundi framleiðir einkum nóta-
flot, belgi og fríholt úr plasti og er
leiðandi á þeim markaði. Sæplast
Norge, sem er með verksmiðju í Sa-
langen í Norður-Noregi, er i sam-
bærilegri framleiðslu og Sæplast á
Dalvík og NSC, þ.e. framleiðir plast-
ker, tanka o.fl.
Línurnar í rekstrinum
skerptar
í framtíðinni verða höfuðstöðvar
Sæplasts í Noregi í Álasundi, þ.e.
hjá Sæplast Álesund. Framleiðsla
Nordic Supply Container verður
flutt til Sæplast Norge og verk-
smiðju NSC lokað, enda fram-
leiðsluvörur verksmiðjanna tveggja
sambærilegar. Vélar og tæki NSC
veröa seld öörum verksmiðjum inn-
an Sæplast-samstæðunnar eins og
hagkvæmt þykir. Ástæður þessarar
ákvörðunar eru eingöngu rekstrar-
legs eðlis. NSC og Sæplast Norge
eru verksmiöjur af svipaðri stærð
með um 20 starfsmenn hvor en sam-
anlagt er afkastageta þeirra mun
meiri en markaðurinn þarfnast.
Með breytingunum er leitast við að
skerpa línumar í rekstrinum í Nor-
egi. Sæplast Álesund mun einbeita
sér að framleiðsu á ýmsum flotvör-
um líkt og verið hefur en Sæplast
Norge mun stunda framleiðslu á
hverflsteyptum afurðum svo sem
plastkerum, tönkum og fleiru.
Reynt verður eftir föngum að bjóða
starfsmönnum NSC störf hjá
Sæplast Álesund og Sæplast Norge.
Steinþór Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sæplasts, segir ýmsa kosti
fylgja áðumefndum aðgerðum.
„Með því að fækka verksmiðjum
veröur framleiðslan öll markvissari
og reksturinn tryggari sem mun
gagnast bæöi hluthöfum og við-
skiptavinum, auk þess sem atvinnu-
öryggi starfsfólks eykst, til lengri
tíma litið. Ástæða þess að viö flytj-
um starfsemi NSC til Salangen en
ekki öfugt er m.a. sú að með því
móti getum við tryggt fleiri atvinnu
áfram. Eins og staðan er í dag get-
um við bætt við starfsfólki í fram-
leiðsluna hjá Sæplast Álesund.
Einnig mun starfsemin þar eflast í
kjölfar þess að þar verða höfuð-
stöðvar Sæplasts í Noregi, m.a. sam-
ræming, sölu- og markaðsstarfs.“
esmhct
Sæplast endurskipuleggur í Noregi
„Meö því aö fækka verksmiöjum veröur framleiöslan öll markvissari og reksturinn tryggari sem mun gagnast bæöi hluthöfum og viöskiptavinum,
auk þess sem atvinnuöryggi starfsfólks eykst, til lengri tíma litiö. “
Eignarhald stórra upplýsinga-
tæknifyrirtækja sameinað
- verður með 280 starfsmenn og 1,5 milljarða veltu
Hagnaður ÍSAL
1.590 milljónir
eftir skatta
Framleiðsla íslenska álfélagsins hf.
var meiri á síðasta ári en nokkru
sinni fyrr, samtals 163.370 tonn. Velta
ISAL var 18.190 milljónir króna árið
1999 og hagnaður eftir skatta 1.590
milljónir króna, nokkuð minni en
árið 1998. í frétt frá ÍSAL segir að
helsta ástæða minnkandi hagnaðar
hafi verið lágt álverð, sem náði fimm
ára lágmarki í marsbyrjun í fyrra. Þá
hækkuðu skattgreiðslur ISAL um 29%
á síðasta ári, voru 883 milljónir króna.
Framleiðsluskerðing vegna orku-
skorts var um 5.000 tonn, sem jafngild-
ir því að 15 ker hafl verið úr rekstri
allt árið. Áhrif orkuskerðingar eru
því veruleg enda fengiust um 580
milljónir króna fyrir 5.000 tonn af áli
miðað við álverð í dag.
Eignarhald hefur verið sameinað
á nokkrum af stærstu upplýsinga-
tæknifyrirtækjum landsins og
tveimur dönskum hugbúnaðarfyrir-
tækjum. Fyrirtækin eru Hugvit hf„
SCIO A/S, Þróun hfl, Þekking hf. og
Tristan ehf. Einingin verður með
280 starfsmenn og veltu upp á um
1,5 milljarða. í frétt frá Islenska
hugbúnaðarsjóönum hfl, sem er
einn stærsti hluthafi samstæðunnar
segir aö markmiö aðgerðanna sé að
auka og bæta heildarþjónustu inn-
anlands ásamt því að búa fyrirtæk-
in undir kröftuga útrás á erlenda
markaði. Þá hefur Hugvit hf. gengið
frá kaupum á rekstri danska upp-
lýsingatæknifyrirtækisins F8-Data
og verður fyrirtækið sameinað
rekstri SCIO AS.
Unnið er að skipulagi fyrir sam-
starf fyrirtækjanna þar sem þekk-
ing og reynsla starfsmanna nýtist á
breiöu sviði við þjónustu við inn-
lenda viöskiptavini og útrás á er-
lenda markaði. Grunnur að nýju
skipulagi mun liggja fyrir 1. maí
2000. Áætlanir gera ráð fyrir stofn-
un fyrirtækis sem mun fara með
eignarhald í fyrirtækjunum og ann-
ast áætlanagerð, stefnumörkun og
skipulagningu. Ólafur Daðason hef-
ur verið ráðinn framkvæmdastjóri.
Eining sem ræður við
stærstu verkefnl á sviði upp-
lýsingatækni
Fyrirtækin verða starfrækt í
óbreyttu formi en þau starfa öll á
svipuðu sviði með þjónustu og fram-
úrskarandi lausnir að leiðarljósi
fyrir viðskiptavini sína. Hluthafar
fyrirtækjanna hafa sameinað eign-
arhald undir íslensku forræði með
það að leiðarljósi að ná fram hag-
ræðingu og skapa öflugri og mark-
vissari fyrirtæki. Saman mynda fyr-
irtækin öfluga heild, sem ræður við
stærstu verkefhi á sviði upplýsinga-
tækni. Þessi nýja sameinaða eining
verður ein sú stærsta sinnar teg-
undar á Norðurlöndum með um 280
starfsmenn á sínum snærum og vel
á annan milljarð í veltu. Á þessu ári
er gert ráö fyrir að erlendar tekjur
verði um 700-800 milljónir.
Þrátt fyrir áherslu á hinn víðari
sjóndeildarhring erlendis verður
mikil og þung áhersla lögð á þjón-
ustu við innlenda notendur hvar
sem þeir eru á landinu. Sérstök
áhersla verður lögð á uppbyggingu
á Akureyri. íslensku fyrirtækin
byggja hvert um sig á farsælu starfi
á heimamarkaði og líta á hann sem
grundvöll sinn. Aðildarfyrirtækin
hafa þannig nú þegar yfir aö ráða
einni stærstu einingu á sviði hýs-
ingar (hosting) og með yfir 100
starfsmenn sem sinna daglegri þjón-
ustu og hýsingu.
Meðal stærstu hluthafa eru: ís-
lenski hugbúnaðarsjóðurinn hf.
með 18%, Ólafur Daðason með
16,3%, Eignarhaldsfélagið Alþýðu-
bankinn hf. með 10,9%, Landssím-
inn hf. með 7,3%, Daði Ólafsson með
4,1%, Jóhann P. Malmqust með
3,3% og KEA með 2,9%. Aðrir hlut-
hafar eru: Halldór Friðgeirsson, ís-
lenski íjársjóðurinn hfl, FBA, Vís
hfl, Samvinnulífeyrissjóðurinn hf„
Olís, Opin kerfi, stjómarmenn og
starfsmenn fyrirtækjanna og fleiri..
DV
Þetta helst
ria-i'.flf/i'jyjginafliryyri
HEILOARVIÐSKIPTI 2.358 m.kr.
- hlutabréf 397 m.kr.
- húsbréf MEST VIÐSKIPTI 560 m.kr.
O Isl. hugbúnaöarsjóöurinn 81 m.kr. I
0 Össur hf. 54,8 m.kr.
Gfba MESTA HÆKKUN 54,7 m.kr.
| o Eignarh.f. járnbl.félagsins 12,90 % j
O Baugur hf. 3,82 %
0 Samheiji hf. 3,37 %
MESTA LÆKKUN
; O íslenska járnblendif. hf. -10,38 %
I O Skagstrendingur hf. -9.09 %
| © Skýrr hf. -5,31 %
ÚRVALSVÍSITALAN 1774 stig
: - Breyting O -0,06 %
Ráðinn til Veftorgs
Hallgrímur Thor-
steinsson hefur verið
ráðinn ritstjóri hjá Vef-
torgi hfl, alhliða þjón-
ustu- og viðskiptasvæði,
sem opnað verður á
Intemetinu innan
skamms. Að loknu mastersnámi í
gagnvirkri margmiðlun starfaði Hall-
grímur við gerð gagnvirks efnis hjá
Transmedia í New York. 1994 gerðist
hann markaðsstjóri Miðheima, fram-
kvæmdastjóri upplýsingastandakerfis-
ins Asks hjá Skýrr 1995-96. Þá undir-
bjó hann stofnun Islandia Intemet og
Fjölnets fyrir ÍÚ 1997 þar til að hann
stofnaði eigið fyrirtæki, Ljósagang sf.
MESTU VIÐSKIPTI
0 Össur 944.610
0 Marel 694.670
Opin kerfi 642.390
0 FBA 543.827
0 íslandsbanki 521.247
siöastlldna 30 daga
; O ísl. hugb.sjóöurinn 159 %
o Össur 45 %
o Skýrr hf. 45 %
! O Nýherji 32 %
10 Marel 26 %
m&mnmvmz ^,^30 m
O Opin kerfi -70 %
o Stálsmiöjan -54 %
0 Flugleiöir -19 %
O Samvinnuf. Landsýn -18 %
0 Fiskiöjus. Húsavíkur -16 %
Magnús Gauti
hættir
Magnús Gauti Gautason, fram-
kvæmdastjóri Snæfefls, sagði upp
fyrir skömmu og lætur af störfum
nú um mánaðamótin. Við starfi
Magnúsar Gauta tekur Þórir Matth-
íasson en hann er núverandi fram-
kvæmdastjóri BGB sem sameinaðist
Snæfelli fyrir skömmu.
ÍS § i 1 11020,27 O 0,77%
|l • Inikkei 20441,50 O 1,28%
ÍKSIs&p 1508,52 O 0,05%
P~ NASDAQ 4644,67 O 3,91%
SSrse 6598,80 O 0,77%
I^DAX 7864,76 O 0,85%
B Mcac 40 6505,48 O 0,71%
30.3.2000 kl. 9.15
KAUP SALA
H Dollar 73,620 74,000
SOPund 117,160 117,760
B*i Kan. dollar 50,430 50,740
CS' Dónsk kr. 9,4360 9,4880
fcfcjNorskkr 8,6930 8,7410
EBSænskkr. 8,4960 8,5430
Htjpl- niark 11,8124 11,8834
1 i! Fra. franki 10,7070 10,7714
B t iBolg. franki 1,7410 1,7515
3 Sviss. franki 44,0800 44,3200
DhoII. gyllini 31,8706 32,0621
^Þvskt matk 35,9099 36,1256
1 11 ít. líra 0,03627 0,03649
QQAust sch. 5,1041 5,1347
IfJPort. escudo 0,3503 0,3524
Cl Spá. poseti 0,4221 0,4246
[•Jjap. yen 0,69910 0,70330
E j lírskt pund 89,178 89,714
SDR 98,86000 99,46000
{^ECU 70,2336 70,6556