Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Side 36
Fjórhjóladrifinn
SUBARU LEGACY
... draumi líKastur
Ingvar
Helgason hf.
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
Hamraborg:
Kartöflur
í mars
Krakkarnir á leikskólanum
Hamraborg við Grænuhlíð lyftust
upp af kæti þegar þeir komu niður
.ý á fullþroskaðar kartöflur þar sem
þeir voru að grafa í leikskólagarð-
inum:
„Börnin fóru að koma inn eitt af
öðru með kartöflur og við vissum
ekki hvaðan á okkur stóð veðrið
því það á ekki að taka upp kartöfl-
ur í mars,“ sagði Anna Maria Að-
alsteinsdóttir, fóstra á Hamraborg.
„Krakkarnir héldu áfram að grafa
og alltaf komu fleiri kartöflur; þeir
minntu einna helst á litla gullgraf-
ara,“ sagði Anna María sem telur
að skýringin sé sú að eitt kartöflu-
beð frá í fyrra hafi gleymst í haust
og sé nú að koma i ljós. Kartöfl-
umar eru stórar og fallegar og
virðast ekki hafa orðið fyrir nein-
^um frostskemmdum. Á morgun
verður kartöfluveisla hjá bömun-
um á Hamraborg: „Við ætlum að
búa til kartöflusalat," sagði Anna
Maria fóstra.
-EIR
Venus
* heillar
í Fókusi, sem fylgir DV á morgun,
er að finna viðtal við ofurgelluna og
söngfuglinn Venus sem mörgum
finnst synd að er í raun karlmaður.
Skyggnst er inn í skuggaveröld bún-
ingsklefa karla, tékkað á hvað fólk
hugsar í vinnunni og þau atriði tal-
in upp sem ekki teljast æskileg að
við tökum með okkur inn í 21. öld-
ina. Einnig gefur Páil Óskar góð ráð
um það hvemig á að krúsa og ís-
lenskir karlmenn svara fyrir sig.
Fókus býður einnig á kvikmyndina
Scream 3 og er bíómiða á sýninguna
að finna i Lifinu eftir vinnu sem er
nákvæmur leiðarvísir um skemmt-
ana- og menningarlifið í Reykjavík.
DV-MYND TEITUR
Kartöflukrakkar í Hlíöunum
Eins og litlir gullgrafarar þegar þeir moka kartöflunum upp úr leikskólagaröinum. í dag ætla þeir svo að slá upp kartöfluveislu í Hamraþorg.
Umhverfissinnar fagna björgun Eyjabakka:
Gífurleg náttúruspjöll
af Kárahnjúkavirkjun
- segir sigurglaður formaður Umhverfisvina
Umhverfissinnar eru himinlifandi
vegna þeirra kúvendinga sem orðið
hafa í deilunni um Fljótsdalsvirkjun
og uppistöðulón við Eyjabakka. Með
því að forráðamenn Reyðaráls vilja
reisa 240 þúsund tonna álver í Reyðar-
firði í stað 120 þúsund tonna verk-
smiðju eru allar líkur á því að Eyja-
bökkum verði ekki sökkt en þess í
stað verði rennslisvirkjun tengd Kára-
hnjúkavirkjun. Gangi vilji forsvars-
manna Reyðaráls eftir verður álver
við Reyðarfjörð ekki að veruleika fyrr
en árið 2007. Ólafur F. Magnússson,
borgarfulltrúi og formaður Umhverf-
isvina, segir að sigur hafi unnist.
„Fram að deginum í gær var hark-
an slík að maður gat trúað öllu. Verði
niðurstaðan sú að Eyjabökkum verði
þyrmt er það sigur fyrir alla umhverf-
issinna. Ég er þess fuilviss að ef þessi
harða umræða hefði ekki farið í gang
þá væri málið ekki í þessum farvegi.
Ég er mjög bjartsýnn og vonast til
þess að nú fari í gang önnur atburða-
rás og önnur umræða. Tíminn vinnur
mög hratt í þessu máli,“ segir Ólafur.
Hann segir að þegar baráttan um
Eyjabakka verði að baki taki við önn-
ur barátta.
„Ég er í hjarta mínu á móti virkjun
Kárahnjúka þó ég geri mér grein fyr-
ir því að þar mæli ég ekki fyrir munn
allra Umhverfisvina. Kárahnjúka-
Magnússon ormsson
- Áfangasigur. - Spilaborgin
er hrunin.
virkjun mun fela í
sér gífurleg náttúrspjöU. Ekki aðeins í
kringum náttúruperluna Dimmugijúf-
ur heldur mun hún hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar í Fljótsdalshéraði
vegna rennslis stórrar jökulár um
annan farveg en sinn náttúrulega. Af-
leiðingar gætu orðið aðrar og meiri en
við áttum okkur á í dag. Framtíðar-
sýn stjórnvalda í stóriðjumálum er
ekki sú besta og baráttan heldur
áfram,“ segir Ólafur.
Hjörleifur Guttormsson, náttúru-
fræðingur og fyrrverandi alþingis-
maður Austfirðinga, tekur í sama
streng og Ólafur.
„Það eru stórtíðindi og afar jákvæð-
ar fréttir að þessi spilaborg er að
hrynja. Það er ljóst að hægt verður að
friðlýsa Eyjabakka sem hluta af Snæ-
fellsþjóðgarði og ólíklegt að Fljótsdals-
virkjun verði frekar til umræðu.
Framtið risaálverksmiðju i Reyðar-
firði er lika í fullkominni óvissu sem
og bygging virkjana í hennar þágu.
Kárahnjúkavirkjun er þegar afar um-
deilt mál og stjómvöld ættu að sjá
sóma sinn í því að leggja öll stóriðju-
áform til hliðar á meðan farið er yfir
orkustefnuna í landinu. Næsta skref
er að fara yfir málefni Austurlands á
nýjum forsendum og bæta fyrir þessa
lönguvitleysu," segir Hjörleifur. -rt
Kúvending í bankamálum:
íslandsbanki og FBA saman?
Sú frétt fór sem eldur í sinu um
íslenska fjármálamarkaðinn i
morgun að forráðamenn íslands-
banka og Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins, FBA, eigi í alvarleg-
um viðræðum um sameiningu.
Ekki tókst að fá þessar fréttir stað-
festar áður en DV fór í prentun í
morgun.
Hér er um kúvendingu að ræða
varðandi hagræðingu og samein-
ingu í bankakerfinu en undanfarið
hefur verið búist við að íslands-
banki og Landsbanki gætu runnið Kristjáns Ragnarssonar, formanns
saman. Eftir orðahnippingar stjómar íslandsbanka og Valgerð-
ar Sverrisdóttur viðskiptaráð-
herra hefur hins vegar hlaupið
snurða á þráðinn.
Gangi hugmyndir tun samein-
ingu FBA og íslandsbanka eftir
verður til langstærsta fjármála-
stofnun landsins með liðlega 226
milljarða króna heildareignir.
Hagnaður bankanna á liðnu ári
nam nær þremur milljörðum
króna, en mikil hagræðing næðist
fram með sameiningu. Mark-
aðsvirði bankanna er í heild um 61
milljarður króna.
-rt
bnothef P-touch 9400
Stóra merkivélin sem þolir álagið
10 leturgerðir
margar leturstærðir
16 leturstillinpar
prentar í 10 linur
borði 6 tii 36 mm
Bafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
Erum flutt í
Skipholt 50 d
Skipholti 50 d
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/