Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000
DV
Fréttir
Fyrrum flugmálastjóri sem afþakkaði armbandsúr sem bætur fyrir auga:
Kostar 350 þús-
und til milljón
að fara í mál við tryggingarfélögin sem eiga fimmta hvert mál í héraðsdómi
Nærri lætur að tryggingafélögin
verjist í fimmta hverju máli sem
tekið er fyrir í Héraðadómi Reykja-
víkur í munnlega fluttum einkamál-
um og ágreiningsefnið sem leiðir til
dómsmeðferðar alltaf hið sama:
Miska- og örorkubætur til einstak-
linga sem sætta sig ekki við mat
tryggingafélaganna sjálfra.
Friðgeir Björnsson, dómstjóri í
Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að
nú séu 55 slík mál í höndum dómara
sinna og 15 öðrum verði útdeilt inn-
an tíðar. Sé mið tekið af fjölda mála
sem reglulega eru til meðferðar í
munnlega fluttum einkamálum í
héraðsdómi þá eru slysabótamál
alls konar, þar sem einstaklingar
sækja að tryggingafélögum, um 20
prósent af verkefnum dómaranna.
Hver þorir?
„Tryggingafélögin senda hvem ein-
asta kjaft sem ekki næst samkomulag
við um örorku- og
slysabætur fyrir
dómstóla og þar
verjast þau með
her lögfræðinga á
bak við sig,“ sagði
Pétur Einarsson,
fyrrum flugmála-
stjóri, sem stefht
hefur Sjóvá-Al-
mennum til
greiðslu skaða-
bóta eftir að hafa
missta annað aug-
að fyrir nokkrum árum. Að sögn Pét-
urs bauð tryggingarfélagið honum
andvirði armbandsúrs í bætur en því
hafnaði hann. „Svo þarf maður að
fara í mál við þessa karla og það kost-
ar á bilinu 350 þúsund og upp í millj-
ón að reka slíkt mál gegn þeim. Hver
hefur efni á því og hver þorir að taka
áhættuna?" spyr Pétur Einarsson.
Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-
Einar Sveinsson Axel Gíslason
Vill ekkert Hlutfallslega fá
segja. rnál fara fyrir
dómstóla.
Almennra, vill ekki tjá sig um þessi
mál en segir eðlOegt að dómsstóla-
leiðin sé farin þegar ágreiningur af
þessum toga kemur upp. Axel Gísla-
son, forstjóri VÍS, segir hins vegar
að tiltölulega fá mál fari fyrir dóm-
stóla vegna ágreinings um bætur
miðað við þann fjölda tjónamála
sem í gangi séu.
Ekki viö
„Tjónafjöldinn hjá okkur er á bil-
inu 20-25 þúsund á ári og aðeins lít-
ið prósent þeirra mála fer fyrir
dómstóla. Það er af og frá að þær
tölur sem nefndar eru í þessu sam-
bandi eigi við okkur,“ sagði Axel
Gíslason og benti á að tjónþolar
ættu um nokkra kosti að velja sættu
þeir sig ekki við tjónamat trygg-
ingafélagsins. Fyrst gætu þeir skot-
ið málinu til tjónanefndar, sem í
eiga sæti fulltrúar annarra trygg-
ingafélaga, og þaðan gætu þeir farið
til úrskurðamefndar þar sem auk
fulltrúa tryggingafélaga eiga sæti
fulltrúi frá Neytendasamtökunum
og Fjármálaeftirlitinu. „Úrskurðir
þessara nefnda em ekki bindandi
en þær vom settar á laggimar til að
mál væru ekki að fara fyrir dóm-
stóla að óþörfu," sagði Axel Gísla-
son, forstjóri VÍS.
-EIR
Pétur Einarsson
Hver hefur efni á
aö fara í mál viö
þessa karia?
Bílar ódýrari í kjölfar lægra vörugjalds:
Fólk mun velja stærri bíla
- segir Björn Víglundsson, markaðsstjóri hjá Toyota
Ný lög, þar sem flokkum á vöm-
gjaldi ökutækja er fækkað í tvo,
voru samþykkt á Alþingi síðdegis í
gær. Þau munu hafa nokkrar
breytingar í for með sér og þá m.a.
bæði til hækkunar og lækkunar á
bílum.
Toyota-bílaumboðið P. Samúels-
son ehf. var fyrst bílaumboða til að
gefa út hver áhrif vörugjaldsbreyt-
inga hefði á verð bifreiða hjá þeim.
Land Cruiser 90 hækkar t.d. í verði
frá umboðinu vegna áhrifa vöm-
gjaldsbreytinga um 1,5%, eða um
nálægt 50 þúsund krónur. Sam-
kvæmt upplýsingum frá umboðinu
gefa vörugjaldsbreytingamar þó til-
efni til 3,2% hækkunar sem ákveðið
var að hleypa ekki að fullu út í verð-
lagið. Þessi gerð lendir í því að
hækka úr 40% vörugjaldsflokki sem
felldur er niður og lendir í 45%
flokki. Mesta lækkun er hins vegar
á Land Cruiser 100 sem lækkar um
12%, eða um 680 þúsund krónur.
Bjöm Víglundsson markaðsstjóri
segir að Land Cruiser 90 sé eina
gerðin af Toyota sem verði fyrir
hækkun vegna vörugjcddsbreyting-
ar. Breytingin hefur lítil áhrif á
verð Toyota Corolla sem er sölu-
hæsta bifreið umboðsins.
„Mismunurinn á þeim bílum og
upp í næsta verðflokk fyrir ofan
minnkar nú um helming. Þannig
mun verðbilið t.d. minnka úr
150-180 þúsund á Corolla og Avens-
is í 80-100 þúsund krónur. í okkar
huga er það alveg klárt að breyting-
in mun því leiða til þess að fólk vel-
ur stærri bíla en áður.“
Bjöm gerir ekki ráð fyrir að hægt
verði að tollafgreiða bíla samkvæmt
nýjum lögum fyrr en í næstu viku.
Þó samþykkt Alþingis liggi fyrir á
eftir að birta þau í Lögbirtingablað-
inu og allt tekur það nokkra daga.
Björn segir sömu lögmál gilda varð-
andi notaða bíla. Þeir komi til með
að fylgja þessum breytingum. Mest-
ar lækkanir verða þó líklega á
vélsleðum og vélhjólum þar sem
gjaldið fer úr 70% í 30%.
-HKr.
Japis:
Tækjasviðið
selt
„Tækjasvið okkar verður hluti af
Aco og við verðum stærstu hluthafar í
því fyrirtæki," segir Birgir Skaptason,
framkvæmdastjóri Japis, en tækjasvið
fyrirtækisins var í gær sameinað Aco.
Eins og DV greindi ffá í gær hefur um
skeið staðið til að aðgreina tækjasvið
Japis frá tónlistar- og afþreyingarsviði
þess en Birgir neitaði þó þá í samtali
við blaðið að til stæði að skipta fyrir-
tækinu í tvennt. Annað hefúr þó kom-
ið á daginn og nú er tækjasviðið orðið
að 34% hlut í Aco og mun Japis ein-
beita sér að tónlistinni.
„Þetta er búið að eiga sér mjög stutt-
an aðdraganda en til stóð að af sam-
runa yrði og svo varð niðurstaðan að
útfæra hann með þessum hætti,“ segir
Birgir. -hdm
Bílgreinasambandið:
Fögnum
þessu mjög
Jónas Þór Steinarsson, fram-
kvæmdastjóri Bílgreinasambandsins,
er að vonum ánægður með lækkun
vörugjalds á ökutækjum.
„Við erum bún-
ir að vinna að
þessu lengi og höf-
um gert tillögur
um fækkun vöru-
gjaldsflökka und-
anfarin ár. Þeim
hefúr nú fækkað
frá þvi sem mest
var, úr sjö flokk-
um í tvo. Þetta er
því mjög gott skref
og við fögnum
þessu mjög. Inn-
flutninguránotuð-
um vélsleðum hef-
ur aukist mikið og
örugglega líka á
vélhjólum. Þessi
lækkun hefúr þvi veruleg áhrif á þessi
tæki og gerir starfsumhverfið þar mun
eðlilegra. Nú fer þetta úr 70% vöru-
gjaldi niður 1 30%. Það sem flutt hefúr
verið inn af þessum tækjum til landsins
hefði skilað ríkissjóði um 120 milljónum
króna ef allir hefðu borgað fullra 70%
vörugjald. Verulegur hluti hefur ekki
borgað svo hátt gjald, eins og björgunar-
sveitir og ferðaþjónustufólk.
Um 70% í efsta flokki af bílum sem
seldir hafa verið hér á landi hafa verið
flutt inn notuð. Breytt lög um vöru-
gjald munu væntanlega breyta þessu.
Hvatinn til að að kaupa notaða bíla og
sleppa þannig við verulegan hluta
vörugjalds er horfmn. Þá verða bílar
frá Bandaríkjunum, sem yfirleitt eru
með stærri vélar en þeir evrópsku,
samkeppnishæfari." -HKr.
Jónas Þór
Steinarsson
„Hvatinn til aö
kaupa notaöa
bíla og sleþpa
þannig viö veru-
legan hluta vöru-
gjalds er horf-
inn. “
Veðrið » kvöld___________________I Sólargangur og sjávarföll
Hægviðri og skúrir
Hæg vestlæg átt og lítils háttar skúrir
vestanlands en S 8-13 m/s og víöa súld eöa
rigning austan til í nótt. Hæg SV-átt með
skúrum vestanlands í nótt og fer heldur aö
létta til um landið austanvert. Hiti yfirleitt 3 til
9 stig yfir daginn.
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld
Sólarupprás á morgun
Síódegisflóö
Árdegisfióö á morgun
20.35 20.23
06.23 06.03
19.42 00.15
08.00 12.33
Skýringar á veðurtáknum
)^VINDÁTT — HITl -m°
^VINDSTYRKUR I rnetnnn á sokúrxlu Nfrost HHÐSKÍRT
O £> o
LÉrrsKÝjAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
!« Q w Ö
RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA
Q V =
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Veðrið á morgun
Hgg-----------------------------
Öxulþungatakmarkanir
Greiöfært er um alla helstu aöalvegi
landsins. Þoka var á Hellisheiöi og í
Þrengslum í morgun. Hálkublettir eru á
Steingrímsfjaröarheiði og á
Möörudalsöræfum. Búiö er aö opna
fyrir 4x4 bíla yfir Hellisheiði eystri.
Oxululþungi er takmarkaöur við 10 tonn
á Vesturlandi, Vestfjörðum, Noröuriandi
vestra, Norðurlandi eystra og á
Austfjörðum.
■-íOBEIÐFÆRT
hHÁLT
■ÞUNGFÆRT
■ ÓFÆRT
Btlf4ftHIJiHmHH,',li:WU4.|RJ:l.l:ll!IIHl.'Pl
Léttir til fyrir austan
Horfur eru á hægri vestlægri eöa breytilegri átt meö stöku skúrum eöa
slydduéljum vestanlands. Gert er ráö fyrir aö það létti smám saman til
um landiö austanvert. Hiti 0 til 6 stig, mildast sunnan til.
Laugardá m Sunnudagu t Mánudagur
Vindur: / rO 10-15 ,„0 a / Hiti 2" til 7” Gert er ráö fyrir sunnan og SV 10-15 m/s, rignlngu um land allt. Hlti veröur á blllnu 2 til 7 stig. Vindur: / - L—. i3-18 Hiti 2° til 7° Búlst er vlö SV13-18 m/s og skúrum vestan til en léttskýjuöu veöri á Austurlandi. Hltl 2 til 7 stlg, hlýjast austan tll. Vindun ( ló-iSnrK Hiti 0° til -1” W Relkna má meö noröan- og norövestanátt á landlnu og kaldara veöri. Gert er ráö fyrir éljum og hita i krlngum frostmark.
Veðrið
AKUREYRI skýjaö 1
BERGSTAÐIR skýjaö 1
BOLUNGARVÍK rigning 2
EGILSSTAÐIR -2
KIRKJUBÆJARKL. rigning 3
KEFLAVÍK súld 7
RAUFARHÖFN hálfskýjaö 0
REYKJAVÍK rigning 6
STÓRHÖFÐI þokumóöa 6
BERGEN rigning 6
HELSINKI léttskýjaö 0
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 2
ÓSLÓ skýjaö -3
STOKKHÓLMUR 0
ÞÓRSHÖFN rigning 7
ÞRÁNDHEIMUR úrkoma 1
ALGARVE skýjaö 10
AMSTERDAM léttskýjaö 0
BARCELONA léttskýjaö 7
BERLÍN léttskýjaö 1
CHICAG0 léttskýjaö 15
DUBLIN léttskýjað -2
HAUFAX skýjaö 2
FRANKFURT léttskýjaö 1
HAMBORG heiöskírt -3
JAN MAYEN léttskýjaö -3
LONDON léttskýjaö 1
LÚXEMBORG skýjaö 1
MALLORCA skýjaö 12
MONTREAL léttskýjaö 1
NARSSARSSUAQ léttskýjaö -4
NEWYORK skýjaö 6
ORLANDO heiöskírt 9
PARÍS skýjaö 3
VÍN skýjaö 4
WASHINGTON alskýjaö 8
WINNIPEG þoka -3