Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 19
18 DV FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 23 ** Skoðun Útgáfufélag: Frjðls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plótugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Samsœri gegn ungu fólki Byggðagildrur taka á sig ýmsar myndir. Ríki og sveit- arfélög beita margvíslegum ráðum til að frysta liðna tima í atvinnuháttum og búsetu. Á hverju ári er milljörðum varið í byggðagildrur, án þess að árangur hafi verið eftir- tektarverður. Unga fólkið lætur ekki ánetjast. Rikið, stofnanir þess og sjóðir borga láglaunafyrirtækj- um fyrir að starfa í byggðagildrum. Sveitarfélög byggða- gildranna brenna sameiginlegum peningum íbúanna i hlutafé hallærisfyrirtækja, meðan önnur sveitarfélög geta notað sína peninga óskerta í þjónustu fyrir íbúana. Með múgæsingu smábyggða-þjóðernis er almenningur í þessum sveitarfélögum fenginn til að leggja hlutafé í stað- bundið sukk og fallast á síðbúnar og lágar launagreiðslur. íbúarnir fara því sjálfir fjárhagslega halloka í samanburði við þá, sem ekki búa í byggðagildrum. Staðbundnir lífeyrissjóðir bregðast trúnaði við félags- fólk og sóa lífeyri þess í staðbundna erfiðleika atvinnulífs- ins. Þannig er ekki bara ráðizt að nútíð íbúa byggðagildr- anna, heldur er framtið þeirra fómað líka. Þeir geta ekki notið áhyggjulauss ævikvölds til jafns við aðra. Einna alvarlegast er samsærið gegn unga fólkinu. Það er hvatt til að hafa skólagöngu stutta og koma heldur til starfa við færibönd láglaunafyrirtækisins. Það er hvatt til að byggja sér verðlaust íbúðarhús, borga vinnuveitandan- um hlutafé og láta lífeyrissjóðinn sóa sparifénu. Meðan stór hluti þjóðarinnar er kominn á fulla ferð inn í 21. öldina, reynir byggðagildran að frysta 19. öldina á eins konar byggðasöfnum hér og þar um landið. Stórfeng- legasta afturhaldsemi af þessu tagi er byggðagildra Fjarð- arbyggðar og félagsins Afl fyrir Austurland. Ráðamenn sveitarfélagsins og hugsjónafélagsins reyna að tromma upp múgæsingu heimamanna til stuðnings þvi, að álver verði reist á Reyðarfirði til að koma í veg fyr- ir, að unga fólkið afli sér menntunar til starfa 21. aldar hvar sem er í landinu og hvar sem er í heiminum. Þeir sjá fyrir sér trygga vaktavinnu unga fólksins við að kraka í bræðslupottum álvers á Reyðarfirði á heldur hærra kaupi en það hefði haft við færibönd fiskvinnslunn- ar, en neiti sér um tækifærin, sem nútíminn veitir æsk- unni umfram þá, sem voru ungir í gamla daga. Það vita allir, sem vita vilja, að unga fólkið dreymir hvorki um færibönd né bræðslupotta. Þess vegna ber Fjarðabyggð annaðhvort að gera staðinn gildandi í at- vinnugreinum 21. aldar eða gefa unga fólkinu frelsi til að leita þeirrar aldar á framfarasinnaðri slóðum. í álvers-offorsi sínu lætur Fjarðabyggð hjá líða að búa í haginn fyrir atvinnugreinar 21. aldar, til dæmis með því að leggja mikla áherzlu á menntun unga fólksins í hug- búnaðargreinum og með því að bjóða hugbúnaðarfyrir- tækjum lága húsaleigu og góðar tengingar við netið. Svo langt gengur ruglið, að kennari fyrir austan var sakaður um að mennta unga fólkið burt af svæðinu. Sú ásökun sýndi byggðagildruna í sinni svæsnustu mynd. Menn líta á unga fólkið eins og ánauðuga lénsbændur og ráðast á þá, sem vilja veita því frelsi til að velja sjálft. Byggðagildra er glæpur og byggðagildra Fjarðabyggðar er mikill glæpur. Hún er glæpur gegn ungum og ófæddmn Austfirðingum, tilraun til að draga úr vilja þeirra til að nýta sér tækifæri nútímans. Hún er glæpur vælukjóa, sem hafa gefizt upp á baráttunni fyrir betra lífi. Samsærið gegn ungum Austfirðingum hefur sem betur fer sprungið. Byggðagildrumönnum hefur ekki tekizt að dæma þá til lífstíðar-ánauðar við bræðslupottana. Jónas Kristjánsson Sameign þjóöarinnar I umræðum um stjórn fiskveiða hefur óspart ver- ið vitnað til þess að nytja- stofnar á íslandsmiðum væru sameign þjóðarinnar án þess að menn hafi séð ástæðu til að skýra nánar við hvað væri átt, þótt ærin tilefni hafi gefizt. Þetta er nokkuð einkenn- andi fyrir orðræðu á is- landi þar sem menn ræöa gjaman mál eins og í hálf- kveðnum vísum og nota orð í óljósri eða annarlegri merkingu. Og þannig er auðvelt að komast fram hjá kjama málsins. Merkingarleysa Á það hefur margsinnis verið bent að orðin - sameign þjóðarinn- ar - hafi enga merkingu I eignar- réttarlegum skilningi þar sem þjóð- in hafi engar þær heimildir yfir veiðiréttinum sem eignarrétti fylgja. Við þetta hefur aldrei verið gerð nein athugasemd, en í þess stað hafa menn haldið umræðunni í óljósum farvegi. Sameign - fullveldi Með orðunum sameign þjóðarinnar er í reynd átt við fullveldisrétt. Þar sem þjóð- inna skortir allar eignarrétt- arlegar heimildir er aíleið- ingin sú, að enginn á nytja- stofnana. Þeir em hins vegar háðir fúllveldisrétti þjóðar- innar sem handhafar ríkis- valds fara með í umboði hennar. í þeim rétti felst að löggjafarvaldið sem handhafi fiillveldisins í umboði þjóðar- innar hefur víðtækar heim- ildir til að setja reglur um meðferð og nýtingu nytjastofnanna, þar á meðal sett atvinnuréttindum manna almenn takmörk þar sem gætt sé jafnræðis og verðleika, eða í einu orði réttlætis og annarra málefnalegra sjónarmiða. Samelgn - ríkiseign Sameign þjóðarinnar getur merkt ríkiseign. Rikið sem persóna að lögum getur verið handhafi allra heimilda sem eignarrétti fylgja innan þeirra marka sem stjómarskrá setur um sölu fasteigna ríkisins og sérstökum laga- Sigur&ur Líndal prófessor „Á það hefur margsinnis verið bent að orðin - sameign þjóðarinnar - hafi enga merkingu í eignarréttarlegum skilningi þar sem þjóðin hafi engar þær heimildir yfir veiðiréttinum sem eignarrétti fylgja. “ fyrirmælum um meöferð eigna. Hins vegar verða eigendur útgerðarfyrir- tækja ekki með einfaldri lagasetningu sviptir atvinnuréttindum sínum, - þau eru varin með áþekkum hætti og eign- arrétturinn. Nokkra furðu vekur að þeir sem ákafast skírskota til sameign- ar þjóðarinnar skuli ekki sjá ástæðu Vinstri hugvekja með slagsíðu Samfylkingin glímir aðeins aö litlu leyti við forystuvanda. Það er því rangt að láta eins og formleg stjórn með formanni sé helsta lausn á fylgiskreppu hennar, sbr. skoðana- kannanir. Það er líka rangt að klifa sífellt á því að þessi eða hinn flokk- urinn sé stærstur, næststærstur eða minnstur í landinu og miða þá við kjörfylgi. Stærð og áhrif flokka mælast fyrst og fremst í virkum fjölda liðsmanna (kjósendafjöidi kemur í annað sæt- ið), í útpældri stefnuskrá sem bæði teiknar upp grunnstefnu og her- kænsku í fjölþættri þingræöisbarátt- unni og loks í tengslum flokksins við fjöldasamtökin og grasrótina í þjóð- félaginu. Hugsanlega er því stærð og afl hins fylgisrýra en gamalgróna Framsóknarflokks meira en unga- bamsins Vinstri grænna með um 20 prósenta væntingar í skoðanakönn- unum. Vinna þarf heimavlnnuna Mergurinn málsins er að sumu leyti þessi: Flokkarnir tveir sem gera tilkall til hins óljósa „vinstris" standa ekki enn á traustum grunni. Báðir eru fyrst og fremst byggðir upp utan um lítinn kjama atvinnu- stjómmálamanna. Báðir hafa lítt unna stefnu og er þá ekki tekið tillit til gæða eða nothæfni hennar. Síöara atriðið hefur verið Akkillesarhæll Kjallari jafhaðarmanna og sósí- alista í marga áratugi. Hug- myndafræðin var og er veik, götótt, á sífelldu tæki- færisundanhaldi (kallað þróun og nýsköpun) og full af alvörudaðri við valta og úrelta hugmyndafræði kap- ítalismans. Deilur eru sjaldan leidd- ar til lykta: ekki í eitt skipti fyrir öll, heldur þannig að flokksheildir verði starfhæfar. Og her- kænskan nær ekki út fyrir — þrönga flokkshagsmuni, hvað þá út fyrir brýnustu dægurmál sem rekur á fjörur. Ari Trausti Gu&- mundsson jaröeölisfræöingur 50% 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Fylgi flokka - miöaö við þá sem tóku afstööu ■ 11[ Mf 40,1 u 13A2J IDV 21-22/03 00 DV 28-29/12 '99 DV 20/10 '99 DV 13/09 '99 I 1 Kosningar SKODANAKÖNNUN DV Soðasta könnun m á lylgi stjórnmálaflokka © „Það er líka rangt að klifa sé stærstur, nœststœrstur Með og á móti Tvíburar skipta um nafn Þetta kom berlega í Ijós þegar VG og Sam- fylkingin fæddust úr frumskóginum á vinstri vængnum. Ágreiningur var afar óljós og flestir höfðu skýrt á tilfinningunni að t.d. þingseta ein- staklinga skipti meim máli í framvindunni en herkænska sem tryggði blómstrun á vinstri vængnum. Stefnumið og hug- myndafræði kann að vera skýr í kolli ein- stakra félaga flokk- anna en flestum er hún sífeílt á því að þessi eða hinn flokkurinn Samfylkingln eða minnstur í landinu og miða þá við kjörfylgi. “ í andsvörum í þinginu. Það er lítill kraftur eða forystubragur að því að vera fyrst og fremst and- spymumaður með góðan kjaft í stöku þingmálum. Þannig lötra menn á eftir fjöldanum en skipa sér ekki fremst til að drífa áfram nauðsynlegar breytingar á þjóðfélaginu. Af þessu hefur leitt að Samfylkingin og VG eru í raun ný nöfh á göml- um hreyfingum, að endur- skipulagningu og nokkrum mannaskiptum loknum, hvor með kjörfylgi í kring- um 20%. Frjó hugsun og ný sókn krefst annars. Það sem þurfti Vissulega eru það nokkur tíðindi að VG skuli nálgast skásta kjörfylgi gamla AB. Vissulega mun nýr for- maður Samfylkingarinnar eitthvað geta lagað prófil hreyfmgarinnar. En hitt er mikilvægara sem ekki var gert. Það er þetta: Samfylkingin og VG áttu að rugla saman reytum í eina samstöðufylkingu, ásamt mörg- um sem ekki eru nú þar innanborðs. Samstaðan hefði væntanlega ekki getað orðið nema hlutbundin. En hún hefði verndað, kallað á og auð- veldað mikla heimavinnu en um leið tryggt meira kjörfylgi en VG og Sam- fylkingin fá fyrirsjáanlega. Samstað- an er ekki hið endanlega flokksform, heldur herkænska. Fyrir þessu tal- aði ég til tilvonandi félaga í báðum flokkunum. Ekki tókst að fá það sem til þurfti og svona hugvekja dugar ekki heldur til. Hún gæti þó fengið einhvem til að skilja að þaö þarf að greina, móta og framkvæma upp á nýtt. Ari Trausti Guðmundsson verja Evrópumeistaralitilinn? Er að toppa á réttum tíma Börsungar fara alla leið J „Ég er alveg .JeL sannfærður um að i\ a Man. Utd muni veija Evrópumeist- aratitilinn. Það hefur reyndar ekki gerst áður svo ég muni að sama hð hafi unnið titilinn tvö ár í röð en það mun ekki koma í veg fyrir að United brjóti þá hefð. Liðið hefúr sýnt það í und- anfómum leikjum að það er að „toppa“ á réttum tima sbr. 7-1 úrshtin á móti West Ham um hðnahelgi. Staðreyndin er að það ekkert annað hð United snúning Elvar Gu&jónsson s tuöningsmaöur Man. Utd stenst þegar það er í toppformi og gildir þá einu hvort andstæðingamir heita Barcelona, B. Múnchen eða eitthvað annað. United byggir á þessari svoköhuðu sig- urhefð því það kann ekki að tapa. Annað sem gefur hðinu forskot á önnur hð er að á með- an flest önnur lið byggja á 1-2 markaskorurum hefúr United eina 6-7 leikmenn sem em mikl- ir markaskorarar. Þetta mun reynast United mikilvægt þeg- ar það vinnur Evrópumeistaratitilinn arrnað árið í röð, fyrst ahra höa.“ „Ég hef trú á að I United komist í undanúrslitin en r þar með held ég að þátttöku liðsins komi til með að ljúka. Ef Bayem Múnchen klárar sitt verk á móti Porto mætir það Manchester-liðinu í undanúrslitunum og ég er sannfærður um að Bæjarar hefni ófaranna frá því á síð- ustu leiktíð þegar United stal sigrinum í lokin. Ég sé fyrir mér að Barcelona fari í úrslitin á móti Bayern og fari alla leið þetta árið. Það Hör&ur Magnússon knattspyrnumaöur úrFH eru ákveðnir veikleikar í United-liðinu sem eiga eftir að koma i ljós í leikjunum á móti bestu liðunum í álfunni. Þó svo að Bosnich hafi staðið sig vel á móti Real Madrid tel ég hann enn vera veikleika fyrir liðið og ég er þá að horfa til fyrir- gjafanna. Ferguson hefur verið að hringla með aðra mið- varðarstöðuna. Hann hefur skipt leikjunum á mihi Henn- ings Bergs og Shvestre og það hefur skapað ákveðin vandamál í varn- arleiknum." 8-liöa úrslitin í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu standa nú sem hæst og fram undan er harður slagur um Evrópumeistaratitilinn. Manchester United á titii a& verja en liðiö þarf að ry&ja á undan sér mjög erfiöum hindrunum ef þaö ætlar aö fara aila leiö. I th að skýra nánar við hvað þeir eiga. Stefna þeir að þjóðnýtingu? Varanleg úthlutun kvóta ólögleg Ef leggja á dóm Héraðsdóms Vest- urlands til grundvahar fer það í bága við ákvæði stjórnarskrár um jafn- rétti fyrir lögum og atvinnufrelsi að skipta hehdaraflamagni varanlega mihi útvegsmanna á grundvehi afla- reynslu. Ef sú niðurstaða fær staðfestingu er þessi leið ófær th að stjóma fisk- veiðum. Aðrar leiðir eru þá meðal annars að taka upp einhvers konar sóknarmark, sem ekki reyndist vel, eða tímabinda veiðiheimhdir, þannig að þeim yrði endurúthlutað með ákveðnu árabhi. Þar myndi rík- ið að nokkru leyti leysa markaðinn af hólmi, jafnvel þótt kvótinn yrði boðinn upp. Og þá er þeirri spumingu ósvarað hvort ríkisíhlutun og peningaeign sé líkleg th að tryggja það jafnræði og atvinnufrelsi - að ekki sé minnzt á réttlæti - sem sátt gæti náðst um. Um það hefur aht of lítið verið fjall- að. Sigurður Líndal Ummæli Forsetinn á skjön við þjóðkirkjuna? „Samskipti mihi þjóða em viðkvæmt og fiókið fyrirbæri sem erfítt er fyrir leikmenn að Ijaha um. Það kæmi mér samt verulega skringi- lega fyrir sjónir ef for- seti íslenska lýðveldisins heimsækti stjómvöld Indlands á sama tíma og ís- lenska þjóðkirkjan er í óbeinni bar- áttuherferð gegn sömu stjómvöldum án þess að vekja athygli á málinu." Ari Skúlason, framkvæmdastj. ASÍ, I Mbl. 5. apríl. Forgangsröðun í samgöngumálum „Það er bara þannig að við verðum að athuga hve margir búa hér á suðvestur- horninu. Ætli það séu ekki orðin hátt í tvö hundruð þúsund manns. Skattborgar- arnir hér segja: Hvers vegna fáum við þá ekki framkvæmdir hér í auknum mæli? ... Ef menn ætla aö hafa eitt- hvert vit í fjárfestingum þá verða þeir að hugsa málið th enda.“ Gunnar I. Birgisson, alþm. í Reykjanes- kjördæmi, í Degi 5. apríl. Fjölmiðlaleikur Baugsmanna „Óðinn er orðinn úrkula vonar um að fjölmiðlar taki forráðamenn Baugs fóstum tökum. Því miður virðist sem enginn hafi manndóm í sér th að tala tæpitungulaust um þetta fyrirtæki annar en forsætisráðherra. En nú hef- ur Davíð Oddsson tekið fyrirtækið í sátt og þvi hafa gagnrýnisraddir þagn- að ... Fjármálalegir hagsmunir fjöl- miðla eru svo miklir að þeir telja sér ekki fært að taka upp harða gagnrýni á fjölmiðlaleik Baugsmanna. Óöinn, fastur dálkahöfundur í Viö- skiptablaðinu, 5. apríl. Íslandsbanki/FBA „Sameiningin skil- ar beinhörðum ávinn- ingi í vasa almenn- ings, m.a. í formi lægri vaxta og betri þjónustu. Lægri fjár- magnskostnaður og fjárhagslegur styrk- leiki skila sér th almennings auk þess sem stærri og samkeppnishæfari banki muni th lengri tíma hafa bein áhrif á lífskjör allra í landinu." Ásmundur Tryggvason blm. í Degi 5. april. UULÍFOT- IRINNSEM E6 F£ BEINT 1VRSRNN VRRWIMKK!? OMI01H Auglýst eftir afstöðu Um þessar myndir á sér stað mikið umrót og endur- skipulagning á fjármála- markaði. Rætt hefur verið um að steypa bönkum og sjóðum saman og í vikunni runnu íslandsbanki og FBA saman í eitt eftir að slitnaði upp úr skammvinnu ástar- ævintýri íslandsbanka og Landsbanka. Reyndar voru áhöld um að ástin hafi verið gagnkvæm en það er önnur saga. Margir hafa haft af því nokkrar áhyggjur að með samruna á fjármálamarkaði færist peningamir og þar með völdin á fáar hendur. Margt bendir th að einmitt þetta sé að gerast í okkar samfélagi. Til eru tillögur Þegar sýnt var að ríkisstjómin var staðráðin I því að einkavæða ríkis- bankana báða - gera þá að hlutafélög- um og selja þá síðan i áfóngum - flutti undirritaður ásamt Steingrími J. Sig- fússyni frumvarp á Alþingi um dreifða eignaraðild að viðskiptabönk- um og öðrum lánastofnunum. Sam- kvæmt frumvarpinu yrði óheimht öðrum en ríkissjóði að eiga í þeim meira en 8% hlut. Undir markmið frumvarpsins var tekið af hálfu odd- vita ríkisstjómarinnar. Viðskiptaráð- herrann var hins vegar ekki eins upp- rifinn - það er að segja sá sem þá sat. Valgerður Sverrisdóttir hefur nú tekið við embætti viðskiptaráherra og fer þar af leiðandi með bankamál. Nú er auglýst eftir afstöðu hennar th dreifðrar eignaraðildar að fjármála- stofnunum. Spurt er hvort hún muni beita sér fyrir því að fyrrgreint laga- frumvarp fái afgreiðslu á Alþingi. Nú er svo að sjá að eignarhlutur einstakra aðha í hinum nýja samein- aða íslandsbanka og Fjáifestingar- banka atvinnulífsins sé hæstur 14% og er þar um að ræða hinn svokah- aða ORCA-hóp. Talsmenn hópsins hafa lýst því yfir að þeir hyggist sundra sambúð sinni þannig að hlut- ur hvers um sig verði á bhinu 3-4%. Samkvæmt fyrmefndu frumvarpi yrði ORCA-hópurinn að stiga skref í þessa átt en aðrir eignaraðilar svo sem lífeyrissjóðir eru hins vegar innan 8% markanna. Þetta þýðir að andstæðingar frumvarpsins um dreifða eignaraðhd geta ekki lengur réttlætt andstöðu sína í ljósi þess að fyrir séu eignaraöhar í bönkum og fjármaálstofnunum sem eigi hlut umfram umrædd mörk. Ekki peð á taflborðl fjármálamanna Sameining og samnmi fjármála- stofnana kann að hafa ýmsa kosti í för með sér. Hins vegar er rétt að fara gæthega í sak- imar. í fyrsta lagi þarf að hyggja að eignaraðhdinni eins og hér hefur verið nefnt. í ööru lagi þarf að hugsa um hag þeirra sem starfa innan þessara stofn- ana. Starfsfólkið á ekki að vera peð á taflborði fjár- málamanna sem fyrst og fremst hugsa um arðsemi og hagsmuni íjárfesta. At- vinnuleysi sem gæti hlotist af vanhugsuðum skipulags- breytingum kemur okkur öhum við. Því er ekki að neita aö það vekur ónotalegan hroh þegar vonglaðir talsmenn fjárfestingargróðans reyna að telja þjóðinni trú um að svo lengi sem við trúum - höfum væntingar um aukna velsæld muni aht fara vel. Á íslandi hefur stundum verið haft á orði að trúin flytji fjöh og ekki ætla ég að draga úr því. En við þurfum líka að búa yfir raunsæi. Velferð þjóöarinnar verður ekki tryggð með því að að sífeht stækkandi sveit manna hafi af því atvinnu að versla með bréf og peninga. Slík verslun, sem því miður flokkast oftar en ekki undir brask, er nú að leiða th auk- innar misskiptingar á íslandi eins og reyndar víðar í heiminum þar sem peningahyggjan hefur fengið lausan -! tauminn. Hvatt tíl ábyrgðar Þeim sem hagnast á þessari þróun finnst skhjanlega ahir vegir færir. Hinir sem búa við krappari kost þekkja það af eigin raun að pening- arnir vaxa ekki á trjánum. Það er mikhvægt að þjóðin og þeir sem eru í aðstöðu th að stýra fór geri þaö af ábyrgð og yfirvegun. Nú er kahaö eftir afstöðu ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega tveggja ráðherra. Annars vegar forsætisráðherra sem kveðst hlynntur dreifðri eignaraðild að fjár- málastofnunum og hins vegar við- skiptaráherra sem falin hefur verið yfirstjórn í fjármálalífinu. Ögmimdur Jónasson „Þeim sem hagnast á þessari þróun finnst skiljanlega allir vegir fœrir. - Hinir sem búa við krappari kost þekkja það af eigin raun að peningamir vaxa ekki á trjánum. “ Ögmundur Jónasson alþirtgismaöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.