Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 Tilvera DV lifið m W > > Jyf I " AF Sveifla á Gullöld Kvartett Steina Krupa veröur í góöri sveiflu á veitingahúsinu Gullöldinni í kvöld. Kvartettinn skipa Sigurjón Árni Eyjólfsson, saxófónn, Þorsteinn Eiríksson, trommur, Sveinbjöm Jakobsson, gitar og Gunnar H. Pálsson, bassi. Tónleikamir heQast kl. 21.30 og lýkur um hálftólf. POPP I BOTNLEÐJA SITRONA Þá er komið að því. Uberdúber-rokkararnir í Botnleðju eru aldinkjöt Sítrónunnar að þessu sinni. Umluktir Hard Rock Café-berki munu þeir rokka Tyson niður í léttþungavigt og geri aðrið betur. Allir koma, hoppa, skoppa og y tjútta. Krár ■ FINNSKT A GAUKNUM Þaö verít ur finnsk stemmning á Gauk á Stöng. Bjarki Kaikumo er mættur á klakann á ný og í fylgd með honum eru nokkrir vinir hans sem í allt fylla tvær hljómsveitir. Þær nefnast Milestones, sem spilar rokk og ról með vísunum í helstu spámenn liö- inna áratuga, og Nemeh’s sem kenna má við nýrokk framreitt á sér- finnska vísu. Tryllt tjútt og læti og Rnlandia flæðir um öll golf. Enginn v má missa af þessu. ■ LHJFT Á CAFÉ ROMANCE Breski píanóleikarinn Simone Young leikur fýrir gesti Café Romance. ■ UÚFT Á NAUSTINU Alltaf rólega- heita stemmning á Naustinu þegar söngkonan og pianóleikarinn Liz Gammon leikur Ijúfa tóna. •Kl^ssik ■ SINFONÍAN Sinfóníuhljómsveitin flytur verk eftir Bruckner og Beet- hoven undir stjórn Ole Kristian Ruud. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Háskólabíói. Leikhús ■ PYRIN I HALSASKOGI - BANN- AÐ BORNUM Leikfélag Rensborg- arskóla sýnir Dýrin í Halsaskógi - bannaö börnum, eftir Thorbjörn Egner, klukkan 20.Tónlistarstjóri er Kristján Eldjárn en ieikstjóri Stefán Jónsson. ■ STRH) í FRH?I Leikfélag Mos- fellsbæjar sýnir leikritiö Striö í friöi eftir Birgl J. Sigurðsson. Verkið fjall- ar um það þegar 10.000 menn hertóku Mosfellssveit og gáfu sveitalífinu allt annaö yfirbragö. Sýn- ingin hefst klukkan 20.30 í Bæjar- leikhúsinu og miðapantanir eru í síma 566 7788. Fundir ■ MALSTOFA UM FLOTTAFOLK Málstofa haldin í Miöstöö nýbúa viö Skeljanes kl. 19.30. Fjallaö veröur um fólksflótta og hvernig unniö er aö aöstoö viö flottafólk. Málstofunni stýra Hólmfríöur Gísladóttlr og Nína Helgadóttir. ■ fSLENSKAR MYNDLISTARKON- UR Hrafnhildur Scram listfræöingur verður með rabb á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræðum. Rabb- iö sem ber yfirskriftina Fyrstu ís- lensku myndlistarkonurnar hefst kl. 12 og stendur í um klukkutlma. ■ FÍKNIEFNAVANDINN í kvöld veröur haldinn opinn fundur í Ytri Njarðvíkurkirkju um fikniefnavandann og afleiöingar hans. Jón Indriöl Þórhallsson frá Maritasamtökunum flytur ræöu og svarar fyrirspurnum. Lofgjörðarhópur frá Islensku Kristskirkjunni kemur fram. Fundurinn er opinn öllum. Sjá nánar: Líflö eftir vínnu á Vísi.is Það hefur lengi vantað alvöru kvikmyndaklúbb - segir Þorbjörn Orri Ómarsson, einn aöstandenda Filmundar Filmundur kynntur til leiks í kvöld: í réttum stellingum Þorbjörn Orri Ómarsson fyrir miöri mynd og Karl Óttar Geirsson og Skorri Gíslason stilla sér upp fyrir framan piakatiö af Ghost Dog: The Way of the Samurai. Kvikmyndaklúbburinn Filmund- ur hefur starfsemi sína í kvöld meö sýningu á nýjustu kvikmynd Jim Jarmusch, Ghost Dog: The Way of the Samurai. Áætlað er að sýna á fimmtudagskvöldum kl. 22 og aftur á mánudögum á sama tíma. Meðal þeirra sem hafa tekið þátt í undir- búningnum er Þorbjörn Orri Ómarsson, sem er einn aðstandenda Hreyfimyndafélagsins, kvikmynda- félags stúdenta. Hann sagði að leit- að hafi verið til þeirra um samstarf um kvikmyndaklúbb: „Það hefur vantað hér á landi kvikmynda- klúbb, þar sem hægt er að ganga að föstum sýningum, klúbbi sem sýndi eitthvað annað en bíóin sýna dag- lega. Við munum frumsýna á fimmtudögum, og endursýna á mánudögum. Markmiðið er að sýna athyglisverðar kvikmyndir, bæði myndir sem hafa listrænt gildi sem og myndir sem hafa skemmtana- gildi, til að mynda kvikmyndir sem hafa verið að gera þaö gott á kvik- myndahátíðum víða um heim og komast ekki í almennar sýningar hér heima vegna smæðar markaðs- ins. Einnig munum við forsýna myndir sem siðan verða teknar til almennra sýninga og svo verða sýndar klassískar kvikmyndir eftir leikstjóra sem hafa haft áhrif á kvikmyndasöguna.“ Þorbjöm segir klúbbinn ætla árs- fjórðungslega að vera með þema: „Þá tökum við fyrir einhverja leik- stjóra, þjóðlönd eða einhverjar kvik- myndategundir svo eitthvað sé nefnt. Fyrsta þemað hjá okkur verð- ur Pedro Almodovar og munum við sýna um það bil fimm myndir eftir hann eina helgi og vonumst við til að geta verið með fyrsta þemað í maí. Fyrsta kvikmyndin sem við sýnum er svo Ghost Dog: The Way of the Samurai og er hún ein þeirra kvikmynda sem verður tekin til al- mennra sýninga síðar og síðan munum við sýna breska kvikmynd, East is East, mynd sem vakið hefur mikla athygli og Jour de féte, eftir Jacques Tati, frá árinu 1948.“ Þorbjöm segir að hann og aðrir aðstandendur kvikmyndaklúbbsins hafi fengið góð viðbrögð: „Það er greinilegt að þetta hefur vantaö. í mínum félagahópi hefur mikið ver- ið rætt um kvikmyndaklúbb og nú er hann loksins að líta dagsins ljós og þess má geta að hann veröur rek- inn á ársgrundvelli, ekkert sumar- frí. Við reynum að gera öllum til geðs ekki bara þeim sem helst vilja listrænar myndir heldur einnig þeim sem fara í bíó til að skemmta sér. Filmundur er meðlimaklúbbur og við munum selja meðlimakort á 1000 kr. og innifalið í því eru tveir miðar og þar sem við seljum inn á 450 krónur miðann, þá kostar árs- kortið aðeins 100 hundrað krónur.“ -HK Grænlenskir dagar í Reykjavík hefjast í dag: Sleðahundar og sauðnaut DV-MYND RT Grænlensk menning veröur í hávegum höfö á næstu dögum Fjöldi fyririesara mun stíga á stokk í Norræna húsinu um helgina, græn- lenskur dægurlagasöngvari heldur tónleika og margt fleira veröur í boði. Grænlenskir dagar í Reykjavík hefjast formlega í dag með dagskrá i Norræna húsinu. Tilgangurinn er að kynna grænlenska menningu, tónlist, myndlist, sögu, náttúru og mat. Dagskráin er fjölbreytt og á að vera við allra hæfi. í kvöld mun Denis Arndorf Pedersen stíga á stokk og halda fyrirlestur um störf sín í hinni frægu eftirlitssveit, Siri- us, sem hefur það hlutverk að vakta norðaustanvert Grænland sem jafn- framt er stærsti þjóðgarður jarðar. Sveitin starfar við erfið skilyrði fjarri mannabyggðum og notast við hundasleða til að komast á milli staða. Einn þekktasti dægurlagasöngv- ari Grænlands, Rasmus Lyberth, heldur tónleika í Norræna húsinu annað kvöld. Um helgina gefst fólki síðan kostur á að kynna sér Græn- land frá ýmsum hliðum í Norræna húsinu. Ferðakynning verður í and- dyri og sýning á grænlenskum mun- um fer fram í fundarherbergi. Grænlensk matarhefð verður í há- vegum höfð í kaffiteríunni og meðal rétta má nefna náhval, sauðnaut, lamb, hreindýr, rækju, grálúðu, lax og urriða. Þá verða grænlenskir sleðahundar til sýnis við Norræna húsið á laugardag. Um heigina verður röð fyrirlestra í Norræna húsinu. Á laugardag verða meðal fyrirlesara verða Har- aldur Ingi Haraldsson sem fjallar um grænlensku þjóðsagnaveruna Túpílak, Kristín Bragadóttir fjallar um grænlensk sérkenni í íslend- ingasögum og Sveinn Fjeldsted heldur fyrirlestur um eftirgerð húsa norrænna manna í Brattahlíð. Á sunnudag mun Sigfús Bjartmarsson lesa úr þjóðsögum Inúíta, Þorsteinn Hannesson rekur sögu kajaksins, Baldvin Kristjánsson fjallar i máli og myndum um ferðir sínar á Suð- ur-Grænlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.