Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 15
15 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 H>V______________________________________________________________________________________________________Hagsýni Vörugjaldsflokkum fækkað í tvo: Hæsti flokkur ber 45% g)al - vélsleðar, vélhjól, fjórhjól og stórir bílar Breytingar hafa verið gerðar á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. sem munu hafa tals- verð áhrif á verð á ökutækjum. Helstu breytingamar verða þær að flokkum fækkar í tvo og vörugjald lækkar, mest á bílum með stærri vélar en 2000 rúmsentímetra og einnig á mótorhjólum, fjórhjólum og vélsleðum. Gert er ráð fyrir að vörugjalds- flokkar verði nú aðeins tveir. Fyrsti flokkur sem ber 30% vörugjald nær yfir aflvélar með sprengirými frá 0-2000 rúmsentímetrum. Annar flokkur sem ber 45% vörugjald nær yfír aflvélar með sprengirými yfir 2000 rúmsentímetrum. Með breyt- ingunum er einnig horfið frá því að gera greinarmun á bensínvélum og dísilvélum. Vörugjald reiknast ofan á innkaupsverð með flutningskostn- aði. 10% vörugjald á sérútbúnum bílum fatlaöra Þá er einnig gerð breyting varð- andi vörugjald af bifreiðum til fatl- aðra sem eru sérstaklega búnar til flutnings á þeim. Bera þær eftir gildistöku laganna 10% vörugjald. Þar með eru taldar bifreiðar sem búnar eru hjólastólalyftu og sam- þykktar af Tryggingastofnun ríkis- ins. Leigubifreiðar og bílaleigubílar Leigubifreiðar falla einnig í tvo vöruflokka miðað við vélarstærð. í fyrsta flokk falla leigubifreiðar með aflvélar sem hafa sprengirými frá 0 til 2000 rúmsentímetra og bera þær 10% vörugjald. í öðrum flokki eru leigubifreiðar með aflvélar yfir 2000 rúmsentimetra sprengirými og bera þær 13% vörugjald. Bflar í lægri flokknum eru einungis þeir sem skráðir eru á bflaleigur eða fjár- mögnunarleigur. Þau lög öðlast þó ekki gildi fyrr en 15. maí nk. Ef far- ið er fram hjá þessum reglum og bif- reiðar notaðar í öðrum tflgangi er tollstjóra heimilt að innheimta fullt vörugjald með 50% álagi. Brot varð- ar því að viðkomandi bílaleiga miss- ir rétt til lækkunar á vörugjaldi í þrjú ár frá síðasta broti. 40% lækkun gjalda á vélsleðum og mótorhjólum Lagt er til í frumvarpinu að önn- ur ökutæki en að framan greinir og hingað til hafa borið 70% vörugjald beri nú aðeins 30% vörugjald. Hér er einkum um að ræða bifhjól, vélsleða og fjórhjól, en vörugjcdd af þessum ökutækjum hefur verið óbreytt frá árinu 1991. Áætlað er að þessi lækkun vörugjalds leiði til 50-60 milljóna króna lægri tekna ríkissjóðs. Lækkun á vörugjaldi: Flýtum okkur hægt í bílakaupum - ekki er búist við neinni lækkun á bílinn með minnstu vélarnar Breytingar á vörugjaldi af ökutækj- um og fækkun gjaldflokka í tvo er ekki talin hafa veruleg áhrif á verð á bíla- markaði. Hins vegar munu áhrifm lík- lega verða mjög mikil varðandi versl- un með vélhjól og vélsleða hér á landi. Viðurkennt er að talsvert stór grár - og sumir segja kolsvartur markaður hefur verið í gangi varðandi vélhjól, vélsleða og þvílík tæki. Telja kunnug- ir að með 40% lækkun vörugjalds muni slík viðskipti að mestu hverfa og geti tekjur ríkissjóðs jaftivel aukist í kjölfarið. Innflytjendur eru varkárir í orðum um væntanlega verðlagningu vegna lækkunar vörugjalda. Enginn vill vera fyrstur til að bjóða lægra verð. Jafhvel er ekki búist við að nýjar verðskrár liggi fyrir hjá umboðunum fyrr en um helgina. Verð á bílum með vélum upp að 1600 rúmsentímetrum að stærð mun ekki breytast neitt við vörugjalds- breytinguna. Yfirvöld gefa sér að út- söluverð á bflum með vélar frá 1600 tfl 2000 rúmsentímetrum muni lækka um 5-7%. Þá er gert ráð fyrir að bílar með bensínvélar yfir 2500 rúmsentímetrum og bílar með dísilvélum yfir 3000 rúm- sentímetrum lækki um 10-13%. Þó er talið mjög ólíklegt að lækkunin verði svo mikfll á markaðnum. Flestir inn- flytjendur telja aö í lægri flokknum verði lækkunin mest um 6% og kannski 7-10% í hærri flokknum. Þetta þýðir að raunveruleg lækkun á bíl sem kostaði í byijun vikunnar 2.500.000 kr. og er með 2000 rúmsentí- metra vél, verður hugsanlega mest um 150 þúsund krónur. Flestir telja að lækkun í þessum vélarstærðarflokki bíla verði þó ekki nema í kringum 50-70 þúsund krónur að jafnaði. í stærri og dýrari bflunum verður lækkunin meiri í krónutölu, en það eru líka bflar sem eru minna keyptir. Fólk ætti að huga vel að kaupum á nýjum bílum á næstunni og fýlgjast grannt með hvemig lækkun vöra- gjalds skflar sér út í verðlagið. Menn hljóta að gera kröfu til að vöragjalds- lækkun skili sér að verulegu leyti til kaupenda. -HKr. Minni tekjur af bíla- Innflutningi í umsögn um frumvarpið segir m.a. að vörugjald- ið lækki nokkuð frá því sem ver- ið hefur. Áætlað er að ríkis- sjóður gæti orðið af um 300-350 mflljónum króna á ári miðað við bifreiðainnflutning á síðasta ári. Þó er búist við að aukinn innflutning- ur vegi það upp að einhverju marki. Sumir bílar hækka í verði Af opinberri hálfu er talið líklegt að útsöluverð bifreiða með vélum sem eru 1600 tfl 2000 rúmsentímetr- ar lækki um 5-7%. Hins vegar er talið að útsöluverð bensínbifreið- ar með meira en 2500 rúmsentí- metra vélar og dísilbifreiðar með 2000-3000 rúmsentímetra vélum muni hækka um 2-3%. Búist er við að i heild leiði vörugjaldsbreyt- ingar tfl 0,2 % lækkunar fram- færsluvísitölu. Samkvæmt áðurgildandi lögum tilheyrðu fyrsta flokki sem bar 30% vörugjald, 0-1600 rúmsentímetra bensínvélar og 0-2100 rúmsentí- metra dísilvélar. Öðrum flokki sem bar 40% gjald tilheyrðu 1601-2500 rúmsentímetrar bensínvélar og 2101-3000 rúmsentímetra dísilvélar. Þriðja flokki sem bar 65% gjald til- heyrðu svo 2500 rúmsentímetra bensínvélar og stærri ásamt stærri en 3000 rúmsentímetra dísilvélum. -HKr. Vörugjald á ökutæki fyr- ir breytingar á lögum Sprengirými aflvélar Flokkur Bensínvélar Dísilvélar Gjald í % I 0-1600 0-2100 30 n 1601-2500 2101-3000 40 m Yfir 2500 Yfir 3000 65 Vörugjald á ökutæki eftir breytingar á lögum Flokkur Sprengirými aflvélar Gjald i % I 0-2000 30 n Yfir 2000 45 Vörugjald á leigubifreiðum og bifreiðum sem ætlaðar eru til útleigu hjá bílaleigum* eftir breytingu á lögum Flokkur Sprengirými aflvélar Gjald í % I 0-2000 10 II Yfir 2000 13 *Vörugjald á bifreiðum sem ætlaðar eru til útleigu hjá bila- leigum öðlast þó ekki gildi fyrr en 15. maí. Lesendum svarað Lesendur geta sent stuttar og gagnorðar spurningar á netfangiö dvritst@ff.is og merkt þær hagsýni. Eitt af verkefnum aðalfunda húsfélaga: Hússjóðsgjöldum skal skipt á eignarhluta Gerður Guðjónsdóttir, endurskoð- andi hjá Þema ehf., segir ailt of al- gengt að ákvörðun hússjóðsgjalda húsfélaga sé byggð á handahófs- kenndum aðferðum. Oftar en ekki hafi sjóðsstaða húsfélaganna, á hverjum tima, áhrif á ákvörðun húsgjalda, óháð því hvort inn- heimta hússjóðsgjaldanna sé góð eða léleg. Ákvörðun húsgjalda Eitt af verkefnum aðalfunda hús- félaga er ákvörðun hússjóðsgjalda fyrir næsta ár og skal sú ákvörðun grundvallast á fyrirliggjandi rekstr- ar- og framkvæmdaáætlun þess árs. Hússjóðsgjöldum skal skipt á eign- arhluta i samræmi við eftirfarandi reglur: 1. Öllum sameiginlegum kostnaði, öðrum en þeim sem feflur ekki undir töluliði 2 og 3 hér að neðan, skal skipt á eigendur eftir hlutfallstölum eignar- hluta í viðkomandi sameign. 2. Eftirfarandi kostnaði skal skipt jafnt niður á eignarhluta: - Kostnaður við gerð, viðhald og rekstur sameiginlegra óskiptra bíla- stæða og kostnaður við sameiginlegar aðkeyrslur. - Viðhalds- og rekstrarkostnaður sameiginlegs þvottahúss, þar með talið kaupverð og viðhald sameiginlegra tækja. - Viðhalds- og rekstrarkostnaður lyftu. - Kaupverð og viðhald dyrasíma, sjónvarps- og útvarpskerfa, loftneta, póstkassa, nafnskilta og annars búnað- ar sem eigendur hafa jöfn afnot og gagn af með líkum hætti. - Allur sameiginlegur rekstrar- kostnaöur, s.s. rafmagn, hiti og vatn í sameign og umhirða sameiginlegs hús- rýmis og lóðar. - Kostnaður við hússtjóm og endur- skoðun. - Sameiginleg afnotagjöld og félags- gjöld. 3. öðrum kostnaði skal skipt í sam- ræmi við not eignarhluta ef unnt er að mæla óyggjandi not hvers og eins. Þess má þó geta að við ákveðnar að- stæður er heimilt að víkja frá framan- greindri kostnaðarskiptingu. I lok hvers árs skal húsfélag leggja fram heildarappgjör fyrir hvem eign- arhluta á sameiginlegum kostnaði árs- ins. Það uppgjör á að sýna stöðu hvers eignarhluta í árslok miðað við raun- kostnað ársins annars vegar og álögð hússjóðsgjöld ársins hins vegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.