Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 r>v 5 Fréttir Nýkjörin stjórn Hraöfrystihúss Eskifjarðar hf. Sitjandi frá vinstri: Brynjólfur Bjarnason, Magnús Bjarnason stjórnarformaöur og Emil Thorarensen. Standandi frá vinstri: Þorsteinn Kristjánsson varaformaöur, Kristinn Björns- son og Elfar Aöalsteinsson. Á myndina vantar Kristin Aöalsteinsson. Hraðfrystihús Eskifjarðar skilaði hagnaði: Verðhrun á mjöli og lýsi olli verri afkomu Indriöi segir að þegar pósturinn hefði verið tekinn af sérleyfisbílun- um þá hefði verið stofnaður sjóður til aðstoðar þeim sem misstu þann flutning. Á meðan ráðuneytið hefði haft með þá úthlutun að gera hefði þetta verið í lagi, en svo hefði Vega- gerðinni verið falið að sjá um þenn- an sjóð. Þá hefði reglum verið breytt á þá leið að þeir sem póst- flutninga hefðu, t.d. á norðaustur- hluta landsins og milli Borgarfjarð- ar og Héraðs, hefðu allt í einu feng- ið úr þessum sjóði. „Það er þetta sem gerir útslagið um að ég hætti þessum rekstri alveg og sel bifreiðarnar," sagði Indriði. Þess má einnig geta að umboðsmað- ur Flugfélags íslands og Flugleiða á Fáskrúðsfirði hættir einnig sinu starfi frá sama tíma. -ÆK Samfok lýsir yfir áhyggjum vegna skólamála: Leiöbeinendum fjölgar í Reykjavík - borgaryfirvöld vilja laða til sín kennara Skilaði inn sérleyfi Indriöi Margeirsson viö bifreiö sína, en um mánaöamótin hætti hann akstri um firðina og skilaöi ráöuneytinu sérleyfi sínu. Samband foreldrafélaga og for- eldraráða í Grunnskólum Reykja- víkur, Samfok, hélt fund á mánu- daginn undir yfirskriftinni: „Hvern- ig tryggjum við börnum okkar bestu kennara sem völ er á?“ Á fundinum lýstu menn yfir þungum áhyggjum af fjölgun leiðbeinenda í grunnskól- um Reykjavíkur á undanförnum misserum. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur þeim fjögað lítil- lega í höfuðborginni á sama tíma og þeim hefur fækkað á landsbyggð- inni. „Við viljum einfaldlega kenn- ara með kennaramenntun til að kenna bömunum okkar,“ sagði Ósk- Ólafur ísfeld Sigurðsson, formaður Samfoks Eins og fleiri Samfoksmenn hefur Ólafur áhyggjur af fjölgun réttinda- lausra kennara í Grunnskólum Reykjavíkur. ar ísfeld Sigurðsson, formaður Sam- foks, í samtali við DV. Hann sagðist ekkert hafa á móti leiðbeinendum sem einstaklingum en lög kvæðu á um það að menn skyldu hafa rétt- indi til að sinna kennslu. Á fundin- um lýsti Helgi Hjörvar, forseti borg- arstjórnar, því yfir að borgaryfir- völd ætluðu að grípa til aðgerða i því skyni að laða menntaða kennara sem horfið hefðu til annarra starfa aftur til skólanna. Verður það m.a. gert með bættri vinnuaðstöðu og launatengdu frammistöðumati. -EÖJ V. Sérleyfisbifreiðar Suðurfjarða hætta akstri: Alveg von laust dæmi - segir Indriði Margeirsson DV, FASKRUÐSFIRDI: Indriði Margeirsson, eigandi Sér- leyflsbifreiða Suðurfjarða, hefur skilað inn sérleyfi sínu og hætt akstri frá og með 31. mars. Indriði hefur ekið á leiðinni Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Egilsstaðir í níu ár. - En af hverju að hætta núna? „Ástæðan fyrir því að ég hætti er að það er búið að fella niður alla styrki eða skera þá svo mikið niður að þetta er alveg vonlaust dæmi. Ég sendi bréf til allra hreppsnefnda á þessu svæði. Ég hef fengið eitt svar- bréf og eitt símtal, aðrir hafa ekki svarað. Ég veit því ekki hvað þeir hugsa varðandi þetta mál. Einnig hefur ríkið neitað að gera meira, svo þetta leggst af,“ sagði Indriði. PV. ESKIFIRDI:_____________________ A aðalfundi Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, sem haldinn var á fimmtu- daginn, kom fram að 103 milljón króna hagnaður varð á rekstri fé- lagsins árið 1999, en rekstrartekjur námu 2,1 milljarði króna. I skýrslu stjómar sem Magnús Bjarnason, stjómarformaður og framkvæmda- stjóri, flutti kom fram að stjómend- ur félagsins væru ekki ánægðir með afkomuna. Sagði hann orsökina fyr- ir þetta miklu slakari afkomu en árin á undan vera þá að verðhran hafi orðið á mjöli og lýsi. Fundurinn samþykkti að greiða 5% arð til hluthafa. Þá var einnig samþykkt að fjölga í stjóm félagsins úr 5 í 7 og tóku 3 nýir menn sæti í stjóm félagsins. Þeir eru Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda hf., Kristinn Bjömsson, for- stjóri Skeljungs, og Elfar Aðalsteins- son, forstjóri Fiskimiða. Aðrir í stjórn Hraðfrystihúss Eskifjarðar era Þor- steinn Kristjánsson, Kristinn Aðal- steinsson, Magnús Bjamason og Emil Thorarensen. Varamenn era Haukur Björnsson, Gunnlaugur Ragnarsson og Björk Aðalsteinsdóttir. Nokkur breyting hefur orðið á eignarhaldi í félaginu og á Grandi hf. orðið um 19,5% hlutafjár í félag- inu. Forstjóri Hraðfrystihúss Eski- fiarðar hf. er Aðalsteinn Jónsson, sem stýrt hefur félaginu af kunnri snilld og öryggi undanfarin 40 ár. -Regína. É á r wm H|Hp# T • ' * ■ • • |Hf F fplf . | f | íJj ■Wt’- ~~ IM ** P* á 1| DVMYNDIR TEITUR Frá fundi Samfoks Nokkrir fundarmanna fylgjast meö umræöum. Ný sending af farangursboxum í mörgum stærðum Barnabílstólar Verð frá kr. 7.470

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.