Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 Fréttir ____________DV Kristilega sjónvarpsstöðin út fyrir landsteinana: Omega til 77 landa - með íslenskum texta Forráðamenn kristilegu sjón- varpsstöðvarinnar Omega eru að festa kaup á jarðstöð til að geta sjónvarpað efni stöðvarinnar í gegnum gervihnött til 77 landa. Áætlaður kostnaður við jarðstöð- ina er 30 milljónir og dreifingar- kostnaður sjónvarpsefnisins i gegnum gervihnött er áætlaður 4-5 milljónir á ári. „Við reynum að fjármagna þetta með frjálsum samskotum velunn- ara eins og við höfum gert þau 8 ár sem Omega hefur verið í loftinu. Og svo útilokum við alls ekki aug- lýsingar. Með þesu móti komumst við á svo risastóran markað að allt getur gerst í þeim efnum ef Guð lofar,“ sagði Eirikur Sigurbjöms- son, sjónvarpsstjóri á Omega. Nýja jarðstöðin mun gera Omega kleift að senda efni sitt um alla Evrópu, norðanverða Afríku, Miðausturlönd, vesturhluta Kína og um allt Rússland. íslenskt efni stöðvarinnar verður textað á sama Sjónvarpsstjórinn Eiríkur Sigurbjörnsson ætlar að vinna sálir inn í Guösríki um heim allan meö hjálp sjónvarps- tækninnar. hátt og erlendar kvikmyndir sem hér eru sýndar og telur Eiríkur sjónvarpsstjóri það alls ekki til vansa: „Við ætlum að vera með kristi- legt barnaefni, tónlist og spjall- þætti eins og áhorfendur okkar þekkja og markmiðið er alltaf hið sama: að vinna sálir inn í Guðs- ríki. Við vonumst til að þetta verði allt orðið að veruleika fyrir árslok og í framhaldinu stefnum við að því að ná einnig tO Indlands og alls Kínaveldis með samtenginu við annan gervihnött og með Guðs hjálp,“ sagði Eiríkur Sigurbjöms- son. -EIR Opnir sorpsekkir og annaó rusl Ekki er hægt aö segja aö nánasta umverfi Sorpu viö Sævarhöföa sé til fyrirmyndar. Allt í rusli hjá Sorpu Mikið af rusli hefúr verið losað utan girðingar við móttökustöð Sorpu við Sævarhöfða og dreifst með fram bökk- um Elliðaánna. Slitnir sorpsekkir, pappakassar og annar úrgangur liggur þar á víð og dreif og er til lítils fegurð- ai-auka. Að sögn starfsfólks Sorpu er talsvert um það að fólk, sem kemur að stöðinni eftir að lokað er skilji rusl eft- ir við hliðið. Yfirleitt gengur starfsfólk- ið þó sjálft frá því daginn eftir en eins og meðfylgjandi mynd sýnir heíúr því yfirsést ýmislegt. -EÖJ Eldur Eldur kom upp í sýningarglugga verslunarinnar Faröarans viö Skóla- vöröustíg í nótt. Um lítilsháttar eld var aö ræöa og búiö aö slökkva þeg- ar slökkviliöiö kom á vettvang. Árekstur Á þessum tíma er árvisst aö ökumenn bifreiöa auka hraöann og auka þannig slysahættu í umferöinni. Ekki skal full- yrt neitt hvort hraöakstur eöa ógætilegur akstur olli mjög höröum árekstri á mótum Sætúns og Skúlagötu í gær, en tjón vegna árekstursins varö mikiö eigi aö síöur. Hans Petersen kaupir hluta Skyggnu Myndverks: Fákeppni í framköllun „Þeir keyptu hluta af rekstrinum, þ.e. þann hluta sem snýr að innkaup- um og þjónustu viö atvinnuljósmynd- ara,“ segir Kristján Pétur Guðnason, framkvæmdastjóri Skyggnu Mynd- verks ehf., en Hans Petersen keypti á fostudag hluta fyrirtækisins. Kaupverð var ekki gefið upp og verður ekki gef- ið upp að sögn Kristjáns. Skyggna Myndverk mun áfram verða rekið í eigin nafni en í öðru húsnæði því Hans Petersen flytur í húsnæði þeirra. „Þetta hentar Hans Petersen mjög vel, þeir eru búnir að kaupa húsnæði við hliðina á okkur og þetta verður bara framlenging á þeirra fronti. Við verð- um fyrst og fremst heOdsala, fóðrum þennan bleksprautumarkað á pappír áfram eins og við höfúm gert,“ segir Kristján. Með þessum kaupum telja margir að eftir standi tvö stór fyrir- tæki á framköllunarmarkaðinum, Hans Petersen og Ljósmyndavörur sem selja m.a. Fuji-vörur. Kristján tel- ur þó ekki að um fákeppni verði að ræða og nefnir t.d. Bekó sem taki þátt í samkeppninni. En var einhver þrýst- ingur á að salan færi fram? „Menn komust að þeirri niðurstöðu að þetta gæti verið hagstætt fyrir báða aðila og þetta þróaðist upp úr öðrum umræðum sem við vorum í. Það má eiginlega segja að við höfúm boðið okkar eins og þeir hafi ásælst það þannig að það var samkomulag um þetta. Hans Petersen hefur sýnt mik- inn vöxt að undanfömu þannig að þeir era alveg ósmeykir við að leggja í stóra hluti og ætla sér ábyggilega að ná fótfestu á atvinnusviðinu með því að kaupa okkur upp. Ég er mjög ánægður með það að fyrst við ákváðum að selja að það hafi verið þessi aðili sem keypti,“ segir Kristján. -hdm Stærsti samningur um rekstrarleigu á bílum undirritaður: Samningur upp á 200 bíla og tæpar 300 milljónir „Þetta var stór stund fyrir þessi þrjú fyrirtæki, samningur upp á rúmlega 200 bíla og vel á þriðja hundrað milljónir króna,“ segir Júl- lus Vífill Ingvarsson, framkvæmda- stjóri Bílheima, en fyrirtækið gekk í gær frá samningi við Bilaleiguna Avis og Glitni um sölu á yfir 200 Opel-bílum til rekstrarleigu. „Þetta er auðvitað stærsti einstaki bíla- leigusamningur sem Bílheimar hafa gert til þessa, þetta er stærsti samn- ingur sem Avis hefur gert og þetta er trúlega stærsti samningur sem Glitnir gerir á þessu sviði. Samn- ingurinn gengur þannig fyrir sig að Glitnir kaupir í raun bílana af okk- ur og leigir þá síðan áfram til Avis og Avis skilar þeim aftur að samn- ingstímanum liðnum. Þetta er ein algengasta að- ferðin í svona viðskiptum erlendis og er mjög hag- Samningar um sölu á 200 bílum i höfn Aö öilum líkindum var stærsti samningur um rekstrarieigu á bíium undirritaöur i gær þegar Bílheimar, Bilaleigan Avis og Glitnirgengu frá samningi um kaup á yfir 200 bílum til rekstrarleigu. Þau Júlíus Vífill Ingvarsson frá Bílheimum, Þór- unn Reynisdóttir frá Avis og Kristján Óskarsson frá Glitni voru að sjálfsögðu glaðbeitt eftir undirritunina. kvæm fyrir bílaleigur," segir Júlíus Vífill. Eftir því sem DV kemst næst er þetta trúlega stærsti samningur um rekstrarleigu sem gerður hefur verið hérlendis. Júlíus er sannfærð- ur um af hverju ráðist var í svona stóran samning. „Þetta kemur í framhaldi af þeim bílakaupum sem Avis hefur verið að gera á undan- fómum ámm hjá Bílheimum. Þeir hafa undanfarin fjögur ár verið að færa öll bílakaup sín yfir til Opel- merkisins og við höfum náttúrlega verið stoltir af því að Avis hefur viljað nýta sér okkar þjónustu og sömuleiðis að reynsla þeirra af Opel-bílum er það góð að þeir vilja fyrst beina sínum kaupum að þeirri tegund.“ -hdm Eitt sterkasta mótið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra settu 19. alþjóðlega Reykja- víkurskákmótið af stað í Ráðhúsinu í gær. Mótið er hluti af dagskrá Menningarborgarársins og er líklega eitt sterkasta opna skákmótið sem haldið er í heiminum í ár. Dagur greindi frá. 70 þúsundum dýrara Kostnaðurinn við að reka meðal- stóran bíl er 70 þúsund krónum meiri í dag en fyrir einu ári síðan. Ástæð- umar era aðallega hærra bensínverð og hærri tryggingar. FÍB segir nægt svigrúm til lækkana á báðum þessum sviðum en tryggingafélög vilja hækka gjöld um 15-30%. Stöð 2 greindi frá. Sýknaður af smaragðaákæru Héraðsdómur Reykjavikur sýknaði í gær mann af ákæru fyrir að hafa gef- ið upp rangt kaupverð þegar hann flutti smaragða til landsins árið 1997. RÚV greindi frá. Dýr vasksvik Tekjutap ríkissjóðs vegna imdan- skota frá virðisaukaskatti nemur ijór- um til fimm milljörðum króna á ári. Þetta er talið vera nokkru minna en áður, þegar rukkaður var söluskattur. Útsvar flyst suður Landsbyggðasveitarfélög hafa misst um 260 milljóna útsvarstekjur suður árlega að undanfómu með þeim sem fluttust á mölina. Dagur greindi frá. Sek um undirboð Sementverksmiðjan hf. gerði sig seka um undirboð þegar boðin voru út flughlöð við Flugstöð Leifs Eiríksson- ar, samkvæmt úrskurði Samkeppnis- ráðs. Steinunn fái styrk Ákveðið hefúr ver- ið að leggja til að Steinunn Kristjáns- dóttir fomleifafræð- ingur hljóti styrk frá norskum stjómvöld- um til doktorsnáms við Óslóarháskóla. í heimsókn Kjell Magne Bondevik, fv. forsætisráðhema Noregs, í ágúst sl. kom fram á fundi hans með Davíð Oddssyni forsætisráð- hema aö norsk stjómvöld hefðu áhuga á að styrkja nemanda til framhalds- náms í fomleifafræði í Noregi þar sem ekki væri boðið upp á nám í fomleifa- fræði á íslandi. Kostnaður 20 milljarðar Kostnaður við hraðlest milli Reykja- víkur og Suðumesja yrði liklega um 20 milljarðar króna, sagði Alfreð Þor- steinsson, formaður Orkuveitu Reykja- vikur, í samtah við fréttastofu RÚV. Kattaátaki aö kenna Dýravemdunarfélag Reykjavíkur telur sjúkdóm sem herjað hefúr á ketti undanfarið megi rekja til átaks Heil- brigðisnefhdar Reykjavíkur gegn flæk- ingsköttum. 2 milljarðar tapast íslandsbanki og Landsbanki hafa tapað sem nemur tveimur milljörðum í gengismun á hlutabréfúm frá áramót- um. Stöð 2 greindi frá. Mjög alvarlegt Einar Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Flugleiða, segir að það yrði mjög alvar- legt ef til verkfalls kæmi hjá flugvirkj- um Flugleiða. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.