Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 12
12 Hagsýni FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 r>v ^ Hvað kostar að fara frá Reykjavík til Akureyrar? Odýrast með rútunni - lægsta flugfargjaldið litlu dýrara DV gerði könnun á því hvað kost- aði að ferðast frá Reykjavík til Ak- ureyrar og aftur til baka. Kannaðir voru þrír feröamátar: með áætlun- arbifreið, einkabíl og flugi. Til við- miðunar var fullorðinn einstakling- ur, bam og fjögurra manna fjöl- skylda (tveir fullorðnir einstakling- ar, eitt tíu ára bam og annað eins árs). Með áætlunarbifreið frá BSÍ kostar far báðar leiðir 8600 kr. fyrir fullorðna en börn 4-11 ára greiða hálft fargjald. Ekki þarf að borga fyrir yngri böm. Samkvæmt þessu kostar viðmiöunarfjölskylduna 21.500 kr. að ferðast umrædda leið, en við þessa tölu má bæta kostnaði við að koma sér til og frá umferðar- miðstöðvum. Ákveði menn að aka sjálfír frá Reykjavík til Akureyrar nemur kostnaðurinn skv. lauslegum útreikningi um 27.484 kr. og er þá miðaö við meðalstóra fjölskyldubif- reið sem eyðir 9 lítrum á hundrað- ið. Hvað kostar að fara á milli Reykjavíkur og Akureyrar - fyrir einstakling Einkabíll* 27.500 Langferöabíll 8.600 Flugvél, bónusfargjald 8.730 Flugvél, fullt fargjald 14.330 - fýrir fjölskyldu** Elnkabíll* 27.500 Langferöabíll 21.500 Flugvél, bónusfargjald 24.026 Flugvél, fullt fargjald 35.226 * meðalfjölskyldubíll að verðmæti 1.350.000 kr. og eyðir 9 lítrum á hundraði í langkeyrslu. ** Miðað við fjögra manna fjölskyldu, þ.e. 2 fullorðna, 10 ára og árs gömul börn. Heimildir: FIB o.fl. Flugfélag íslands býður upp á fimm meginverðflokka fyrir ein- staklinga, ellefu ára og eldri. Hér verður aðeins litið á hæsta flokinn (fullt fargjald) og þann lægsta (bón- ussæti). Fyrir börn 2-11 ára er fast fargjald 5166 kr. en af yngri bömum er aðeins tekinn 1400 kr. skattur. Bónussæti fyrir fullorðinn einstak- ling kostar 8730 kr. báðar leiðir. Kjósi maður heldur fullt fargjald þarf hins vegar að reiða út 14.330 kr. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu næmi kostnaöurinn þvi 24.026 kr. á bónusfargjaldi en 35.226 kr. á fullu fargjaldi. Áf þessu má ráða að talsverður munur er á flugfargjöldum á þessari leið (og væntanlega öðrum leiðum innanlands). Nokkru ódýrara er að fljúga á lægsta fargjaldi til Akureyr- ar en aka þangað á eigin bíl auk þess sem því fylgir talsvert minna álag. Hagkvæmasti kosturinn er þó að taka rútuna, ekki síst ef fjöl- skyldan er öll á ferð. -EÖJ STIGIÐ UM BORÐ Ætti maöur aö fljúga, taka rútuna eöa aka sjálfur? Lífrænt ræktaðar matvörur: Aukið framboð í Hagkaupi Hagkaup hefur aukið framboð á lífrænt ræktuðum matvælum í verslunum sínum. Er það í sam- ræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað í nágrannalöndum okkar en þar hefur mikið verið lagt upp úr úrvali á slíkum vörum. Af þeim líf- rænt ræktuðu matvælum sem eru á boðstólum má nefna: kafFi, sykur, hrísgrjón, pasta, kornflögur og popp en einnig er von á auknu úrvali grænmetis og ávaxta. Að sögn fyrir- tækisins veröa þessar vörur fyrst í stað aðeins fáanlegar í verslunum Hagkaups í Skeifunni og á Smára- torgi. da tll 12. april Q KEA ofnsteik, 2 teg. 1099 kr. kg 0 Rauövlnslegið lambalæri 875 kr. kg Q Hrásalat, 350 g 120 kr. O Kartöflusalat, 350 g 129 kr. O Spægipylsa 999 kr. kg Q Vínarpylsur, 1 kg, + myndb. 998 kr. Q Ýsa í raspi 859 kr. kg Q Sushi, frosiö 699 kr. Q Frigodon pastaréttir, 5 teg. 290 kr. 0 Hattings crostini/feta/hvítl. 235 kr. Q Luxus ferskjur, 825 g Q Luxus perur, 825 g Q Ólífur fylltar, 340 g Q Ólífur án steina, 340 g Q Luxus maiskorn, 3x340 g Q Ananas, 3x226 g q Luxus sveppir, 4x184 g Q Luxus aspas heill, 2x250g 125 kr. 125 kr. 125 kr. 125 kr. 125 kr. 125 kr. 125 kr. 125 kr. Tllboöln gllda tll 12. apríl. Q Tómatar, buff 298 kr. kg Q Tómatar, cherry, 250 g 149 kr. Q Tómatar 299 kr. kg Q Tómatar, sólþurrkaöir 249 kr. Q Tómatar, plómu 298 kr. Q Emmess skafís, vanilla, 2 1 559 kr. Q Emmess skafls, súkkulaöi 559 kr. Q Emmess skafís, ban./app. 559 kr. Uppgrip-vcrslnnir Olis Tllboöln gllda út aprílmánuö. 1 Q Twist konfekt, 160g 239 kr. Q Hjónabandssæla úrvalsb., 149 kr. Q Kit Kat, 3 stk. 149 kr. Q Toblerone, 3x100 g 340 kr. Q Seven-up, 0,5 1, plast 89 kr. Q Seven-up, diet, 0,5 1, plast 89 kr. Q Char Broil koparbursti 350 kr. Q Char Broil hreinsir+málning 1095 kr. trigllda Q Mamma besta skólapitsur Q Luxus Yrja, 150 g Q Kastali hvítur, 125 g Q Laukur Q Gulrætur frðTipHTj 189 kr. 225 kr. 169 kr. 58 kr. kg 329 kr. )ln gllda á mcöan blrgölr eridast. Q FK kjúklingalæri/leggir 399 kr. kg Q FK kjúklingalæri BBQ 589 kr. kg Q FK sterkir kjúklingavæng. 299 kr. kg Q Cocoa Puffs, 553 g 299 kr. Q Charmin WC pappír, 4 rúllur 199 kr. Q Lindu rísbuff, 170 g 159 kr. Hraöbuöir Esso L j Tllboöln gllda tll 30. ápríl. j Q Celebration konfekt 439 kr. Q Kinder egg 65 kr. Q Mozartkúlur 45 kr. Q Rískubbar 185 kr. Q Nóa hjúplakkrís, 200 g 129 kr. Q Egg frá Nesbúinu 295 kr. Q Arinkubbar, pyrobloc 145 kr. Q Tölvuspil+reiknir+úr 995 kr. q Mottur í bílinn, 4 stk. 2450 kr. Þín vcrslun Tilboöin gilda tii í 12. apríl. Q 1944 sjávarréttasúpa 198 kr. Q BKI Luxus kaffi, 500 g 309 kr. Q Hunt’s tómatar m/hvítlauk 89 kr. Q Hunt's spaghsósur, 4 teg. 179 kr. Q Tilda Basmati hrísgrjón 149 kr. Q Tilda Tikka Masala sósa 239 kr. Q Sun Fresh appsafi, 1/2 1 99 kr. - grillmatur og gotterí Það er kominn vorhugur í menn í matvöruverslunum ef marka má til- boð þeirra þessa dagana. í verslun- um KÁ er til dæmis tilboð á kjúklingalærum og vængjum sem er tilvalið aö skella á grillið. Hafi menn gleymt að hreinsa grillið frá því í fyrra er hægt að fá kopar- bursta á sértilboði í Uppgripsversl- unum Olís. Þar er einnig hægt að fá gos og sælgæti á lægra verði en að öllu jöfnu, Twist konfekt er á 239 kr. og Toblerone er á 340 kr. Þessu má svo skola niöur með hálfum lítra af 7-up (diet eða venjulegu) á 89 kr. Fleira gott Hraðbúðir ESSO eru einnig með með tilboð á sælgæti, til að mynda má fá Celebration konfekt á 439 kr., Kinder egg á 65 kr. og Mozartkúlur á 45 kr. Kjósi menn frekar að leggja sér eitthvað heilsusamlegra til munns er hægt að fá gulrætur á 329 kr. kílóið í Samkaupum og tómata á 299 kr. kílóið í Nýkaupi. Fleiri tómatvörur má fá á tilboði í Hag- kaupi þessa daganna, s.s. tómata- buff á 298 kr. kílóið og sólþurrkaða tómata á 249 kr. pakkann. Þín versl- un býður einnig upp á tómatvörur frá Hunt’s á lægra verði auk þess sem þar er tilboð á Tilda-vörum. 500 g af Basmati-hrísgrjónum eru til dæmis á 149 kr. og TikkaMasala sósa í 350 g umbúðum er á 239 kr. Kökublöndur og niöursoðnir ávextir í Hagkaupi er nú hægt að fá Maizena-kökublöndur á 198 kr. pakkann. Hægt er að velja milli þriggja tegunda: súkkulaðiköku- blöndu, gulrótakökublöndu og pönnukökublöndu. í verslunum Nóatúns ber mest á niðursoðnum ávöxtum og grænmeti frá Luxus. Til dæmis má fá tvær 250 g dósir af aspas á 125 kr. og 825 g dósir af perum eða ferskjum á sama verði. Tilboð versl- ananna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.