Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 14
14 Hagsýni FIMMTUDAGUR 6. APRlL 2000 DV Svala Thorlacius hæstaréttarlögmaður hefur langa reynslu af erfðamálum: Ströng formsatriði gilda um erfðaskrár - grunur um að skuldir séu meiri en eignir kallar á opinber skipti dánarbús Dauðinn er ekki mikið til um- ræöu í daglegu amstri og setning eins og „þegar ég dey...“ vekur oftar en ekki óhug. En dauðinn er það eina sem öruggt er í lífinu og sjálf- sagt að ræða hann, eins og aðra hluti sem varða fjölskylduna og hag hennar. Við fráfall maka geta kom- ið upp ótal vandamál, stór og smá, sem þarf að leysa. Og þá er betra að hafa þegar gert ráðstafanir, hvort sem þær felast í gerð efðaskrár, lista yfir skuldir og eignir eða öðru. Svala Thorlacius hæstaréttarlög- maður hefur langa reynslu af erfða- málum og skiptum dánarbúa. Hún segir mörg verkefni blasa við eftir- lifendum og sumt komi fólki kannski í opna skjöldu. Fyrstu að- gerðir eftir andlát felast þannig í því að tilkynna látið svo fljótt sem unnt er til sýslumanns með því að afhenda dánarvottorð læknis. Erf- ingjar hafa síðan 4 mánaða frest til að taka afstöðu til þess hvemig skiptum dánarbúsins verði hagað. Fjórar leiðir Möguleikamir eru í aðalatriöum þessir: 1. að lýsa því yfir við sýslumann að eignir dánarbúsins nægi ekki fyrir öðru en útfararkostnaði. Því til sönnunar þarf yfirleitt að fram- vísa gögnum um fjárhag svo sem skattframtali hins látna. 2. að eftirlifandi maki hins látna ef hann er fyrir hendi, aflar sér leyf- is til setu í óskiptu búi. 3. að afla leyfis sýslumanns til einkaskipta á dánarbúinu. 4. að krefjast opinberra skipta fyr- ir viðkomandi héraðsdómi. Ranghugmyndir um réttarstoðu -Hvaða skiiyrðum þarf eftirlif- andi maki að fullnægja til að fá leyfi til setu í óskiptu búi? „Hann þarf í fyrsta lagi að hafa verið í hjónabandi með hinum látna. Það er afar brýnt að fólk geri sér það ljóst. í okk- ar þjóðfélagi fjölgar þeim sí- fellt sem búa í óvigðri sambúð og hafa miklar ranghugmynd- ir um réttar- stöðu sína. Fólk í óvígðri sam- búö hefur hvorki erföarétt né rétt til setu í óskiptu búi og skiptir engu máli hvort sambúðin hefur staðið í 3 ár eða 30. Engin lög eru til um óvígða sambúð og réttar- staða þvi að mörgu leyti mjög óviss,“ seigr Svala. „í öðru lagi er seta í óskiptu búi því aöeins leyfð að um sameiginleg böm sé að ræða milli hjónanna. Áöur fyrr þurfti fólk að ganga bón- arveg til bama sinna og fá uppá- skrift um leyfi til setu i óskiptu búi. En slíkt þarf ekki lengur ef aðeins er um sameiginleg böm að ræða. En hafi hinn látni hins vegar átt böm sem ekki eru börn eftirlifandi maka hafa þau rétt til að krefjast skipta á dánarbúinu." Svala segir mikilvæga undan- tekningu frá þeirri reglu þó vera ef hinn látni hefur látið eftir sig erföa- skrá þar sem kveðið er á um að langlífari makinn hafi rétt til setu í óskiptu búi með stjúpbömum. Sé gagnkvæm erfðaskrá ekki fyrir hendi þarf að leita samþykkis Svala Thorlacius Viö fráfall maka geta komiö upp ötal vandamát, stór og smá, sem þarf aö leysa. Innbú Afla þarf leyfis sýslumanns til einka- skipta á dánarbúi. stjúpniðja sem geta allt eins hafnað slíkri bón. Einkaskipti algengust Flestum dánarbúum hér á landi er skipt einkaskiptum sem þýðir al- mennt að erfingjar eru allir sam- mála um slíkt fyrirkomulag og að þeir taki að sér sjálfskuldarábyrgð, einn fyrir alla og allir fyrir einn á skuldum búsins. Viö veitingu leyfis til einkaskipta áskilur sýslumaður yfirleitt 1 árs frest frá andláti arf- láta til aö ljúka skiptum. „Þótt erfingjar vilji almennt að einkaskipti fari fram er þó í raun oft langt frá því að eining sé í upphafi um slík skipti. Fara lög- menn þar oft með stórt hlutverk til að reyna að koma skiptum fram án þess að til þess þurfi að koma að vísa málinu til opinberra skipta. Oftast þarf að fara fram mat á markaðsverði eigna, könnun á skuldastöðu og síð- an þurfa erfingjar að taka afstöðu til þess hvort þeir vilja leysa til sín eignir búsins eða selja þær. Komi í ljós meðan á einkaskiptum stendur að ágreiningur erfingja sé slíkur að útilokað sé að ljúka skiptum á þann hátt getur hvaða erfingi sem er kraf- ist opinberra skipta." - Hvað þýða opinber skipti? „Ýmsar ástæður, sem hér er of langt er rekja, geta orðið til þess að dánarbú þarf að fara í opinber skipti. Það þýðir að erfingjar missa forræði búsins og við því tekur skiptastjóri sem skipaður er af við- komandi héraðsdómi. Skiptastjóri er sjálfstætt starfandi lögmaður og greiðast laun hans af eignum bús- ins. Oftast sjá auk þess aðrir lög- menn um að gæta hagsmuna erf- ingja við skiptin þannig að mikili kostnaður er því oftast samfara að dánarbú fari í opinber skipti,“ segir Svala. Hún bætir því við að hlut- verk skiptastjóra sé í stuttu máli að Kostnaour vlö jaröarfor. Hluti af þeim málum sem leysa þarf. verið að komast hjá með örlítiili fyr- irhyggjusemi. Þvi er mjög mikil- vægt og léttir tilveru eftirlifenda ef ljóst er hver á að fá hvað og ef hægt er að ganga frá hlutunum í bróð- emi. Þannig getur verið mikilvægt að fólk geri gagnkvæma efðaskrá eða kaupmála til að fækka eins og hægt er lausum endum við fráfall maka. Þetta á jafh mikið við um yngra sem eldra fólk. Áður en skipti hefjast hvort sem um er að ræða einkaskipti eða opin- ber skipti þarf að rannsaka hvort hinn látni hafi skilið eftir sig erfða- skrá. Svala segir erfðaskrár oftast varðveittar hjá sýslumannsembætt- um eða lögmönnum og séu jafn gild- ar, svo framarlega sem strangra formsatriða hefur verið gætt við koma eignum búsins í verð, nota gerð þeirra. „Lögmenn vara fólk andvirðið til að greiða skuldir bús- eindregið við því að gera erfðaskrár ins og skipta hreinni eign á milli „á eigin spýtur“ eða skrifa nöfn erf- erfingja í réttum erfðahlutfollum. ingja á húsgögn, myndir eða aðra , , , hluti. Slíkar „erfðaskrár" eru ógUd- Skuldir meiri en eignir ar - - Er ekki varasamt að taka bú tU einkaskipta ef vafi leikur á því Þriðjungi ráðstafað í hverjar raunverulegar eignir eru? erfðaskrá „Ef grunur kemur fram við fyrstu Þeir sem eiga niðja mega ráðstafa skoöun á búinu um að skuldir séu með erfðaskrá 1/3 hluta eigna sinna á meiri en eignir eiga erfmgjar að hvem þann hátt sem þeir óska. Bam- fara fram á opinber skipti. Við opin- laust fólk sem er ógift má ráðstafa öU- ber skipti er birt innköUun í Lög- um eigum sínum með erfðaskrá. Meö birtingablaðinu þar sem þeir er erfðaskrá er einnig unnt að ákveða telja sig eiga Setu í óskiptu búi kröfur á hendur np-----með stjúpniðjum dánarbúinu fá eins og áður ákveðinn frest sagði, að arfur tU að koma " i skuli fram með sína eign barna, um kröfur Et tjár- ,ui ni ..11nl11. máiaóreiða er maka o.s.frv. fyrir hendi og Áöur en skipti ekki er farið i ^ lögerfingja opinber skipti Lausafjármunir fara fram er geta erfingjar Maki tekur, auk síns helmingsbús- gengið frá erfða- átt á hættu að hluta, 1/3 í arf og böm 2/3 hluta. skrárarfi, þ.e. greiða meira en ....... ............ fyrst er greiddur þeir fá í arf.“ út arfur sam- , , kvæmt erfðaskránni, aUt að 1/3 hluti Ekkl a eigin spýtur eigna dánarbúsins. Eftirlifendur fá Fólk er yfirleitt Ula undir það síðan það sem eftir er. búið að takast á við erfðamál við Maki tekur, auk sins helmingsbús- fráfaU maka. Það getur síðan haft i hluta, 1/3 í arf og böm 2/3 hluta. fór með sér átök og leiðindi í fjöl- GUdir þá einu hve mörg bömin eru. skyldum, leiðindi sem auðvelt hefði -hlh Runólfur Ólafsson „Þaö er ekki í samræmi viö nútíma- hugsun og viöskiptahætti aö neysi- unni sé stýrt meö mismunandi flokkum á vörugjaldi. “ Mismimandi vöru- gjald á ökutæki: Hefur veriö furöuleg for- sjárhyggja - viö fögnum breyt- ingum, segir Runólf- ur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB Runólfúr Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir breytingar tU lækkun- ar á vörugjaldi á ökutækjum hið besta mál. „Eins og við höfum verið að horfa á þetta, þá hafa verið þrir Uokkar á bU- um með 30%, 40% og 65% vörugjaldi. Vélsleðar hafa verið á 70% gjaldi, en hjálparsveitir og ferðaþjónusta hafa fengið sleða á lægra gjaldi. Vegna þessa hefur markaðurinn á vélsleðum verið kolgrár. Það em varla tU vöm- Uokkar sem hafa 70% vöragjald leng- ur. Þetta hefur því verið mjög furðuleg forsjárhyggja og skilar engu öðm af sér en kerfisfræðingum. Meginsjónarmið félagsins hefur ver- ið að auðvitað eigi bara að vera eitt vömgjald á ökutæki. Þau em hvort sem er í mismunandi verðum frá fram- leiðanda svo þeir sem kaupa dýrari bíia borga þess vegna hærri gjöld. Það er því ekki í samræmi við nútima- hugsun og viðskiptahætti að neyslunni sé stýrt með mismunandi Uokkum á vömgjaldi. Vönigjald lækkað í þrepum Það náðist viss áfangi fyrir þremur árum þegar gjaldfiokkunum var fækk- að úr fjóram í þrjá. Síðustu tvö árin höfum við haft það í huga að frekari fækkun gjaldflokka gæti verið fram- kvæmd í áfóngum. Flokkamir verða tveir nú og þá kannski einn næst. Þetta sem gert er núna er nálægt því sem við höfúm lagt áherslu á. Við lögð- um tU að farið yrði í 30 og 40% gjald- flokka, en niðurstaðan er 30 og 45%. Bíll er nauðsyn Við höfum haft það sem meginrök í okkar málflutningi að bUlinn er í okk- ar dreifbýla landi nauðsyn en ekki lúx- us. Þá er ýmis framþróun í öryggis- búnaði sem kemur fram sem staðal- búnaður í miUistórum og stærri gerð- um bíla, hann er ekki í minni bflun- um. Fyrir fólk með stóra fjölskyldu sem haföi þörf fyrir fleiri sæti vom sjö manna bílamir flestir í hærri flokki. Með þessari breytingu nú lenda þeir margir í 30% gjaldflokki. Á lands- byggðinni sérstaklega getur öflugur vel búinn bfll með drifi á öUum hjólum verið nauðsynlegt öryggistæki. Þá er undarlegt að setja einhvem aukaskatt á þá aðUa sem þurfa nauðsynlega á slíkum tækjum að halda. Þetta em auðvitað áhrif frá þeim hugmyndum að bfll sé lúxus. Það er auðvitað hlutverk okkar að fylgja því eftir að þessar lækkanir skili sér tfl neytenda. Mikil samkeppni á markaðnum hjálpar vissulega tfl í þeim efhum. Þessi breyting eykur líka valkost neytenda á markaði. Sem dæmi þá hafa bandarískir bflar varla verið markaðsvara hér á landi út af skatta- reglum. Við fógnum þessu því sem áfanga í rétta átt,“ segir Runólfur Ólafsson. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.