Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 I>V Fréttir Vegaframkvæmdir á landsbyggöinni og höfuðborgarsvæðinu: Siglfirðingum gæti fækk- að vegna þröngsýni - segir Kristján L. Möller um málflutning sjálfstæðisþingmannanna „Þetta er alveg í takt við það sem ég hef fundið hjá mörgum alþingis- mönnum af höf- uðborgarsvæðinu og Reykjanesi en þeir Kristján og Gunnar hafa hins vegar komið út úr skápnum með sína þröngsýni,“ segir Kristján L. Möller, alþingis- maður Samfylk- ingarinnar á Norðurlandi vestra, um þau ummæli sem Reykjanesþing- mennimir úr Sjálfstæöisflokknum, Kristján Pálsson og Gunnar Birgis- son, hafa viðhaft í DV um fyrirhug- aða jarðgangagerð á landsbyggð- inni, sérstaklega milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. „Ummæli þessara manna lýsa ofboðslegri þröngsýni og reyndar einnig ótrúlegri vanþekk- ingu. Þannig talar Krist- ján Pálsson t.d. um að Siglfirðingar séu þúsund talsins en þeir eru á sautj- ánda hundrað. Þeim gæti hins vegar eflaust fækkað niður í þúsund á skömmum tíma ef sjónarmið manna eins og Kristjáns gagnvart landsbyggðinni fengju að ráöa ferðinni," segir Krist- ján L. Möller. Hann segir að menn eins og Kristján og Gunnar lifi í „sýndarveruleika" að allt snúist um að byggja — uenpni um vit- ? ^ariúrfírlýsingar Frétt DV í gær. verslunarmiðstöðvar þeim á höfuðborgarsvæðinu og til að komast á milli þeirra þurfi auðvitað góða vegi. „Ég geri mér alveg grein fyrir því og talaði með því í umræðum á Alþingi um vegamál að tvöföldun Reykjanesbrautar væri brýnt stórmál. Þeir kump- ánar, Kristján Pálsson og Gunnar Birgisson, kjósa hins vegar að stilla lands- byggðinni upp gagnvart höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og opinbera þannig þröngsýni sína. Sjóndeildarhringur þess- ara manna er bara ekki víðari en það að ég stórefa að hann nái alla leið upp að Esjunni, hvað þá lengra í aðr- ar áttir,“ segir Kristján. -gk DV-MYND GUÐRNNUR RNNBOGASON Smiðir og minkabanar Hér eru þeir aö störfum, galdrasmiöirnir og minkabanarnir á Hóimavík. Haliamái sem var viö höndina var notað sem vopn gegn mink sem varö aö lúta í lægra haldi í því stríöi. Banaði mink með hallamáli „Það lét nokkuð á sjá og er kannski ónýtt, verðlaunin duga vonandi fyrir nýju hallamáli," segir Ólafur Ingi- mundarson, yfirsmiður við hús Galdraminjasafnsins á Hólmavík, en hann ásamt samstarfsmanni sínum var við leit á steypuefni fyrir botn- plötu hússins, rétt utan við kauptún- ið, þegar mink bar fyrir sjónir þeirra. Hallamálið var nærtækasta bareflið. -Guðfinnur DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON. Vildi tjald í hádegisverð Tjaldurinn er kominn upp í lóöir í Vík í Mýrdai þrátt fyrir aö nokkuö sé eftir afsnjó í þorpinu - og kisu datt auövitaö í hug aö þarna mætti krækja í vænan bita í hádegisverð í gær - sá málsveröur var hins vegar floginn á braut þegar hún loksins tét reyna á sína miklu veiöitækni. -SK 06 WNpúmnR HÖFWNGURI GURIf/N Tinna Ó. Grímarsdóttir Reynigrund 42 300 Akranesi 12480 Lilja Ýr Víglundsdóttir Torfufelli 33 - Ttf u,? 111 Reykjavík 905525 aukavinningar (boðsmiðar fyrir tvo á myndina frá Sambíóum) Snævar Dagur Pétursaon Mávahlið 12 105 Reykjavík 12563 Björgvin M. Guðjónsson Geislalind 15 200 Kópavogi 8991 María Eiriksdóttir Kambascli 15 109 Reykjavik 10868 Jóhann Teitur Guðmundss. Fífusundi 12 530 Hvammstanga 1559 Bima J. Hrólfsdóttir Breiðvangi 16 220 Hafharfirði 05610 Fia Ruth Amartanga 41 270 Mosfellsbæ 12564 Finnur Jónsson Brekkubyggð 20 210 Garðabæ 5476 Alfreð Logi Ásgeirsson Jlraunba: 144 110 Reykjavík 12204 Sólveig Pétursdóttir Laufcngi 52 112 Reykjavik 11375 Mikael Luis Gunnlaugsdóttir Neshaga 9 107 Reykjavik 14839 Eyþór Bjami Viktorsson Eyjascli 11 825 Stokkseyri 7719 Friðrik Gunnarsson Melbraut 10 250 Garði 11780 Freydís Pétursdóttir Búagmnd 7 116 Reykjavfk 5521 Ragnar Á. Ragnarsson Lækjarbergi 38 220 Hafnarfirði 12365 Þorgeir Lárus Másson Kjarrhólma 28 200 Kópavogi 9675 Arnar Ingi Halldórsson Grenitcig 16 250 Keflavík 7263 Þorbjörg Bergþórsdóttir Melbraut 29 250 Garði 7406 Jóhann J. Jóhannsson Miðtúni 74 105 Reykjavik 11537 Eva Maria Guðmundsdóttir Kaplaskjólsvegi 81 107 Reykjavík 9818 Óðinn Öm Arnþórsson Hraunbæ 22 UOReykjavík 9123 Sigga Dynja Guðlaugsdóttir Efstasundi 62, kj. 104 Reykjavik 5379 Ragnar Á. Svanbergsson Meistaravöllum 25 107 Reylgavik 6449 Ragnhildur Finnbogadóttir Austurbrún 33 104 Reykjavik 14668 Sandra S. Ragnarsdóttir Laufltaga 1 800 Selfossi 7599 Andrea R. Jóhannsdóttir Blöndubakka 12 109 Reylgavik 14898 Mjólkursamlögin á Akureyri og Húsavík: Sérhæfing á báðum stöðum PV, AKUREYRI:____________________ Kaupfélag Eyfirðinga keypti á síð- asta ári Mjólkursamlag KÞ. Um síð- ustu áramót var svo Mjólkursamlagi KEA komið fyrir í sjálfstæðu hlutafé- lagi sem ber nafnið MSKEA ehf. Unn- ið er að stofnun nýs mjólkurfélags sem byggist m.a. á samruna þessara tveggja félaga. Nú um mánaðamótin verða tekin fyrstu skrefin í átt til þessa samruna. Markmiðið er að ná fram hagræðingu í rekstri félaganna auk þess sem lögð verður áhersla á sérhæfingu mjólkursamlaganna. Aukin sérhæfing felst meðal ann- ars í því að verkefnum verður skipt á milli starfsstöðva hins nýja fyrirtæk- is. Á Húsavík verður þannig lögð sér- Stærsti farmur- inn til þessa DV, fAskrúdsfirði: Færeyska togskipið Krúnborg land- aði nýlega stærsta kolmunnafarmi sem landað hefur verið til þessa hjá Loðnu- vinnslunni, alls 2.305 tonnum. Hoffell SU hefur landað fúllfermi af kolmunna tvisvar og slatta úr þriðju veiðiferð á þessari vertið. AIls er búið að landa 7 þúsund tonnum af kolmunna frá ára- mótum. Vinnslan hefúr tekið á móti 46.8001. af loðnu frá áramótum. -ÆK stök áhersla á framleiðslu á jógúrt og sérostum og má í því sambandi nefna að stefnt er á að flytja framleiðslu á Cheddarosti frá Akureyri til Húsavík- ur. Einnig flyst framleiðsla á hefð- bundnu skyri til Húsavíkur. Nú um mánaðamótin verður sú breyting að öll pökkun og dreifing á neyslumjólk mun fara fram á Akur- eyri og sala og dreifing á mjólkurvör- um fer einnig fram þar. Þá verður mysuostagerð samlaganna sameinuð á Akureyri. Þá er einnig unnið að samhæfingu gæðakerfa og rannsókna- og vöruþró- unarstarfs fyrirtækjanna ásamt því að leiðbeiningaþjónusta við bændur verður sameinuð. -gk DV-MYND ÆGIR KRISTINSSON Stór farmur Landaö á Fáskrúösfíröi úr færeyska togskipinu Krúnborg stærsta farmi af koimunna sem sést hefur til þessa. _____________ Umsjón: Höröur Kristjánsson notfang: sandkorn@ff.is Jón sterkur 1 stjómmálaheiminum em menn farnir að velta fyrir sér frekari breyting- um á ráðherra- liði Framsókn- arflokksins. Enn era fimm þeirra alþingis- manna sem kosnir voru I upphafi óbættir hjá garði og eiga eftir verða ráðherrar. Nú berst með sunnangolunni að PáU Pétursson félagsmálaráðherra muni hætta á kjörtímabilinu. Hvort sem það er satt eða ekki er talið að sá sem næstur er á ráð- herralistanum sé Jón Kristjáns- son. Hann er talinn hafa styrkt sig innan flokks og utan og því eins víst að kominn sé tími á veg- tyllu. Þá er hann talinn líklegur leiðtogi flokksins í nýju norðaust- urkjördæmi eftir aö HaUdór Ás- grímsson formaður flytur suður með Homafjörð í fanginu... Kristján kjaftfor Stríð er skollið á vegna jarð- gangaáforma Sturlu Böðvars- sonar sam- gönguráðherra. Flokksbræður hans, Kristján Pálsson og Gunnar I. Birgisson, þingmenn Reykjaness, hafa báðir farið mikinn þar sem þeir telja göngin óþörf. Sá landsbyggð- arþingmaður sem hvað harðast hefur bragðist viö gagnrýninni er Kristján MöUer frá Siglufirði sem vill aukagöng með Stráka- göngunum. Kristján hefur stimpl- að sig rækilega inn sem einn sterkasti talsmaður landsbyggðar- innar... Sjónvarpsmenn hverfa Fréttamaðurinn góðkunni á Stöð 2, Steingrímur Ólafsson, er nú á förum eftir langt starf á skjánum. Stein- grímur mim hverfa til bita- stæðari verkefna hjá tölvufyrir- tækinu OZ. Verkefni hans mun felast í því að treysta það starfsumhverfi sem er á vefnum milli starfsstöðva fyr- irtækisins. Fleiri sjónvarpsfrétta- menn eru á förum því úr herbúð- um Sjónvarpsins er Sigmar Guð- mimdsson að fara eftir stutt stopp. Hann hefur boðað kveðju- samsæti um helgina... Mikiö á samviskunni Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, hefur sannar- lega mikiö á samviskunni þessa daga. Hann er bú- inn í samsæri með Jónasi Þór Steinarssyni hjá Bilgreinasam- bandinu og rík- inu að útrýma heilli atvinnu- grein. Um árabil hafa íslenskir „at- hafnamenn" stundað af mikilli elju- og útsjónarsemi innfiutning á sjálfrennisleðum (vélsleðum) fyrir þá bágstöddu einstaklinga sem ekki treysta sér til að renna um snjóbreiðumar á skíðum. Þessi hjálpartæki hafa athafna- menn jafnvel þurft að búta sund- ur erlendis og puða við að flytja heim í eigin ferðatöskum. Fyrir þetta hafa þeir mátt þola enda- lausa hnýsni tollvarða og núna er með einu pennastriki búið að þurrka út þessa merku atvinnu- starfsemi...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.