Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 36
Frábær kjör á bílaleigu- bílum Sími: 533 1090 Fax: 533 1091 E-mail: avis@avis.is Dugguvogur10 AVIS FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 Sameinaði lífeyrissjóðurinn stefndi Hafnarfjarðarbæ: Bærinn dæmdur til að greiða ábyrgðir Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Hafnarfjarðarbæ til að greiða Sameinaða lífeyrissjóðnum 4,7 milij- ónir króna vegna tveggja skulda- bréfa sem engin greiðsla kom upp í vegna fasteignarinnar við Strand- götu 30 í Hafnarfirði. Málið varðar tvö skuldabréf í eigu lífeyrissjóösins sem Miöbær Hafnarfjarðar hf. gaf út í apríl 1994 - hvort að fjárhæð 2 milljónir króna. Bréíin voru tryggð með 2. veðrétti í fasteigninni Strandgötu 30. Þorsteinn Steinsson, fyrrum bæj- arritari Hafnarfjarðarbæjar, áritaði bréfin þannig að hann tækist „á hönd f.h. Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar einfalda ábyrgð á greiöslum þessa bréfs ásamt kostnaði er af vanskil- um kann að leiða". Þorsteini var stefnt fyrir dóm sem „varastefnda". Hvað er tíska? í Fókusi, sem fylgir DV á morg- un, er tískan tekin fyrir frá hinum ýmsu sjónarhomum. M.a. er tíska götunnar skoðuð, sem og snjó- brettatískan. Gefnar eru hugmyndir að nýjum klippingum og talað við fólk sem hefur farið sínar eigin leið- ir hvað tískuna varðar. Einnig er talað við vinningshafa Músíktil- rauna, þrjár lögreglukonur, Eurovisionstjörnuna Telmu og fréttakonuna Aðalheiði Þorsteins- dóttur sem er nýjasta fréttastimið. Ráðleggingar Dr. Love em að sjálf- sögðu á sínum stað sem og Lífið eft- ir vinnu sem er nákvæmur leiðar- vísir um skemmtanalífið í landinu. Hafnarfjarðarbær var „aðalstefndi“. Eignin var seld nauðungarsölu í september 1998. Samkvæmt úthlut- unargerð uppboðsandvirðis kom engin greiðsla upp í veðkröfur á 2. veðrétti. Lífeyrissjóðurinn ákvað síðan að stefna Hafnarfjarðarbæ til greiðslu skuldabréfanna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykja- ness var á þá leið að Hafnarfjarðar- bær væri dæmdur til að greiða lif- eyrissjóðnum 4.722.176 krónur með vöxtum frá 11. apríl 1996. Bærinn er jafnframt dæmdur til að greiða líf- eyrissjóðnum 600 þúsund krónur í málskostnað. Þorsteinn Steinsson er sýknaður af kröfu lífeyrissjóðs- ins en stefnandi er dæmdur til að greiða honum 600 þúsund krónur í málskostnað. -Ótt íslendingar í Lilleström: Dýnur fyrir glugga Tvær íslenskar fjölskyldur úr Kópavogi og Hafnariirði, átta manns, settu dýnur fyrir gluggana þar sem þær sváfu í íbúð 700-800 metra frá þeim staö sem flutningalestirnar tvær rákust saman á í Lilleström í fyrri-nótt. Ólöf Ásgeirsdóttir, sjúkra- þjálfari í Lilleström sem dvelur í íbúðinni, sagði við DV í morgun að ástandið í bænum væri óbreytt frá í gær. „Það logar enn þá í vögnunum. Norðmennirnir eru að reyna að halda logandi gastönkunum köldum til að minnka hættu á sprengingum. Þeir eru búnir að fá fleiri tankbíla frá flugvellinum í Ósló,“ sagði Ólöf. Hún og maður hennar, Reynir Björnsson læknir sem er í sérnámi ytra, og tvö böm þeirra búa rétt við lestarstöðina í Lilleström. Þau höfðu þurft að flytja inn á hjónin Kristin Þorbergsson og Kristínu Ólafsdóttur sem einnig eiga tvö böm en búa á jaðri hættusvæðisins. Ólöf sagðist telja að aðrir Islend- Sprenglhætta Mikill viöbúnaöur er í Lilleström. ingar í bænum hefðu það ágætt, sum- ir hefðu þurft að yfirgefa heimili sín. Hún kvaðst t.a.m. hafa hitt Rúnar Kristinsson knattspymumann hjá Lilleström og konu hans í gær - þau hefðu fært sig yfir á hótel. „Við bíðum bara eftir tilkynningu um að við megum flytja heim. Við reiknum með að þetta taki 3-4 daga,“ sagði Ólöf. Hún sagði að snjór væri mikill í Lilleström sem er skammt frá Ósló. Hún sagði að í garðinum heima hjá sér hefði nýlega verið um 60 sentimetra snjór. -Ótt Bátum bjargað Tveir bátar vom dregnir til hafnar í Þorlákshöfn í morgun en bátamir vom reyndar nýfamir þaðan þegar upp kom vélarbilun í öðmm þeirra sem ber heitið Skálafell. Fjöldi báta var á útleið á sama tíma og næsti bátur við SkálafeO, sem var Sæfari, kom tO aðstoöar. Ekki vOdi þá betur tO en að hann fékk í skrúfuna. AOs vom 11 manns á bátunum tveim- ur og um tíma var óttast að bátana kynni að reka að landi. Þyrla Land- helgisgæslunnar var því komin í við- bragðsstöðu, en áður en hún fór í loft- ið komu nærstaddir bátar tO aðstoðar og drógu þá tO hafnar. -gk Haraldur Örn fór 13 km í gær Haraldur Öm Ólafsson pólfari gekk 13 kílómetra í erfiðu færi í gær. Bakvarðasveit leiðangursins telur þetta góðan árangur en menn bíða þess nú að færið fari að skána hjá Haraldi Emi. Búist er við aö hann fái „nesti og nýja skó“ með flugvél dagana 17. eða 18. apríl. -Ótt DV-MYND GVA Járnklætt llstasafn Listasafn Reykjavíkur mun opna nýja aöstööu sína í Hafnarhúsinu viö Tryggvagötu þann 19. þessa mánaöar. Af því tilefni veröa opnaöar tvær nýjar sýningar en enn hefur ekki veriö tilkynnt um hverjar þær verða. Veriö er aö ieggja lokahönd á fráganginn þessa dagana og eru allirgangar þvert í gegn- um húsiö klæddir meö þriggja millímetra þykku lagi af járni. Austurveggurinn kvaddi í morgun: Gafl Glaumbars hrundi Austurgafl veitingastaðarins Glaumbars við Tryggvagötu brotn- aði niður síöla nætur og féU niður í grunn sem grafinn hefur verið milli veitingastaðanna Glaumbars og Gauks á Stöng, en fyrirhugað er að stækka Gaukinn í vestur að Glaumbar. Ljóst virðist að grafið hafi verið heldur mikið undan undirstöðum Glaumbars og þrátt fyrir að settar hafi verið sperrur til að halda við vegginn dugði það ekki til. Tíma- setning falls veggjarins gat þó varla verið betri, enginn að vinna DV-MYND S Opið húsl Austurgaflinn í Glaumbar „sagöi bless“ og féll niöur í grunninn. í grunninum og gestir Glaumbars sem e.t.v. hafa setiö rétt fyrir inn- an vegginn í gærkvöldi og i nótt voru famir heim. Einhverjir starfsmenn munu þó hafa verið á Glaumbar þegar veggurinn kvaddi samkvæmt heimildum DV, en þeir voru ekki nálægt honum þegar hann hrundi. Ljóst viröist að talsvert tjón hafi orðið þama og ekki annað að sjá en að starfsemi Glaumbars muni liggja niðri í einhverja daga, nema boðið verði upp á „opið hús“ á kvöldin. -gk txother P-touch 9400 Stóra merkivólin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstaerðir 16 leturstillingar prentar í 10 línur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.