Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000
Fréttir
Umhverfisráðherra um Vatnsendaland:
Milljón í
menninguna
DV, DALVÍK:
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
fékk nýverið til ráðstöfunar eina millj-
ón króna frá Byggðastofnun og er þetta
framlag hluti af fjármunum sem stofn-
unin ver til uppbyggingar menningar-
starfsemi á landsbyggðinni og atvinnu-
þróunarfélögin á landinu sjá um að út-
hluta.
Söfnin á Eyjafjaröarsvæðinu fá um
400 þúsund af þessari miiljón, en ætl-
unin er að koma upp safnakorti sem
veitir fólki aðgang að öllum söfnum á
svæðinu, auk þess sem gefa á út bæk-
ling með stuttri kynningu á starfsemi
safnanna og staðsetningu þeirra. Gert
er ráð fyrir að eitthvert mótframlag
komi frá söfhunum til verksins.
Þá fékk hljómsveitin Toy Machine
150 þúsund krónur vegna ferðar til
Bandaríkjanna á síðasta hausti og af-
gangurinn fer til undirbúnings rann-
sókna og kynningar á Gáseyri. -hiá
Fíkniefni í sund-
laugarklefa
DV. AKUREYRI:
Sundlaugarvörður í Sundlaug Akur-
eyrcir fann flkniefni í búningsklefa eft-
ir lokun sundlaugarinnar um helgina.
Um var að ræða smávegis af hassi
og amfetamíni. Efnin fundust í skáp í
karlaklefa. -gk
Sprengjugabb í
Ráðhúsinu
Ókunnur karlmaður hringdi í
neyðarlínuna rétt eftir klukkan 16 í
gær og tilkynnti um sprengju i Ráð-
húsinu. Var húsið tæmt og leituðu
sprengjusérfræðingar að sprengjunni
án árangurs. Maðurinn hafði ekkert
sagt um það hvenær sprengjan skyldi
springa, hvers konar sprengja þetta
átti að vera eða hver hann var. -smk
DV-MYNDIR S
Draumahúsin mótuð í sand
Nú standa yfir þemadagar í Lækjar-
skóla en þá bregöa nemendur og
kennarar út af heföbundnu skóla-
starfi og lyfta sér upp. í gær nutu
nokkrir þeirra veöurblíöunnar í Naut-
hólsvík. Þær Katrín Ella Jónsdóttir
og Kristína Tropimova voru önnum
kafnar viö aö byggja sandkastala í
fjörunni í Nauthólsvík í gær.
Fjörulall í
Nauthólsvík
Smávegis hressing í kalsanum
Úlfar Daníelsson kennari hellir kakói
í bolla Hrannar Róbertsdóttur af
stakri vandvirkni.
nær frá Elliðavatni í átt til
Garðabæjar og er að
stærstum hluta nýtanlegt
til byggingar.
Eigendur landsins eru
ekkja og börn Magnúsar
Hjaltested, sem lést fyrr á
þessu ári, en Magnús gerði
áðurnefnt samkomulag
við bæjarstjórn Kópavogs.
Þau búa enn á landinu og
munu halda húsum sínum
þar og einhverjum land-
skika umhverfís þau.
Flosi sagði engar hugmyndir hafa
Vatnsendaland.
verið nefndar um verð fyrir umrætt
land enda hafi engar viðræður farið
fram miili aðila um þann þátt. Hann
taldi þó ólíklegt að verðið yrði á
svipuöum nótum og Jón Ólafsson
greiddi fyrir Arnarneslandið á sín-
um tíma en Jón keypti þar 44 hekt-
ara á um 700 milljónir króna.
„Það sem Jón borgaði fyrir land-
ið var um helmingi hærra en sveit-
arfélög hafa verið að borga fyrir
land,“ segir Flosi. Sé þetta rétt verð-
mat hjá Flosa myndi umrætt Vatns-
endaland vera 700 milljóna króna
virði miðað við að það er tvöfalt
stærra en Arnarneslandið. -GAR
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra hefur gefið Kópavogsbæ
heimild til að taka 90 hektara lands
úr Vatnsendalandi eignarnámi en
samkvæmt skipulagi bæjarins á að
rísa þar 3500 manna byggð þegar
fram líða stundir.
Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi
minnihlutans í Kópavogi, segir
eignamámsleiðina vera farna í sam-
ráði við eigendur Vatnsendalands í
því skyni að fá verðmat á landið
sem er síðasti hluti Vatnsendajarð-
arinnar sem ekki er í eigu Kópa-
vogsbæjar. Landið sem um ræðir
Heimild til eignarnáms
- samkomulag við eigandann til aö fá fram verð, segir bæjarfulltrúi
Skjár einn lætur ekki deigan síga:
100 milljóna skjár á Kringluna
- magnað fyrir litla þjóð, segir sjónvarpsstjórinn
„Þetta er ansi magnað fyrirbæri
fyrir svona litla þjóð,“ segir Árni
Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri á
Skjá einum, um nýjustu fjárfestingu
sjónvarpsstöðvarinnar sem er risa-
stór skjár sem settur verður upp á
gafli Kringlunnar innan skamms ef
samningar nást þar um. Skjárinn er
frá Sony og sá fyrsti sinnar tegund-
ar sem settur er upp í heiminum og
kostar um 100 milljónir í innkaup-
um. „Þetta er framtiðarmúsík okkar
sem vonandi verður að veruleika,"
segir Ámi Þór.
Skjárinn sem hér um ræðir verð-
ur um 60 fermetrar að grunnfleti og
mun blasa við vegfarendum sem
staddir eru á horni Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar. Þá mun
hann gnæfa yfir bílastæðum Kringl-
unnar en forsvarsmenn Skjás eins
sjá þarna möguleika á að halda
risatónleika á skjánum, svo og að
nota hann til auglýsinga á eigin
sjónvarpsdagskrá.
Skjárinn er þeirrar gerðar að
hægt verður að snúa honum í allar
áttir og að líkindum verður engum
vandkvæðum bundið að fá leyfi til
uppsetningar hans á gafli Kringl-
unnar þar sem eitt af fjárfestingar-
félögum Hagkaupserfmgjanna, Sig-
urðar Gísla og Jóns, er einmitt mik-
ilvægasti bakhjarl sjónvarpsstöðv-
arinnar. -EIR
Framtíðarhugmynd að risaskjá
Framtíöarmúsík sem vonandi
veröur aö veruleika,
segir Árni Þór Vigfússon.
Áhrif á endurupptöku
Ragnar Aðal-
steinsson hæsta-
réttarlögmaður seg-
ir að nýfundin skjöl
er varða frumrann-
sókn Geirfinns-
málsins breyti
miklu og geti haft
áhrif á skilyrði til
endurupptöku. RÚV greindi frá
Nýr forsetaritari
Stefán Lárus Stefánsson, aðalræð-
ismaður íslands í New York og
varafastafulltrúi hjá Sameinuðu
þjóðunum, hefur verið ráðinn i
embætti forsetaritara frá og með 11.
apríl í stað Róberts Trausta Árna-
sonar.
8 milljarða aðild
Líklegt þykir að aðild fslands að
Evrópusambandinu geti kostað rík-
issjóð 8 milljarða. Hins vegar þykir
óvíst hversu stór hluti framlagsins
kemur til baka. Bylgjan greindi frá.
Skoða togvíraklippur
Bandaríska strandgæslan er nú
að kynna sér íslenskar togvíraklipp-
ur sem notaðar voru í tveimur síð-
ustu þorskastríðum. Ekki fylgir sög-
unni aftan úr hverju Bandaríkja-
menn hyggjast klippa. Bylgjan
greindi frá.
Samiö um fjarskiptaþjónustu
Stoðtækja- og hátæknifyrirtækið
Össur hf. hefur samið við Islands-
síma um yfirtöku allrar fjarskipta-
þjónustu Össurar hf.
28 offituaðgerðir
28 offituaðgerðir hafa verið gerð-
ar hér á landi á síðustu 10 árum. Ár-
angurinn er sagður góður en slíkt
er aðeins gert í neyðartilvikum.
Stöð 2 greindi frá.
Tal hf. hefur,
fyrst íslenskra far-
símafyrirtækja,
gert reikisamning í
Kína. Gengið var
frá samningi við
China Telecom fyr-
ir skömmu og geta
GSM-notendur hjá
Tali nú notað síma sína i stórum
hluta Kina. Kina er 44. landið þar
sem hægt er að nota Tal GSM-
síma.
Tal í Kína
Tímamót í fjarskiptaþjónustu
Síminn og íslandsbanki hafa gert
með sér samning um kaup bankans
á flarskiptaþjónustu af Símanum.
Samningurinn markar timamót í
fjarskiptaþjónustu á íslandi þar sem
um er að ræða stærsta einstaka víð-
netsþjónustusamning sem gerður
hefur verið.
10 milljónir gegn dópi
Samskip hafa ákveðið að veita að
minnsta kosti 10 milljónir króna til
baráttu gegn fíkniefnavandanum á
íslandi.
Afnotagjöld í bílum
RÚV hefur tekið upp á því að inn-
heimta afnotagjald af öllum útvarps-
tækjum í bílum sem notaðir eru í
atvinnuskyni.
Sýknuð af vanrækslukröfu
Héraðsdómur
Reykjavíkur sýkn-
aði í gær Hafstein
Hafsteinsson, for-
stjóra Landhelgis-
gæslunnar, og
Hrund dóttur hans
af skaðabótakröfum
vegna meintrar
vanrækslu í starfi. -hdm