Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRlL 2000 DV Fréttir Verkfall flugvirkja skellur á á fimmtudag ef samningar nást ekki: Betra hljóð í mönnum - en það þarf tvo til, segir formaður Flugvirkjafélagsins „Þaö skellur á á þessum tíma og við reiknum meö aö vélamar stoppi bara strax nema þeir fari með þær eitthvað annað, ég veit ekkert hvaða hugmyndir þeir hafa uppi í því sam- bandi. Trúlega eru alls konar neyð- aráætlanir i gangi án þess að við vitum eitthvað um það,“ segir Jakob S. Þor- steinsson, for- maður Flug- virkjafélags ís- lands, en enn hefur ekki verið gengið frá samn- ingum flugvirkja og Flugleiða og að öllu óbreyttu skellur verkfall á klukkan 11 á fimmtudags- morgun. Samn- inganefndir samningsaðila sátu á fundum í allan gærdag og voru ýmis sérmál aðallega rædd. „Ég var með samninganefnd- inni í kvöldmat en það er ekkert hægt að segja ann- að en það er betra hljóð í mönnum. Þetta gengur allt saman út á hag- ræöingar og það er raunverulega rauði þráðurinn ef menn ætla að sækja sér einhverjar launahækkan- ir. Auðvitað er endalaust hægt að hagræða en við ætlum ekki að hag- ræða þannig að það kosti okkur eitt- hvað,“ segir Jakob. Ef til verkfalls kemur skellur það á á fimmtudagsmorgun. Jakob segir að skipulag verkfallsvörslu verði rætt á miðvikudag ef til þess kemur. „Við eigum ekki von á öðru en allt flug til og frá landinu muni stöðvast en vitum í sjálfu sér ekki hvort Flugleiðir eiga einhverja ása uppi í erminni. Það er þá eitthvað sem skeður ekki þarna, þeir þurfa þá að fljúga sitt flug án viðkomu á íslandi. Það gæti gengið upp að einhverju leyti gagnvart erlendu farþeg- unum en það gengur ekki gagnvart þeim sem koma hing- að eða fara héð- an.“ Flugleiðir sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem segir að félagið hafi ákveðið að fella í takmarkaðan tíma niður skil- mála sem binda ferðadaga farþega og er þeim heim- ilt að breyta ferðadegi meðan sæti eru laus á öðrum dögum. í yfirlýs- ingunni segir einnig aö heildar- launakostnaður félagsins sé um 8 milljarðar króna og hvert viðbótar prósentustig sem bætt er á laun allra starfsmanna leiði til 80 millj- óna kostnaðarauka. Jakob er ekki sáttur við þessa fullyrðingu. „Þetta er náttúrlega eins og hvert annað bull, að ætla að taka út 150 manna starfsstétt hjá félaginu og bæta síð- an við þessum 2000 sem eru til stað- ar og fá út einhverja 8 milljarða. Þetta er bara til aö slá ryki í augun á fólki að nefna svona háar upphæð- ir. Sumir gætu jafnvel trúað að þetta væri það sem við erum að fara fram á. Málið er bara að nú er ver- ið að finna blóraböggul og það erum við, og þeir eru að leika píslarvotta. Staðreyndin er einfaldlega sú að það þarf tvo til og þeir eiga jafnmikla sök og við ef það verður verkfall," segir Jakob S. Þorsteinsson. -hdm Manni, viltu opna fyrir mig? Krakkarnir á Dalvík eru enn klæddir í kuldafatnaöinn enda ríkir vetur enn um sinn, eöa næstu vikuna eöa svo - þá skellur á sumardagurinn fyrsti sem sumum finnst haldinn nokkuö snemma á landi hér. En þessi bjarti víkingur meö starwarshúfuna sá Ijósmyndara DV meö myndavélina og kallaöi: „Manni, viltu opna fyrir mig?“ og togaöi um leiö í voldugar hliðgrindurnar. DV-MYND HILMAR ÞÓR Flugvirkjaverkfall Semjist ekki hefst verfaiiiö kl. 11 á fimmtudag Námskeiðin ekki á vegum sértrúarsafnaðar: Paul Welch ranglega ásakaður - segir Halldóra Geirharðsdóttir um ásakanir Kolbrúnar Björnsdóttur í tilefni af frétt sem birtist í DV í gær, þar sem Kolbrún Bjömsdóttir grasalæknir ásakaði námskeiða- haldarann Paul Welch um svik og pretti, vill Halldóra Geirharðsdóttir koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri fyrir hönd 11 íslendinga sem eru nú staddir á námskeiði hjá Paul Welch ásamt hópi Dana, Hol- lendinga, Þjóöverja og Ameríkana. „Við lítum þetta mál mjög alvar- legum augum enda er hér um æru- meiðingar og atvinnuróg á hendur Paul Welch að ræða auk þess sem fullyrðingamar gera lítið úr öllum þeim sem hafa notið góðs árangurs af námskeiðum hans. Það er út í hött að segja að þetta sé sértrúar- söfnuður. Námskeiðin ganga út á djúpa tilfinningavinnu með það að markmiði að fólk geti gert jákvæðar breytingar á lífi sinu. Paul er ekki að blekkja einn eða neinn, þvert á móti kennir hann fólki að horfast í augu við eigin blekkingar. Þessi vinna er mjög krefjandi enda gengur hún út á að gera varan- legar breytingar á lífi sinu og fjöldi fólks hefur náð þeim árangri. Til að mynda hefur fólk styrkt hjónaband- ið, bætt sambandið við börnin og lært að lifa betra og skemmtilegra lífi. Það er mikill akkur fyrir okkur íslendinga að hafa aðgang að ára- langri reynslu og þjálfun Pauls Welch og það sem er óafsakanlegt við þessar ásakanir Kolbrúnar er að þær eru vægast sagt misvísandi um þessa vinnu og geta fælt fólk frá sem annars hefði getað orðið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fara á nám- skeið.“ Sprengjuhót- un var gabb Þrír unglingspiltar, á aldrinum 14 til 15 ára, stóðu að baki sprengjuhót- un i útibúi íslandsbanka í Hafnar- firði í lok mars síðastliðins, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði. 30. mars fannst miði í anddyri ís- landsbanka á Strandgötu þar sem hótað var að sprengja bankann sama dag kl. 16. Útibússtjórinn hringdi í lögregluna. Húsnæðið var rýmt og Strandgötunni lokað. Einn unglinganna hafði skilið miðann eftir og vissu hinir tveir af því. Lögreglan í Hafnarfirði sagði að drengirnir hefðu ekki átt von á að þetta væri tekið svona alvarlega. Engin sprengja fannst i bankan- um, og eru piltarnir ekki sakhæfir. -SMK Fjórir menn tengdir 26 inn- brotum Lögreglan í Reykjavík handtók íjóra unga menn í síðustu viku fyr- ir innbrot. Fyrir liggur að mennirn- ir, sem allir eru um tvítugt, séu tengdir samtals 26 innbrotum á höf- uðborgarsvæðinu, aðallega í bíla. Lögreglan endurheimti flest það sem stolið var, og skilaði varningn- um til eigenda. Mönnunum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. -SMK Toyota í Garðabæinn Bæjarstjóm Garðabæjar hefur sam- þykkt að út- hluta P. Samú- elssyni ehf. (Toyota), Skelj- ungi hf. og Knatthúsi ehf. tæplega átta hektara land- svæði og munu fyrirtækin vinna með skipulagsnefnd bæjarins að deiliskipulagi svæðis- ins. Að því er segir á heimasíðu Garðabæjar er gert ráð fyrir að á svæðinu rísi mannvirki fyrir þá starfsemi sem félögin starfrækja í dag, en einnig má gera ráð fyrir að tengsl svæðisins við Reykjanes- braut, golfvöll, útivistarsvæði Heið- merkur og fleira bjóði upp á ýmsa aðra möguleika. -GAR Bogi Pálsson framkvæmdastjóri Toyota. Veöríó í kvöíd Bjartviðri Spáð er N 10^15 m/s en hægara á Vestfjörðum. Él norðaustan- og austanlands en bjartviðri sunnan- og vestanlands. N 5-10 m/s veröa á morgun en hæg breytileg átt norðvestan til. Víöa verður léttskýjað, en dálítil él viö noröausturströndina. Frost 0 til 8 stig. SélairgaiBgur ojg sj _________ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 20.50 20.41 Sólarupprás á morgun 06.05 05.44 Síódegisflóö 24.12 16.10 Árdeglsflóö á morgun 00.12 04.45 VINDÁTT ^0'°* HIT1 ^ -10° N VINDSTYRKUR Vráner i metruin 5 sekúrxíu ^ rKUb I & HEIDSKÍRT c> O IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ 'W’” W Q RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA = ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA m Skafrenningur og hálkublettir Ágæt færð er um Suöurnes, skafrenningur og hálkublettir á Hellisheiöi. Góö færö er um Suöurland og austur á firöi. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiöi og Öxnadalsheiði. Unnið er við hreinsun á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðausturlandi og Austurlandi er skafrenningur og hálkublettir. Ófært er um Hellisheiði eystri og Breiödalsheiði. AKUREYRI skýjaö BERGSTAÐIR skýjaö B0LUNGARVÍK léttskýjaö EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö KEFLAVÍK skýjaö RAUFARHÖFN skýjaö REYKJAVÍK léttskýjaö STÓRHÖFÐI rykmistur -3 —3 -i -4 -3 -2 -4 -3 -3 Víða léttskýjað Gert er ráö fýrir norðan 5-10 m/s en hægri breytilegri átt norðvestan til. Víða verður léttskýjaö en dálítil él viö norðausturströndina Frost verður 0-8 stig en sums staöar frostlaust sunnanlands yfir daginn. Fimrntudagur^^^B Fostucið;4ur/|^M I 11 111 Vindur: \JL/ 5—10 m/s Í Hiti 0° til-S" Vindun C .J, 8-10m/»r -Cr \ Hiti 0° tii -3° ' Hiti 0“ til-8' Búast má vlð vestan 5-8 Gert er ráó fyrlr m/s og súld vestanlands Búlst er vlð björtu veðrl hægrl vestanátt og vióa en snýst í norðaustan sunnan- og vestanlands. björtu veórl. Vægt frost 13-18 með snjókomu og Frost veröur 0-8 stlg en veróur Inn tll landslns, óljum. Frost veröur um allt frostlaust syðst á landlnu frostlaust vló ströndlna. land. yflr daginn. BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBUN HALIFAX FRANKFURT HAMB0RG JAN MAYEN L0ND0N LÚXEMB0RG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG díSHCTETtCE rigning 4 alskýjaö 2 skýjað 3 alskýjaö 3 2 slydduél 1 alskýjaö 2 heiöskírt 10 þokumóða 1 þokumóöa 11 léttskýjað 1 rigning 2 rigning 3 heiðskírt -1 hálfskýjað 3 skýjaö 1 skafrenningur -7 rigning 5 skýjaö 5 léttskýjað 9 alskýjað 1 alskýjað 0 skýjaö 6 alskýjað 17 léttskýjaö 2 skýjaö 7 alskýjaö 12 léttskýjaö -7 2H5i«aaaBauataa«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.